Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 73
ingum og ég veit að svo er um
marga, marga fleiri sem kynntust
honum. Sævi lifði svo fallega og var
einhvern veginn svo hreinn og tær
innan í sér. Við komum til með að
sakna hans, alltaf.
Margrét Theodórsdóttir.
Strax frá því að við vorum litlir
tókum við eftir því að Sævi var öðru-
vísi en aðrir; hann var miklu
skemmtilegri. Hann var frábær
f ferðafélagi og í raun ómissandi. Það
var alltaf eins og það vantaði eitthvað
þegar Sævi var ekki með. Við höfðum
gaman af honum og hann passaði
alltaf upp á að það væri allt í lagi með
okkur. Hann var pottþéttur. Við höf-
um sjaldan skemmt okkur eins vel og
með Sæva, hvort sem er á ættarmót-
um, fjölskylduboðum, bústaðarferð-
, um, veiðiferðum eða útilegum. Þetta
var stærsti kostur Sæva.
Við minnumst þess líka með bros
' á vör þegar við vorum eitt sinn að
veiða við eitt af vötnunum á Skaga-
strönd. Sævi var líka með stöng.
Þegar fískurinn var búinn að bíta á
hjá honum spólaði hann línuna svo
hratt inn að fískurinn bókstaflega
fleytti kerlingar á vatninu þar til
hann nam staðar á endanum á
stönginni.
Það var líka svo gaman að fara
með Sæva á böll, bæði jólaböllin
forðum og svo seinna eftir að við
urðum stærri, „fullorðinsböll".
Hann var stundum svolítið tregur
út á dansgólfíð en um leið og hann
var kominn þangað vildu aiiar stelp-
urnar sem þekktu hann fá að dansa
við hann. Við bræðurnir öfunduðum
hann auðvitað af því.
Sævi var líka alltaf í essinu sínu
um hver áramót. Hann hafði gaman
af því að horfa á þegar við skutum
flugeldunum upp og hann var svo
stoltur þegar hann hélt á jókerblys-
inu. Honum fannst líka ómissandi
að fara á brennuna.
Við munum alltaf minnast Sæva
með söknuði, sérstaklega vegna
þess að hann var alltaf svo góður við
okkur og okkur þótti svo vænt um
hann. Hann talaði alltaf um okkur
sem Palla „litla“- og Tedda „litla“,
jafnvel þegar við vorum orðnir höfð-
inu hærri. Hann verður alltaf uppá-
haldsfrændinn okkar.
Páll og Theodór Friðbertssynir.
Kær vinur er horfínn af sjónar-
sviðinu.
Ég kynntist Sævari Pálssyni fyrir
um það bil sjö árum á vinnustað
mínum í Háskólabíói en þar hafði
Sævar líka skyldum að gegna. Það
var ekki sjálfgefíð að eignast vin-
áttu Sævars en þegar hún var feng-
in var hún einlæg og fölskvalaus.
í Háskólabíói fer fram fjölbreytt
starfsemi, Háskólinn er þar með
kennslu, Sinfóníuhljómsveit Islands
er þar líka til húsa. Sævar fylgdist
vel með öllu sem gerðist í bíóinu og
næsta nágrenni og var stundum
sagt í gamni að þar færi Reuter-
fréttastofan þar sem hann fór.
Hann kom alltaf tvisvar til þrisvar á
dag í heimsókn, sagði fréttir af
veðri, færð og öðru markverðu.
Sævar var upptekinn af öllum hátíð-
is- og merldsdögum ársins, hafði
þar allt á hreinu bæði hvenær þeir
voru, hvað maður gerði og borðaði á
hverjum tíma. Hann tók oft upp
dagatalið og fór fljótt yfir sögu,
hver hátíðisdagurinn tók við af öðr-
um, sumardagurinn fyi'sti, sjó-
mannadagurinn, 17. júní og svo
voru allt í einu aftur komin jól.
Sævar fylgdist vel með tónleika-
haldi Sinfóníuhljómsveitarinnar,
hvenær tónleikar væru, hversu
lengi þeir stæðu o.s.frv. Einkar
hugleiknir voru honum skólatón-
Ieikar sem að öllu jöfnu fara fram á
morgnana. Hann tók þátt í þeim af
hjartans lyst sá um að opna hurðir
og fylgjast með að allir kæmust í
sæti og það var alltaf hátíðleg stund
þegar við stóðum saman og buðum
fólk velkomið. Á vegferð minni hef
ég ekki kynnst einlægari og hjarta-
hreinni manni. Ég er forsjóninni
þakklát fyrir að hafa kynnst Sævari
Pálssyni og átt hann að vini. Ég
kveð hann með miklum söknuði.
