Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 72
^2 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þröstur sigraði í Wrexham SKAK Wrexliam, Wales. OWENS CORNING ALÞJÓÐAMÓTIÐ 18.-26. nóvember Þröstur Þdrhallsson sigraði á mótinu ásamt Svíanum Stellan Brynell. Þeir hlutu 6% vinning af 9 mögulegum. Þröstur Þórhallsson ÞRÖSTUR Þórhallsson vann Martinovsky frá Bandaríkjunum í síðustu umferð Owens Coming skákmótsins í Wrexham í Wales sem lauk fyrir helgina. Þar með náði Þröstur Svíanum Brynell að vinningum og deildi með honum efsta sætinu á mótinu. Mótið var í sjöunda styrkleikaflokki FIDE og Brynell missti naumlega af sínum síðasta stórmeistaraáfanga, en til þess að ná honum þurfti hann sjö vinninga. Stigahæsti keppandinn á mót- inu, Englendingurinn Chris Ward, varð að láta sér nægja að lenda í miðjum hópi keppenda. Urslit á mótinu urðu þessi: 1.-2. Þröstur Þórhallsson og Stellan Brynell, Svíþjóð 6Í4 v. af 9 mögulegum 3. -4. Andrew Webster, Englandi, og Vlastimil Jansa, Tékklandi, 5Vz v. 5. Steffen Pedersen, Danmörku, 5 v. 6. Christopher Ward, Englandi, AVz v. 7. -8. Andrew Kinsman, Englandi, og Tim Wall, Englandi, 3'A v. 9. Eugene Martinovsky, Bandaríkjun- um, 2Vz v. 10. Richard Dinely, Wales, 2 v. Þröstur byrjaði vel á mótinu með laglegum sigri á enska al- þjóðameistaranum Andrew Kinsman: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Andrew Kinsman Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - c5 5. Bd2 - Re7 6. dxc5 - 0-0 7. Dg4 - Rbc6 8. 0-0-0 - Bxc5 9. Rf3 - Rg6 10. Dh5 - Bd7 11. Rg5!? Hvítur tapar tíma á þessum Ieik, því riddarinn er strax hrak- inn til baka, en tilgangurinn er einmitt sá að fá svart til að veikja kóngsvænginn. 11. - h6 12. Rf3 - Be8 13. Bd3 Nú vofír biskupsfórn á h6 yfir svarti, svo hann tekur af skarið: 13. - f5 14. exf6 - Hxf6 Ekki gekk 14. - Dxf6? vegna 15. Rxd5! - exd5 16. Dxd5+ - Bf7 17. Dxc5 og hvítur vinnur peð. 15. Dh3 - Rb4 16. Be3 - Rxd3+ 17. Hxd3 - Bd6 18. Kbl - Bd7 19. Dh5 - De8 20. Hhdl - Df7? Staðan var nokkum veginn í jafnvægi, en með þessum eðlilega leik gefur svartur kost á glæsi- legu svari sem tryggir Þresti vinningsstöðu: 21. Re4!! - dxe4 22. Hxd6 - Hf5 Eða 22. - exf3 23. Hxd7 - Re7 24. Dc5 og vinnur 23. Rg5! - hxg5 24. Hxd7 - Df6 25. Bd4 - e5 26. Be3 - Rf4 27. Dg4 - Hc8 28. g3 - Rg2 29. Dxe4 - Rxe3 30. fxe3 - Hf2 31. Hcl - Hxh2 32. Dxb7 - Hhxc2? Svartur reynir að snúa á Þröst með fléttu, en yfirsést mikilvægur millileikur: 33. Dd5+! - Kf8 34. Hxc2 og svartur gafst upp. Kasparov-Kramnik 12-12 Hraðskákeinvígi tveggja stiga- hæstu skákmanna í heimi lyktaði með jafntefli, 12-12, í Moskvu um helgina. Hægt var að íylgjast með því beint á alnetinu í gegnum Intemet Chess Club (ICC). Ka- sparov fór af stað með látum í ein- víginu og eftir fjórar fyrstu skák- irnar var staðan orðin þrír vinn- ingar gegn einum og Kramnik hafði ekki tekist að vinna skák. Þá urðu hins vegar algjör umskipti og Kramnik fékk 3!