Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Könnun á reglubyrði fyrirtækja vegna laga og reglna á sviði skattamála |0% segja kerfið ósveigj- anlegt og þungt í vöfum Könnun meðal fyrirtækja á byrði þeirra vegna laga og reglna á sviði skattamála sýnir að ekki eru allir sáttir við stöðu þeirra mála. Karl Blöndal fjallar um niðurstöður könnunarinnar. Könnun á áhrifum skattareglna á íslensk fyrirtæki Eftirfarandi fjórar fullyrðingar og spurningar voru m.a. i könnuninni: Sömu upplýsingar eru veittar sama hvert er leitað Alveg sammála 0,9% Alveg Almennt sammáta Almennt ósammála ósammála Engin skoðun 16,1% 39,3% 20,9% 22,7% Kerfið er sveigjanlegt og ekki þungt í vöfum Almennt Alveg sammála Almennt ósammála ósammála Engin skoðun 7,1% 42,0% 28,8% 22,2% Hversu margar stundir að meðaltali í mánuði nota starfsmenn og stjórnendur hjá fyrirtækinu til að framfylgja lögum og reglum um skatta? Engin 1,0% 21-30 31-40 1-10 klst. 11-20 klst. klst. klst. Yfir41 klst. 36,8% 24,4% 8,7% [9,?% 19,9% Hvernig metur þú stjórnunarkostnað fyrirtækisins við að framfylgja lögum og reglum um skatta miðað við önnur fyrirtæki á sama sviði? Lítill Hæfilegur Mikill Engin skoðun 7,0% 46,0% 13,5% 33,5% 0% 20% 40% 60% 80% 100% NOKKURRAR óánægju gætir meðal fyrirtækja á íslandi vegna reglubyrði út af lögum og reglum á sviði skattamála og kváðust að- spurðir forsvarsmenn 70,6% fyrir- tækja vera almennt eða alveg ósam- mála þeirri fullyrðingu að „kerfið [væri] sveigjanlegt og ekki þungt í vöfum“ samkvæmt nýrri könnun forsætisráðuneytis, Verslunarráðs íslands og Vinnuveitendasambands Islands, sem einnig var gerð í öðr- um ríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD). Spurningar um lög og reglur um skattamál skiptust í þrjá hluta. I þeim íyrsta voru þátttakendur beðnir að leggja mat á skattalög og -reglur og segja hvort þeir væru sammála eða ósammála ákveðnum fullyrðingum. Kvaðst tæpur helm- ingur vera sammála um það að „lög og reglur [væru] auðskiljanlegar", en rúmur helmingur var ósammála. Efast um að lög og reglur um skatta nái tilgangi sínum Þá var lögð fram fullyrðingin „lög og reglur ná tiigangi sínum á eins einfaldan hátt og hægt er“. Að- eins 1,4% kváðust alveg sammála um að hún fengi staðist, 28,6% sögðust almennt sammála. Sýnu fleiri kváðust ekki geta fallist á hana og voru 31,4% almennt ósam- mála og 22,9% alveg ósammála. Þegar áfi-am er lesið úr niður- stöðunum blasir við svipuð mynd. Um 25% eru alveg eða almennt sammála um að „breytingar á lög- um og reglum [séu] fyrirsjáanleg- ar“, en rúmlega 42% eru almennt eða alveg ósammála. Aðeins 1% er alveg sammála um það að „reglum- ar [stangist] ekki á“, 34,5% eru al- veg sammála, en 25,8% eru almennt ósammála og 6,8% alveg ósammála. 34% hafa enga skoðun á því. Annar tónn heyrðist þegar full- yrðingin „þrátt fyrir mikinn fjölda laga og reglna er samt unnt að framfylgja þeim“. Rúmlega 61% kvaðst alveg eða almennt sammála um það, en rúmlega 24% voru alveg eða almennt ósammála. Greinilegt er að þeir, sem þurfa að framfylgja lögum og reglum um skattamál, telja samráð við samn- ingu þeirra af skornum skammti. Aðeins 1,4% kváðust alltaf geta svarað spumingunni „er það þín skoðun að samráð sé jafnan haft við fyrirtækin sem í hlut eiga þegar lög og reglur eru samin?" 