Helga Hauksdóttir.
+ Guðjón Ó. Hans-
son fæddist í
Ólafsvík 26. júlí
1921. Hann lést í
Landspítalanum
hinn 23. nóvember
síðastliðinn. Móðir
haus var Kristín
Bjarnadóttir frá
Barði í Ólafsvík.
Guðjón kvæntist
1950 Guðrúnu
Brynjólfsdóttur frá
Sólheimum í Hruna-
mannahreppi, f.
24.3. 1931. Foreldr-
ar hennar voru
Brynjólfur Guðmundsson frá
Sólheimum, f. 10.2. 1897, d.
22.1. 1988, og Líney Elíasdóttir
frá Helgárseli í Eyjaljarðar-
sveit, f. 29.12. 1898, d. 6.11.
1972. Guðjón og Guðrún slitu
samvistum 1973. Börn þeirra
eru: 1) Kristbjörg Birna, f. 4.7.
1950. Börn hennar og Einars
Skúla Hjartarsonar eru Rúnar
Brynjar, f. 16.2. 1971, og Líney,
f. 6.5. 1973, sambýlismaður Dav-
Elskulegur faðir okkar er látinn.
Síðasta árið var honum eríltt vegna
veikinda. Fyrh- hann var því kallið
kærkomið. Það að halda reisn sinni
allt til dauðadags er guðsgjöf. Faðir
okkar átti rætur sínar að rekja á
Snæfellsnes og í Borgarfjörð. Þær
rætur voni sterkar sem þangað
lágu. Uppvaxtarárin voru honum
erfið. Móðir hans deyr þegar hann
er ennþá ungabarn, aðeins tveggja
ára. Föður sínum kynntist hann
aldrei. Frændsystkini gengu hon-
um í foreldra stað. Kjör alþýðufólks
á árunum upp úr 1920 voru kröpp.
Umhverfið mótar manninn. Langri
skólagöngu var ekki til að dreifa.
Vinnan göfgaði manninn á þessum
árum. Guðjón var farinn að vinna
algeng sveitastörf um 12 ára aldur-
inn.
Fjölskyldu stofnaði hann rétt um
þrítugt. Fyi'st var búið vestast í
vesturbænum við Framnesveg. Síð-
ar flutt í Laugarneshverfi. Ég
minnist þess að hann tók oft þátt í
leikjum okkar krakkanna. Alltaf
glaður og reifur. Hvatti okkur til
góðra verka í leik og starfi. Um
áramót var hann brennustjóri fyrir
hverfið. Ekki dugðu neinar smá-
brennur. Brennan sú skyldi vera
stærst í Reykjavík. Farnir voru
leiðangrar til að athuga brennur
keppinautanna. Kapp og vinnusemi
var alltaf til staðar í öllum hans
verkum. Hann hafði lagt fyrir sig
langhlaup á sínum yngri áium og
þar tileinkað sér ákveðið keppnis-
skap sem var gott veganesti í lífs-
baráttunni. Þannig sáði hann
vinnusemi og kappsemi til okkar
systkina.
Félagsmál áttu hug hans alla tíð.
Sjálfstæðisstefnan var honum hug-
leikin. Á stundum í öðrum útgáfum
en samþykktum á flokksþingi.
Kjörorð hans var Stétt með stétt og
Gjör rétt, þol ei órétt. Óragur við
að láta í sér heyra. Stundum á móti
straumnum, aldrei í framapólitík.
Hans fyrii-myndir voru Bjarni heit-
inn Benediktsson og Ólafur Thors.
Risháir, fóðurlegir skörungar.
Heldur þótti honum pólitíkin út-
þynnt hin síðari ár. Andstæðir pól-
ar horfnir, miðjumoð tekið við. Þeg-
ar félagsmálum á landsvísu sleppti
tóku stéttarmálin við.
Hann var nokkur ár í stjóm Öku-
kennarafélags íslands og Frama,
félags leigubifreiðastjóra. Umferð-
armál voru honum ætíð hugleikin.
Umhyggja fyrir némunum var mik-
il. Stundum féllu nemarnir á öku-
prófinu eins og gengur. Slíkt tók
hann afar nærri sér rétt eins og að
hann sjálfur hefði fallið á prófinu.
Vinnudagurinn var alltaf langur.