/2 vinning í næstu fjómm skákum. Staðan var þannig orðin 4'/2-3'/2 Kramnik í vil eftir átta skákir. Kasparov náði ekki að kpmast yfir í einvíginu eftir það. I lok fyrri dagsins var staðan &ÁSV2 Kramnik í vil. Síðari dagurinn fór ekki vel af stað fyrir Kasparov. Með sigii í 14. skákinni jók Kramnik foryst- una í tvo vinninga og var enn með tveggja vinninga forskot eftir 19 skákir. Utlitið var því orðið frem- ur dökkt fyrir Kasparov. Þetta reyndist hins vegar síðasta sigur- skák Kramniks í einvíginu og Ka- sparov náði að bjarga sér fyrir horn á lokasprettinum með því að sigra í 20. og 22. skákinni. Tveim- ur síðustu skákunum lauk með jafntefli og lokastaðan varð því jöfn, 12 vinningar gegn 12. Skákklúbbakeppni TR Skákklúbbakeppni Taflfélags Reykjavíkur fór fram 27. nóvem- ber. Klúbbakeppnin er sveita- keppni og var hver sveit skipuð fjórum keppendum sem tefldu 7 umferðir, tvær hraðskákir í hverri umferð. Urslit urðu sem hér segir: 1. UMSE 41 vinn. af 56 mögulegum 2. Iðnskólinn A 37 v. 3. Díónýsos A 34 v. 4. B.D.T.R. 32>/2 v. 5. Liðið okkar 32*/2 v. 6. Verð að fara 32 v. 7. Forgjafarklúbburinn 30 v. 8. Smámeistararnir 29'Æ v. 9. Félag íslenskra fræða 29 v. 10. Iðnskólinn B 29 v. 11. Rokk 28+2 v. 12. Díónýsos B 28 v. 13. Fischer klúbburinn 25Vz v. 14. Jever 2014 v. 15. Úrvalsliðið l9Vz v. Sveit UMSE skipuðu: Jón Viktor Gunnarsson, Bergsteinn Einars- son, Arnar Gunnarsson og Björn Þorfinnsson. Sveit Iðnskólans skipuðu: Jón G. Viðarsson, Ingvar Asmunds- son, Sævar Bjarnason og Áskell Örn Kárason. Sveit Díónýsos skipuðu: Sigur- björn Björnsson, Páll Agnar Þór- arinsson, Magnús Örn Ulfarsson og Þröstur Arnason. Skákstjóri var Ólafur S. Ás- grímsson. J ólapakkaskákmót Hellis Taflfélagið Hellir efnir til Jóla- pakkaskákmóts þriðja árið í röð 20. desember klukkan 14. Mótið er opið öllum drengjum og stúlk- um 15 ára og yngri. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna um- hugsunartíma á mann í 4 aldurs- flokkum. Þó verða tefldar fleiri umferðir í elsta flokki. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verður happdrætti um þrjá jóla- pakka í hverjum aldursflokki fyr- ir sig. Mótið tekur um 3 klst. og fer fram í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, í Mjódd, efstu hæð. Skráning á sérstök eyðublöð sem hengd verða upp í hverjum skóla eða með tölvupósti: hell- ir@simnet.is. Skráningu lýkur 15. desember. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 250. Rilton-skákmótið Hið árlega Rilton skákmót- verður haldið í Stokkhólmi dag- ana 28. desember til 6. janúar nk. Þetta er jafnframt fjórða mótið í VISA-bikarmótaröðinni á Norð- urlöndum, en það er sú skákk- eppni sem vakið hefur mesta at- hygli þar undanfarin ár. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Líklegt er að ýmsir íslenskir skákmenn hafi hug á að taka þátt í þessu móti, en tilkynna verður þátttöku til sænska skáksambandsins fyrir 14. desember. Nánari upplýsingai- um mótið má finna á alnetssíð- unni Skák á íslandi. Slóð: www.vks.is/skak. