Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Línur taka að skýrast um hverjir hyggja á forsetaframboð í Bandarrkjunum árið 2000 Kona í fyrsta sinn alvar- lega orðuð við framboð Gengið verður til forsetakosninga í Banda- ríkjunum í nóvember á næsta ári og er nú óðum að skýrast hverjir munu gefa kost á sér í forkosningum demókrata og repúblik- ana. A1 Gore varaforseti hefur þegar hafíð kosningabaráttu sína formlega og nú er útlit fyrir að kona muni í fyrsta sinn sækjast eftir forsetaembættinu. Reuters ELIZABETH Dole klappar fyrir samstarfsfólki sínu hjá Rauða krossinum, eftir að hún tilkynnti um afsögn sína á mánudag. ELIZABETH Dole, fyrrverandi vinnu- og samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna og eiginkona Bobs Doles, sem beið ósigur fyrir Bill Clinton í forsetakosningunum árið 1996, tilkynnti á mánudag að hún myndi láta af starfi formanns bandaríska Rauða krossins, og sagð- ist hún íhuga að gefa kost á sér sem forsetaframbjóðandi repúblikana í næstu forsetakosningum í Banda- ríkjunum sem fram fara í nóvember árið 2000. Elizabeth Dole, sem er 62 ára gömul, hefur oft verið nefnd sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi repúblikana. Þykir hún bæði hafa menntun og starfsreynslu sem geri hana hæfa til að takast embættið á hendur. Hún lauk lögfræðiprófí frá Harvard-háskóla og var í starfsliði Hvíta hússins um margra ára skeið, auk þess sem hún átti sæti í við- skiptanefnd alríkisstjórnarinnar. Hún gegndi embætti samgöngu- málaráðherra í fjögur ár í forsetatíð Ronalds Reagans og var vinnumála- ráðherra íyrstu tvö stjórnarár Geor- ges Bush. Dole tók við starfí formanns bandaríska Rauða krossins árið 1991 og þykir hún hafa staðið sig með miklum ágætum. Afsögn henn- ar er sögð til marks um að hún sé í fullri alvöru að íhuga framboð, því hún tók sér einungis leyfi frá störf- um árið 1996, þegar eiginmaður hennar bauð sig fram í forsetakosn- ingum. Nýtur fylgis breiðs hóps repúblikana í ávarpi er Elizabeth Dole til- kynnti um afsögn sína á mánudag sagðist hún trúa því að hún gæti þjónað landi sínu á annan hátt en sem formaður Rauða krossins. A fréttmannafundi í kjölfarið sagðist hún ekki enn hafa tekið ákvörðun, en að hún væri alvarlega að íhuga for- setaframboð. Haft hefur verið eftir nánum samstarfsmönnum hennar að „sterkar líkur“ séu til þess að hún muni á næstu vikum stofna nefnd til að kanna horfur á framboði, og gefa í kjölfarið formlega kost á sér. Elizabeth Dole nýtur töluverðra vinsælda innan Repúblikanaflokks- ins, og hefur iðulega verið meðal efstu manna er fylgi hugsanlegra frambjóðenda flokksins hefur verið kannað. Hún þykir góður ræðumað- ur og er sögð eiga auðvelt með að hrífa fólk. Þá þykir hún standa vel að vígi varðandi fjáröflun, þar sem hún er vel þekkt og hefur góð sam- bönd, og er hún þess vegna talin geta leyft sér að draga ákvörðun um framboð lengur en aðrir. Talið er að Dole muni njóta fylgis meðal breiðs hóps repúblikana, þar á meðal kristinna íhaldsmanna, margra forystumanna flokksins og fólks úr viðskiptalífinu. Að auki þykir víst að hún muni njóta mikils fylgis meðal kvenna, enda er hún fyrsta konan sem alvarlega er orðuð við forsetaframboð í Bandaríkjun- um. Margir áhrifamenn innan Repú- blikanaflokksins telja Elizabeth Dole auk þess vera álitlegt varafor- setaefni, hvort sem hún gefur kost á sér sem forsetaframbjóðandi eða ekki. Reyndar kom hún sterklega til greina sem varaforsetaefni Georges Bush árið 1988. George Bush yngri efstur i könnunum Stjórnmálaskýrendur telja að þeim muni fjölga mjög á næstu vík- um sem gefí formlega kost á sér í forkosningum Repúblikanaflokks- ins. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain frá Arizona hóf kosn- ingabaráttu formlega í síðustu viku, og öldungadeildarþingmaðurinn Ro- bert C. Smith frá New Hampshire skráði sig á mánudag til þátttöku í forkosningunum. Aðrir sem þykja líklegir frambjóð- endur repúblikana eru Dan Quayle, fyrrverandi varaforseti, Lamar Alexander, íyrrverandi ríkisstjóri í Tennessee, blaðaútgefandinn Malcolm S. Forbes, sem gaf kost á sér í forkosningum fyrir síðustu for- setakosningar, og íhaldssami bar- áttumaðm-inn Gary Bauer. Búist er við að George Bush yngri, ríkisstjóri í Texas, geri fyrirætlanir sínar kunn- ar í vor, en hann hefur mælst með mest fylgi hugsanlegra frambjóð- enda flokksins í flestum skoðana- könnunum. Ávörðunar Petes Wil- sons, fráfarandi ríkisstjóra í Kali- fomíu, er einnig vænst með vorinu. Gore