Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 49v FRÉTTIR Iðnó fær norræna viðurkenningu Útskrift frá Mennta- skólanum í Kópavogi MARGRÉT Friðriksdóttir skólameistari, Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ásamt verðlaunahöfum, Elíasi Má Hallgrímssyni og Kristni Sævari Jónssyni sem hvor um sig hlaut 100.000 kr. viðurkenn- ingu úr Viðurkenningasjóði MK. IÐNÓ er meðal íjögurra húsa sem hlotið hafa sérstaka viður- kenningu Norræna ráðsins um málefni fatlaðra, fyrir endur- byggingu hússins. Verðlaunin eru veitt fyrir endurbyggingu húsa með menningarsögulegt gildi á Norðurlöndum, þar sem sérstaklega vel hefur verið staðið að aðgengismálum fatlaðra. Hús HÁSKÓLI íslands mun á vormiss- eri halda áfram tilraun sinni með fjarnám í ferðamálafræðum. Til- raunin er gerð í samvinnu við menntastofnanir og atvinnuþróun- arfélög um allt land og fer fram gegnum gagnvirkan sjónvarpsbún- að og Netið. Hún hófst síðasta haust með námskeiðinu: Inngangur að ferðamálafræði en það sóttu nemendur víðsvegar af landinu. Á vorönn verður boðið upp á nýtt námskeið: Markaðsfræði og efna- hagsáhrif ferðaþjónustu (09.63.48- 98 0). Þótt æskilegt sé að nemendur hafí tekið fyrra námskeiðið verður ekki gerð sú krafa í þetta sinn, seg- ir í fréttatilkynningu. í námskeiðinu verða kynnt grundvallaratriði markaðsfræði, framboð og eftirspurn, sérstaða þjónustu, markaðssetning svæða, markaðsgreiningar og mark- aðskannanir. Fjallað verður um innra og ytra umhverfi markaðar, hlutverk hins opinbera og fyrir- tækja í markaðssetningu og sam- vinnu á þessu sviði. Notkun ólíkra miðla við markaðssetningu og gerð markaðsáætlana. Auk þess verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru til að mæla efnahagsleg áhrif ferða- manna, svo sem tekjur, atvinnu- tækifæri og tekjur ríkissjóðs. Yfír 1.100 manns fengu aðstoð Mæðra- styrksnefndar ÚTHLUTUN til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar hófst 10. des- ember og lauk 23. desember. „Það voru fleiri fjölskyldur í ár sem óskuðu eftir aðstoð miðað við ár- ið í fyrra því að á tólfta hundrað ein- staklingar og fjölskyldur fengu að- stoð frá nefndinni í fonni matarmiða er skjólstæðingar notuðu til kaupa á nauðsynjavöru fyrir jólin. Þá barst nefndinni mikið af matvælum og jóla- vörum er komu skjólstæðingum nefndarinnar til góða. Þeir hópar sem hvað erfíðast eiga með að ná endum saman em einstæðar mæður, atvinnuleysingjar, fólk sem hefur átt við langvai’andi veikindi að stríða og öryrkjar. Hópui- öryrkja var mjög áberandi fyrh- þessi jól og ljóst að kjör þeirra hafa farið versnandi mjög síðustu misserin," segir í fréttatil- kynningu frá Mæðrastyrksnefnd. voru tilnefnd frá öllum Norður- löndum þar á meðal tvö frá Is- landi. Það var Þórarinn Magnús- son, verkfræðingur og formaður endurbyggingarnefndar Iðnós, sem tók við verðlaununum, stytt- unni Dans II eftir Britt-Ingrid Persons, ásamt verðlaunaskjali. Verðlaununum verður komið fyr- ir í Iðnó. Dæmi verða tekin úr ólíkum samfé- lögum í heiminum, auk þess sem hugað verður að efnahagslegum áhrifum ferðamanna hérlendis, á landsvísu og í einstökum landshlut- um. Vikulega verða gerð verkefni og ein ritgerð eða stærra verkefni verður unnið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófí. Björn Sigurjónsson (bjornsig@- est.is) sér um námskeiðið, en auk hans kennir Oddný Þóra Olafsdótt- ir. