Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Líkur á hlýn- andi veðri Mjög góð sfldveiði en sfldin fremur smá TALSVERT snjóaði austanlands í fyrradag. Á Egilsstöðum hióðust upp miklir snjóskaflar á skömm- um tíma, eins og sést á myndinni, en greiðlega gekk að ryðja snjó- inn af götum. Verulega birti í kjölfar snjókomunnar en rigning- ar og myrkur hafa verið á Egils- stöðum undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Is- lands stefnir í ákveðnari suð-aust- anátt í dag, en í gær var hæg breytileg átt. Þessari breytingu getur fylgt gola eða kaldi suðvest- anlands, en gola um landið aust- anvert. Búast má við að hlýni heldur á morgun og snjórinn láti undan síga en þess í stað verði slydda eða rigning. Talið er að hitastigið á landinu verði á milli 1 og 2 gráður suðvestanlands, en ögn kaldara annars staðar, sér- staklega inn tii landsins. Austan til má búast við að verði bjartara en vestanlands og úrkomulítið. MJÖG góð síldveiði var um 10 mílur vestur af Malarrifi á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Svæðinu hefur nú hins vegar verið lokað vegna smásíldar. Að sögn Gunnars Þorlákssonar, skipverja á Húnaröst SF, fylltu sig flest skip í fáum köstum en skipið var í gær á leið til Hornafjarðar með fullfermi, um 800 tonn. „Við tókum aðeins þrjú köst og fengum um 1.000 tonn í síðasta kast- inu. Bjarni Ólafsson AK fékk síðan afganginn þegar við vorum búnir að fylla skipið. Síldin er hins vegar alltof blönduð og svæðinu var því lokað,“ sagði Gunnar. Nótaskipin hafa ekki getað leitað síldar dýpra út af Faxaflóa það sem af er árinu vegna veðurs. Beitir NK hefur síðustu daga ver- ið á síldveiðum með flottroll í Hér- aðsflóadýpi og landaði um 150 tonn- um á Neskaupstað á mánudag. Frey- steinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf., segir talsvert hafa orðið vart við síld fyrir austan en leiðindaveður hafi torveldað veið- arnar. Ekki eru fleiri skip á troll- veiðum fyrir austan land eins og er. Loðnuleit hafin Nokkur skip eru einnig komin á loðnumiðin fyrir austan land og norðaustur af Langanesi en þar fékkst sæmileg loðnuveiði rétt fyrir jólin. Slæmt veður hefm- verið á þessum slóðum að undanförnu en er nú að ganga niður. Ekki hafði fund- ist loðna í veiðanlegu magni þegar siðast fréttist í gær. Morgunblaðið/Anna Rannsókn Hauks Valdimarssonar læknis á svefnlyfjanotkun meðal aldraðra Líklegt að draga megi úr notkun án skaða ÝMISLEGT bendir til þess að stöðva megi notkun svefnlyfja aldr- aðra með því að draga kerfisbundið út notkun þeirra. Jafnvel er talið að svefn verði betri og að hreyfmg fólks að degi til aukist. Þetta er meðal ályktana sem Haukur Valdi- marsson læknir kynnti á ráðstefnu um rannsóknir læknadeildar Há- skóla Islands sem lauk í gær. Haukur Valdimarsson, sem starfar á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að lengi hefði verið vitað að notkun svefnlyfja væri hér nokkru meiri en í ýmsum nágrannalöndum, það væri vandi sem menn viðurkenndu. Tilgangur könnunar Hauks og samstarfs- manna hans var að kanna hvort draga mætti úr svefnlyfjanotkun meðal aldraðra án þess að vand- ræði hlytust af. Hefði verið tekinn ákveðinn hópur til skoðunar, alls 25 manns, 14 konur og 11 karlar. Hópnum var skipt í tvennt, annars vegar 12 manns sem ekki notuðu svefnlyf og hins vegar 13 sem notað höfðu svefnlyf að minnsta kosti í tvo mánuði áður en rann- sóknin fór fram. Sumir höfðu reyndar verið nokkru lengur á svefn- lyfjum. Svefn og gæði hans voru metin með spumingalistum, svefnskrá og sérstök- um hreyfiskynjara. Fylgst var með svefni fólksins áður en lyfja- notkun var hætt, og á ný tveimur vikum eftir að notkun svefnlyfja var hætt. Meðal niðurstaðna er að svefn- gæði verða meiri eftir að svefnlyfja- notkun var hætt en dregið var úr henni smám saman á tveimur vikum. Hauk- ur segir að bæði