Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ inr nmm minnmn pianns a jUOKKapingX. r ramsuiumruuiumma i 'Finnur sigraði Siv með 68% atkvæða ÞAÐ hefði verið saga til næsta bæjar ef Búkolla gamla hefði hleypt mótorhjólatöffara og það af veikara kyninu fram úr. Mikil söluaukning á reyktum laxi frá íslenskum matvælum-Pharmaco hf. í Bandaríkjunum Hlaut fyrstu verðlaun á þekktri matvælasýningu MIKIL söluaukning hefur verið á reyktum laxi frá Islenskum mat- vælum-Pharmaco hf. í Bandaríkj- unum undanfarið og nemur sölu- aukningin frá október 1997 til október 1998 79%, en laxinn er seldur í hundruðum verslana á austurströnd Bandaríkjanna. Reyktur lax frá fyrirtækinu fékk fyrir skömmu fyrstu verðlaun á sýningu Eastern Perishable Prod- ucts Association, EPPA, en það er ein þekktasta matvælasýning sem haldin er á austurströnd Banda- ríkjanna. Laxinn er seldur undir vöru- merkinu Icefood og markaðssettur af fyrirtækinu Cooking Exellence í New Jersey, sem er í eigu Sigurðar B. Sigurðssonar. EPPA hefur umsjón með vörum sem hafa takmarkað geymsluþol og á sýningum samtakanna er höf- uðáhersla lögð á gæði og ferskleika REYKTUR lax frá íslenskum matvælum-Pharmaco hf. hlaut fyrstu verðlaun á þekktri mat- vælasýningu í Bandaríkjunum. þeirra matvara sem dómur er lagð- ur á. A sýningunni kynntu Islensk matvæli-Pharmaco hf. reyktan lax sem hefur verið markaðssettur og seldur í Bandaríkjunum og hlaut fyrirtækið fyrstu verðlaun á sýn- ingunni fyrir laxinn í flokki allra sjávarafurða. Var m.a. tekið tillit til kynningar vörunnar, framsetning- ar og umbúða, auk bragðs, gæða og ferskleika. Laxinn frá Islensk- um matvælum-Pharmaco hf. var eini laxinn sem hlaut verðlaun á sýningunni, en auk lax frá Islandi var þar kynntur lax frá helstu keppinautum á markaðinum, t.d. frá Noregi og Skotlandi. Auk þess sem reykti laxinn fékk verðlaun var graflax frá fýrirtækinu til- nefndur í hópi bestu sjávarrétta sýningarinnar. Um 1.400 matvælafyrirtæki tóku þátt á EPPA-sýningunni og voru þau frá frá öllum heimshomum, en á sýninguna koma fulltrúar allra helstu söluaðila á Bandaríkjamark- aði, þ.e. heildsala, smásala og mat- vörumarkaða. Allt nýtt fyrir jólin Nýkomið Á annað hundrað gerðir og litir af gullfallegum gardínuefnum gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Parkinsonsamtökin 15 ára Aðstandend- urnir þurfa líka hjálp Nína Hjaltadóttir LLS er talið að fjögur til fimm hundruð manns séu haldin Parkinsonveiki hér á landi, að sjálfsögðu á mjög mismunandi stigi. Ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum, sem meðal annars veldur tmflunum á hreyfingum, en ljóst er að heilinn framleiðir ekki efni er nefnist dópamín og þarf að bæta úr því með lyfja- gjöf. Skrifstofa samtakanna á Laugavegi 26 er opin 17-19 á miðvikudögum. Nína Hjaltadóttir, formað- ur Parkinsonsamtakanna, segir að töluverður fjöldi fólks noti þetta tækifæri til að hitta aðra þolendur sjúkdómsins, einnig er hægt að ræða við stjórnar- menn samtakanna á staðnum en sumir þein-a eru sjálfír með veik- ina. „Félagamir eru rúmlega 300 en þar af er um helmingurinn að- standendur eða styrktaraðilar sem geta verið félög og fyrirtæki. Markmiðið með starfí samtak- anna er stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, við viljum reyna að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og létta svolítið á heilbrigðiskerfinu um leið. Fé- lagsmenn koma á skrifstofuna og hringja einnig mikið í okkur stjómarmenn á kvöldin og um helgar til að spjalla." - Þið hafíð stundað útgáfu- starf, er það ekki? „Síðastliðið vor gáfum við út fræðslurit íyrir Parkinsonsjúk- linga sem einnig er ætlað þeim sem koma að umönnun fólks með sjúkdóminn. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og ég held að flest- ir héraðslæknar á landinu séu nú komnir með bókina í hendurnar, enda er þetta gott uppsláttarrit. Sagt er frá öllum stigum veik- innar, lýst mataræði og gefnar leiðbeiningar um það, einnig sagt frá lyfjum sem notuð era, æfing- um og fjölmörgu öðm. Við gefum auk þess út frétta- bréf fímm sinnum á ári og því hefur séra Magnús Guðmunds- son ritstýrt frá byrjun.“ - Margir geta haldið sjúk- dómnum niðri með lyfj- um. Hvað viltu segja um grein- inguna? „Svo virðist sem læknar séu famir að greina sjúkdóminn miklu fyrr en áður. Lengi var litið á Park- insonsveiki sem elli- sjúkdóm en nú er farið að greina fólk um fer- tugt eða enn yngra með veikina. í ferðum sem við höfum farið til annarra Evrópu- landa höfum við séð að talsverð- ur hluti sjúklingahópsins þar er ungt fólk, jafnvel á þrítugsaldri. Sá yngsti sem greinst hefur með veikina var ekki orðinn tíu ára gamall. Ég minni líka á að Héðinn Waage, sem fór í aðgerð í sumar og sagt hefur verið frá í fjölmiðl- um, er búinn að vera með veikina í elíefu ár, en hann er ekki nema 36 ára.“ - Hvemig lýsir sjúkdómur- inn sér? „Einkennin eru margvísleg, einkum er um að ræða truflanir á hreyfmgum, þetta getur birst í ► P ARKIN SON S AMTÖKIN voru stofnuð fyrir 15 árum og var fyrsti fonnaður þeirra Jón Óttar Ragnarsson, þáverandi prófessor. Markmið samtakanna er að veita sjúklingum og að- standendum fræðslu og stuðn- ing. Haldinn verður hátíðar- fundur í tilefni af afmælinu á laugardaginn í Kiwanishúsinú, Engjateigi 11. Nína Hjaltadóttir er fædd 1934 í Reykjavík og er formað- ur Parkinsonsamtakanna. Hún er gagnfræðingur að mennt og starfar sem erindreki hjá Landsbjörg, sem hún hefur unn- ið fyrir í meira en tvo áratugi. Eiginmaður Nínu, sem nú er látinn, var Parkinsonsjúklingur. Hún á einn son af fyrra hjóna- bandi. atferli eins og göngulagi. Þegar sjúklingur er orðinn mikið veikur sveiflar hann lítið höndunum eða alls ekkert þegar hann gengur. Skjálfti getur verið einkenni en aðallega em það lyfin sem valda auknum skjálfta. Flestir læknar eru nú farnir að benda fólki á að hafa samband við okkur strax og búið er að greina sjúkdóminn. Nýlega kom til okkar kona á skrifstofuna sem sagðist hafa fengið niðurstöðu hjá lækni þá um daginn og ákvað að hitta okkur strax að máli. Þetta er að aukast mjög og okkur finnst það ánægjuleg þró- un. Það er oft erfitt fyrir sjúk- linga að útskýra málið fyrir þeim sem ekkert þekkja til og þá getum við komið að gagni með leiðsögn og svör.“ - Geta aðstandendur átt erfítt með að laga sig að breyttum aðstæðum? „Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir þá en sjúklingana að hafa réttar upplýsingar og aðstand- endur þurfa ekki síður á stuðn- ingi að halda. Sjúkdómurinn snertir ekki aðeins þá sem eru sjúkir heldur alla fjölskylduna, á sama hátt og þegar einstaklingur fær alzheimer eða MS. Lækning er ekki til og fólk verður að læra að sætta sig við þetta. Foreldrar barna verða að út- skýra hvað sé að gerast. Þau verða að segja þeim að hann afi sé ekki fullur heldur veikur. Þetta skiptir miklu máli fyrir alla aðila og þá ekki síst sjúklinginn.“ Ekki lengur talinn elli- sjúkdómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.