Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 38
-í 38 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Guðmundur
Klemenzson
fæddist í Bólstaðar-
hlíð í Austur-Húna-
vatnssýslu 27. febr-
úar 1927. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
24. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Klemenz
Guðmundsson,
bóndi í Bólstaðar-
f hlíð, og kona hans
Elísabet Magnús-
dóttir. Guðmundur
var þriðji í röð Qög-
urra bræðra. Fyrstur var Guð-
mundur eldri sem lést barn að
aldri. Þá kom Erlendur, sem
einnig er látinn, þá Guðmundur
yngri og loks Ævar sem lifir
bræður sína. Upp-
eldisbróðir þeirra
er Herbert Sigurðs-
son.
Guðmundur var
ókvæntur og barn-
laus. Hann tók stúd-
entspróf frá MA og
síðan kennarapróf
og var barnakenn-
ari alla sína
starfsævi, lengst af
í Varmahlíð í
Skagafirði. Hann
tók virkan þátt í
starfi Sjálfsbjargar,
félagi fatlaðra, og
var formaður félagsins í Aust-
ur-HúnavatnssýsIu.
Útför Guðmundar var gerð
frá Bólstaðarhlíðarkirkju Iaug-
ardaginn 2. janúar.
GUÐMUNDUR
KLEMENZSON
Hann Guðmundur frændi er lát-
inn og mig langar með nokkrum
orðum að minnast þessa einstaka
ljúflings sem alltaf var kallaður
Gumi af vinum og vandamönnum.
Gumi var oft gestur á mínu
æskuheimili enda uppeldisbróðir
fóður míns og góður vinur móður
*minnar. Á ferðum sínum suður um
heiðar gisti hann oftast á heimili
foreldra minna, þannig að vináttan
var náin alla tíð.
Gumi veiktist af lömunarveiki á
barnsaldri og varð upp frá því
mjög líkamlega fatlaður. Þrátt fyr-
ir það tókst honum með einstökum
dugnaði og elju að verða sjálf-
bjarga alla ævi. Hann tók stúdents-
próf og síðan kennarapróf, gerðist
barnakennari og lauk fullri
starfsævi sem slíkur.
* Heimili Guma var í Bólstaðarhlíð
undir Vatnsskarði þar sem Langi-
dalur og Svartárdalur mætast. Þar
var alltaf ótrúlega gestkvæmt og
með ólíkindum var hve margir
nutu gestrisni frænda míns. Hann
átti fallegt heimili. Þar var engum í
kot vísað og lét hann útbúa litla
gestaíbúð fyrir gestina sína og var
höfðingi heim að sækja. Bólstaðar-
hlíð var og er fastur punktur í fjöl-
skyldu minni og alltaf ef farið er
norður yfir heiðar er komið þar við
í frændgarði. Það var einstaklega
góður andi á heimili Guma, tíma-
leysi, friður, ró og andrúmsloft allt
án streitu. Gumi hafði þann góða
eiginleika að láta manni líða eins og
maður væri heima hjá sér, enda
heima best.
Gumi var alla tíð mjög félags-
lyndur, hafði góða kímnigáfu og
var einstaklega skapgóður. Böm
jafnt sem fullorðna kom hann fram
við sem jafningja og talaði aldrei
illa um nokkra manneskju. Hann
var alltaf virkur félagi í Sjálfs-
björgu og einnig flokksbundinn
sjálfstæðismaður. Hann kunni að
fara um sína pólitísku andstæðinga
huggulegum orðum, og gætu þar
starfandi stjómmálamenn lært af
honum.
Það lýsir Guma vel að hann átti
tvö fósturböm á Indlandi sem hann
styrkti með mánaðarlegum greiðsl-
um af sínum lífeyri. Þannig lét
hann enn frekar gott af sér leiða í
þessum harða heimi.
Með Guma er gengið ljúfmenni
og sómamaður sem ég er stoltur
af að geta kallað frænda minn.
Það er höggvið djúpt skarð í
frændgarðinn en huggun þó harmi
gegn að enn búa frændur í Ból-
staðarhlíð.