hafi það tekið fólkið skemmri tíma að sofna og svefntímabilum án hreyfínga fjölgaði. Ekki komu fram breytingar á hópnum sem engin svefnlyf tók. Haukur tók fram að enn væri verið að vinna úr gögnum rann- sóknarinnar en niður- stöður bentu til þess að þótt svefnlyf væru góð og nauðsynleg í ákveð- inn tíma þá væm tak- mörk fyrir því hversu lengi slík notkun borg- aði sig. Hugsanlega gætu þau á endanum gert ógagn. Haukur sagði ýmsa þætti geta ráðið því af hverju svefnlyf væru gefin lengi, menn tækju upp ein- hvern slíkan vana sem héldi of lengi áfram. Hann sagði nú ákveðinn áróður uppi meðal lækna að athuga sinn gang og reyna að draga úr þessari lyfjanotkun sem gæti í sum- um vilvikum verið of mikil. „Ég get ekki fullyrt um þessar niðurstöður en ýmislegt bendir til þess að fólkið sofi betur og það hreyfir sig jafnvel meira á daginn," segir Haukur. „Þegar menn eldast og ef menn eru slappir verður nið- urbrot lyfja hægara og þannig gætu áhrif svefnlyfja varað lengur og jafnvel fram á næsta dag sem getur þýtt að fólkið verður enn slappara af þeim sökum og er minna á ferðinni." Haukur sagði að lokum að hugs- anlega yrði fylgst áfram með þess- um hópi en meðalaldur er hins veg- ar 84 ár og hann sagði áhugavert að kanna þessi áhrif frekar. Haukur Valdimarsson STUTT Læknir slasaðist við störf LÆKNIR slasaðist á höfði er hann steig út úr sjúkrabifreið á ferð, en verið var að flytja slas- aðan farþega eftir bflveltu á Þjórsárdalsvegi við Sandá við Búrfellsvirkjun klukkan 7.20 í gærmorgun. Læknirinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavík- ur til aðgerðar og var síðan lagður inn á gjörgæsludeild. Að sögn lækna á hann að ná sér að fullu að öllu óbreyttu og voru meiðsl hans ekki eins alvarleg og talin voru í fyrstu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi mun sjúkrabifreiðin hafa verið að hægja á sér þegar slysið vildi til og gæti hafa verið á 30-50 km hraða á klukkustund. Farþeginn úr bílveltunni á Þjórsárdalsvegi var ekki alvar- lega slasaður, en hann var ekki í bflbelti og hlaut beinbrot. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var nokkuð um beinbrot gangandi vegfarenda á Selfossi í gær vegna hálku sem myndað- ist skyndilega á götum bæjarins þegar fór að snjóa í bænum. Slökkviliðið kallað út vegna sinu- bruna SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kvatt út vegna sinubruna við Vættaborgir í Borgarholts- hvei-fi um klukkan 17 í gær. Til- kynnt var um sinueld rétt hjá verslun Bónus, sem stendur við Vættaborgir. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á 10 mínút- um. Þá var tilkynnt um sinueld við Fálkabakka og Arnarbakka en er slökkviliðsmenn komu á vettvang fannst enginn eldur. Virtust vegfarendur hafa slökkt hann. Þetta var annar dagurinn í röð sem slökkviliðið er kallað út til að slökkva sinuelda í borg- inni og er talið að kveikt hafi verið í af ásetningi. Maður tek- inn með hass LÖGREGLAN í Reykjavík fann tæp 44 grömm af hassi í bifreið sem hún stöðvaði í eftir- litsferð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um tvöleytið í fyrrinótt. Lögreglan hafði grun um að ökumaðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og stöðvaði hún því ferð hans. Hann var færður í fangageymslu lögreglunnar og yfirheyrður vegna málsins í gær og er iaus úr haldi, en mál hans er til rannsóknar hjá fíkniefna- deild lögi-eglunnar. Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI kemur saman á ný í dag eftir rúmlega tveggja vikna jólafrí. Þingfundur hefst kl. 13.30 og fer þá einungis fram útbýting þingskjala. Þingflokks- fundir verða síðar í dag en á morgun er stefnt að því að halda aðra umræðu um frum- vörpin tvö um sjávarútvegsmál sem lögð voru fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdi- mars Jóhannessonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.