Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuters Sellómergð YFIR 1.000 sellóleikarar frá sjö þjóðlöndum komu saman í Kobe í Japan um helgina til að leika á góðgerðartónleikum til að safna fé til uppbyggingar borgarinnar eftir jarðskjálftann mikla 1995. Talið er að aldrei hafi jafnmargir sellóleikarar verið samankomnir á einum stað. Hugmyndina að tónleikunum áttu sellóleikararnir Takumi Matsumoto frá Kobe og Rudolf Weinsheimer, sem lék lengi meðBerlínarfílhar- móniunni. Auk heimamanna komu frain 1.013 sellóleikarar frá Þýskalandi, Bandaríkjunum, Sviss, Irlandi, Bretlandi, Brasilíu og Kína. Tveir kórar í Selfoss- kirkju Selfoss. Morgunblaðið. Unglingakór Selfosskirkju kom fram á tónleikum í Selfosskirkju 24. nóvember síðastliðinn ásamt Vörðukórnum sem að stofni til er skipaður fólki úr uppsveitum Ar- nessýslu. Kóramir eiga það sam- eiginlegt að kirkja er þeirra tón- listarhús en Skálholtskirkja býður upp á mjög góðan hljómburð, líkt og Selfosskirkja. Einsöngvari Vörðukórsins var, Björg Jónsdóttir. Margrét Bóas- dóttir stjórnaði báðum kórunum á tónleikunum sem höfðu á sér fágað og agað yfirbragð. Morgunblaðið/Sig. Jóns. UNGLINGAKÓR Selfosskirkju á tónleikunum 24. nóvember. Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, 4. hefti 1998 er komið út. I þessu hefti eru birt ljóð eftir Matthías Johannessen, Arthúr Björgvin Bollason, Stefán Snævarr, Jón Egil Bergþórsson og Þorlák Karlsson og sögur eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur og Guðberg Bergs- son. Birtar eru tvær ljóðaþýðingar í heftinu: þýðing Ingibjargar Har- aldsdóttur á ljóðinu „Sálumessa" eftir rússnesku skáldkonuna Onnu Akhmatovu og þýðing Sigurðar Ing- ólfssonar á tveimur ljóðum eftir franska skáldið Jaeques Prévert. Tímaritið birtir nýtt viðtal við portúgalska rithöfundinn José Sara- mago, Nóbelsverðaunahafann í bók- menntum í ár, en hann tekur við verðlaununum í Stokkhólmi hinn 10. desember nk. Þorsteinn Þorsteins- son ritar grein um þýska rithöfund- inn Bertolt Brecht; Gyi'ðir Elíasson ritar grein um rithöfundinn Guð- mund Frímann og Kjartan Árnason fjallar um skáldskap Jóhanns Hjálmarssonar. Ennfremur dregur Jón Viðar Jónsson upp mynd af leik- húslífmu í Reykjavík um miðjan fjórða áratuginn í grein um danska leikstjórann Gunnar R. Hansen. Loks er í tímaritinu að finna ádrepuna „Leiðinlegt er myrkrið" eftir Kristján Kristjánsson, próf- sessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, en þar svarar hann ádrepu Þorsteins Gylfasonar, pró- fessors í heimspeki við Háskóla ís- lands, sem birtist í síðasta hefti tímaritsins. Tímarit Máls og menningar er 136 bls., unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Málverk á kápu heitir Sis- sy-terta og er eftir Þorra Hríngs- son. Tímaritið kostar í ársáskrift 3.300 kr., auk þess sem það er selt í lausasölu í bókaverslunum. Ritstjóri er Friðrik Rafnsson, aðstoðarrit- stjóri er Ingibjörg Haraldsdóttir, en ritnefnd skipa þau Árni Bergmann, Kristján Árnason, Pétur Gunnars- son og Sofiía Auður Birgisdóttir. Gítarmaður á Snæfells- nesi og í Dölum Grundarljörður. Morgunblaðið. KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari fór um Snæfellsnes og Dali dagana 23.-27. nóvember sl., á vegum tón- listarátaksins „Tónlist fyrir alla“. Kiistján kynnti hljóðfæri sitt fyrir grunnskólanemum á Snæfellsnesi og hélt tónleika. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Johann Sebastian Bach eða fiðlusónata nr. 2 í a-moll. Þá komu verk eftir Leo Brouwer, úr Le Decameron Negi-o (E1 arpa de guer). Að síðustu flutti Kristján á klassíska gítarinn lög eftir Jón Ás- geirsson. Morgunblaðið/Karl KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari í Grundarfjarðarkirkju. Ástand í Galleríi Sævars Karls NÚ stendur yfir „ástand“ í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. I fréttatilkynningu segir að samvera ástandsfólksins, þeirra Steingríms Eyfjörð, Guðlaugs Ki-istins Ottarsson- ar og Margrétar Haraldsdótt- ur Blöndal, hafi hafist í sýn- ingunni Stöð til stöðvar í Nýlistasafninu í september sl. Ennfremur segir: „I sam- verunni hafa þau skipst á að flæða og baðast en koma upp úr dýpinu með lungun fyllri pg eru gestir velkomnir i kaf. í sýningarsal Sævars Karls verður hluti samruna þeiiTa að amöbubana, veðrahvolfi, bláma, teygjuhoppi, jakobs- stiga, plastteikningum, sog- klukku, svörtu tungli, grænu lóni, braki, þyngdaríeysi og háfjallalofti." Fram til 15. desember mun Guðlaugur Kristinn flytja gjörning. Sýningin er opin á verslun- artíma. Sýningum lýkur Gallerí Horn MÁLVERKASÝNINGU Guðrúnar Láru Halldórsdótt- ur, Gláru, lýkur á morgun, miðvikudag. Sýningin er opin alla daga kl. 11-24, en sérinngangur kl. 14-18. Ka er öðruvísi BRIMBORG Faxafenl 8 • Sfml 515 7010 Nýjar hljómplötur • FRAM í lieiðanna ró er með 21 lagi Karlakórsins Ileimis úr Skaga- firði. Á plötunni er úi-val vinsælla laga og ljóða sem kórinn hefur flutt að undanförnu, en kórinn var stofnaður 27. desember árið 1927. Á plötunni eru m.a. lögin: Fram í heiðanna ró, Vorsól, Dúddi í Skörðugili, Hófadyn- ur, Mansöngur, Islands lag og Þótt þú langförull. Einsöngvai’ar með kórnum eru bræðurnii- Pétur, Sigfús og Óskar Péturssynir og Einar Halldórsson. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason. Undirleikarar eru Thomas Higgerson, píanó; Jón St. Gíslason, harmonika, félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Islands. Utgefandi er Karlakórinn Heimir og er þetta er íimmta útgáfa kórs- ins. Upptökumaður var Sigurður Rúnar Jónsson. Ljósmynd á plötu- umslagi er Austurdalur í Skagafirði eftir Þorvald G. Oskarsson, aðrar ljósmyndir eru eftir Pétur Inga Björnsson o.fl. Verð: 1.999 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.