Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 50
4>0 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir ' ‘B/'Zffr hér og tylgist'. /7?*^ drengir / } VARJST Hl/NP/No J / •A/ú fer hugr&kki hundl\ unnn/ kubt>ó ínn i gam\ Jóns ogGunni- oc) gre/ar) UOD ó&lnin. Jr\/r>rr^ _ s ^ þeirhafa. eklci, hugmynci um ahJón og Sunna eru 1 T Útlöndum oqSnaii &rl V—^-----u-—faunda- byymcj; Ljóska Ferdinand Smáfólk HE MA5THE5E REINPEER, SEE.ANP THEY FLY THR0U6H THE AlR PULLIN6 HIS 5LEP... Hann er með þessi hrein- dýr, sjáðu til, og þau fljúga í loftinu og draga sleðann hans ... ANP IF YOU BELIEVE THAT, I HAVE A 60LP BIRP NE5TTHAT l'LL 5ELL YOU FOR A POLLARI Og ef þú trúir þessu þá á ég fuglshreiður úr gulli sem ég skal selja þér á 100 kr! Gleðileg jól, litli vinur ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 A Ahrif ffkniefnaneyslu barna á fjölskylduna Frá Samúel Inga Jónssyni: EF HÆGT væri að einskorða afleið- ingar fíkniefnaneyslu barna bara við þau sjálf væri stór sigur unninn en það er langt því frá að svo sé. Fjöl- margir aðrir líða fyrir neysluna. Fjöl- skyldur neytendanna bíða alltaf hörmulegt skipbrot þegar ömurleiki neyslunnar færist inn á heimilin. Foreldrar verða strax ráðþrota og vita ekki hvernig taka skuli á vanda- málinu. Algengast til að byrja með er að taka fram refsivöndinn. Setja skorður um útivistartíma, gera kröf- ur um að barnið breyti um vini, for- tölur, skammir og jafnvel ofbeldi. Síðan tekur hin raunverulega martröð við þar sem engum ráðum virðist vera hægt að koma við af hálfu foreldranna. Þrautagangan milli Pontíusar og Pílatusar er enda- laus. Oftast er byrjað hjá skólasál- íræðingi, síðan er leitað til almennra sálfræðinga, félagsráðgjafa, fjöl- skylduráðgjafa, geðlækna, félags- málastofnunar og bamaverndar- nefndar. Sum af þessum ráðum duga fyrir einhverja og aðra að hluta. Það skal þó taka fram að meðferðaraðilar sem vinna á Barnaverndarstofu og Félagsmálastofnun að málefnum þessara ólánsömu barna hafa lyft grettistaki miðað við það úrræðaleysi sem hjá þeim ríkir bæði í meðferðar- úrræðum og síðast en ekki síst fjár- skorti. Ekki skortir fjölskyldumar heldur leiðbeiningar frá ættingjum, vinum og kunningjum sem aldrei hafa nálægt vandanum komið og oft getur stuðningur þessara aðila orðið að hreinni martröð. Það er oft erfitt að tala um þessi mál því foreldrar eru í bullandi sjálfsásökunum og kenna sér um að uppeldið hafi mis- heppnast, þeir séu vonlausir og ann- að slíkt. Oft em það líka viðbrögðin sem foreldramir fá, jafnvel frá þeim sem lærðir era í þessum málum. Sorgin, þjáningin og vonleysið verður fylgifískur fjölskyldunnar. Sorg sem engan enda virðist taka og oft svo sár að foreldrar óska börnum sínum mis- kunnar með því að þau fái að deyja. Lífið sem var gefíð og gleðin sem þvi fylgdi er orðið að martröð sem engin leið virðist út úr. Stuðningur sá sem foreldrar gefa hvor öðram við upp- eldi barna sinna og í dagsins önn hverfur þar sem hvor um sig getur vart höndlað vandamálið svo mikið tekur það á. Kærleikurinn brestur, sundrang og upplausn myndast, sem að lokum leiðir til hrans í fjölskyld- unni og oftar en ekki verður afleið- ingin skilnaður foreldra sem síðan gerir vandamálið enn verra. Aðrir einstaklingar innan fjölskyldunnar líða líka, það era systkinin sem enga yfirsýn hafa, skilja ekki ástandið á heimilinu og verða oft tilfinningalega vanrækt þar sem foreldrai-nir era komnir í