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur ÞRIÐJUDAGINN 24. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefn- um spilum. 20 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör í hvora átt voru: NS Stefanía Sigurbjömsd. - Jóhann Stefánss. 270 Halldóra Magnúsd. - Hrólfúr Hjaltason 245 Arraann Lárusson - Kristinn Karlsson 240 «iíigurðurÁniundason-JónþórKarlsson 238 AV Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 253 Guðrún Jóhannesd. - Jón Hersir Eh'asson 249 Reynir Grétarsson - Hákon Stefánsson 230 GeirlaugMagnúsdóttir-TorfiAxelsson 223 Á þriðjudögum er pörum boðið upp á að taka þátt í Verðlaunapotti. Pör geta lagt 500 kr. í hann og efsta rið af þeim sem tóku þátt fer með pottinn heim. Þetta kvöld tóku 8 pör þátt í pottinum og rann hann allur til Guðmundar og Jens. Á þriðjudagskvöldum BR eru spil- aðir eins kvölds tvímenningai- með for- gefnum spilum. Spilaðir eru til skiptis Mitchell og Monrad Barómeter. ÁHir spilarar eru velkomnir og þeir spilarar sem eru 20 ára eða yngri spila frítt. Miðvikudaginn 25. nóvember var fyrsta kvöldið af 4 í Hraðsveita- keppni félagsins. 22 sveitum var skipt í 2 riðla. Meðalskor var 540 og efstu sveitir í hvorum riðli voru: A-riðilI Sv. Rúnar Einarsson 616 Sv. Nýherji 604 Sv. Sævar Þorbjömsson 572 Sv. Ámi Hannesson 561 Sv. Steinar Jónsson 546 B-riðill Sv. Samvinnuferðir Landsýn 591 Sv. Om jfrnþórsson 580 Sv. Dúa Ólafsdóttir 579 Sv. Leifur Aðalsteinsson 579 Sv. Ómar Olgeirsson 548 Næstu 3 kvöld fara 11 efstu sveit- irnar frá kvöldinu áður í A-riðil og hinar í B-riðil. Þá eru lögð saman stigin úr kvöldunum og skipt aftur eftir sömu reglu. Gylfi og Hermann Reykjavíkur- meistarar í tvímenningi Gylfi Baldursson og Hermann Friðriksson sigruðu með glæsibrag í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi sem haldið var sl. laugardag. Þrjá- tíu pör spiluðu Barómeter með 2 spilum á milli para. Gylfi Baldurs- son og Hermann Friðriksson unnu mótið með +163 sem jafngildir 60% skor. Þeir leiddu allt mótið og eru vel að sigrinum komnir. Lokastaðan: Gylfi Baldursson - Hermann Friðriksson +163 Ragnar Magnússon - Tryggvi Ingason +95 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson + 78 Snorri Karlsson - Aron Þorfmnsson +68 Guðm. Baldurss. - Hallgr. Hallgrímss. +67 Gísli Hafliðason - Ólafur Þór Jóhannsson +63 Ásmundur Pálsson - Jakob Kristinsson +53 MINNINGAR SÆVAR PÁLSSON + Sævar Pálsson fæddist á Suð- ureyri við Súg- andafjörð 17. janú- ar 1942. Hann lést á Landspitalanum 21. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Svanhvít Ólafsdóttir hús- móðir og Páll Frið- bertsson, útgerðar- maður og forstjóri (d. 1989). Sævar bjó hjá foreldrum sín- um á Suðureyri til ársins 1982, er hann fluttist með þeim til Reykjavíkur, að Miðleiti 7. Hann flutti á sambýlið á Há- teigsvegi 6 árið 1993. Bræður Við Sævi vorum miklir mátar. Hann breiddi alltaf út faðminn þeg- ar við hittumst og fagnaði á mjög eftirminnilegan hátt. Hann var þroskaheftur en hafði einstakan persónuleika. Hann