Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sækeisarinn FYRIR stuttu komu saman í Reykjavík, svo sem venja þeirra er með reglulegu millibili, hinir íslensku sægreif- ar. Á tímum þegar heimsveldi eiga undir högg að sækja í heim- inum og kúgun land- eigenda á leiguliðum er að hverfa stefna hinir íslensku sægreifar ótrauðir fram í að byggja upp leiguliða- V kerfi í sjávarútvegi undir forystu keisara síns. Eins og margir vita sem verið hafa í sveit var það og er al- gengt að börnum var leyft að eigna sér skepnur. Svo er það með fiskinn í sjónum í kringum Island, sjó- mönnum, fískverkafólki og öðru fólki á landsbyggðinni, sem lifir á fiski og hefur gert það frá því land byggðist, er leyft að eigna sér fiski- miðin þótt keisarinn og sægreifa- veldið séu hinir raunverulegu eig- endur. Sömuleiðis leyfir sægreifaveldið embættismönnum, kaupmönnum, hagfræðingum við Háskóla Islands ~«og öðrum, sem búa í Reykjavík, að eigna sér hlut í fiskimiðunum, þótt lifíbrauð þeirra sé allt annað en af sjávarútvegi og er það vegna stuðn- ings þeirra við sægreifaveldið og hugmynda þeirra um að láta lands- byggðarfólk borga fyrir afnot af fiskimiðum við þeirra eigin tún- garð. í þjónustu keisarans Sægreifaveldið hefur komið ár sinni vel fyrir borð innan þjóðfé- . lagsins. Það stjórnar banka með að- stoð kaupmanna. En valdagræðgi keisarans á sér engin takmörk. Einn banki er ekki nóg, hann heimtar annan frá almenningi. Fyr- ir nokkrum árum tók hann Þjóð- hagsstofnun í þjónustu sína. For- stjóri Þjóðhagsstofnunar kemur fram í sjónvarpi annað slagið, þar sem hann sést í félagsskap keisar- ans og sægreifanna. Síðan setur fréttamaður Ríkissjónvarpsins hljóðnema fyrir forstjórann sem básúnar fyrir áhorfendum ágæti lénsfyrirkomulags sægreifaveldis- ins. Samt hefur Þjóðhagsstofnun aldrei haft fyrir því að reikna út, hvað sé hagstæðast fyrir þjóðina í v veiðum og vinnslu. Er hagstæðara til að mynda að vinna aðeins 40% af hverjum þorski sem veiddur er upp í Iandsteinum og henda 60% útbyrðis og þessi 40% eru þar að auki unnin í ódýr- ustu pakkningar í stað þess að koma með allan fiskinn í land og geta nýtt alla hluta hans og selt beint til neytenda á hæsta verði hverju sinni? Nei, þetta reiknar Þjóðhagsstofnun ekki út. Sægreifa- veldið hefur ekki áhuga á því. Orð keisarans eru lög. Keisarinn krefst þess að sæ- greifaveldið fái að sjá um menntun sjómanna og fiskvinnslufólks. Keis- arinn veit sem er að menntun fólks jm* hefur áhrif á kröfur þeirra til launa. Að auki lítur hann svo á að fólk sem vinnur við sjávarútveg sé eign sæ- greifaveldisins, rétt eins og leiguliðar og þrælar voru eign léns- herra fyrri tíma. Lénsherraveldið benti á í grein í Fiski- fréttum á liðnu sumri, að sjómenn væru sam- kvæmt úttekt háskóla- menntaðra manna með minnstu menntun allra starfsgreina. En var starfsmennt- un sjómanna og kunn- átta til starfa á sjó met- in sem menntun? Nei, að sjálfsögðu ekki. Það var sægreifaveldinu ekki þóknanlegt. Ríkis- sjónvarpið hefur löngum óttast keisarann og veldi hans. Fyrir IV2 ári var klukkutíma þáttur í Ríkis- sjónvarpinu um íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið. Fréttamaðurinn, sem sá um þáttinn, fékk hagsmuna- aðila í sjávarútvegi til umræðu, nema einn, þann sem hann vissi að væri ekki keisaranum þóknanlegur. Ekkert skal rann- sakað, segir Sigur- geir Jónsson, sem skaðað getur hagsmuni sægreifaveldisins. Slík var hræðslan við keisarann. Þessi sami fréttamaður hefur nú tekið sér frí frá Ríkissjónvarpinu til að vinna að sjónvarpsþáttum um ís- lenskan sjávarútveg. Ríkissjónvarp- ið hefur að sjálfsögðu keypt sýning- arrétt að þáttunum og mun sýna þá árið 2000. Síðan verður