Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
LANDIÐ
Málefni atvinnulausra
Grunnskólamót á Norðurlandi vestra
Strákarnir frá Blöndu-
ósi og stelpurnar frá
Siglufirði sigruðu
Blönduösi
NEMENDUR grunnskólanna á
Norðurlandi vestra héldu sitt.
árlega knattspyrnumót á dög-
unum í íþróttahúsinu á Blönd-
uósi. Flestir skólar á svæðinu
sendu Iið til keppni og eftir
margan svitadropann stóðu
stúlkurnar í Grunnskóla Siglu-
fjarðar og piltarnir í grunnskól-
anum á Blönduósi uppi sem sig-
urvegarar. Siglfirsku stúlkurn-
ar sigruðu skólasystur sínar frá
Siglufirði í úrslitaleik með einu
marki gegn engu. Skólapiltarnir
frá Blönduósi signiðu siglfírsku
piltana í framlengdum úrslita-
leik með tveimur mörkum gegn
einu.
Á FUNDI stjórnar- og tnínaðar-
mannaráðs Verkalýðsfélags Húsa-
víkur miðvikudaginn 25. nóvember
sl. voru málefni atvinnulausra til
umræðu. Megn óánægja kom fram
hjá fundarmönnum með fram-
kvæmd vinnumiðlunar á félags-
svæðinu og voru menn sammála um
að þjónusta við atvinnulausa væri
langt frá að vera viðunandi eftir að
þjónusta var að mestu leyti færð frá
Húsavík til Akureyrar.
Fundarmenn töldu eðlilegt að
Vinnumálastofnun stæði við gefin
loforð um að ráðgjafi fyrir atvinnu-
lausa hafi aðsetur á Húsavík. Það er
ekki bara að félagsmenn í
Verkalýðsfélagi Húsavíkur séu
óánægðir með þær breytingar sem
gerðar voru fyrr á þessu ári
varðandi þjónustu við atvinnulausa
heldur hafa bæði sveitarstjórnir og
atvinnurekendur á svæðinu lýst yfir
megnrí óánægju með breytt fyrir-
komulag vinnumiðlunar.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Verkalýðsfélags Húsavíkur taldi
ástæðu til að álykta um málið:
„Verkalýðsfélag Húsavíkur ítrek-
ar fyrri kröfu sína um að þegar í
stað verði ráðinn ráðgjafi í tengsl-
um við Svæðisvinnumiðlunina á Ak-
ureyri með aðsetur á Húsavík.
Ráðgjafanum verði ætlað að sinna
atvinnulausum í Þingeyjarsýslum.
Allt frá því að starfsemi
vinnumiðlunar færðist frá sveit-
arfélögum yfir til ríkisins hefur
þjónusta við atvinnulausa á félags-
svæði Verkalýðsfélags Húsavíkur
versnað til muna.
Verkalýðsfélag Húsavíkur telur
mjög brýnt að taka á málefnum at-
vinnulausra á svæðinu ekki síst þar
sem atvinnuleysi hefur verið viðvar-
andi í Þingeyjarsýslum í áratug og
fylgja þar með eftir lögum vinnu-
markaðsaðgerðir nr. 13/1997. Um
þessar mundir eru um 70 til 80
manns atvinnulausir á félagssvæði
stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum
og því miður eru horfur á að atvinn-
uástand fari versnandi á næstu
mánuðum."
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
SIGURVEGARAR í knattspyrnumóti grunnskólanna á Norðurlandi vestra. Siglfirskar stúlkur og piltar frá
Blönduósi í sigurvímu.
Gangmál
anna sam-
ræmd
Vaðbrekka, Jökuldal - Fjárrækt-
arfélög á Norður-Héraði gangast
fyrir á þessum dögum að sam-
ræma gangmál áa hjá bændum í
félögunum. Þetta er gert til að
hægt sé að stunda markvissari
kynbætur á suðfjárstofninum hjá
félagsmönnum. Vegna þess að
þegar notað er ferskt sæði frá
sæðingastöðvunum eru ekki alltaf
bestu ær stofnsins blæsma og
sæðið má ekki verða eldra en tutt-
ugu klukkustunda. Með því að
taka bestu einstöku ærnar úr
stofni hvers bónda og samræma
gangmál þeirra svo þær beiði all-
ar sama daginn, þarf ekki nema
eina ferð með sæðið og það skap-
ar mikið hagræði, og er reyndar
forsenda markvissra kynbóta.
Gangmál ánna eru samræmd
þannig að bændur taka úr stofni
sínum oft tíu til fimmtán bestu
ærnar, fósturlífsvakavættum
svampi er komið fyrir í skeið
ánna, og hann hafður þar um það
bil fjórtán daga. Þá eru svamp-
arnir teknir úr og tveim dögum
seinna beiða allar þær rollur sem
svampar voru settir í.