Aðstandendum og vinum sendi
ég og fjölskylda mín okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Gunnar Herbertsson.
Þessi fátæklegu orð era sett á
blað til að minnast Guðmundar
Klemenzsonar frænda míns, sem
við kölluðum alltaf Guma. Hann
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að
kvöldi aðfangadags eftir stutt en
erfið veikindi. Gumi var fæddur og
uppalinn í Bólstaðarhlíð og bjó þar
alla tíð. Hann veiktist í æsku og
var mikið fatlaður eftir það, en tók
því með aðdáunarverðum hetju-
skap og dugnaði. Hann kvartaði
aldrei og lét aldrei á sér finna bit-
urleika eða snefil af sjálfsvorkunn.
Það var einfaldlega ekki hans stíll
og það sem Gumi ákvað að gera,
það gerði hann, sama hvað tautaði
og raulaði. Fyrir tveimur áram
fluttum við á efri hæðina hjá Guma
og þótt það sé ekki langur tími er
margs að minnast. Þau eru ófá
skiptin sem við sátum yfir kaffi-
bolla í morgunsárið og ræddum um
heima og geima. Ef vel lá á okkur
að kvöldlagi var jafnvel sest niður
með ölkrús og heimsmálin brotin
til mergjar. Einnig vora margar og
ánægjulegar stundir sem hann Atli
okkar átti með honum, og báðir
ljómuðu af gleði. Það mátti vart á
milli sjá hvor hafði meira gaman af
því þegar sá stutti laumaðist í
kökudiskinn og gleypti í sig góð-
gætið með stríðnissvip.
Þessar ljúfu stundir verða ekki
fleiri, en góðar minningar sitja eft-
ir um ókomna tíð. Góður drengur
og traustur vinur er farinn á vit
feðra sinna, og laus frá þeim þraut-
um sem lífið lagði á hann. Far í
friði, frændi sæll, og hafðu hjart-
ans þökk íyrir allt og allt.
Ó, þú sveitasæla,
sorgarlækning best,
værðarvist indæla,
veikum hressing mest,
lát mig lúðan stríðum
loks er ævin dvín,
felast friðarblíðum
faðmi guðs og þín!
(Stgr. Thorst.)
Einar, Hafdís og Atli.
Hugurinn reikar norður í Svart-
árdal. I mynni hans stendur Ból-
staðarhlíð, þar bjó hann Gumi eins
og hann var kallaður. Minningar
skjóta upp kollinum frá þeim tíma
sem ég og fjölskylda mín áttum
heima í Bólstaðarhlíð. Oft var
hlaupið milli hæða og ófáar vora
ferðirnar með þér út í Húnaver,
þar sem þú varst að kenna krökk-
unum úr sveitinni og var ég þá oft
með reikningsbók eða skriftarbók
undir hendinni.
Síðast þegar ég kom til þín sát-
um við inni í stofu og dáðumst að
hawaiirósinni þinni, en hún er
einmitt ein af minningunum úr
stofunni hjá þér og ekki má gleyma
eplatrénu sem „Gúmunda" gaf þér,
en þú varst sá eini sem máttir kalla
mig því nafni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú íylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl þú í friði.
Þín
Sigþrúður Guðmunda.
Gamli kennari minn og frændi,
Guðmundur Klemenzson, lést á að-
fangadegi jóla. Hann varð ekki
gamall maður, en lífið varð honum
þungbært með köflum. Lömunar-
veiki fékk hann barn að aldri og
gekk fatlaður síðan. Hann Guð-
mundur var hýr og ljúfur maður,
unni dalnum sínum og lagði á sig
ómælt erfiði til að hafa þar búsetu.
