Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðgert að hækka útsvar í Reykjavík úr 11,24% í 11,99% eða um 0,75 prósentustig Tekjur borgar- sjóðs hækka um 970 millj- ónir kr. á ári Skattar Reykvíkinga munu lækka minna á næsta ári en annarra landsmanna vegna 0,75% útsvarshækkunar, sem vegur veru- lega á móti 1% tekjuskattslækkun ríkis- stjórnarinnar um áramót. MEIRIHLUTI borgarstjórnar í Reykjavík hefur gert það að tillögu sinni að útsvarsprósentan í borginni hækki um 0,75 prósentustig úr 11,24% í 11,99% og mun það færa borgarsjóði 970 milljónir króna í auknar tekjur á næsta ári sam- kvæmt áætlunum. Þar með hækkar útsvarsprósentan úr leyfilegu lág- marki samkvæmt lögum um tekju- stofna sveitarfélaga í nærfellt lög- leyft hámark sem er 12,04%. Utsvarsprósentan er mjög mis; munandi á höfuðborgarsvæðinu. í Reykjavík verður hún sú sama og í Kópavogi 11,99% og er ennþá lægri en í Hafnarfírði þar sem hún er í há- markinu 12,04%. Utsvarsprósentan er hins vegar enn í leyfilegu lág- marki í Garðabæ og á Seltjarnar- nesi, þar sem hún er 11,24%. Hún er hins vegar 11,79% í Mosfellsbæ og 11,84% á Akureyri. Samkvæmt 23. og 24. grein laga um tekjustofna sveitai-félaga nr. 4/1995 ber sveitarstjórnum að ákveða útsvarsprósentu vegna næsta árs fyrir 1. desember ár hvert og tilkynna niðurstöðuna til fjár- málaráðuneytisins fyrir 15. desem- ber. Til skamms tíma var einungis kveðið á um í lögum hvert hámark útsvars mætti vera og ekkert gólf sett í þeim efnum, en fyrir nokkrum árum var ákveðið iágmark einnig lögboðið. Munurinn á lágmarksút- svari og hámarksútsvari samkvæmt lögunum er 0,8 prósentustig og hef- ur útsvarsprósentan verið talsvert mismunandi eftir einstökum sveitar- félögum, eins og fyrr greinir. Þetta getur skipt talsverðu máli sem merkja má af því að íbúi í Hafnar- fírði með 2,4 milljónir króna í árs- tekjur eða 200 þúsund króna mánað- artekjur borgar rúmlega 19 þúsund- um króna meira í útsvar í ár heldur en íbúi í Reykjavík eða Garðabæ. Utsvarshækkun vænlegri en niðurskurður I greinargerð meirihlutans með til- lögunni segir að hann telji ekki verj- andi að auka skuldir borgarsjóðs og því að velja á milli niðurskurðar og þess að hækka útsvar. Sé það mat meirihlutans við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu að það sé væn- legra að hækka útsvar en skera niður þjónustu og fresta aðkallandi verk- efnum eins og í skólamálum, leik- skólamálum, gatnagerð og umhverf- ismálum og vísa þeim til framtíðar. Vísað er í nýbirta skýrslu um fjár- málaleg samskipti ríkis og sveitarfé- laga á árabilinu 1990 til 1997 að báð- um árunum meðtöldum, en þar komi fram að mjög hafí hallað á sveitarfé- lögin í þeim efnum og þá ekki síst Reykjavík. Samanlagður halli sveitar- sjóðanna af þessum sökum er talinn nema 15 milljörðum króna á tímabil- inu „og er hér um að ræða eina helstu skýringuna á hallarekstri sveitarfé- laganna undanfarin ár, þótt vissulega beri að meta til mótvægis þann ár- angur sem almennt hefur náðst í efnahagsmálum á þessum áratug eins og bent er á í skýrslunni," segir í greinargerð meirihlutans. Vitnað