Ósérhlífni til allra verka. Hugtakið
að hafa ekki tíma til einhvers ekki
til í hans orðabók. Væri beðið um
eitthvert viðvik stóð ekki á liðveislu
hans og var ekkert til sparað.
íð Ólafsson. Dóttir
Rúnars er Marta
Birgitta, f. 27.10.
1994. 2) Brynjólfur,
framkvæmdastjóri, f.
14.8. 1953, kvæntur
Valgerði Jónsdóttur,
f. 31.3. 1957, og eru
börn þeirra Ólöf, f.
19.10. 1988, og Jón
Sævar, f. 26.5. 1992,
dóttir Brynjólfs og
Elínar Jóhannsdóttur
er Guðrún Björg, f.
1.9. 1981. 3) Birgir,
viðskiptafræðingur,
f. 30.10. 1962, kvænt-
ur Hönnu Ólafsdóttur, f. 4.9.
1961, og er dóttir þeirra Hildur
Birna, f. 28.6. 1992. 4) Gunnar
Rafn, prentari, f. 28.5. 1966,
kvæntur Ellen Gísladóttur, f. 4.1.
1970, dóttir Gunnars og Iðunnar
Jónsdóttur er Berta, f. 10.5. 1989,
dóttir Ellenar og fósturdóttir
Gunnars er Sigríður Elfa, f. 10.8.
1992.
Sambýliskona Guðjóns til
margra ára var Lára Guðmunds-
Eitt af einkennum föður míns var
umhyggja fyrir þeim sem minna
máttu sín. Álltaf var hann tilbúinn
að greiða götu fólks með matargjöf-
um, fjárhagsaðstoð eða annarri fyr-
irgreiðslu. Oft var gengið nærri
eigin fjárhag. Á jólum var stundum
venja hans að bjóða umkomulausu
fólki til kvöldverðar á aðfangadags-
kvöld. Ekki var þetta uppátæki
alltaf vinsælt hjá unglingunum á
bænum. Það þarf vissan þroska til
að skilja slík uppátæki.
Nú þegar að leiðarlokum er kom-
ið biðjum við góðan guð að blessa
þig og varðveita. Við þökkum þér
fyrir alla umhyggjuna. Blessuð sé
minning þín.
Brynjólfur Guðjónsson.
Guðjón afi er dáinn. Hugurinn
fai'inn upp í skýin. Aldrei hægt að
hlæja með þér aftur. Þér sem
fannst svo gaman að hlæja. Það var
enginn annar afi sem hristist eins
mikið og þú þegar þú byrjaðir að
hlæja. Afi með silfurlitaða hárið á
rauða bílnum, þú sem ert að keyra
núna hjá Guði því þú varst alltaf að
keyra bíl. Þú varst orðinn veikur og
þreyttur og við skynjuðum það en
samt kom glampi í augun á þér og
munnvikin lyftust þegar þú gafst
okkur peninga í baukinn. Élsku afi,
hvíl þú í friði.
0, dauði, taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var
hans auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður,
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðm.)
Barnabörn.
Látinn er í Reykjavík Guðjón Ó.
Hansson, bifreiðarstjóri og öku-
kennari, 77 ára að aldri. Guðjón var
fæddur í Ólafsvík og ólst þar upp til
tólf ára aldurs. Tveggja ára missti
hann móður sína og ólst því upp hjá
ömmu sinni til tíu ára aldurs. Af
Jóni Skúlasyni fóður sínum vissi
hann ekkert og var það því hlut-
skipti Guðjóns að alast upp hjá
vandalausum í Ólafsvík til tólf ára
aldurs, að hann fluttist til Borgar-
fjarðar og var þar til nítján ára ald-
urs.
í Borgarfirði gekk Guðjón tvo
vetur í Héraðsskólann í Reykholti.
Hann átti ekki kost á lengri skóla-
vist, en harður skóli lífsins var hans
háskóli. Daginn eftir fermingu fór
Guðjón í vegavinnu, þar ók hann
hestvagni og var búið í tjöldum með
skrínukost. Alla tíð frá þeim degi
vann Guðjón fyrir sér og kynntist
ungur harðri lífsbaráttu.
dóttir, f. 4.8. 1912, d. 5.10.
1997.
