Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 3. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skotið á írask- ar herþotur yfir Suður-Irak Washington, Bagdad. Reuters. BANDARÍSKAR herþotur skutu í gær á íraskar herflugvélar sem rufu flugbann Sameinuðu þjóðanna yfir Suður-írak. Er þetta í þriðja sinn frá því að árásum Bandaríkjamanna og Breta á skotmörk í Irak lauk sem skipst er á skotum í íraskri lofthelgi en atvikið varð í gærmorgun að stað- artíma. Svo virðist sem engin þota hafi verið hæfð en ein hrapaði til jarðar eldsneytislaus. Saddam Hussein, leiðtogi Iraks, hvatti araba í gær til þess að sýna Irökum stuðning og gera uppreisn gegn þeim arabaleiðtogum sem ekki hefðu stutt Iraka. Nefndi hann engin nöfn en ljóst þykir af ræðunni að hann átti m.a. við Sádi-Araba þar sem vestrænt herlið er í landinu. Saddam Hussein minntist ekki á átök herþotnanna yfir Suður-írak í ávarpinu, sem sent var út frá Katar. Vill loka fleiri her- stöðvum EMBÆTTISMAÐUR í Hvíta húsinu sagði í gær að í væntan- legu vamarmálafrumvarpi fyrir árið 2000 yrði óskað eftir heim- ild þingsins til að loka nokkrum herstöðvum til viðbótar við það sem þegar hefði verið ákveðið. Ekki kom fram um hvaða her- stöðvar væri að ræða að því er sagði í fréttaskeyti AP. Robert Bell, yflrmaður varn- aráætlana bandaríska öryggis- ráðsins, sagði tillöguna kveða á um að fyrstu herstöðvunum yrði lokað 2001. Á síðasta ári felldi þingið til- lögu um lokanir herstöðva á þeim forsendum að þær myndu skaða fjárhag viðkomandi bæj- ar- og sveitarfélaga. Bann SÞ við flugi yfir suður- og norðurhluta Iraks hefur verið í gildi frá því að Persaflóastríðinu lauk árið 1991. I kjölfar árása Bandaríkja- manna og Breta á Iraka í síðasta mánuði neituðu Irakar að virða flug- bannið, sem þeir segja ólöglegt, og hafa skotið á eftirlitsvélar Bandaríkjamanna yfir svæðinu í tvígang á einni viku. Neita íjöldaaftökum Talsmaður íraskra stjómvalda vís- aði í gær á bug ásökunum starfsbróð- ur síns hjá bandaríska utanríkisráðu- neytinu um Qöldaaftökur og handtök- ur í suðurhluta Iraks. Hafði sá síðar- nefndi eftir írösku stjómarandstöð- unni að sérsveitir hefðu handtekið um 2.000 síta-múslíma á hálfum öðmm mánuði og að hundmð þeirra hefðu verið tekin af lífí. Yfír 500 myrtir í Kongó Róm. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 500 manns vom myrt í lýðveldinu Kongó um áramótin, að því er ítalskir trúboðar greindu frá í gærkvöldi. Sögðu þeir að tútsar sem berjast gegn stjórn Laurents Kabilas hefðu verið að verki. Yfirmenn MISNA-trúboðsins segja að ráðist hafi verið á íbúa þorpsins Makobola með sveðjum og byssum. Ráðist hafi verið á fólkið, karla og konur, böm og gamal- menni, í hefndarskyni vegna árásar á tútsa skömmu áður. Segja þeir fjöldamorðin þau mestu sem vitað sé að framin hafi verið í landinu. Mál Bills Clintons fyrir öldungadeild Reuters Hlýindi í París ÓVENJU milt veður hefur verið í Vestur-Evrópu, t.d. í Bretlandi, Belgíu og Þýskalandi. Þá hefur veður í París verið svo hlýtt að Parísarbúar fengu sér kaffi ut- andyra við Champs Elysees-breið- götuna en hitinn í borginni var í gær 13 gráður. Réttur settur á Washington. Reuters. TRENT Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær að ákæmr fulltrúadeild- arinnar á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta yrðu að öllum líkindum teknar fyrir á morgun, fimmtudag. Enn er tekist á um hvort efna eigi til langra réttar- halda og kalla vitni fyrir, eða láta fjögurra daga yfirferð málsins nægja áður en greidd verða atkvæði um ákærarnar á hendur forsetan- um. Clinton er ákærður fyrir mein- særi og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Hafa tveir þingmenn, demókratinn Joseph Lieberman og repúblikaninn Slade Gorton, lagt til að málið verði reifað á fjómm dög- líklega morgun um í stað eiginlegra