Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Minnir á alnæmisógnina MAÐUR klæddur eins og Mat- hatma Gandhi, vekur athygli á al- þjóða alnæmisdeginum sem er í dag, 1. desember. Hefur maður- inn komið sér fyrir við svokallað alnæmisskrímsli í inversku borg- inni Bombay en hvergi eru jafn margir smitaðir af HlV-veirunni og á Indlandi. Er talið að þeir séu á inilli þrjár og fimm milljónir. Norska stjórnin í Schengen-vanda NORSKA stjórnin er komin í erfiða stöðu vegna Schengen-samkomu- lags Noregs og íslands við Evrópu- sambandið, ESB. Allir þrír stjórn- arflokkarnir eru yfirlýstir andstæð- ingar samningsins en meirihlutinn á norska Stórþinginu er hins vegar fylgjandi honum. Stjórnin hefur lít- ið viljað tjá sig um Schengen-samn- inginn sem náðist á föstudagskvöld en einn stjórnarþingmanna, Per Olaf Lundteigen úr Miðflokknum, lýsti því hins vegar yfir um helgina að vegna yfirlýstrar Evrópuand- stöðu sinnar gæti stjórnin ekki mælt með því að samningurinn yrði samþykktur þegar hann yrði lagður fram á þingi. Þessu hafa stjórnar- andstæðingar mótmælt harðlega, segja útilokað íyrir ríkisstjórn að leggja fram samning sem hún sé mótfallin. Norska stjórnin var ekki fyrr laus úr fjárlagakreppunni sem hefur kostað hana langar samningaumleit- anir og mikla efth'gjöf en næsti vandi knúði dyra. Vitað var að Evr- ópumálin myndu reynast stjórninni óþægur ljár í þúfu þar sem stjórnar- flokkarnir þrír hafa lýst Evrópuand- stöðu sinni og hefur stjórnin nú þeg- ar lent í erfiðleikum. Ekki er nema um mánuður síðan tekist var harka- lega á um eftirlit með kjöti á landa- mærum að ESB og varð stjómin að láta í minni pokann, þótt fjórir ráð- herrar Miðflokksins sætu hjá. Brot á stjómar- sáttmálanum? Lundteigen telur að stjórninni sé ekki stætt á því að mæla með sam- þykkt Sehengen-samningsins því það brjóti í bága við stjórnarsátt- mála flokkanna þriggja þar sem standi skýrum stöfum að stjórnin sé andvíg þátttöku Noregs í Schengen- samstarfinu. Þessi harkalegu um- mæli Lundteigens hafa komið leið- togum stjórnarinnar í vanda og hafa Kjell Magne Bondevik forsætisráð- herra, Erik Sponheim viðskiptaráð- herra og Anne Enger Lahnstein, menntamálaráðherra og formaður Miðflokksins, ekki viljað tjá sig um orð Lundteigens. Bondevik fagnaði því um helgina að svo virtist sem Schengen-sam- komulagið hefði farið að óskum Norðmanna og íslendinga en hefur að öðru leyti ekkert vilja segja um innihald þess. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar lýst ánægju sinni með samninginn sem þeir telja hag- stæðan. Þá hefur Jan Petersen, for- maður Hægriflokksins, sagst hafa skilið stjórnarliða svo fyrr í haust að stjórnin muni mæla með samþykkt samningsins. Lahnstein hefur einnig verið afar varkár í yfirlýsingum sínum og þyk- ir fréttaskýrendum með því ljóst að hún sé að reyna að vinna sér tíma. Skipuð hefur verið lögfræðinefnd sem kanna á hvort samningurinn brýtur í bága við stjórnarskrána. Komist þeir að því að svo sé getur stjómin ekki lagt hana fram á þingi. Verður þá að semja að nýju eða breyta stjórnarskránni. Vandamálin í röðum Þrátt fyrir yfirlýsta ESB-and- stöðu norsku ríkisstjórnarinnar hef- ur Bondevik ítrekað að stjórn hans muni fara að vilja meirihluta þings- ins hvað varði Schengen-samning- inn. Því telja stjómmálaskýrendur ljóst að ríkisstjórninni sé nauðugur einn kostur, að mæla með samþykkt hans. Þvi fer þó fjarri að vandinn sé leystur því ófrágengnir samningai' við ESB bíða í röðum og er víst að þeir fara ekki allir hljóðalaust í gegnum þingið. Þar má nefna reglu- gerðir um sölu og vinnslu á gasi, um aukaefni í mat og genabreyttar landbúnaðarafurðir. Gíróseðlar liggja frammi í öltum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú 'QTJ HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR getur þakkað fyrir þitt htutskipti sfum bagstoddum von Ný ríkisstjórn tek- ur við í Kambódíu Phnom Penh. Reuters. SAMSTEYPUSTJÓRN fyrrverandi andstæðinga tók formlega við völd- um í Kambódíu í gær, eftir 17 mán- aða stjómarkreppu. Hun Sen, for- maður Þjóðarflokks Kambódíu, (CPP) verður áfram forsætisráð- hema, en Norodom Ranariddh prins, leiðtogi FUNCINPEC-flokksins, sem Hun Sen steypti af stóli annars forsætisráðherra í fyrra, hefur þegar tekið við embætti forseta þingsins. Hun Sen hét því í gær að ríkis- stjóm sín myndi beita sér fyrir fjár- málaumbótum, draga úr útgjöldum til varnarmála og herða viðurlög við spillingu og glæpum. Hun Sen lýsti því einnig yfir að stjórnin myndi reyna að endurheimta sæti Kambó- díu hjá Sameinuðu þjóðunum, en það hefur verið autt frá valdaráni hans í júlí í fyrra, og tryggja aðild landsins að Samtökum Suðaustur-Asíuríkja. Flokkur Huns Sens vann sigur í þingkosningum í júlí, en hlaut ekki nógu marga þingmenn til að mynda hreinan meh-ihluta. Eftir kosning- amar sakaði Ranariddh CPP um að hafa beitt svindli og þvingunum, og neitaði lengi vel að ganga til við- ræðna um stjómarsamstarf. Kvaðst hann hafa fallist á það vegna miklum erlendum þrýstingi. Hagfræðingar segja að nauðsyn sé á umbótum og frekari fjárframlög- um tO heilbrigðismála, menntamála og landbúnaðar. Kambódía hefur varið allt að helmingi útgjalda á fjár- lögum hvers árs til varnarmála, en stjórnmálaskýrendur benda á að nú gefist tækifæri til að huga að velferð landsmanna þess í stað, eftir að skæruliðahreyfing Rauðu Khmer- anna hefur að mestu lagt upp laupana. Lagði Hun Sen áherslu á að leiðtogar hreyfingarinnar yrðu dregnir fyrir dóm. Eiturlyf áfram ólögleg í Sviss Morgunblaðið. SVISSLENDINGAR felldu tillögu um að lögleiða eiturlyf með 73,9% at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðlu um helgina. Andstaðan gegn tillögunni var meiri en búist var við. Fylgis- menn hennar kenndu þvi meðal ann- ars um að eiturlyfjaneytendur hefðu ekki haft fyrir því að kjósa og tillag- an hefði þar með orðið af mikilvæg- um stuðningi. Niðurstaðan er túlkuð sem stuðningsyfirlýsing við stefnu stjórnvalda í eiturlyfjamálum. Þau stefna að því að hamla gegn neyslu en hjálpa þó eiturlyfjasjúklingum. Um 30.000 Svisslendingar nota heróín og kókain. Eiturlyfjaneyslan í landinu vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar eiturlyfjasalar streymdu þangað með vörur sínar. Lögreglan lét loks til sín taka og al- menningur verður nú minna var við eiturlyfjaneyslu. Langt leiddir heróínsjúklingar sem hafa reynt árangurslaust að hætta neyslunni geta nú fengið heróín hjá ríkinu. Um 800 Svisslend- ingar fá heróín reglulega undir eftir- liti sérfræðinga. Urs Vontobel sér um heróínstof- una Crossline í Zúrich. 143 hafa sótt um hjálp þar síðan í apríl en 51 er á skrá hjá honum eins og er. Sjúkling- arnir kaupa sinn heróínskammt og sprauta sig undir eftirliti en geta ekki tekið skammtinn með sér. Skammturinn kostar 500 kr., brot af því sem hann myndi kosta á svörtum markaði. Vontobel var á móti tillög- unni um að lögleiða eiturlyf. „Sjúk- lingamir sem koma hingað og aðrir í þeirra sporum myndu ekki ráða við það að eiturlyf yrðu lögleidd,“ sagði hann. Svisslendingar felldu í fyrra með svipuðum meirihluta og nú tillögu um að banna heróíngjöf ríkisins. Niðurstaðan þá sýndi að þjóðin vill hjálpa eiturlyfjasjúklingum. Niður- staðan í kosningunum nú sýnir að hún vill ekki ganga of langt í frjáls- ræðisátt. Fylgismenn löglegra eitur- lyfja vona að þjóðin sé tilbúin að lög- leiða kannabis og hamp en það verð- ur væntanlega næsta mál sem tekið verður á dagskrá í eiturlyfjaumræð- unni í Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.