Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Sellómergð
YFIR 1.000 sellóleikarar frá sjö
þjóðlöndum komu saman í Kobe í
Japan um helgina til að leika á
góðgerðartónleikum til að safna
fé til uppbyggingar borgarinnar
eftir jarðskjálftann mikla 1995.
Talið er að aldrei hafi jafnmargir
sellóleikarar verið samankomnir
á einum stað. Hugmyndina að
tónleikunum áttu sellóleikararnir
Takumi Matsumoto frá Kobe og
Rudolf Weinsheimer, sem lék
lengi meðBerlínarfílhar-
móniunni. Auk heimamanna
komu frain 1.013 sellóleikarar frá
Þýskalandi, Bandaríkjunum,
Sviss, Irlandi, Bretlandi, Brasilíu
og Kína.
Tveir kórar
í Selfoss-
kirkju
Selfoss. Morgunblaðið.
Unglingakór Selfosskirkju kom
fram á tónleikum í Selfosskirkju
24. nóvember síðastliðinn ásamt
Vörðukórnum sem að stofni til er
skipaður fólki úr uppsveitum Ar-
nessýslu. Kóramir eiga það sam-
eiginlegt að kirkja er þeirra tón-
listarhús en Skálholtskirkja býður
upp á mjög góðan hljómburð, líkt
og Selfosskirkja.
Einsöngvari Vörðukórsins var,
Björg Jónsdóttir. Margrét Bóas-
dóttir stjórnaði báðum kórunum á
tónleikunum sem höfðu á sér fágað
og agað yfirbragð.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
UNGLINGAKÓR Selfosskirkju á tónleikunum 24. nóvember.
Tímarit
• TÍMARIT Máls og menningar,
4. hefti 1998 er komið út.
I þessu hefti eru birt ljóð eftir
Matthías Johannessen, Arthúr
Björgvin Bollason, Stefán Snævarr,
Jón Egil Bergþórsson og Þorlák
Karlsson og sögur eftir Elísabetu
K. Jökulsdóttur og Guðberg Bergs-
son. Birtar eru tvær ljóðaþýðingar í
heftinu: þýðing Ingibjargar Har-
aldsdóttur á ljóðinu „Sálumessa"
eftir rússnesku skáldkonuna Onnu
Akhmatovu og þýðing Sigurðar Ing-
ólfssonar á tveimur ljóðum eftir
franska skáldið Jaeques Prévert.
Tímaritið birtir nýtt viðtal við
portúgalska rithöfundinn José Sara-
mago, Nóbelsverðaunahafann í bók-
menntum í ár, en hann tekur við
verðlaununum í Stokkhólmi hinn 10.
desember nk. Þorsteinn Þorsteins-
son ritar grein um þýska rithöfund-
inn Bertolt Brecht; Gyi'ðir Elíasson
ritar grein um rithöfundinn Guð-
mund Frímann og Kjartan Árnason
fjallar um skáldskap Jóhanns
Hjálmarssonar. Ennfremur dregur
Jón Viðar Jónsson upp mynd af leik-
húslífmu í Reykjavík um miðjan
fjórða áratuginn í grein um danska
leikstjórann Gunnar R. Hansen.
Loks er í tímaritinu að finna
ádrepuna „Leiðinlegt er myrkrið"
eftir Kristján Kristjánsson, próf-
sessor í heimspeki við Háskólann á
Akureyri, en þar svarar hann
ádrepu Þorsteins Gylfasonar, pró-
fessors í heimspeki við Háskóla ís-
lands, sem birtist í síðasta hefti
tímaritsins.
Tímarit Máls og menningar er
136 bls., unnið í Prentsmiðjunni
Odda hf. Málverk á kápu heitir Sis-
sy-terta og er eftir Þorra Hríngs-
son. Tímaritið kostar í ársáskrift
3.300 kr., auk þess sem það er selt í
lausasölu í bókaverslunum. Ritstjóri
er Friðrik Rafnsson, aðstoðarrit-
stjóri er Ingibjörg Haraldsdóttir, en
ritnefnd skipa þau Árni Bergmann,
Kristján Árnason, Pétur Gunnars-
son og Sofiía Auður Birgisdóttir.