Hann stundaði kennslu; fyrst í ný-
byggðu Hlíðarhúsinu og síðar í
Húnaveri og Bólstað, en þar
kenndi með honum sr. Jón Kr. Is-
feld og bömin fengu unglinga-
kennslu auk bamaskólans. Þegar
skólinn var fluttur og sameinaður
öðram húnvetnskum skólum 1969,
hóf hann kennslu í Varmahlíðar-
skóla og þar urðum við samkennar-
ar nokkram árum síðar. Hann
starfaði áratugum saman við síma-
vörslu meðan stöð var í Hlíð, fyrst
móður sinni til aðstoðar, en síðan
varð hann stöðvarstjóri. Glaðleg
framkoma studdi hann í þessum
störfum, en fotlun hans var honum
mikil fjötran.
Hann var mikið tengdur Elísa-
betu, móður sinni, og stofan henn-
ar, sem síðar varð stofa hans, var
með sama sniði og verið hafði hjá
henni. Að koma til Guðmundar þar
í íbúðina hans var eins og að hverfa
tugi ára aftur í tímann, þegar smá-
fólk sótti skóla í suðurstofuna í
Bólstaðarhlíð eða fermingarbörn
vora skrýdd þar inni. Yfir öllum at-
burðum sem þarna urðu virtist
vaka brúnaþungt Skeggstaðafjall-
ið, sem blasti við úr stofugluggan-
um. I giljum þess hvinu haustvind-
ar og kölluðust á við hnjúkana í
Hlíðarfjalli. En túnbalar utan við
gluggana hans Guðmundar geyma
gömul spor lítils drengs á leið til
Bólstaðarhlíðarkirkju.
Þau lýsa fegurst,
er lækkar sól,
í blámaheiði
mín bemskujói.
Erhneigaðjólum
nútt hjarta brann.
I dásemd nýrri
hver dagur rann.
(Stefán frá Hvítadal.)
Sæll veri Guðmundur frændi
minn laus við þröngar holdsins
viðjar.
Ingi Heiðmar Jónsson.
+ Jóhanna L.A.
Þorsteinsdóttir
v var fædd á Akur-
eyri 3. desember
1917. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli 23. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorsteinn Stein-
þórsson frá Hömr-
um við Akureyri, f.
19. júní 1884, d. 4.
júlí 1945, og fyrri
kona hans, Jóhanna
Antonsdóttir frá
Stóragerði í
Myrkárdal, f. 31. des. 1879, d. 6.
des. 1917. Þau hjónin voru þre-
. * menningar að frændsemi. Aður
en Jóhanna Antonsdóttir dó frá
dóttur sinni aðeins þriggja daga
gamalli bað hún kunningjakonu
sína og góðan nágranna að ann-
ast fyrir sig barnið í veikindum
sínum. Það gerði hún ekki að-
eins, heldur ólu þau, hún og
maður hennar, hana upp að öllu
leyti. Þessi hjón hétu Guðný
Þorláksdóttir, f. 20. júlí 1870, d.
17. janúar 1948, og Sigtryggur
Haustið 1957 fluttum við hjónin
, til Akureyrar og bjuggum fyrsta
árið í Ránargötu 26. Eitthvert sinn,
er ég kom heim til mín, sat kona í
eldhúsinu hjá Þórunni, sem ég
hafði ekki áður séð. Hún heilsaði
mér glaðlega, kynnti sig og bauð
mig velkominn í nágrennið, sagðist
hafa frétt að systir sín væri flutt til
bæjarins og að sig hefði langað til
*%að ná sambandi við okkur. Hér var
þá komin mágkona mín, Jóhanna
Gissurarson, f. 16.
apríl 1875, d. 4. april
1955. Sjálf höfðu þau
eignast börn sem öll
dóu í frumbernsku,
nema sonurinn Hauk-
ur, sem var sjö ára,
þegar þau tóku Jó-
hönnu og dó hann að-
eins 14 ára gamall.
Þorsteinn kvæntist
öðru sinni. Var síðari
kona hans Marselína
Hansdóttir frá Myrká
í Hörgárdal, f. 27.
ágúst 1899, d. 3.
