Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hágæða vogir Verð frá 28.900 án vsk - vogir cru okkar fag - Sfðumúla 13, sími 588 2122 Morgunblaðið/Kristján Jólaliósin tendruð á Randerstrénu FJÖLMENNI tók þátt í athöfn á Ráðhústorgi á laugardag, en þá voru ljós kveikt á jólatrénu sem er gjöf til Akureyringa frá vina- bænum Randers í Danmörku. Skömmu áður voru ljós tendruð á jólatré við Akureyrarkirkju og lýsingarbúnaði við kirkjutröpp- urnar, en Kaupfélag Eyfirðinga hefur í um hálfa öld geflð bæjar- búum þá lýsingu. Gengið var fylktu liði frá kirkjunni á torgið þar sem flutt voru ávörp, jólalög sungin og eins og vera ber við slíka athöfn komu jólasveinar í heimsókn. Talninnavooii Skemmdir unnar á jólaskreytingum á Lifandi grenitré með jólaljósum stolið Morgunblaðið/Kristján HALLDOR Blöndal samgönguráðherra skar fyrstu sneiðina af köku sem boðið var upp á í tilefni af því að helgarakstur strætisvagna hófst á Akureyri um liðna helgi, en sneiðina færði hann Stefáni Baldurssyni, forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar. Strætisvagnar á ferðinni um helgar BÆJARBÚAR virðast kunna vel að meta þá nýjung Strætisvagna Akur- eyrar að bjóða upp á helgarakstur, en hann hófst nú um liðna helgi. Fram til þessa hafa vagnamir einungis verið í ferðum á virkum dögum. „Það var greinilegt að bæjarbúar ætluðu að notfæra sér helgarakstur- inn en þó nokkuð var um farþega hjá okkur um helgina, sérstaklega á laug- ardaginn en þá buðum við fólki að ferðast frítt með vögnunum í tilefni dagsins," sagði Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akur- eyrar. „Verði framhaldið í samræmi við þetta munum við vafalaust halda þessu áfram,“ bætti hann við en um tilraun er að ræða fyrsta kastið og var ráðgert að hún stæði í fjóra mánuði. Stefán sagði að notkunin yrði könnuð um helgar og eins yrðu taln- ingar í vögnunum einn dag í mánuði á virkum dögum til viðmiðunar. Kæmi í ljós að notkun væri sárah'til á ákveðnum tímum yrði kerfinu breytt. „Við munum laga okkur að notkun- inni, breyta og bæta eftir þörfum.“ Töluvert hefur verið um fyrir- spurnir til forsvarsmanna strætis- vagnanna um helgarakstur og þá sérstaklega meðal foreldra bama sem stunda íþróttaæfingar víðs veg- ar um bæinn. Þá nota börn og ung- lingar sem stunda skautasvellið við Krókeyri strætisvagninn mikið á leið sinni að eða frá svellinu. Benti Stef- án á að nokkuð skorti á að íþróttaæf- ingar féllu að tímatöflu vagnanna, en með því að hnika örlítið til tímum, 5 til 10 mínútum til eða frá gætu fleiri nýtt sér vagnana. Fjórar leiðir Fyrst um sinn verða eknar fjórar leiðir á laugardögum og tvær á sunnudögum og helgidögum öðrum en stórhátíðardögum. Verða vagn- arnir í ferðum á klukkustundar fresti, en á mismunandi tímum. Fyrsta ferð, Brekka-Innbær er kl. 8.38 á laugardögum en 10.38 á sunnudögum og stórhátíðardögum, en síðasta ferð kl. 23.38 báða dagana. Fyrsta ferð Oddeyri-Glerárhverfi er kl. 9.05 á laugardögum og 10.05 á sunnudögum og stórhátíðardögum og síðasta ferð kl. 23.30 báða dagana. Kostnaður við helgaraksturinn er um 360 þúsund krónur á mánuði. EKKI hafa allir útgerðarmenn nóta- skipa gefið upp vonina um írekari loðnuveiði fyrir jól, því bæði Súlan EA og Þórður Jónasson EA héldu á loðnumiðin á ný í gær. Kristinn Snæ- bjömsson, stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á Súlunni, sagði í samtali við Morgunblaðið áður en hann hélt frá Akureyri að hann myndi reyna íyrii- sér á Kolbeinseyjarsvæðinu en þar var skipið við veiðar í síðustu viku. „Það var einhver loðna á Kolbeins- eyjarsvæðinu í síðustu viku og við náðum ágætis veiði í 6 klukkustund- fr. Við náðum einu 80 tonna kasti en þá skall á bræla á ný, eftir að bjartar „MÉR finnst þetta alveg ótrú- lega lágkúrulegt," sagði Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson, eigandi Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands á Akureyri, en lifandi grenitré með jólaljósum var stolið af lóð fyrirtækisins um helgina. Greni- tréð var sagað í sundur niðri við jörð og klippt var á rafmagns- snúruna þar sem hún lá inn um glugga. Ragnar sagðist ekki hafa neina trú á að þarna hafi verið ung- lingar eða utanbæjarmenn á ferð. „Þetta var vel undirbúið og viðkomandi hefur mætt á staðinn með sög og töng og framkvæmt verknaðinn mjög snögglega. Ég er að hugsa um að setja straum- breytinn sem fylgir jólaseríunni fyrir utan gluggann, svo sá eða þeir sem hér voru á ferðinni geti fengið allan pakkann." Grenitréð var gróðursett á lóð fyrirtæksins við Draupnisgötu 3 fyrir um þremur árum og var það um 1,20 metrar á hæð. „Þetta var okkar jólatré og gróðursett til þess að gleðja okkur og aðra íbúa bæjarins sem fara hér um.