Guðjón stundaði almenn sveita-
störf í Borgarfirðinum. Hann
stundaði nám í Héraðsskólan-
um í Reykholti 1938-41. Guðjón
var m.a. í Bretavinnunni fyrstu
árin í Reykjavík en hóf leigu-
bflaakstur hjá Litlu-Bflastöðinni
1944 og keyrði hjá Hreyfli frá
1950. Hann gerðist ökukennari
1955 og starfaði við það fram á
þetta ár. Guðjón sat lengi í
stjórn frjálsíþróttadeildar Ár-
manns og síðar í aðalstjórn og
var hann sæmdur silfur- og
gullmerki félagsins fyrir vel
unnin störf. Hann sat í vara-
sljórn Hreyfils í nokkur ár og
starfaði í fjölda nefnda á vegum
félagsins. Þá var hann í stjórn
Frama, félags leigubifreiða-
stjóra í mörg ár, sat í stjórn
Ökukennarafélags íslands, var
fonnaður þess í tólf ár og er nú
heiðursfélagi þess. Þá starfaði
Guðjón mikið á vegum Sjálf-
stæðisfiokksins. Hann sat í
stjórn Óðins í mörg ár og var
gjaldkeri félagsins, var í verka-
lýðsráði flokksins og fulltrúa-
ráðinu í áratugi.
Útför Guðjóns fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
í Reykholti kynntist Guðjón ung-
mennafélagshreyfingunni og tók
hann mikinn þátt í íþróttum. Á
þessum árum var hann mest í
frjálsum íþróttum hjá Ungmenna-
félaginu Borg. I stríðsbyrjun flutt-
ist hann suður til Reykjavíkur og
bjó þar upp frá því. Þegar Guðjón
kom til Reykjavíkur réðst hann í
vinnu hjá hernum, en vann auk
þess ýmsa aðra vinnu sem til féll.
Árið 1944 tók Guðjón bílpróf og
meirapróf og stundaði leigubíla-
akstur upp frá því, í meira en hálfa
öld. Fyrstu árin á Litlu bílastöðinni
þar sem hann gerði út marga bíla.
Síðan á Hreyfli þegar Litla bíla-
stöðin var sameinuð Hreyfli. Nú
síðast var Guðjón á Borgarbílastöð-
inni.
Arið 1954 hóf Guðjón ökukennslu
og var upp frá þvi einn af umsvifa-
mestu ökukennurum landsins, og
tók auk þess mikinn þátt í öllu
starfi er laut að umferðarmálum.
Það er margur ökumaðurinn sem
hefur fengið sínar fyrstu leiðbein-
ingar í akstri og umferðarreglum
hjá Guðjóni. Hann kenndi hátt í
fjögur þúsund manns á bíl. Guðjón
vann mikið að félagsmálum og var
formaður ökukennarafélagsins í
tólf ár. Auk þess sat hann lengi í
umferðarráði og vann mikið að
hægri breytingunni, þegar breytt
var úr vinstri umferð í hægi-i um-
ferð hér á landi. Guðjón sat í stjórn
Hreyfils og í ýmsum nefndum þess
félagsskapar (nú Frami) og svo í
Samvinnufélaginu Hreyfli.
Guðjón vann mikið í Sjálfstæðis-
flokknum, sat meðal annars í stjórn
Óðins í mörg ár, ýmsum ráðum og
nefndum innan flokksins. Hann sat
í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík áratugum saman og
einnig sat hann fjölda landsfunda.
Hann fór aldrei troðnar slóðir og
taldist til frjálslyndari manna í
flokknum.
Oft tók hann til máls á fundum,
kom með nýjar tillögur í lýðræð-
isátt og fylgdi þeim eftir af sínu al-
kunna kappi. Hann sofnaði aldrei á
verðinum, ef honum þótti flokks-
forystan komin útaf línunni benti
hann á það sem betur mátti fara í
flokksstarfinu og fékk stundum
heldur óblíða gagmýni fyrir. Guð-
jón vék aldi-ei frá stefnunni og
reyndist oft á tíðum sannspár.
Fjölmargt af því sem flokkurinn
hefur á stefnuskrá sinni er komið
frá Guðjóni. Það fékk ekki alltaf
góðar undirtektir í byrjun en varð
oft á tíðum síðar að baráttumálum
flokksins.
Ég kynntist Guðjóni Hanssyni í
Sjálfstæðisflokknum fyrir 40 árum,
allan þennan tíma hefur hann verið
á fullri ferð í sjálfboðavinnu fyrii'
flokkinn og hef ég engum manni
kynnst í flokknum sem hefur haft
jafn mikinn áhuga á málefnum
GUÐJÓN Ó.