ágúst 1987. Þau
bjuggu á nokkrum stöðum, en
lengst af í Efri-Vindheimum á
Þelamörk og eignuðust saman
sex börn. Þau eru: 1) Baldur,
fyrrum bóndi og bifreiðastjóri á
Ytri-Bægisá II, nú búsettur á
Akureyri, kvæntur Unni Her-
bertsdóttur. 2) Steinþór, fyrrver-
andi bifreiðastjóri, á heima á
Akureyri. Sambýliskona hans er
Elsa Aðalsteinsdóttir. 3) Hans
Hjörvar, býr á Akranesi. Áður
bifreiðastjóri og síðar vélstjóri á
fiskiskipum. Kona hans er Helga
Þorsteinsdóttir, sem ég að vísu
vissi af, en hafði ekki áður hitt.
Þessi heimsókn hennar varð upp-
hafið að kynnum okkar og fjöl-
skyldna okkar, sem síðar varð að
vináttu og varað hefur til þessa
dags. Og nú er leiðir skilur, um
sinn, er mér ljúft og skylt að þakka
Jóhönnu, sem að öðrum ólöstuðum
átti stærstan þátt í hversu ánægju-
leg samskipti fjölskyldnanna hafa
ætíð verið, en þau hafa verið marg-
Þórisdóttir. 4) Hulda, fyrrum
húsfreyja í Efri-Vindheimum,
gift Einari Steindórssyni, sem
nú er látinn. Hulda dvelur á
vistheimilinu Hlíð á Akureyri.
5) Hildigunnur, húsfreyja í
Keldulandi í Akrahreppi í
Skagafirði, gift Stefáni Hrólfs-
syni bónda þar. 6) Þórunn Guð-
ríður, starfsstúlka í Hlíð, gift
Sigurði G. Flosasyni.
Hinn 3. október 1937 giftist
Jóhanna Kristni Gunnsteini
Kristjánssyni, ættuðum úr Ólafs-
firði, f. 26. sept. 1916, d. 7. maí
1996. Foreldrar hans voru
Eugenía Hólmfríður Jónsdóttir
og Kristján Magnússon. Börn Jó-
hönnu og Kristins eru: 1) Fóstur-
sonurinn Haukur Sigtryggur
Valdimarsson, fyrrum bóndi, nú
búsettur á Dalvík, kvæntur Mar-
gréti Kristinsdóttur. Faðir hans
var Valdimar, sonur Sigtryggs
fósturföður Jóhönnu, sem ávallt
reyndist henni sem bróðir. 2)
Guðný, gift Lárusi Erni Stein-
grímssyni, bifreiðastjóra. 3)
Svana Hólmfríður, sjúkraliði,
gift Herði G. Jóhannssyni, raf-
virkja. 4) Kristján Þorsteinn,
plötusmiður, kvæntur Ingu
Vestmann. Barnabörnin era orð-
in 13 og barnabaraabörnin tvö.
Útför Jóhönnu verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
vísleg, s.s. heimsóknir, gjafir, af-
mælis- og jólaboð að sumarleyfis-
ferðunum ógleymdum. Gamalt mál-
tæki segir: „Fjórðungi bregður til
fósturs." Það er trú mín, að það hafi
verið Jóhönnu Þorsteinsdóttur lán
að lenda hjá þeim mætu manneskj-
um, sem Guðný og Sigtryggur
áreiðanlega vora, enda bar hún
fulla virðingu íýrir þeim og mat þau
mikils. Það sýnir nafngift dóttur-
innar m.a. Þau Jóhanna og Kristinn
byggðu sér íbúðarhúsið Ægisgötu
19 árið 1944 og áttu þar heima æ
síðan, meðan líf og heilsa entist.
Þangað var gott að koma. Bæði
vora þau góð heim að sækja, ávallt
hlý í viðmóti, glaðsinna og hvergi
vora veitingarnar til sparnaðar.
Veislurnar hennar Jóhönnu gleym-
ast áreiðanlega seint, enda var hún
prýðilega vel verki farin og snyi-ti-
mennskan jafnan í fyrirrúmi. Það
sýndi brauðið sem hún bakaði og
ekki síður fötin sem hún saumaði á
börnin sín, átti enda til slíkra að
telja. Ég trúi því líka að hún hafi
skilað þeim arfi áfram til afkom-
enda sinna, a.m.k. ber handbragð
dætranna þess glöggt merki.