var Iíka svo ljúfur og oftast glaður. Fyrstu fjörutíu og eitthvað árin sín átti hann sjávarþorpið Suðm-eyri sem sinn örugga stað í tilverunni. Hann þekkti fjöllin sín og sjóinn, bryggjuna og bátana og hann átti fjölskylduna sína góðu; mömmu, pabba og þrjá yngri bræður - og alla hina Súgfirðingana, vinnuna sína í Fiskiðjunni, göngutúrana. Hann kom við í verbúðunum og mötuneytinu á kvöldin til þess að fá sér spjall og kvöldhressingu. Svo var mætt í allar messur í kirkjunni. Og hann hafði sitt hlutverk í Félags- heimilinu; reif af bíómiðum, hjálpaði til við að sópa, raða stólum og taka á móti Sumargleðinni; Raggi Bjarna og Omar, það voru hans menn! (Kallaði þá samtals: Ómar, Ragnar Bjarnason). Hann átti alltaf fast sæti á öllum bíósýningum og safnaði öllum „prógrömmunum" og svo átti hann líka alla Súgfirðingana að vin- um. Allir höfðu tíma til að heilsa og spjalla dálítið - af því að fas hans og framkoma voru svo ómótstæðileg. Allir þekktu Sæva. Það voru engar greiningarstöðv- ar fyrir þroskahefta til í hans ung- dæmi - og ég held að hann hafi ekki verið skráður í opinberum gögnum sem slíkur fyrr en undir fertugt. Það voru engir stuðningsaðilar eða ráðgjafar sem komu við sögu. Þrátt fyrir það tel ég að Svanhvíti tengda- móður minni hafi tekist framúr- skarandi vel við uppeldi hans og Sævi varð að þeim einstaklingi sem var mjög eftirtektarverður fyrir svo margt. Það voru mikil viðbrigði fyrir hann að flytjast ásamt foreldrum sínum frá Suðureyri til Reykjavíkur skömmu eftir fertugt. Þau fluttu að Miðleiti 7 - en þar hafði hann ekki það mikla frelsi og þann fasta sjón- deildarhring sem hann átti í fjöllun- um og mannlífinu heima í Súganda- firði. Þrátt fyrir það hafði hann ótrúlega mikla aðlögunarhæfileika og í hönd fór tími þar sem hann reyndi vissulega margt nýtt sem gerði honum gott - og þroskaði hann enn meira. Sævi fékk vinnu í „bíóinu“. Þar var hann fljótur að stækka vinahóp- inn sinn; stelpurnar á skrifstofunni, starfsfólkið og hljóðfæraleikaramir í Sinfóníunni (sem hann kallaði aldrei annað en Tónleikana), smið- irnir, starfsfólkið í Landsbankanum og allir hinir. Og alltaf þegar Berti bróðir fór til útlanda fékk Sævi það ábyrgðarmikla hlutverk að passa bíóið - sem hann gerði með glöðu geði. Hann fékkst samt aldrei til þess að fara upp í strætisvagn. Ekki til að tala um! Eftir að pabbi hans dó fórum við í fjölskyldunni að hugleiða nýjan samastað fyrir hann. Við fengum vil- yrði fyrir að hann kæmist að á sam- býli fyrir þroskahefta og einn góðan veðurdag stóðum við frammi fyrir því að kynna honum sambýlið á Há- teigsvegi 6. Og viti menn! Við, sem höfðum kviðið svo fyrir - fundum að Sævars eru: Gylfi Pálsson (hálfbróð- ir), Gunnar Páls- son, sambýliskona hans Hafdís Pálma- dóttir, Friðbert Pálsson, eiginkona Margrét Theodórs- dóttir, og Leó Páls- son, eiginkona Ing- unn Margrét Þor- leifsdóttir. Sævar starfaði við Fiskiðjuna Freyju meðan hann bjó á Suðureyri. Síðustu árin vann hann í Háskólabíói. Utför