réttarhalda en sú tillaga hefur mætt mikilli and- stöðu á meðal repúblikana í báðum deildum þingsins. Telja þeir útilok- að að meta ákærurnar á hendur for- setanum nema kalla til vitni en með- al annars hefur verið rætt um að kalla Clinton sjálfan, svo og fyrrver- andi ástkonu hans, Monicu Lewin- sky, til yfirheyrslu. Hefur Trent Lott fundað með Tom Dasehle, leiðtoga demókrata, og William Rehnquist, forseta hæstaréttar, sem stýra mun réttar- höldum í öldungadeildinni. I dag mun Lott funda með öllum öldunga- deildarþingmönnum repúblikana til að finna lausn sem þeir geta sætt sig við. Reuters Evran sögð völd að gengis- sigi dollara gagnvart jeni Sam- göngur í lamasessi Lundúnum. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍKJADOLLARI féll í gjaldeyrisvið- skiptum gærdagsins, annan daginn sem viðskipti fóru fram í hinni sameiginlegu Evrópumynt, nið- ur í lægsta gengi gagnvart japanska jeninu í meira en tvö ár, eða 27 mánuði. Dollarinn féll á öllum gjaldeyrismörkuðum Asíu og einnig í Evr- ópu. Gengi evrunnar gagnvart jeni seig lítillega í gær, en stóð um það bil í stað gagnvart dollaran- um. Ljóst þykir að veikur dollari skaðar útflutn- ingsiðnað Japana. Fjármálasérfræðingar vara við því að þessi þróun ógni vonum manna um að efna- hagur Japans, annars stærsta hagkerfis heims, nái sér aftur á strik á þessu ári. Japanska stjórnin virðist kenna hinum nýja Evrópugjaldmiðli, evrunni, um þessa þróun. Sá styrkur sem evran hefur sýnt fyrstu dagana sem viðskipti fara fram með hana hefur greinilega komið japönskum stjómvöldum í opna skjöldu. Kaora Yosano, viðskiptaráðherra Japans, sagðist hafa áhyggjur af því að stofnun evrunnar kunni að gera jenið að „staðbundnum gjaldmiðli". Þar til fyrir skömmu atti jenið kappi við þýzka markið um annað sætið á gjaldeyrismörkuðum heims, á eftir dollaranum. Evran gæti ýtt jeninu í þriðja sætið og takmarkað hlutverk þess utan Japans við að vera mikilvægasti gjaldmiðillinn í Asíu en hvergi annars staðai’. Obuchi til Evrópu Keizo Obuehi, forsætisráðherra Japans, heldur í dag í vikulanga fór um Vestur-Evrópu og efst á dagskrá viðræðna hans við ráðamenn þar verður áhrif evru á jenið. Aðspurður hvort Japanir hefðu beðið of lengi með að skapa jeninu stöðu sem alþjóðlegs gjaldeyris sagði Obuchi: „I hrein- skilni sagt er það rétt. Við höfum lotið yfirráðum dollaramiðaðs heimsefnahagskerfis." Þó þykir líklegt að Obuchi muni leggja til að stofnað verði nýtt gjaldeyiúskerfi á þremur stoð- um, þar sem gengi aðalheimsgjaldmiðlanna doll- ara, evm og jens væri lauslega tengt innbyrðis. Með þessu væri hægt að létta nokkuð á þeim þrýstingi sem japanskur útflutningsiðnaður sætir nú. Gengi hlutabréfa í evrópskum kauphöllum hækkaði enn lítillega í gær, eftir að hafa hækkað um í kringum 5% á mánudag, fyrsta dag evru-við- skipta. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, spáði í fyrradag bjartri framtíð fyrir fjármálamarkaðinn í City-hverfl Lundúna, stærsta fjármálamarkaði Evrópu, þrátt fyrir að Bretland taki enn sem komið er ekki þátt í myntbandalaginu. Sagði Blair að fjármálamarkaður Lundúna yrði „stað- urinn sem öllu skipti“ varðandi gengisskráningu evrannar. DAVE Pietrowski, starfsmaður flugvallarins í Buffalo í New York-ríki, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. Mikið fannfergi hefur lamað samgöng- ur í lofti og láði í Mið-Vesturríkj- unum og allt að austurströnd Bandaríkjanna. Hafa tugþúsund- ir orðið strandaglópar vegna þessa og gekk flug- og bflaum- ferð enn treglega í gær, t.d. í Chicago og Detroit. Heldur hefur dregið úr snjó- komunni en þó tóku miklar frost- hörkur við. Fór frostið í Illinois- ríki niður í 37 gráður í gær sem er nýtt kuldamet í ríkinu. Þá fór hitastigið niður fyrir frostmark í suðurríkjunum, svo sem í New Orleans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.