tilfmningalegt öngstræti og geta lítið gefíð af sér. Oft grípa for- eldramir til þess ráðs þegar vonleys- ið er orðið algjört að vísa barninu sínu úr húsi til að reyna að vernda aðra fjölskyldumeðlimi. Þessi leið er bara skammgóður vermir, því það er sama hversu langt er hlaupið; vandamálið fylgir á eftir. Það er ekki hægt að fela sig. Hvað er þá til ráða? Er nema von að spurt sé. SAMÚEL INGI JÓNSSON Hlíðarsmára 5, Kópavogi. Á hvaða leið...? Frá Árna Helgasyni: ÞAÐ ER mikið rætt um vímulaust ár í dag, og eins hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að unga fólkið ánetj- ist þeim eiturefnum sem flæða yfir okkar blessaða land í stríðum straumum og valda hinu stórkost- lega tjóni bæði á sál og líkama. Auðvitað er þetta hægt og vímu- laust gæti landið okkar verið ef hver og einn tæki sig til, liti í eigin barm og segði þessum eiturefnum stríð á hendur, en það er nú ekki aldeilis að menn séu tilbúnir til þess. Það er svo margt fólk sem segir; „mér er óhætt“, „ég sé um mig,“ o.s.frv. Ég hefi oft heyrt þessar raddir, en svo síðar mætt hinum sömu í svaðinu, ósjálfbjarga og grátandi yfír misstig- inni ævi, óskandi þess að hafa aldrei komið nálægt þessu eitri sem hefír þá lagt líf þeirra í rúst. Og hve marg- ir mætir menn hafa drekkt sér í vímunni gegnum árin? Ég tók snemma þá ákvörðun í lifi mínu að forðast þessi eiturefni. Ég sá svo fljótt þann skaða sem af vímunni hlaust - og það sem meira var. Mér blöskraðu þeir fjármunir sem al- menningur eyddi í tóbak og áfengi og hugsaði um hvað hægt væri að gera þjóðinni til blessunar fyrir þá peninga sem, eins og þar stendur, áttu að fara í föt og fæði en fóru í að eyðileggja þjóðfélagið. Og ennþá er þetta böl vaxandi meðal þjóðarinnar og víman heldur áfram að kollvarpa hverjum einstaklingi á fætur öðram og leggja heimili í rúst. Við búum nú við góðæri og allir virðast geta átt góða daga, en um þessi jól á samt margur maðurinn í erfiðleikum. Það skyldi þó ekki vera að Bakkus sé valdur að þessari eymd? Auglýsing- arnai- virðast hafa mikið gildi. Það sér maður á því hve þær eru margar bæði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Það eru lög í þessu landi að banna áfengisauglýsingar. Þrátt fyrir það eru þau lög brotin og þar gengur fremst í flokki Stöð 2 sem segir að hún lúti ekki þeim lögum og heldur áfram þessari þokkalegu iðju og lög- gjafinn og þeir sem eiga að gæta lag- anna, hreyfa sig ekki, jafnvel segjast ekkert geta í þessum efnum. Dóms- málaráðuneytið hefír ítrekað ákvæði laganna og fyrirskipað að þeim sé framfylgt, en ekkert gerist. Og þá má ekki gleyma ráðamönn- um þjóðarinnar, sem halda varla veislur eða samkvæmi öðruvísi en að áfengi fljóti þar með og það hefir mörgum orðið sá þröskuldur að þeir hafa ekki getað stigið yfir hann. Það höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Og mér verður oft á að hugsa og spyrja: Er virkilega svo komið fyrir landi okkar og þjóð, að drykkja og annað henni tilheyrandi sé komið svo langt hjá okkar ágætu þjóð að framtíðin verði að búa sig undir fjölda drykkjumannahæla í stað þess að ala upp góða og nýta þegna? Er nema von að spurt sé? Nú er senn nýtt ár framundan. Hvemig verður það? Getum við bú- ist við því vímulausu? Ég vona að batnandi mönnum sé best að lifa og að landsmenn sjái sóma sinn í að forðast tóbak og áfengi og að við get- um sagt: Gleðilegt nýár - vímulaust. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.