Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 96
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: ItlTSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Útsvar hækkar í Reykjavík um 0,75%
Færir borgarsjóði tæpan
- milljarð króna á ári
SAMÞYKKT var á aukafundi borg-
arstjómar Reykjavíkur í gærkvöld
að hækka útsvarshlutfall á næsta
ári í 11,99% úr 11,24%. Er gert ráð
fyrir að þetta færi borgarsjóði um
970 miiljónir króna á ári. Einnig var
samþykkt tillaga meirihlutans um
að eigið fé hins nýja orkufyrirtækis
verði fært niður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri mælti fyrir þessum
ráðstöfunum í ýtarlegri ræðu. Hún
sagði þrennt vinnast með þeim.
„Borgarsjóður verður rekinn án
halla, skuldir borgarsjóðs munu
Rékka og nauðsynlegum verkefnum
og þjónustu við borgarbúa verður
sinnt hér efth- sem hingað til.“
Borgarstjóri sagði verkefnum
hafa verið forgangsraðað í þeirri
fjárhagsáætlun sem nú lægi fyrir og
að hugmyndin væri að leggja fram
fljótlega eftir næstu áramót hug-
myndir um forgangsröðun út kjör-
tímabilið.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gagnrýndu tillögur meiri-
hlutans og töluðu um svik við kjós-
endur aðeins sex mánuðum eftir
kosningar. „Þrátt fyrir stórauknar
skatttekjur borgarinnar og veru-
lega hærri arðgreiðslur fyrirtækja
til borgarsjóðs getur meirihlutinn
ekki látið enda ná saman og verður
að loka fjárhagsáætlun með gríðar-
legum útsvarshækkunum á borgar-
búa,“ segir í bókun sjálfstæðis-
manna. „Jafnframt hefur verið
ákveðið með stofnun nýs orkufyrir-
tækis að skuldsetja fjrirtækið um
marga milljarða króna og setja þá
peninga inn í borgarsjóð til að
standa undir eyðslustefnu borgar-
innar og þeim skuldum sem hún
hefur leitt af sér.“
Hækkun í Vestmannaeyjum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hef-
ur samþykkt að hækka útsvarspró-
sentu um 0,7%, úr 11,24% í 11,94%,
að því er fram kom við umræður í
borgarstjórn í gærkvöldi.
■ Tekjur borgarsjóðs/12-15
Borgin
sveipuð
ljósadýrð
JÓLALJÓSIN setja nú óðum
svip sinn á höfuðborgina ásamt
öðrum skreytingum sem til-
heyra jólahátíðinni sem nálg-
ast, en í svartasta skammdeg-
inu og dimmviðrinu sem verið
hefur undanfarna daga varpar
ljósadýrðin kærkominni bii-tu á
mannlífíð. Fyrirtæki og stofn-
anir láta ekki sitt eftir liggja
við að skrýða borgina jólaljós-
um. Mest er um dýrðir við
verslanamiðstöðvar og helstu
verslunargötur.Við Austurvöll
var verið að koma ljósaseríu
fyrir á húsi Landssímans þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins
átti leið þar um fyrir helgina.
Fay Weldon
Sjálfstætt
fólk bók
20. aldar
BRESKI rithöfundurinn Fay Weld-
on telur Sjálfstætt fólk eftir Halldór
Laxness vera bestu bókina sem skrif-
uð hefur verið á þessari öld. Weldon
er ein fjölmargra sem breska blaðið
Independent fékk til að velja bestu
bókina. Segir hún mai’gar ástæðui-
fyrir vali sínu, m.a. þá að Sjálfstætt
fólk minni sig á söguleg rússnesk
skáldverk frá síðustu öld.
Weldon gerh- grein fyrir höfundin-
um og segir þá ma.: „... ljóðskáld
sem skrifar út á enda hverrar línu,
hugsjónamann sem leyfir söguþráð,
hann hefur yfirsýn Tolstojs, fléttar
kímninni saman við líkt og Evelyn
Waugh; það verður ekki hjá því kom-
ist að heillast. Þetta er alvöruefni.“
■ Bók aldarinnar/B3
Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna
Samfylking tapar 6% fylgi
FYLGI Samfylkingar jafnaðarmanna minnkar
úr 22,3% í 16% samkvæmt nýrri skoðanakönnun,
sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur
gert fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Fylgi Frjálslyndra mælist 2,8% og er óvíst
um hlutföll milli Frjálslynda flokksins og Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins. Fylgi vinstraframboðs-
ins, mælist 3,7%.
Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, sögð-
~ ust 44,8% kjósa Sjálfstæðisflokkinn. í síðustu
skoðanakönnun sögðust 42,9% kjósa flokkinn en
fylgi hans í kosningunum í apríl 1995 var 37,1%.