Gítarmaður
á Snæfells-
nesi og í
Dölum
Grundarljörður. Morgunblaðið.
KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari
fór um Snæfellsnes og Dali dagana
23.-27. nóvember sl., á vegum tón-
listarátaksins „Tónlist fyrir alla“.
Kiistján kynnti hljóðfæri sitt fyrir
grunnskólanemum á Snæfellsnesi
og hélt tónleika.
Á efnisskrá tónleikanna voru
verk eftir Johann Sebastian Bach
eða fiðlusónata nr. 2 í a-moll. Þá
komu verk eftir Leo Brouwer, úr
Le Decameron Negi-o (E1 arpa de
guer). Að síðustu flutti Kristján á
klassíska gítarinn lög eftir Jón Ás-
geirsson.
Morgunblaðið/Karl
KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari í Grundarfjarðarkirkju.
Ástand í
Galleríi
Sævars
Karls
NÚ stendur yfir „ástand“ í
Galleríi Sævars Karls í
Bankastræti.
I fréttatilkynningu segir að
samvera ástandsfólksins,
þeirra Steingríms Eyfjörð,
Guðlaugs Ki-istins Ottarsson-
ar og Margrétar Haraldsdótt-
ur Blöndal, hafi hafist í sýn-
ingunni Stöð til stöðvar í
Nýlistasafninu í september sl.
Ennfremur segir: „I sam-
verunni hafa þau skipst á að
flæða og baðast en koma upp
úr dýpinu með lungun fyllri
pg eru gestir velkomnir i kaf.
í sýningarsal Sævars Karls
verður hluti samruna þeiiTa
að amöbubana, veðrahvolfi,
bláma, teygjuhoppi, jakobs-
stiga, plastteikningum, sog-
klukku, svörtu tungli, grænu
lóni, braki, þyngdaríeysi og
háfjallalofti."
Fram til 15. desember mun
Guðlaugur Kristinn flytja
gjörning.
Sýningin er opin á verslun-
artíma.
Sýningum
lýkur
Gallerí Horn
MÁLVERKASÝNINGU
Guðrúnar Láru Halldórsdótt-
ur, Gláru, lýkur á morgun,
miðvikudag.
Sýningin er opin alla daga
kl. 11-24, en sérinngangur kl.
14-18.
Ka er öðruvísi
BRIMBORG
Faxafenl 8 • Sfml 515 7010
Nýjar hljómplötur
• FRAM í lieiðanna ró er með 21
lagi Karlakórsins Ileimis úr Skaga-
firði.
Á plötunni er úi-val vinsælla laga
og ljóða sem kórinn hefur flutt að
undanförnu, en kórinn var stofnaður
27. desember árið 1927. Á plötunni
eru m.a. lögin: Fram í heiðanna ró,
Vorsól, Dúddi í Skörðugili, Hófadyn-
ur, Mansöngur, Islands lag og Þótt
þú langförull.
Einsöngvai’ar með kórnum eru
bræðurnii- Pétur, Sigfús og Óskar
Péturssynir og Einar Halldórsson.
Stjórnandi kórsins er Stefán R.
Gíslason. Undirleikarar eru Thomas
Higgerson, píanó; Jón St. Gíslason,
harmonika, félagar úr Sinfóníu-
hljómsveit Islands.
Utgefandi er Karlakórinn Heimir
og er þetta er íimmta útgáfa kórs-
ins. Upptökumaður var Sigurður
Rúnar Jónsson. Ljósmynd á plötu-
umslagi er Austurdalur í Skagafirði
eftir Þorvald G. Oskarsson, aðrar
ljósmyndir eru eftir Pétur Inga
Björnsson o.fl. Verð: 1.999 kr.