þáttunum dreift yfir heimsbyggðina. Ágætt væri ef fréttamaðurinn upplýsti hvort keisarinn og sægreifaveldi hans styrki þáttagerðina og hversu mikið. Utanríkisráðuneytið hefur verið iðið við að koma boðskap keisarans til umheimsins. Hvert þróunarríkið af öðru er heimsótt og þeim fluttur boðskapur hins íslenska sækeisara. Sameinuðu þjóðirnar fá til sín skila- boð frá keisaranum, sömuleiðis fær Alþjóðabankinn boð keisarans. Af- ríkumenn skulu fá sína eigin inn- lendu sækeisara og sægreifa, þegar þeir eru nýlega sloppnir undan þrælaoki hinna evrópsku lénsherra. Sjávarútvegsskóli Háskóla Samein- uðu þjóðanna er óspart notaður af keisaranum. Þar flytja stuðnings- menn sægreifaveldisins útlending- um boðskap hans daglangt og skulu þeir færa heimsbyggðinni boðskap hans. Enda hæg heimatökin þar sem skólinn er staðsettur í höfuð- vígi keisarans, Hafrannsóknastofn- un. Hiutskipti Hafró Með lögum frá 1964 er kveðið á um hverjir skuli stjórna Hafrann- sóknastofnun. Allt fram til 1980 bar ekki á öðru en stofnunin starfaði fyrst og fremst á vísindalegum grunni. Þótt stjórnendur hennar væru tengdir hagsmunaaðilum. I forstjóratíð Jóns Jónssonar voru áhrif veiðarfæra á grunnslóð, upp- vaxta-r og hrygningarstöðvar fiska talin áhrifavaldar. Með forstjóra- skiptum á Hafró sá keisarinn sér leik á borði með að ná tökum á stofnuninni. Um 1990, þegar sægreifaveldinu var komið á með lögum um að þeir mættu leigja frá sér aflaheimildir, sem var fyrst og fremst verk Al- þýðuflokksins, var svo komið að keisarinn hafði yfirtekið stofnun- ina að fullu. Síðan hafa keisarinn og sægreifaveldið getað nýtt sér stofnunina í áróðri sínum til að geta viðhaldið leiguliðakerfinu. Sægreifaveldið sendi forstjóra Ha- fró með sjávarútvegsráðherra til áróðursferða um landið, þar sem gæði leiguliðakerfisins eru tíund- að. Á samkundu sægreifaveldisins fyrir stuttu hafði keisarinn nýráð- inn forstjóra Hafró sér á aðra hönd og nýráðinn forstjóra Þjóð- hagsstofnunar á hina. Nú skyldi nýliðunum strax sýnt hver það væri sem réði. Boð keisarans til forstjóra Hafró eru: Ef niðurstöður rannsókna gætu komið sér illa fyrir sægreifa- veldið, þá skulu þær rannsóknir ekki fara fram. Áhrif veiðarfæra á lífríki og grunnslóð skulu ekki fara fram ef niðurstöðurnar verða ekki hagstæðar sægi'eifaveldinu. Rann- sóknir á karfa skulu ekki fara fram nema í eins litlum mæli og kostur er og án þess að þær skaði sægreifa- veldið. í lagi er að falsa heiti á veiddum karfa ef það er sægreifa- veldinu í hag. Síðan framkvæmir stjórn Hafró, þar sem keisarinn hefur fjóra menn af fimm, fyrirskipanir keisarans með því að láta aðeins fé í þær rannsóknir sem keisaranum eru þóknanlegar, jafnvel þó Alþingi hafi samþykkt að rannsóknir skuli hafn- ar. Boð keisarans til Þjóðhagsstofn- unar eru: Áhrif leiguliðakei'fisins á byggðaþróun í landinu skulu ekki rannsökuð. Ekki skal heldur rann- sakað tjón fólks á landsbyggðinni vegna eigna, sem urðu verðlausar þegar sægreifaveldið flutti afla- heimildirnar burt frá viðkomandi stað með einu pennastriki og heil byggðarlög voru gerð að leiguliðum. Þá skal Þjóðhagsstofnun ekki held- ur rannsaka hugsanleg framtíðará- hrif leiguliðakerfisins á þorp og byggðarlög, eins og t.d. Hellissand, Ólafsvík, Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suður- eyri, Isafjörð, Hólmavík, Siglufjörð, Grenivík, Grímsey, Bakkafjörð, Borgarfjörð eystri, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík, Djúpa- vog, Hornafjörð, Þorlákshöfn eða á landsbyggðinni yfirleitt. Ekki skal heldur rannsakað hvernig hagstæð- ast er að veiða fiskinn og vinna með tilliti til hagsmuna alls þjóðfélags- ins. Boð keisarans er: Ekkert skal rannsakað