Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Bændaskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli gera með sér samning
Reiðnám á
háskólastigi
orðið að
veruleika
Mikilvægt skref fyrir þróun hestamennsku
og reiðkennslu var stigið í síðustu viku á
Hólaskóla þegar skólastjóri Bændaskólans
á Hvanneyri kom ásamt fríðu föruneyti
norður og undirritaður var tímamótasamn-
ingur milli skólanna. Samningur þar sem
komið er á samstarfí skólanna um kennslu
í reiðmennsku og reiðkennslu á háskóla-
stigi. Valdimar Kristinsson brá sér heim
að Hólum og fylgdist með undirritun þessa
athyglisverða samnings.
SKÓLASTJÓRARNIR Magnús B. Jónsson og Jón Bjarnason til hægri eni ánægðir með að nám í reið-
mennsku sé nú komið á háskólastig. Með þeim á myndinni er Eyjólfur Isólfsson aðalkennari Hólaskóla
í reiðmennsku.
Neffo/w
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
BÁÐINNRETTlNSw
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
/rOmx
HÁTÚNI6A REYKJAVIK SÍMI 552 4420
SAMNINGURINN býður nemend-
um við búvísindadeildina á Hvanneyri
15 eininga valgrein í reiðkennslu og
reiðmennsku sem hluta af námsefni
til búfræðikandidatsprófs. Námslýs-
ing reiðmennskunnai' telst hluti af
samningnum og verður hana að fmna
í námsskrá búvísindadeildar með
sama hætti og aðrar námslýsingar.
Sérfræðingar Hólaskóla sjá um allt
skipulag og kennslu á áfanganum
sem boðinn er fram og gilda sömu
reglur og eru í gildi á hverjum tíma
við búvísindadeildina. Einnig taka
sérfræðingar Hólaskóla þátt í þróun
námsins á þessu sviði í samvinnu við
aðalkennara í búfjárrækt við búvís-
indadeildina.
Þá segir í samningnum að þeir
nemendur sem lokið hafa námi á reið-
kennarabraut frá Hólum fái námið
metið við búvísindadeildina uppfylli
þeir að öðru leyti skilyrði til að
stunda nám við deildina. Allt námið
fer fram á Hólum og skulu allir nem-
endur búvísindadeildar hafa aðgang
Guðmundur Rafn
Geirdal
skólastjóri og félagsfræðingur
Stjórnmálamönnum er ekki
treystandi til að taka ákvarðanir
í eigin hagsmunamálum.
Því legg ég til að þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram um
væntanleg kosningalög.
að náminu. Bændaskólinn á Hvann-
eyri greiðir Hólaskóla sérstakt gjald,
krónur 10 þúsund fyrir hvem nem-
anda sem óskar eftir að stunda nám í
reiðmennsku og reiðkennslu.
Samningurinn gildir til þriggja
ára frá undirritun og segir að hann
skuli endurskoðaðaður að þeim tíma
liðnum í ljósi þeirrar reynslu sem
fengist hefur. Verði breytingar á
starfshlutverkum skólanna á tímabil-
inu getur hvor aðili um sig sagt upp
samningnum með þriggja mánaða
fyrirvara.
í námslýsingu segir að Víkingur
Gunnarsson verði umsjónarmaður
með náminu en kennarar meðal ann-
arra Eyjólfur Isólfsson, Guðrún
Helgadóttir, Jón Bjarnason, Einar
Öder Magnússon og Sigríður
Björnsdóttir.
Engum dylst að með samningi
þessum er stigið afdi-ifaríkt ski'ef í
framþróun reiðmennskunnar á Is-
landi. Nú í fyrsta skipti er mögulegt
að sækja nám í reiðmennsku sem
viðurkennt er á háskólastigi. Hér
byggir á nánu samstai'fi Hólaskóla
við Félag tamningamanna sem stað-
ið hefur um árabO en próf frá Hólum
veitir inngöngurétt í félagið. Samn-
ingurinn eflir mjög faglega stöðu
reiðmennskunnar í menntakerfinu
og mun vafalítið stuðla að frekari
framþróun. Mjög brýnt er að bæta
tamningu hrossa og auka verulega
reiðkennslu vegna markaðssetningai'
íslenska hestsins og ljóst er að þörf
er á aukinni þekkingu á fleiri sviðum
hestamennskunnar. Brýnt er að fá
inn í atvinnugreinina fleiri starfs-
menn sem búa yfir vísindalegri
þekkingu auk þess að hafa verklega
hæfni og skilning sem þarf til að
þróa og leiða starfið í framtíðinni. Þá
má skjóta því hér með að I gangi
hugmyndavinna Hólaskóla, félags
tamningmanna og landbúnaðarráðu-
neytisins um með hvaða hætti megi
koma á gæðavottaðri reiðkennslu
þar sem þekking, skipulag og vei'k-
færni verði tryggð.
mbl.is
EF ALLT fer eins og upp er
lagt með bætast ellefu nýir
reiðkennarar í hóp þeirra sem
fyrir eru. í gær var síðasti dag-
ur á tólf daga námskeiði á Hól-
um fyrir reiðkennaraefni sem
væntanlega fá C-réttindi sem
er fyrsta gráðan af þremur sem
reiðkennarar eru flokkaðir í.
Þeir félagsmenn í Félagi tamn-
ingamanna sem hafa þjálfara-
réttindi hafa heimild til að
sækja þessi námskeið.
Kennarar á námskeiðinu nú
eru þeir Eyjólfur ísólfsson,
Reynir Aðalsteinsson og Sigur-
björn Bárðarson en þeir eru
allir með svokölluð A-reiðkenn-
araréttindi sem er æðsta stigið
í flokkun reiðkennara. Auk
þeirra koma fleiri við sögu við
kennslu í skyndihjálp, ræðu-
mennsku og framsögn, þjálfun-
arlífeðlisfræði, kennslufræði,
glærugerð og inngrip í rekstur
smáfyrirtækja svo eitthvað sé
nefnt. Þetta mun síðasta nám-
skeiðið sem haldið er til öflun-
ar C-réttinda en framvegis
verða menn að fara í reiðkenn-
aradeildina á Hólum sem er
hálfs árs nám.
Þá var samhliða þessu nám-
skeiði haldið annað námskeið
fyrir B-réttindi sem er annað
stig reiðkennara innan Félags
tamningamanna. Fimm þátt-
takendur munu ljúka prófum í
dag. Að sögn Eyjólfs Isólfsson-
ar mun þetta í fyrsta skipti sem
þátttakendur í prófí til B-rétt-
inda eru allir með C-réttindi.
Sagði Eyjólfur að þannig yrði
það í framtíðinni og væri hægt
að komast lengra í kennslunni
og gera jafnframt meiri kröfur
í prófum.
Eins og á fyrri námskeiðum
sem þessum sem haldin hafa
verið er farið yfír mikið efni á
stuttum tíma og því mikil
pressa á nemendum sem og
kennurum. Dagskráin hefst
alla daga klukkan 8.30 og er
verið að til 23 öll kvöld. Sagði
Eyjólfur þessi námskeið viða-
meiri en þau fyrri en nemendur
tækju þessu mjög alvarlega,
legðu sig fram til hins ýtrasta
og góður andi væri í hópunum.
Um helgina halda svo FT
menn aðalfund sinn í fþrótta-
miðstöðinni í Laugardal og er
gert ráð fyrir að fjölmennt
verði enda mikil gróska í starf-
semi félagsins.
nsTuno
SÉRVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 68 igl Austurver
Sími 568 4240.
,wmm ;iri„ JT
Fjölgun í reið-
kennarastétt