Já, margt var skrafað og skegg-
rætt, hvort heldur var yfir kaffi-
bolla eða spilum, því þau Kiddi, eins
og Kristinn var oftast nefndur af
kunnugum, höfðu mjög gaman af
að spila. Þá flugu spaugsyrðin á
báða bóga og hvorki olli það sút né
sárindum þótt meðspilararnir
sýndu lítil tilþrif í spilaíþróttinni,
skemmtilegast var bara að spilið
gengi greitt. Þrátt fyrir rausn, var
enginn auður í búi hjá þeim Kidda
og Jóhönnu. Hún þurfti lengstum
að vinna utan heimilis jafnframt
uppeldi barnanna og öðrum heimil-
isstörfum. Þau hjónin voru líka
mjög samhent og bára hag barna
sinna mjög fyrir brjósti. Fósturson-
urinn var þar engin undantekning.
Raunar var íjölskyldan öll sam-
rýnd. Lengst af unnu hjónin hjá
sama vinnuveitanda, t.d. allmörg ár
við skógerð hjá J.S. Kvaran, en síð-
an í fjölda ára á Skógerð Iðunnar.
Þrátt fyrir mikla vinnu, utan heim-
ilis sem innan, tók Jóhanna vii'kan
þátt í félagsstörfum. Þau hjónin
voru bæði meðal stofnenda Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks á Akureyri og
vora gerð að heiðursfélögum þeirra
samtaka. Þá var Jóhanna yfir 50 ár
í Kvenfélaginu Hlíf, sat í stjórn
þess einhver ár og lagði því félagi
til ómælda vinnu. Enn má nefna, að
Jóhanna mun einhyer ár hafa verið
félagi í stúkunni Isafold, enda var
hún bindindismanneskja á áfengi
alla sína ævi. Jóhanna hafði
ákveðnar skoðanir á málum, var
hreinskiptin og sagði meiningu
sína. Líklega hefur hún haft tals-
vert skap, en tamið það vel.
Ég get trauðla lokið þessum fá-
tæklegu orðum nema minnast á
sumarferðirnar okkar. Fjölskyldur
okkar höfðu þann sið að fara saman
í sumarleyfi. Yar aðaltilgangurinn
sá að skoða landið, njóta samvera
og hvíldar úti í hreinni náttúranni.
Tjöldum, mat og eldunaráhöldum
var þá hlaðið í bílana, svo sem rýmið
leyfði, ekið á daginn en tjaldað að
kveldi í rjóðri, grænni laut eða slétt-
um bala. Þetta reyndust ætíð stór-
skemmtilegar ferðir. Raunar held
ég að engir hafi notið þeirra betm-
en börnin. Þó verð ég að segja að
margar af mínum ánægjulegustu
endurminningum eru bundnar þess-
um ferðum. Oft var veðurútlit ekki
gott í upphafi ferða. Hins vegar
man ég ekki eina einustu ferð, að
við kæmum ekki heim í sól og blíðu,
a.m.k. voru allir með sól í hjarta.
Kæra mágkona, ég veit að þér
var missirinn sár, þegar lífsföru-
nautur þinn kvaddi. Þá var huggun
að eiga mannvænleg börn, sem
kappkostuðu að endurgjalda alla
ykkar ást og umhyggju. Vonandi
eigið þið Kiddi nú þráða endur-
fundi. Sjálfum finnst mér að vina-
hópurinn hafi minnkað verulega,
við fráfall ykkar. Við systir þín ósk-
um þér velfarnaðar á nýju tilvera-
stigi. Far þú í friði og hafðu þökk
fyrir allt og allt. Fjölskylda mín
sendii' börnum Jóhönnu og öðram
ástvinum hennar hugheilar samúð-
arkveðjur. Blessun Guðs fylgi ykk-
ur öllum.
Sigurður G. Flosason.
JOHANNA
ÞORSTEINSDÓTTIR