19,7% svarenda kváðust mundu kjósa Fram-
sóknarflokkinn. Fylgi flokksins mældist 20,1% í
síðustu könnun en kjörfylgi hans var 23,3% í síð-
ustu alþingiskosningum.
^ 16,0% kváðust mundu kjósa Samfylkingu jafn-
-^iarmanna. Fylgistap Samfylkingarinnar er
Vinstraframboð
stærra en Frjálslyndir
6,3% frá síðustu könnun, þegar 22,3% nefndu
þann kost.
Fleiri nefna hins vegar Alþýðubandalagið en í
síðustu könnun. Þá kvaðst 3,1% kjósa Alþýðu-
bandalagið en 6,5% þátttakenda nefndu flokkinn
nú.
Lítil breyting varð á fjölda þeirra sem nefndu
Alþýðuflokkinn. 4,5% segjast kjósa hann nú en
4,1% í könnuninni í september.
3,7% svarenda nefndu vinstraframboðið, sem
kennt hefur verið við Steingrím J. Sigfússon. í
síðustu könnun nefndu 3,1% þann kost.
2,8% nefndu Frjálslynda en 3,3% í september.
í greinargerð með könnuninni segir að hún hafi
verið langt komin þegai- til klofnings kom með
Frjálslyndum og Frjálslyndum lýðræðissinnum.
Ekki sé hægt að aðgreina fylgi þessara tveggja
flokka.
0,9% þátttakenda í könnuninni nefndu
Kvennalista. 0,6% nefndu Kvennalistann í síð-
ustu könnun.
Fram kemur að sé fylgi þessara stjórnarand-
stöðuflokka slegið saman við fylgi samfylkingar-
innar fái hún 27,9% en 31,6% ef fylgi vinstra-
framboðsins er lagt þar við. Frá síðustu kosning-
um hefur fylgi þessara flokka, ásamt Þjóðvaka,
minnkað um 6%.
Könnunin var gerð með símaviðtölum frá
21.-28. nóvember meðal 1.500 manna úrtaks, á
aldrinum 18-75 ára, sem valið var af handahófi
úr þjóðskrá. Svör fengust frá 1.053, eða 70,2%.
Morgunblaðið/Ásdís
■ Hægt að búa tiI/49
Margrét Guðnadóttir hefur búið
til bðluefni gegn visnu
Getur gagnast í
baráttu við eyðni
visnu/mæðiveiki í sauðfé, sem er
skæður sjúkdómur og veldur miklu
tjóni á meginlandi Evrópu.
„Eyðniveiran er mjög lík veirunni
sem veldur mæðiveiki og visnu. Þær
tilheyra allar sama veiruflokknum og
eru með erfðaefni sem er að stónim
hluta eins. Sjúkdómsmyndin í kind-
um og í fólki er ekkert ósvipuð. Það
líður langur tími frá því viðkomandi
smitast þangað til hann verður veik-
ur. Ef það er hægt að bólusetja fyiir
annarri veikinni myndi ég halda að
það sama ætti við um hina,“ sagði
Margrét. „Það sem ég hef reynt að
gera er að spyrja að því hvort það sé
hægt að bólusetja með hefðbundnum
aðferðum gegn svona sjúkdómi. Mitt
svar er já.“
I tOraun Margrétar voru notaðir
nokki-ir tvflembingar. Annað parið
var bólusett, en hitt ekki. Síðan var
féð sett saman við sýkta hjörð. Að
fjórum árum liðnum voru allar
óbólusettu kindurnar sýktar, en að-
eins tvær bólusettar. Þrjár bólusett-
ar voru algerlega ósýktar.
MARGRÉT Guðnadóttir prófessor
segir að tilraunir sem hún gerði með
bólusetningu gegn visnu í sauðfé
sýni að það sé hægt að búa til bólu-
efni gegn hæggengnum veirusjúk-
dómi eins og eyðni. Bóluefni, sem
hún bjó til, gefur tilefni til að ætla að
komin sé fram öflug vörn gegn
Dounreay
brátt lokað
DOUNRE AY-endurvinnslu-
stöðinni í Norður-Skotlandi
verður lokað snemma á næstu
öld. Þrátt fyrir að endur-
vinnslu geislavirkra efna verði
hætt í Dounreay mun það ekki
minnka verulega það magn
sem Bretar losa árlega af
geislavirkum efnum í hafið.
Að sögn dr. George Hunter,
deildarstjóra í skosku um-
hverfismálastofnuninni, er um-
fang Dounreay-stöðvarinnar
mun minna en umfang endur-
vinnslustöðvarinnar í Sellafield
og segir hann að það magn
geislavirks úrgangs sem losað
er í hafið frá Dounreay sé
hverfandi miðað við það magn
sem losað er frá Sellafield.
■ Dounreay-stöðin/18