Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MINNINGAR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og iangafi, HELGI HANNESSON kennari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands, Stigahlíð 30, Reykjavík, andaðist á Sólvangi mánudaginn 30. nóvember sl. Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, Hanna Ragnheiður Helgadóttir, Helgi Þór Helgason, Erla Margrét Helgadóttir, Haukur Helgason, Anna Þórunn Halldórsdóttir, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Garðar Halldórsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR S. LÁRUSSON, Krummahólum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. nóvem- ber. Guðrún Ólafsdóttir, Steinar Stefánsson, Óli Svavar Ólafsson, Margrét Ragnarsdóttir, Hafþór Ólafsson og barnabörn. + BJARNI JÓHANN GUÐMUNDSSON, Kleppsvegi 34, lést á heimili sínu laugardaginn 28. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Árni Jón Baldursson, Jófríður Guðjónsdóttir, Baldur Guðjón Árnason, Bjarni Jóhann Árnason, Bjarki Þór Árnason. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR PÁLSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. nóvember. Valtýr Grímsson, Auður Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. -» + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI KRISTINN BJARNASON fyrrv. hæstaréttardómari, Einimel 18, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. desember kl. 13.30. Ólöf Pálsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Torfi Magnússon, Auður Bjarnadóttir, Hákon Leífsson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Einar Scheving, Magnús Þór Torfason, Bjarni Kristinn Torfason, Ólafur Páll Torfason, Hlynur Helgi Hallgrímsson, Inga Huld Hákonardóttir. BRYNDÍS SIG URÐARDÓTTIR + Bryndis Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1911. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þuríður Pétursdótt- ir frá Brúsastöðum í Þingvallasveit og Sigurður Arnason vélstjóri frá Vestur- Botni í Patreksfirði. Þau bjuggu lengst af á Bergi við Suð- urlandsbraut í Reykjavík og var Bryndís íjórða í röðinni af 15 börnum þeirra. Systkini Bryndísar eru: Ingveldur, f. 1905, d. 1994; Ingi- björg, f. 1907, d. 1992; Helga, f. 1909, d. 1985; Elísabet, f. 1912; Árni, f. 1915; Þuríður, f. 1917, d. 1994; Emilía, f. 1917, d. 1987; Pétur, f. 1918, d. 1990; Erlend- ur, f. 1919; Sigurður, f. 1921; Haraldur Örn, f. 1924; Valur, f. 1925; María, f. 1928; Bergljót, f. 1931. Hinn 28. júlí 1933 giftist Bryndís Gísla Hannessyni, yfir- verkstjóra og deildarstjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 24. júní 1909, d. 28. janúar 1996. Foreldrar lians voru hjónin Ólafía Sigríður Einarsdóttir og Hannes Stígsson. Börn Bryndísar og Gísla eru: 1) Elísa- bet Erla, f. 15. apríl 1934, gift Braga Jó- hannessyni og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Þuríður Hanna, f. 5. maí 1942, gift Guð- jóni Tómassyni og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Sigurður Örn Gíslason, f. 26. júní 1944, var kvæntur Svölu Lárusdóttur og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. Núverandi eigin- kona hans er Margrét Margrét- ardóttir. Bryndís og Gísli bjuggu í Reykjavík til ársins 1973, en þá fiuttust þau í Garða- bæ. Síðasta árið dvaldi Bryndís á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bryndís lærði hárgreiðslu á hárgreiðslustofunni Ondúlu og aflaði sér auk þess framhalds- menntunar í Kaupmannahöfn. Meistararéttindi fékk hún 1940. Hún vann lengi við iðn sína á Ondúlu, og síðar á hárgreiðslu- stofunni Evu sem hún rak í nokkur ár. Utför Bryndísar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Bryndís Sigurðardóttir tengda- móðir mín er látin 87 ára að aldri. Hún kvaddi með þeim hætti er hún hafði oft í seinni tíð látið í ljós að hún óskaði sér. Hún vaknaði snemma að morgni 19. nóvember, en var ekki komin á fætur, þegar hún leið út af og var látin. Þótt heilsa hennar hafi verið farin að gefa sig síðustu árin, þrekið orðið lítið og sjónin léleg, var hún í raun aldrei veik, þannig að hún lægi í rúminu og kom kallið því óvænt. Hún hélt skýrri hugsun allt til loka og minnið var óskert og fylgdist hún vel með því sem var að gerast. Hún hafði mikinn áhuga á öllu er snerti hennar nánustu og þá sér- staklega yngstu afkomendurna og vildi hafa á hreinu, hvar allir væru og hvað þeir væru að fást við þá stundina. Bryndís ólst upp í stórum systkinahópi, sem jafnan er kennd- ur við Berg við Suðurlandsbraut í Reykjavík og var hún fjórða í röð- inni. Þar bjuggu foreldrar hennar í áratugi og allt til æviloka, en systur Bryndísar bjuggu þar nokkur ár eftir lát þein-a. Þar var alltaf mið- stöð fjölskyldunnar, þar