Sævars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hann varð fullur eftirvæntingar. Síð- an hófst nýr og spennandi kafli í lífi hans: Nýtt herbergi, nýir vinir - og meira sjálfstæði. Hann steig síðan stórt skref þegar hann Iærði á strætó með aðstoð starfsfólksins á sambýlinu. Eftir það varð „Fjarkinn“ hans farartæki og varð: „Bjarkinn minn“ (af því að hann var stundum dálítið hljóðvilltur). Hann varð afar stoltur af þessari nýju getu - og í hvert skipti sem við hitt- umst sagði hann mér frá Fjarkanum sem færi alltaf fram hjá skólanum mínum við Tjömina. Hann eignaðist líka strætóbílstjóra að vini; Andra Bachman, sem er einnig tónlistar- maður. Andri sagði okkur að þegar þannig hittist á að þeir voru einir í strætó, þá var hækkað í útvarpinu og þeir sungu hástöfum saman. Og honum hefur liðið vel á Há- teigsveginum. Þar tókst hann á við mörg ný hlutverk í tilverunni og í fyi-sta skipti á ævinni fór hann í sumarfrí án fjölskyldunnar. Fyrst var stefnan tekin á Færeyjar. Hann skemmti sér svo sannarlega vel. Myndirnar úr ferðinni og ferðasag- an bera þess vott. Til dæmis þegar hann fór í gönguferð ásamt fleirum og kom að girðingu þar sem voru nokkrir kalkúnar. Þá tók minn mað- ur virðulega ofan húfuna sína, hneigði sig djúpt og ávarpaði einn kalúninn þannig: „Ert þú líka Fær- eyingur?" Hann var nefnilega líka mikill húmoristi. Sævi var afar barngóður - og hændi hvert bræðrabarnanna sinna að sér með sínu lagi. Svo var hann svo skemmtilegur. Við í fjölskyld- unni hans höfum notið þess að hafa hann með okkur í flestu því sem fjölskyldan hefur tekið sér fyrir hendur. Það var bráðskemmtilegt að hafa hann með sér í bíltúrum, matarboðum, leikhúsferðum, af- mælum, Súgfirðingamótum, vestur- ferðum, útilegum, þorrablótum og þannig mætti lengi telja. Minn alltaf til í að koma með! Og síðastliðið sumar fór hann í fyrsta sinn með okkur Friðbert og mömmu sinni „til útlanda", eins og hann sagði og taldi Færeyjar ekki með. Það er með eft- irminnilegri ferðum. Við vorum í góðum gír saman. Svo kom sumarbústaðurinn okkar Berta til sögunnar fyrir fjórum- fimm árum. Sævi hefur verið okkar bústaðarfari og skemmtari í flestum ferðum þangað síðan, jafnt að sumri sem vetri. Á leiðinni höfum við alltaf haft sérstaka athöfn í bílnum, þ.e. að klappa þegar við sjáum Borgarnes. Honum fannst einnig tilheyra að koma við í sjoppunni á laugardögum og kaupa lottómiða. Aldrei neinn vinningur, en alltaf jafn gaman. Og svo þótti mínum toppurinn að fá sér hressingu á kvöldin og bæta oft og rækilega í arininn. Honum þótti einnig mjög skemmtilegt þegar gesti bar að garði, ekki síst ef það voru Ingigerður og Atli, vinir okkar. Þá var Sævi hrókur alls fagnaðar, eins og reyndar alltaf. Það verður tómlegt að fara næst - án hans. Mér finnst ég heppin að hafa átt Sæva að góðum vini og mági. Kynni mín af honum hafa verið lærdóms- rík og mjög gefandi. Sú reynsla er bundin í mörgum og djúpum tilfinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.