sem skaðað getur hags- muni sægreifaveldisins. Alþingi Hlutskipti Alþingis sem stofn- unnar sem setur þjóðinni lög er ekki öfundsvert. í þeim flokki sem mest glymur í, Alþýðuflokknum, um að „þjóðin eigi kvótann" eru stærstu sægreifarnir og hörðustu talsmenn leiguliðakerfisins. Þetta fólk vill gera leiguliðakerfi sægreif- anna traustara í sessi með því að setja eitthvað í lög sem heitir „veiði- leyfagjald". Er það í samræmi við hugmyndir helsta hugmyndafræð- ings Álþýðuflokksins í hagfræði og er hann endurskoðandi „Samtaka um þjóðareign", sem árum saman hefur talað um bölvun þess að Is- lendingar hafi atvinnu af sjávarút- vegi og framleiðsla matvæla fær ekki háa einkunn hjá þessum hag- fræðingi fyrrverandi ríkisstjórnar Albaníu. Með leiguliðakerfi sæ- greifaveldisins sér þetta fólk í hill- ingum þann tíma að allir íbúar landsins verði staðsettir við Faxa- flóa og sægreifaveldið fái að leigja fiskimiðin útlendingum gegn því að greiða eignarskatt af þeim. Minna er hugað að því, hvort þjóðin verði hugsanlega fátækari á eftir. Það mun bara koma í ljós, rétt eins og þegar efnahagskerfi Albaníu hrundi. Þjóðhagsstofnun skal ekki spá í framtíðaráhrif sægreifaveldisins. Það eru boð keisarans. En áhrif sæ- gi'eifaveldisins á löggjafarsamkund- una eru þó enn alvarlegri, þegar litið er til þess fjármagns sem sægreifa- veldið dælir í stjórnmálaflokkana fyrir alþingiskosningar án þess að það þurfi að líta dagsins ljós. í sið- menntuðum ríkjum er litið á það sem hreinar rriútur. En boð hins ís- lenska sækeisara eru: Þjóðinni kem- ur þetta ekki við. Og Alþingi hlýðir. Höfundur er sjómaður og smáhátseigandi i Sandgerði. Sigurgeir Jónsson Kjarnaborun á Suður- skautsjökli ÞÝSKUR geimfari, sem tók þátt í einni af geimferðum Banda- ríkjamanna iyrir nokki-um árum, var spurður í lok leiðang- ursins hvað honum hefði þótt tilkomumest að sjá út um glugga ferjunnar. „Suður- skautslandið," svaraði hann að bragði. Þessi skjannahvíta jökul- breiða á syðsta hluta hnattarins, allfjarri öðrum meginlöndum, sker sig svo úr á allan hátt að hún hlýtur að vekja athygli flestra sem virða fyrir sér jörðina; hvort sem það er úr glugga geimferju, á hnattlíkani heima í stofu eða á korti í landabréfabók. Enginn maður hafði litið þetta land ísa og snjóa augum fyrr en komið var fram á nítjándu öld og fyrstu menn stigu þai' fæti um 1820. Amundsen og Scott náðu Suðurpólnum 1911-12 en nútímaleg könnun jökulsins og landræmunnar umhvei'fis hann kemst á skrið eftii- lok síðari heimsstyrjaldar. Ýmsar þjóðir settu þai' á stofn rannsókna- stöðvar á ári jarðeðlisfræðinnar, 1957, og eru margar þeiira enn í notkun; langflestar út við strönd. Á Suðurpólnum sjálfum hefur verið bandarísk stöð í um 40 ár og í fyrra yfirgáfu Rússar stöðina Vostok ná- lægt miðju meginjökulsins, sem þeir höfðu starfrækt ámóta lengi. Lína, sem dregin er á landakorti beint í suður frá Dyrhólaey, snert- ir fyrst land á þeim hluta Suður- skautslandsins, sem snýr móti Atl- antshafi. Á þessu svæði er stöð Þjóðverja, kennd við landkönnuð- inn Georg von Neumayer og rekin af Alfred Wegener stofnuninni í Bremerhaven. Átta manns hafa þar vetursetu ár hvert, hin síðari ár bæði karlar og konur, en mun fleiri dveljast þar að sumarlagi við margvíslegar rannsóknir. Búðir eru einnig á Filchner-Ronne ís- hellunni þarna í nánd og hefur þar um margra ára skeið verið við- komustaður leiðangi'a, sem um svæðið fara að sumarlagi. En hætt er við að sú bækistöð verði ekki oftar notuð, því hún stendur á yfir- borði mikils fjalljaka sem losnaði frá íshellunni snemma í október sl. Jakaflæmi þetta er um 150 km að lengd og 35 km að breidd, á við 2/3 hluta Vatnajökuls að flatarmáli. 