“ Málið var tilkynnt lögreglu, sem kom á staðinn og tók Ekki allir gefið upp vonina vonir höfðu vaknað. Það hefur verið mjög leiðinlegt að eiga við þetta að undanfómu, mikill barningur og bræla og lítið í hverju kasti,“ sagði Kristinn. Hættum korter í jól Sverrir Leósson, útgerðarmaður skýrslu. Ragnar sagði að jólaljós á trénu hafi áður orðið fyrir skemmdum en hann er ekki til- búinn að gefast upp og hyggst gróðursetja nýtt grenitré næsta vor. Slönguljós skorin utanaf fánastöngum Einnig voru unnar skemmdir á jólaskreytingum við verslunina Kaupland við Hjalteyrargötu. Þar höfðu Ijórar fánastangir ver- ið prýddar jólaljósum en um helgina var ljósum stolið af tveimur þeirra og skemmdir unnar á ljósunum á þriðju fána- stönginni. Ámi Ketill Friðriksson einn eigenda Kauplands sagði að sá eða þeir sem þarna vom að verki hafi beitt eggvopni við að skera svokölluð slönguljós utan af fána- stöngunum. „Eg skil ekki hvern- ig þetta var hægt án þess að slá rafmagninu út en ég vona að þeir hafi fengið stuð. Það virðist vera erfitt að fá að hafa þetta í friði en ég vona að þeir sem þarna vom að verki njóti jólaljósanna. Hins vegar hefði ég alveg verið til viðræðu um að gefa svona ljós Súlunnar, sagðist hafa heyrt af ein- hverri loðnuveiði í gærmorgun og hann er bjartsýnn á að hlutirnir fari að ganga betur. „Við hættum ekki fyrr en korter í jól,“ sagði Sverrir. Fjögur nótaskip lönduðu „slatta“ af loðnu í Krossanesi um helgina. Súlan og Þórður Jónasson komu með rúm 100 tonn hvort skip, Víkingur AK landaði um 120 tonnum og Faxi RE um 530 tonnum. Einnig landaði Guð- mundur Ólafur ÓF tæplega 200 tonn- um af loðnu í Ólafsffrði. Þá landaði Jón Sigurðsson, nótaskip Samherja, rúmlega 500 tonnum af kolmuna í Krossanesi aðfaranótt sunnudags. Loðnuveiði hefur verið frekar dræm að undanförnu Morgunblaðið/Kristján SIJLAN EA hélt til loðnuveiða á ný í gær. KRISTINN Snæbjörnsson, stýrimaður á Siilunni, ætlar að reyna fyrir sér á Kolbeinseyjarsvæðinu. A slysa- deild eftir harðan árekstur TVEIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á þjóðveginum skammt norðan Akureyrar, við afleggjara að Blómsturvallavegi um kl. 16.30 á sunnudag. Um var að ræða aftanákeyrslu og eru báðir bíl- arnir mikið skemmdir. Ungur maður missti lítillega framan af tveimur fingrum í vinnuslysi í trésmiðjunni Berki á Akureyri á laugardag. Hann var að vinna við svonefndan af- réttara og lenti með höndina í honum með þessum afleiðing- um. lóðum fyrirtækja Morgunblaðið/Kristján AKUREYRINGAR hafa tekið mjög vel í þá ósk þeirra aðila, sem standa að Norðurpólnum, að sefja jólaskreytingarnar upp snemma í ár. Hins vegar hafa skreytingarnar ekki fengið að vera alveg í friði fyrir skemmd- arvörgum. Hér sýnir Ragnar B. Ragnarsson hjá Gúmmíbáta- þjónustu Norðurlands Páli Þor- kelssyni lögregluþjóni hvar jólatréð, sem stolið var, stóð á lóð fyrirtækisins. ef það stendur svona illa á hjá fólki,“ sagði Árni sem taldi að tjónið væri upp á 15-20 þúsund krónur. KEA hættir aðild að rekstri Minjasafns- ins á Akureyri Verk- efni fyr- ir sveit- arfélög KAUPFÉLAG Eyfirðinga dregur sig út úr rekstri Minja- safnsins á Akureyri um næstu áramót, en KEA tók þátt í stofnun þess árið 1962 ásamt Akureyrarbæ og sýslunefnd sem þá var. Bærinn hefur átt 3/5 hluta, KEA og sýslunefnd- in, síðar héraðsnefnd, 1/5 hluta hvor. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son formaður stjórnar Kaupfé- lags Eyfirðinga sagði að for- svarsmenn félagsins hefðu á sínum tíma haft frumkvæði að því að stofna safnið, en nokkur síðustu ár hefði verið um það rætt í stjórn þess að hætta þátttöku. Væru menn sammála um að rekstur minjasafns væri verkefni sem fremur ætti að vera á könnu sveitarfélaga. Myndarlegur stuðningur Framlag KEA til reksturs Minjasafnsins á Akureyri hef- ur numið um 2,3 milljónum króna síðustu ár. „Við höfum lagt myndarlega upphæð til rekstrarins þessi ár. Þó við drögum okkur út úr rekstri safnsins munum við ekki hætta að leggja menningar- málum lið, en þær raddir hafa verið uppi að fýsilegra sé að hafa frjálsari hendur um hverjum stuðningurinn er veittur,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að meðeigendum hefði með góðum fyrii’vara verið tilkynnt um þessa ákvörðun og hún væri gerð í fullri sátt. „Menn hafa á því skilning að það er ekki endi- lega hlutverk kaupfélags að reka minjasafn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.