er til haustskýrslu Seðla- bankans um horfur í efnahagsmálum, en þai’ segir meðal annars: „Þrátt fyi’- ir öflugan hagvöxt og enn kröftugri vöxt innlendrar eftirspurnar hefur tekist að halda verðbólgu í lágmarki að undanförnu sem telst mikilsverður árangur. Núverandi uppsveifla hér á landi er hin fyi’sta í nærri fímm ára- tugi þai’ sem verðbólga er svipuð eða lægri en í viðskiptalöndunum. Að- haldssöm peningastefna á mikinn þátt í þessum árangii en einnig hfa hagstæð ytri skilyrði hjálpað til. Á móti vegur mikill viðskiptahalli sem verður meiri í ár en hægt er að skýra með tímabundnum áhrifum stóriðju- fjárfestingar. Undirliggjandi við- skiptahalli er nú talinn 3% af lands- framleiðslu en gæti orðið meiri ef ytri skilyrði þjóðarbúsins versna. Því er mjög brýnt að efla þjóðhagslegan sparnað og draga þannig úr við- skiptahallanum. Það eru því von- brigði að afkomubati ríkissjóðs á þessu og næsta ári virðist minni en hagsveiflan gefur tilefni til og af- koma sveitarfélaga er mun verri en æskilegt getur talist. Mjög mikil- vægt er að framlag opinbeira aðila til þjóðhagslegs sparnaðar verði auk- ið,“ segir í haustskýrslunni. Einnig er vísað í forystugrein Hagtalna mánaðarins í júní í sumar, en þar segir að vaxandi viðskipta- halli og ónógur þjóðhagslegur sparn- aður bendi til þess að auka þurfi að- hald ríkisfjármála að innlendri eftir- spurn, annað hvort með hækkun skatta eða niðurskurði útgjalda. Ætla megi að bæta verði afkomu rík- issjóðs um allt að 5 milljarða króna til að tryggt sé að jöfnuður verði í meðalárferði. Öruggasta leiðin til þess að auka þjóðhagslegan sparnað hér á landi og draga um leið úr við- skiptahalla sé að bæta stöðu hins op- inbera, annað hvort með skatta- hækkunum eða niðurskurði útgjalda. Síðan segir: „Hlutverk sveitarfé- laga í þessu samhengi er vissulega takmarkaðra en n'kisins en þó má benda á að hlutur sveitarfélaganna í opinberum rekstri er um 25% og með auknum verkefnatilflutningi frá ríki til sveitarfélaga mun hlutur þeirra að sama skapi aukast. Sveit- arfélög geta þó með vissum hætti tekið þátt í því að efla þjóðhagslegan sparnað, í meginatriðum með því að draga frekar saman útgjöld eða hækka álögur. Á þeim tíma sem liðinn er frá birtingu tilvitnaðrar greinar hafa fjölmargir aðilar áréttað þessi við- horf, sem hljóta að vera hin sömu gagnvart sveitarfélögunum og rík- inu, þar sem þessir aðilar deila með sér framkvæmdavaldinu og gegna sameiginlega hejtinu „hið opinbera" í vitund fólks. Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var í Reykjavík 26.-27. nóvember sl. komu þessi sömu við- horf m.a. fram í ræðum félagsmála- ráðherra, fjármálaráðherra og for- manns Sambands íslenskra sveitar- félaga." Síðan er í greinargerðinni rakið að undanfarin ár og og raunar allt Tekjuskattur og útsvar einstaklings 1998 og 1999 á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík Reykjavík og Akureyri Garðabær (hækkað útsvap Seltj.nes Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Akureyri Tekjur: 1.200.000 kr. otsvar 11,24% 11,99% 12,04% 11,79% 11,84% Tekjuskattur (27,41 %) 328.920 328.920 328.920 328.920 328.920 Útsvar (11,24-12,04%) 134.880 143.880 144.480 141.480 142.080 Persónuafsláttur* 280.320 280.320 280.320 280.320 280.320 Samtals skattar 1998 183.480 « / 192.480 193.080 190.080 190.680 Tekjuskattur 1999 (26,41%) 316.920 316.920 316.920 316.920 316.920 Samtals skattar 1999 171.480 verður 1Q0.480 181.080 178.080 178.680 Tekjur: 2.400.000 kr. Tekjuskattur (27,41%) 657.840 657.840 657.840 657.840 657.840 Útsvar (11,24-12,04%) 269.760 287.760 288.960 282.960 284.160 Persónuafsláttur* 280.320 280.320 280.320 280.320 280.320 Samtals skattar 1998 647.280 « i; 665.280 666.480 660.480 661.680 Tekjuskattur1999 (26,41%) 633.840 633.840 633.840 633.840 633.840 Samtals skattar 1999 623.280 verður 641.280 642.480 636.480 637.680 Tekjur: 3.600.000 kr. Tekjuskattur (27,41%) 986.760 986.760 986.760 986.760 986.760 Útsvar (11,24-12,04%) 404.640 431.640 433.440 424.440 426.240 Hátekjuskattur** 33.600 33.600 33.600 33.600 33.600 Persónuafsláttur* 280.320 280.320 280.320 280.320 280.320 Samtals skattar 1998 1.144.680 « 1.171.680 1.173.480 1.164.480 1.166.280 Tekjuskattur 1999 (26,41%) 950.760 950.760 950.760 950.760 950.760 Samtals skattar 1999 1.108.680 JlM 1.135.680 1.137.480 1.128.480 1.130.280 Tekjur: 4.800.000 kr. Tekjuskattur (27,41%) 1.315.680 1.315.680 1.315.680 1.315.680 1.315.680 Útsvar (11,24-12,04%) 539.520 575.520 577.920 565.920 568.320 Hátekjuskattur** 117.600 117.600 117.600 117.600 117.600 Persónuafsláttur* 280.320 280.320 280.320 280.320 280.320 Samtals skattar 1998 1.692.480 va 1.728.480 1.730.880 1.718.880 1.721.280 Tekjuskattur 1999 (26,41%) 1.267.680 1.267.680 1.267.680 1.267.680 1.267.680 Samtals skattar 1999 1.644.480 erður 1.680.480 1.682.880 1.670.880 1.673.280 * Persónuafsláttur á árinu 1999 verður kr. 279.948 "Leggst á tekjur umfram kr. 3.120.000 Útsvar í sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri 1998 GARÐABÆR REYKJAVÍK SELTJARNARNES MOSFELLSBÆR AKUREYRI KOPAVGUR HAFNARFJORÐUR 11,24% 11,24% 11,24% II, 79% III, 84% 11,99% 12,04% frá árinu 1990 hafi sveitarstjórnir þurft að glíma við umtalsverðan hallarekstur á sveitarsjóðum og hafí borgaryfirvöld ekki farið varhluta af því. Einkum hafi ástandið verið alvarlegt á árunum 1990-1994 þeg- ar hallinn á borgarsjóði hafi farið allt upp í 32% af skatttekjum. Skuldir borgarinnar hafi aukist úr 4 milljörðum króna í um 12 milljarða á þessum árum og þessi skuldsetn- ing hafi haft í för með sér vaxandi greiðslubyrði lána. Síðan hafi dregið úr skuldasöfnun og skuldir borgar- sjóðs lítið breyst síðustu 3 ár, en veruleg hagi-æðing og sala eigna hafí gert borginni kleift að halda uppi góðri þjónustu og umtalsverð- um framkvæmdum án þess að skattar hafi verið hækkaðir. Nánast öll sveitarfélög í landinu hafi hins vegar fullnýtt eða nánast fullnýtt útsvarsheimild tekjustofnalaganna, sem í dag sé 12,04% og aðeins þrjú sveitarfélög fyrir utan Reykjavík með fleiri íbúa en 1.000 hafa lagt á lágmarksútsvar 11,24%, en það séu Seltjarnarnes, Garðabær og Vest- mannaeyjar. Álagningarstuðli út- svars hafi vei’ið