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Önnu Dóru Sæþórsdóttur, jarð- og landfræðiskor Háskóla Is- lands (annadora@hi.is) Fjarkennslan er á mánudögum kl. 17-19 og hefst 11. janúar. Kraf- ist er stúdentsprófs eða sambæri- legrar menntunar en hægt er að sækja um undanþágu frá því. Les- efni námskeiðsins er að mestu leyti á ensku og þurfa væntanlegir nem- endur því að hafa gott vald á því tungumáli. Auk þess þurfa nemend- ur að hafa aðgang að tölvupósti. Þeir nemendur sem hyggjast sækja námskeiðið, eiga að skrá sig sem fyrst hjá Nemendaskrá Háskóla ís- lands, segir í fréttatilkynningu. Inn- ritunargjald í Háskóla Islands er 12.000 krónur (fyrir eitt til tvö nám- skeið, annars er það 25.000 kr.). Þrettánda- brenna HK í Fagralundi ÁRLEG þrettándabrenna HK verð- ur haldin í Fagralundi í Fossvogsdal á félagssvæði HK. Gert er ráð fyrir að fólk komi saman um kl. 18.30. Gengið verður frá Fagralundi kl. 18.45 að brennunni. Kveikt verður á brennunni kl. 19. í göngunni verða púkar á ferð að vísa jólasveinunum til fjalla. Kór Snælandsskóla syngur nokkur lög og endað verður með flugeldasýningu. Fyrirlestur hjá Nýrri dögun NÝ dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, heldur sinn fyrsta fyrir- lestur ársins fimmtudaginn 7. janúar. Sr. Ingileif Malmberg talar um Andvana fæðingu - Fósturlát og ung- barnadauða. Fyrirlesturinn verður í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20. BRAUTSKRÁNING fór fram frá Menntaskólanum í Kópavogi við há- tíðlega athöfn í Digraneskirkju föstudaginn 18. desember. 43 nem- endur útskrifuðust að þessu sinni af átta mismunandi brautum. Mennta- skólinn í Kópavogi býður nú jöfnum höndum hefðbundið bóknám til stúdentsprófs og verknám á sviði hótel- og matvælagreina auk þess fjölbreytt nám í ferðagreinum. Að þessu sinni útskrifuðust fyrstu kjöt- iðnaðarnemarnir frá skólanum svo og fyi’sti nemandinn af matar- tæknabraut. Menntaskólinn í Kópavogi átti 25 ára afmæli í september sl. Skólinn hefur á þessum tíma sífellt tekið að sér fleiri verkefni þótt breytingarn- ar hafí orðið mestar síðustu ár. Skólinn hefur þróast úr grónum bóknámsskóla í öflugan bóknáms- og verknámsskóla þar sem aðstaða til kennslu og náms er með því besta sem þekkist. Nemendum hef- ur fjölgað úr 400 í 1300 sem stunda nám á 22 mismunandi brautum skólans, segir í fréttatilkynningu. Byggingarframkvæmdum við verknámsálmu að ljúka Skólameistari, Margrét Friðriks- dóttir, greindi frá því í ræðu sinni að framkvæmdum við verk- námsálmu skólans væri nú að mestu lokið en jarðhæðin, sem jafnframt er lokaáfangi hússins, var tekin í notkun í haust. Þar með hefur það markmið náðst að kennsla í öllum lögbundnum matvælagreinum fer nú fram í skólanum. Formaður skólanefndar, Sigurrós Þorgríms- dóttir, þakkaði það mikla starf sem fram hefur farið innan skólans og úti í atvmnulífmu við uppbyggingu hótel- og matvælaskólans í MK. Nemendur MK hafa á haustönn tekið þátt í erlendum keppnum og staðið sig með mikilli prýði. Mynd- bandshópur skólans vann til gull- verðlauna í Evrópukeppni fram- haldsskóla en yfir 100 framhalds- skólar frá 20 löndum sendu mynd- bönd í keppnina. Þá vann Þorvaldur LEIÐRETT Blysför Vals hefst kl. 19 í FRÉTT Morgunblaðsins í gær af þrettándabrennu Vals var missagt að blysför og fjölskylduganga frá Hlíðaskóla að Hlíðarenda hæfist í dag kl. 18. Hið rétta er að hún hefst kl. 19. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Málverkið skorið VIÐ birtingu greinar Braga Ás- geirssonar „Lesið í málverk" í sunnudagsblaðinu, þar sem hann fjallaði um málverkið af Lucretíu eftir Lorenzo Lotto, var myndin af málverkinu skorin þannig, að hluti þess birtist ekki og féll þá m.a. burt Hauksson bakaranemi fyrsta sætið og gullverðlaun í Evrópukeppni hótel- og ferðamálaskóla fýrir eftii’- rétt sinn sem hét „Eldsumbrot á Is- landi“. I lok ræðu sinnar lagði skóla- meistari áherslu á að upplýsinga- tæknin þyrfti að vera verkfæri í öll- um námsgreinum en sífellt fleiri deildir í MK hafa tekið þessa nýju tækni í notkun. Innan skólans þyrfti einnig að fara fram reglubundið mat á öllum þáttum skólastarfsins þannig að tryggt sé að ætíð séu gæði í fyrirrúmi og árangur af starfinu. 200 þúsundum úthlutað úr Viðurkenningarsjóði MK Halla Halldórsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs, afhenti út- skriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofn- aður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Tveir nemendur hlutu viður- kenningu að þessu sinni fyrir ein- stakan námsárangur: Elías Már Hallgrímsson framreiðslunemi kr. blómið í forgrunni, sem Bragi minntist sérstaklega á. Vegna þess- ara mistaka, sem beðizt er afsökun- ar á, er myndin af málverkinu birt hér aftur. Lífeyrissparnaður RANGT var farið með í umfjöllun um lífeyrissparnað að Frjálsi lífeyr- issjóðurinn reyni að ná hámarks ávöxtun miðað við lágmarks ávöxt- un. Rétt er að sjóðurinn reynir að ná hámarks ávöxtun miðað við lág- marks áhættu. Enn fremur kom fram í fréttinni að raunávöxtun Islenska lífeyris- sjóðsins sé 9,9% frá áramótum. Hið rétta er að hér er miðað við tímabilið 1. janúar til 1. október 1998. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 100.000 og Kristinn Sævar Jónsson kjötiðnaðamemi kr. 100.000. Skólakór MK undir stjóm Sig- rúnar Þorgeirsdóttur söng við at- höfnina. Magni Rúnar Magnússon framreiðslunemi talaði fyrir hönd útskriftarnema og árnaði skólanum og samnemum allra heilla. Alfabrenna og flugeldasýning í Reykjanesbæ ÁLFABRENNA og flugeldasýning verður haldin í kvöld, á þrettándan- um, við Iðavelli í Keflavík, Reykja- nesbæ. Skrúðganga leggur af stað frá Tjarnargötutorgi kl. 20 undir for- ystu álfakonungs og drottningar. Við álfabrennuna munu kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur syngja og þátttakendur auk þeima eru skátafélögin og Hestamannafé- lagið Mánið. Skemmtuninni lýkur síðan með flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Suðumes. Þrettánda- ganga og blys- för í Öskjuhlíð * LÍKT og undanfarin ár verður þrettándaganga og blysför um álfa- byggðir í Oskjuhlíð. Hún er í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar, kl. 19 og er mæting við Perluna en blys verða seld á 300 kr. áður en gangan hefst. Vegna klaka á hefðbundinni gönguleið er að þessu sinni valin ný, stutt og hentug gönguleið í gegnum skógarrjóður í hlíðinni. Þátttakend- ur em hvattir til að mæta í góðum skófatnaði. Þetta er kjörin fjöl- skylduganga en endað verður á álfa- brennu Vals við Hlíðarenda en kveikt verður í brennunni kl. 19.30. Fjarnám í ferða- málafræðum við HI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.