hefur formlega kosningabaráttu A1 Gore varaforseti hóf baráttu sína fyrir útnefningu sem forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins formlega á gamlárskvöld, er hann tilkynnti að hann hefði lagt fram skjöl sem gera honum kleift að hefja fjáröflun, ráða starfslið og reka kosningabaráttu viðs vegar um landið. Hann hefur sem varaforseti gífurlegt forskot á keppinauta sína, ekki síst þar sem forsetinn hefur með ótvíræðum hætti gefið til kynna stuðning sinn við hann. Goi-e er stöðugt í sviðsljósinu, er með reynda ráðgjafa á sínum snærum, hefur góð tengsl við forystumenn flokksins um allt land og á auðvelt með að safna fé í kosningasjóð sinn. Stjórnmálaskýrendur telja að Gore muni þess vegna fara varlega og reka hefðbundna og áhættulausa kosningabaráttu. Hann hefur orð á sér fyrir að vera litlaus og lítt afger- andi stjórnmálamaður og margir telja ólíklegt að hann kæmi með ferska strauma í Hvíta húsið. Þetta gæti gefið djörfum og ákveðnum frambjóðendum færi á að láta ljós sitt skína. Þegar hafa tveir demókratar gefið til kynna að þeir hyggist taka þátt í forkosningum, Bill Bradley, fyrrver- andi öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, og Paul Wellstone, öld- ungadeildarþingmaður frá Minnesota. Richard Gephardt, leið- togi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur verið orðaður við framboð, en talið er að hann muni ekki taka af skarið strax, enda þyki honum freistandi að reyna að tryggja demókrötum meirihluta í deildinni í þingkosningum árið 2000. Þá þykir öldungadeildarþingmaðurinn John F. Kerry frá Massachusetts líklegur til að gefa kost á sér. Ljóst er að því fleiri sem fram- bjóðendurnir verða, því sterkari verður staða Gores. „I sannleika sagt, því fleiri því betra,“ var haft eftir einum ráðgjafa hans á nýárs- dag. Hillary Clinton á þing? En vangaveltur eru einnig uppi um væntanlega frambjóðendur í þingkosningum, sem fara fram sam- tímis forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Hillary Clinton muni sækjast eftir sæti í öldungadeildinni, og fékk hann byr undir báða vængi um liðna helgi er Robert Torricelli, formaður nefndar er hefur umsjón með kosn- ingabaráttu demókrata, sagði í við- tali ú NBC-sjónvarpsstöðinni að for- setafrúin hygðist gefa kost á sér í New York-ríki, en öldungadeildar- þingmaður demókrata þar mun setj- ast í helgan stein að loknu þessu kjörtímabili. Talsmaður forsetafrú- arinnar hefur aftekið að hún hyggi á þingmennsku árið 2000. Spertrtdodi námskeið fyrir börrt framtíðariaaar Nú eru að hefjast spennandi og fróðleg námskeið í skóla Framtíðarbarna sem er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 -14 ára. Hringdu strax í dag og gefðu barninu forskot á framtíðina. Námskeið Framtíðarbarna, jan. - maí 1999 1. íþróttir Til að undirbúa sérstakan íþróttaviðburð útbúa nemendur dagskrá yfir keppnisgreinar, búa til boðskort og auglýsingar til að draga að áhorfendur, útbúa möppur fyrir fjölmiðla, upplýsingablöð, minjagripi og ýmislegt annað. Hugbúnaðurfyriryngri nemendur: PrintArtist (umbrotsforrrit). Hugbúnaðurfyrir eldri nemendur: Microsoft Publisher (umbrotsforrrit) og Intemet Explorer (vefskoðari). 2. Vistfræði Nemendur leggja sitt af mörkum til að bæta lífsskilyrði á jörðu. Þeir nota töflureikni til að fylgjast með fjölgun dýrategunda í útrýmingarhættu, búa til litrík línurit sem sýna hve mikinn mat og orku fólk notar og spá um heilbrigði vistkerfis jarðarinnar í framtíðinni. Hugbúnaðuryngri nemenda: Cruncher (töflureiknir) og Kid Pix Studio. Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Excel (töflureiknir), Microsoft Word og Intemet Explorer (vefskoðari). 3. Ákvörðurtarstaðir Til að skrá ævintýraferðir sínar til spennandi ákvörðunarstaða á borð við virk eldfjöll, brennheitar eyðimerkur, gegnblauta regnskóga, hyldýpismyrkur úthafsins og fjarlægar plánetur, setja bömin saman fræðslukynningar og heimildarkvikmyndir. Hugbúnaður yngri nemenda: Kid Pix Studio (myndvinnsla og margmiðlun) og Storybook Weaver (sögugerð og margmiðlun). Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Powerpoint (margmiðlunarforrit) og IntemetExplorer (vefskoðari). C Hringdu strax í dag. Síminn er: Reykjavík 553 3322 • Selfoss 482 3937 • Akureyri 4613328 D * Tilboðsverð gildir fyrir alla klúbbfélaga Landsbanka íslands og áskrifendur Símans Intemet. Miðað er við 5 mánaða námskeið. SÍHINN internet"’ IsSEj framtídarbörn sími 553 3322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.