haldið í lágmarki í Reykjavík, en af framansögðu megi ljóst vera að forsendur fyrir því hafí í raun ekki verið til staðar um langt árabil. Verði ekkert að gert stefni í verulegan hallarekstur borgarsjóðs á næstu árum. „Meirihluti borgarstjórnar telur ekki verjandi að auka skuldir borg- arsjóðs og því þurfi að velja milli þess að skera niður í rekstri og framkvæmdum eða að hækka út- svar. Það er mat meirihlutans að við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfé- laginu sé vænlegra að hækka útsvar en að skera niður þjónustu og fresta aðkallandi verkefnum, s.s. í skóla- málum, leikskólamálum, gatnagerð og umhverfismálum og vísa þeim þannig til framtíðar. I nýlegi’i könn- un sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir BSRB kemur skýrt fram sú af- staða að fremur beri að efia en draga úr þjónustu á velferðarsvið- inu og þar kemur einnig fram and- staða við að skattar séu lækkaðir en þáttur þjónustugjalda í velferðar- kerfínu aukinn í staðinn. Borgar- stjórnarmeirihlutinn er í meginat- riðum sammála þessum áherslum og vill fremur efla en skera niður þjónustu í þeim málum sem hann leggur mesta áherslu á, í grunnskól- um og leikskólum og á sviði félags- þjónustu í víðtækri merkingu, auk þess að rækja skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar allra lands- manna,“ segir einnig í greinargerð meirihlutans. Skattar Reykvíkinga lækka minna Þessi ákvörðun meirihlutans gerir það að verkum að skattar Reykvík- inga lækka minna en annarra lands- manna á næsta ári, en frá áramótum lækkar tekjuskattsprósentan um eitt prósentustig samkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar úr 27,41% í 26,41%. Vegna hækkunar út- svarsprósentunnai’ lækka skattar Reykvíkinga um 0,25 prósentustig á sama tíma og skattar annama lækka um 1 prósentustig að því gefnu að önnur sveitarfélög breyti ekki út- svarsprósentu sinni til hækkunar eða lækkunar. Það þýðir til dæmis að tekjukattur og útsvar Reykvík- ings með 1,2 milljónir í árstekjur eða 100 þúsund krónur á mánuði lækkar um 3 þúsund krónur, en lækkar um 12 þúsund krónur í öðrum sveitarfé- lögum. Með sama hætti lækka skatt- ar Reykvíkings með 2,4 milljónir ki’. í árstekjur um 6 þúsund krónur, en skattar manns sem býr í öðru sveit- arfélagi lækka um 24 þúsund krónur. Skattar Reykjavíkurbúans verða með öðrum orðum 18 þúsund ki’ón- um hærri á næsta ári en þeir hefðu verið væri útsvarið óbreytt. Á hinn bóginn má benda á að íbú- ar Reykjavíkur hafa í ár og síðustu ár verið að borga lágmarksútsvar eins og íbúar Seltjarnarness, Garða- bæjar og hafa því borgað minna í skatta en aðrir íbúar á höfuðborgar- svæðinu. Þannig borgar maður með 2,4 milljónir í árstekjur og býr í Kópavogi 18 þúsund krónum meira í skatta í ár en sá sem býr í Reykjavík eða Garðabæ og sá sem býr í Hafn- arfirði borgar nærfellt 20 þúsund krónum meira. Þessi munur milli íbúa á höfuðborgarsvæðinu eftir því hvort þeir búa í Garðabæ eða á Sel- tjarnarnesi eða í hinum sveitarfélög- unum þai’ helst á næsta ári hvað þetta snertir. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.