HANSSON
flokksins og alltaf verið tilbúinn að
vinna fyrir hann. Ég man til dæmis
vel eftir hlutaveltunum í Lista-
mannaskálanum hér áður fyrr en
þá var Guðjón á fullri ferð að út-
vega vinninga og í fjáröflun fyrir
flokkinn. Það er ómetanlegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að hafa slíka
starfski-afta.
Þegar Albert Guðmundsson
stofnaði Borgaraflokkinn gekk
Guðjón til liðs við hann af sínum al-
kunna krafti, en Guðjón hafði ekki
verið sérstakur stuðningsmaður Al-
berts áður. Hann var maður Ólafs
Thors og Bjarna Benediktssonar,
en fannst að flokksforystan hefði
brotið á Albert og þess vegna
studdi hann Albert um tíma af
krafti.
Nú síðustu árin þegar reglugerð-
arþjóðfélagið bannaði honum að
vinna vegna aldurs, án tillits til
þess að einyrkjar hafa ekki haft
neinn lífeyrissjóð og er gert að
framfleyta sér á smánarlega lágum
ellilaunum, sárnaði honum við for-
ustuna að fá ekki að bjarga sér með
því starfi sem hann hafði unnið í
meira en hálfa öld, kunni og þekkti
vel og gat skilað með miklum sóma.
Bönn og höft voru andstæð lífshug-
sjón hans, sem vandist ungur að
bjarga sér af eigin rammleik. Þarna
fannst honum flokkurinn ekki
standa sig samkvæmt stefnunni um
frelsi einstaklingsins. Hafði hann
stundum á orði að ef forystan færi
ekki að sjá að sér og efla einstak- ’
lingsframtakið væri heppilegast að
fá Björn Bjarnason í formannssæt-
ið, en Guðjón var einlægur aðdá-
andi Björns Bjarnasonar ekki síður
en föður hans, Bjarna heitins Bene-
diktssonar.
Frá því að Guðjón fór að vinna
fyrir sér þrettan ára gamall hefur
hann alltaf haft nóg fyrir sig og
sína fjölskyldu. Hann hefur hjálpað
mörgum manninum í gegnum árin,
sem hefur átt í tímabundnum erfið-
leikum, með alls konar aðstoð og ’
greiðasemi. Oft undraðist ég yfir
þeirri miklu starfsorku sem hann
bjóyfir.
Árið 1950 giftist Guðjón Hans-
son Guðrúnu Brynjólfsdóttur, dríf-
andi konu frá Sólheimum í Hruna-
mannahreppi, og eiga þau fjögur
uppkomin börn. Guðjón bar mikla
virðingu fyrir Guðrúnu og þótti
honum það sárt að þau skyldu
þurfa að slíta samvistir þegar
börnin voru orðin uppkomin og far-
in að heiman. Guðjón var dulur
maður og hann bar sorg sína ekki á
torg.
Guðjóns verður alltaf minnst sem
Ijúfmennis sem var alltaf tilbúinn
til að gera allt sem hann gat fyrir ’
aðra, með óþrjótandi þrek og
starfsorku.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum Guðjóns okkar dýpstu
samúð.
Kristján Guðbjartsson.
Elsku afi minn, það kemur
margt upp í huga minn og margs
er að minnast. Minningar sem
aldrei munu gleymast innst í hjarta
mínu. Ég minnist þess þegar ég
var lítil stelpa og þú komst alltaf á
aðfangadag til mín með jólapakka.
Ég var alltaf svo spennt og fékk
fyrst að taka upp pakkann frá þér
og Láru. Þið hugsuðuð svo vel til
allra. Nú ert þú kominn til hennar
Láru, afi minn. Þú varst alltaf svo
duglegur. Þrátt fyrir veikindi þín
tókst þú mig í bílatíma og kenndir
mér á bíl. Ég var síðasta barna-
barn þitt sem þú fórst með í próf,
rétt fyrir afmælisdaginn minn í
september. Þakka þér fyrir, afi
minn, þær góðu stundir okkar sam-
an.
Ég kveð þig, elsku afi minn
og minnast ætíð vil ég þín
ég þakka að Guð minn gaf mér þig,
og gaf það að þú leiddir mig.
Þig kveðja vinir kvölds á stund
með kærleiksríkri en dapri lund,
ég bið að englar annist þig,
við aftur sjáumst lífs á stig.
(GG frá Melgerði)
Guð gejuni þig, elsku afi.
Guðrún Björg Brynjólfsdóttir.