til húsið varð að víkja vegna nýs skipulags hverfisins og var það rifið. Eg kom ungur inn í þessa stóru og samhentu fjölskyldu, þegar ég og Erla, eldri dóttir Bryndísar, ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sfmi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjöri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ kynntumst. Erla var elsta barna- bam foreldra Bryndísar og lítið yngi-i en yngstu systurnar. Vorum við Erla því oftast höfð með, þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Það var ný lífsreynsla fyrir mig að vera orðinn einn af þessum stóra hópi og margar mínar skemmtilegustu minningar frá þeim árum eru tengdar samkomum fjölskyldunnar á Bergi. Þá var jafnan mikið sung- ið, en öll systkinin höfðu góða söng- rödd og yndi af að syngja saman. Sérstaklega er minnisstæður söng- ur Péturs bróður Bryndísar, en hann hafði einstaklega fallega og þróttmikla barítonrödd, sem alltaf hljómaði við slík tækifæri. Bryndís giftist ung Gísla Hann- essyni rafvirkja, sem lengi starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lengst sem yfirverkstjóri og deild- arstjóri framkvæmdadeildar. Hjónaband þeiira var langt og mjög farsælt allt til æviloka Gísla fyrii- tæpum þremur árum. Þau voru ákaflega samhent hjón og samband þeirra náið og innilegt, þótt þau væru ólík að mörgu leyti, Gísli mikill atorkumaður, ákafur í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, en Bryndís hægari í framkomu, þótt hún væri ákveðin í skoðunum og dugmikil. Dugnaður hennar og vilji komu skýrt fram þegar hún ung að árum hafði lokið námi í hár- greiðslu, en langaði til að mennta 9* £ % / Pegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn sig meira í faginu. Þótt hún hefði lítil fjárráð ákvað hún að komast til Kaupmannahafnar og fullnuma sig í faginu með því að læra svokallað „permanent“, sem var það nýjasta í hárgreiðslutækninni, en það var ekki kennt á Islandi. Gekk hún þá á fund bankastjóra til að fá lán til far- arinnar, en ekki var skilningur hans mikill á þessu og sagðist ekki lána henni í svona óþarfa „pjatt“. Ekki gekk að fá lán fyrr en faðir hennar talaði við annan banka- stjóra, sem var skilningsríkari, og komst Bryndís til Kaupmannahafn- ar og lauk sínu sérnámi. Hún starf- aði á hárgreiðslustofu þar til börn- unum fór að fjölga, en eftir það vora húsmóðurstörfin í öndvegi hjá henni, en hárgreiðslu stundaði hún samt af og til heima hjá sér, og komu þá viðskiptavinirnir þangað. Heimili þeiixa Bryndísar og Gísla var alla tíð opið fyrir fjölskylduna, og vora börn okkar Erlu tíðir gesth- þar í lengri eða skemmri tíma, enda fundu þau fljótt að þau voru tekin sem fullgildar manneskjur þar, þótt ung væru að áram. Þau héldu áfram að venja komur sínar þangað eftir að þau urðu fullorðin og börn þeirra sóttust mikið eftir að fá að fara til langafa og langömmu, enda vora þau Bryndís og Gísli einstaklega barngóð. Nú er lokið langri ævi góðrar konu, sem alltaf hugsaði meira um sína nánustu og þá sem hún unni en sjálfa sig. Hún gerði ekki miklar kröfur til annarra og var alla tíð ánægð með það sem hún öðlaðist í lífinu. Síðustu árin, eftir að Gísli lést, vora henni samt erfið. Hún hafði alltaf hugsað sér að Gísli myndi lifa hana, og missti hún svo mikið við lát hans að lífsviljinn varð æ minni. Starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði gerði allt sem það gat til að létta henni lífið þetta ár sem hún dvaldi þar og eru því færðar þakkir fjölskyldunnar fyrir það. Eg þakka fyrir að hafa eignast Bryndísi sem tengdamóður og fengið að njóta samvista við hana í meira en 40 ár. Blessuð sé minning hennar. Bragi Jóhannesson. Ég kynntist Bryndísi Sigurðar- dóttur fyrir tæpum 30 árum þegar ég varð tengdadóttir hennar. Það var gaman að kynnast þeim Gísla og Bryndísi, þau voru svo yndislega samhent hjón að fleiri mættu þar eftir líkja. Það sem einkenndi heim- ili þein-a fyrst og fremst var frábær snyi-timennska og hún var svo sannarlega Bryndísi í blóð borin. Til hinstu stundar var hún alltaf vel til höfð og bar fallega skartgiápi. Þeir sem alast upp á stóru heimili bera þess oft merki. Bryndís ólst upp í Reykjavík og vora þau systk- inin 15 talsins. Þetta var menning- arheimili þar sem margir komu, listh- og menning í hávegum höfð og félagslyndi öllum meðfætt. Hús- ið þeirra hét Berg og hún hafði gaman af að segja frá því sem á dagana hafði drifið í bernsku. í síð- asta skipti er við sáumst talaði hún Blámastofu WHL. Irtúfmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík ♦ Sími 5531099 Opið ðll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skveytingar fyrir öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.