1.200 rúmkílómetrar jökulíss fóru þarna á sund og nemur það um fimmfóldu magni þess borgaríss, sem allur Grænlandsjökull kelfir í sjó fram á ári hverju. Isbrjótnum Polarstern verður siglt á svæðið nú á næstunni og verður þá reynt að bjarga rannsóknastöðinni um borð, en óvíst er hvernig það mun ganga því jakinn mikli hefur þegar brotnað í marga smærri hluta, sem smám saman rekur norður á bóg- inn. En ekki mun hækka í heims- höfunum þegar ís þessi bráðnar, því hann var þegar á floti í sjó er hann brotnaði frá meginjöklinum. Gervitunglamyndir af svæðinu eru víða til sýnis á Netinu (sjá t.d. síð- una: http://www-nsidc.colorado,- edu/ICESHELVES/A38/). Ferðum til Suðurskautslandsins fer sífellt fjölgandi, bæði visinda- manna sem leita svara við gátum af ýmsu tagi og göngu- og fjallagarpa, er reyna þol sitt á hinum köldu auðnum. Skemmst er að minnast göngu þriggja Islendinga á Suður- pólinn fyrir tæpu ári og samtímis voru tveir íslenskir jeppamenn á ferð í sænskum vísindaleiðtingri um Dronning Maud Land. Á vegum margra þjóða er nú unnið að viðamikilli könnun þess svæðis til undirbúnings ískjarna- borun, sem þar á að hefjast eftu fáein ár. En á fjarlægum hluta jökulsins, á bungu sem ber nafnið Dome Concordia, er nú þegar hafin þess konar boran og þangað er fór Is- lendings heitið að þessu sinni. Greinar- höfundur mun taka þátt í starfinu á Dome C á vegum hinnar þýsku heimskauta- stofnunar, sem nefnd er að ofan, ásamt vísinda- og tækni- mönnum frá ýmsum Evrópulönd- um. Um leið verður hann þar að sjálfsögðu fulltrúi sinnar eigin þjóð- ar, sem ekki hefur enn sett á stofn rannsóknastöð eða útgerð þar í suðri, þótt hún eigi útverði af ýmsu tagi víðast hvar á hnettinum. Margar þjóðir vinna nú að viðamikilli könnun á Dome Concordia til undirbúnings ískjarna- borun. Þorsteinn Þorsteinsson tekur þátt í könnuninni á vegum Alfred Wegener stofnunarinnar í Bremerhaven. Verkefninu á Dome C hefur á er- lendum málum verið gefið heitið EPICA, sem er skammstöfun á European Project for Ice Coring in Antarctica - þ.e. evi'ópsk ískjama- boran á Suðurskautslandinu. Má segja að þetta sé nokkurskonar framhald á GRIP boraninni, sem fram fór á hæsta kolli Grænlands- jökuls fyrir nokkram áram og þátt- takendur era að nokki-u leyti hinir sömu. Niðurstöður úr GRIP kjarn- anum ollu nokkram straumhvörfum í rannsóknum á loftslagsbreyting- um á síðasta jökulskeiði ísaldar, sem hófst fyrir um 110.000 áram, og hrandu af stað skriðu nýrra rann- sókna út um alla jörð. Niður á hafs- botn hafa vísindamenn sent tæki og tól til að ná þar setkjörnum, sem sína sögu segja um hitabreytingar í heimshöfunum öllum á ofannefndu tímabili. I mómýrar hafa menn grafið og rannsakað vitnisburð frjó- komabreytinga, í skógartré hafa þeir borað og kannað hvernig mis- þykkir árhringir segja til um köld skeið og hlý og frá botni stöðuvatna hafa þeir náð seti, sem rýna má í á svipaðan hátt. Og ískjama hafa menn ekki eingöngu borað á Græn- landsjökli; þeir hafa brotist upp á jökulhvel í allt að 6.000 metra hæð í Perú, Tíbet, Alaska og víðar og bætt þannig þekkingarbrotum inn í heildarmynd, sem óðum er að skýr- ast. Oyggjandi er nú talið, að fimb- ulkuldi jökulskeiðsins síðasta hafi ekki verið samfelldur, heldur hafi skipst á ísköld skeið og mild. Hlýn- un þá, sem hófst fyrir um 20.000 ár- um og leiddi til endaloka jökul- skeiðsins, þótt skrykkjótt gengi um tíma, hafa vísindamenn rakið og tímasett mun nánar en áðui' var unnt. Og merki um síðasta kulda- kast jökulskeiðsins, Yngra Drýas, hafa nú fundist í flestum heims- homum en voru þar til fyrir fáein- um áram aðeins kunn á landsvæð- Þorsteinn Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.