Einnig færist í vöxt að bændm-
sem hafa fáar kindur láti sam-
ræma gangmál allra áa hjá sér og
haldi þeim síðan undir sína hrúta
en noti samræmingu gangmáls til
að stytta hjá sér sauðburðinn, sem
gengur yfir á tæplega viku þegar
ánum er öllum haídið sama daginn.
Nýr snjóblásari á
Siglufj arðarflugvöll
STARFSMENN Siglufjarðai-flug-
vallar fá nýjan snjóblásara um
áramót til að annast snjóruðning.
Flugvöllur bæjarins lokaðist dögum
saman í áhlaupi í haust þegar vél
gamla snjóblásarans bræddi úr sér.
Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
keyptur hefði verið nýuppgerður
snjóblásari frá Bandaríkjunum.
Þorgeir sagði að mörg snjóruðn-
ingstæki við ílugvelli úti á landi
væru komin til ára sinna og verið
væri að endurnýja þau. Mikilvægt
sé einnig að eiga varatæki, sem
sinnt geta ruðningi, þegar bilun
verður.
Hann sagði að sums staðar á
landinu væru ruðningstæki Vega-
gerðarinnar og verktaka nýtt á
flugvöllum, ef svo ber undir, og á
Isafirði gegni ruðningstæki Flug-
málastjórnar jafnframt því hlut-
verki að ryðja vegi.
Dilbert á Netinu ^mbl.is
ALLTj*f= 677T//UM£7 /VÝTl
Fellahrepp-
ur leigir
tölvubúnað
TÖLVUSMIÐJAN ehf., Austur-
landi, gerði nýlega samning við
Fellahrepp, vegna grunnskólans,
hreppsskrifstofunnar og leikskól-
ans, um leigu á tölvubúnaði til
þriggja ára. Uin svonefnda
rekstrarleigu er að ræða.
Með samningi þessum tók
Fellahreppur á leigu á annan tug
tölva. Samhliða rekstrarleigu-
samningnum gerðu aðilarnir með
sér þjónustusamning sem eykur
mjög skipulegt eftirlit með tölvu-
búnaðinum, afritun og öðrum
öryggisþáttum.
Tölvusmiðjan ehf. varð til í
sumar við samruna tveggja
tölvufyrirtækja á Egilsstöðum og
í Neskaupstað. Fyrirtækinu er
skipt í tvær deildir, söludeild og
þjónustudeild.
EYJÓLFUR Valgarðsson, oddviti sveitarstjórnar Fellahrepps og Hilm-
ar Gunnlaugsson, sljórnarformaður Tölvusmiðjunnar ehf., handsala
hér samninginn um rekstrarleigu, uppsetingu netkerfis og þjónustu.
Fyrirtæki, stofnanir og samtök
Leggið verkefni inn í
Fáið sérhæfða námsmenn
til að vinna lokaverkefni hjá ykkur
Erum einnig meö nemendur á skrá
í leit aö jólavinnu, hlutastörfum og verkefnum
ATVIN N U MIÐSTÖÐIN
Stúdentahelmilinu v/Hringbraut
Sfmi: 5 700 888
www.fs.is/atvinna
Nýr flygill vígður
á Húsavík
Húsavík - Tónlistarskólinn á Húsa-
vík hefur fengið nýjan Kawai-flygil
með 212 cm langri hörpu. Gerrit
Schuil píanóleikari vígði hljóðfærið
um síðustu helgi með flutningi
nokkura píanóverka.
Á tónleikunum fluttu þau Schuil
og Ingveldur Ýr Jónsdóttir tón-
leikadagskrá sem þau fluttu í sumar
í Iðnó og kölluðu „Söngleik".
Hljómleikadagskráin innihélt lög úr
sívinsælum söngleikjum eins og
þeir gerast bestir, sem sé Söngva-
seið, „Show Boat“, „My Fair Lady“
o.fl. ásamt lögum eftir George Gers-
hwin og Kurt Weill.
Tónleikarnir voru vel sóttir og
góður rómur var gerður að flutningi
listamannana. Flygillinn virtist
hljóma vel og nú er til boðlegt
hljóðfæri á Húsavík fyrir hvaða list-
mann sem er.
Það voru fyrirtæki og félagasam-
tök í bænum sem studdu Tónlistar-
skólann til kaupa á þessu nýja
hljóðfæri og til ráðgjafar hafði skól-
inn píanóleikarana Þorstein Gauta
Sigurðssón og Gerrit Schuil.