9,2% oft, en 53,9% sjaldan og 26,7% aldrei. Þótt fyrirtækin gagnrýndu al- mennt fyrirkomulag skattamála, snerist dæmið við þegar innt var eft- ir viðhorfum þeirra til þess hvemig lögum og reglum væri framfylgt og var enginn á því að rammt kvæði að því að þær væru hunsaðar. 78,9% svöraðu í miklum mæli þegar spurt var: ,Að hve miklu leyti telurðu að fyrii-tæki á þínu sviði framfylgi al- mennt lögum og reglum um skatta?" 16,6% sögðu í nokkram mæli og enginn í litlum mæli. Misvísandi upplýsingar og erfitt að fínna þær Annar hluti könnunarinnar sner- ist um mat á framkvæmd laga og reglna um skattamál. Tæp 55% vora sammála um að ljóst væri „við hvaða skrifstofu [bæri] að hafa samband", en um 37% sögðu að svo væri ekki. Fyrirtækin skiptust nokkuð jafnt þegar borin var undir þau fullyrð- ingin að það væri „auðvelt að fá samband við rétta skrifstofu". Vek- ur athygli að 15% sögðust alveg ósammála um að það væri auðvelt. Aðeins tæpt 1% kvaðst sammála um að „sömu upplýsingar [væru] veittar sama hvert [væri] leitað", 16,1 vora almennt sammála, en 39,3%l Voru almennt ósammála og 20,9% alveg ósammála. Rúm 40% segja að embættis- menn gefi ekki skilmerkileg svör, en rúm 34% ségja að svo sé. Tals- vert hallar á skattyfirvöld þegar fullyrðingin „svör berast frá stjórn- völdum innan viðunandi tíma- marka“ er borin undir fyrirtækin. Aðeins 1,4% era alveg sammála, 23,9% almennt sammála, en 27,7% almennt ósammála og 20,7% alveg ósammála. Þannig vora því rúm 48% þeirrar hyggju að stjómvöld væra of sein til svars, en 26,3% kváðust enga skoðun hafa. Rúmur þriðjungur fyrirtækjanna var sammála um það að ljóst væri hver bæri ábyrgð á úrskurði, en nokkuð færri vora ósammála. Fleiri sögðu ljóst hvernig ætti að leggja fram kærur, áfrýjanir og kvartanir, eða tæp 40%. Hins vegar kvaðst sama hlutfall, 40%, ekki geta tekið undir fullyrðinguna „úrskurðii- stangast ekki á og era fyrirsjáan- legir þegar til lengri tíma er litið meðal svipaðra fyrirtækja". 18,5% kváðust geta samsinnt þessari full- yrðingu. Allt að 500 vinnustundir á mánuði í síðasta hluta könnunarinnar var spurt um stjórnunarkostnað við að framfylgja lögum og reglum um skattamál. Spurt var um hversu margar stundir starfsmenn og stjórnendur hjá fyrirtæki notuðu að meðaltali í mánuði til að framfylgja lögum og reglum um skatta. Flest ÓÞÉTT tengiró á eldsneytis- leiðslu var orsök þess að eldur kom upp í hreyfli flugvélar Flug- félags Islands síðastliðið sunnu- dagskvöld. Vélin var á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar þegar eldur kom upp í öðrum hreyfli hennar. Að sögn Skúla Jóns Sigurðar- sonar hjá rannsóknarnefnd flug- slysa náði eldsneyti að úðast með- fram eldsneytisleiðslunni vegna hinnar óþéttu tengiróar og hiti frá nærliggjandi púströri varð til þess að eldur kviknaði. Leiðslan liggur frá eldsneytisdælu hreyfilsins og að hreyflinum sjálfum og er tals- verður þrýstingur á henni. fyrirtæki, 36,8%, kváðust nota eina til 10 stundir, 24,4% 11 til 12 stund- ir, 8,7% 21 til 30 stundir, 9,2% 31 til 40 stundir og 19,9% yfir 41 stund. Segir í skýrslunni að sum fyrirtæki hefðu sagst eyða afar miklum tíma í þessa vinnu og hefðu verið dæmi um allt að 500 stundir á mánuði. Meðaltal þátttökufyrirtækjanna hefði verið um 41 stund á mánuði. Flest fyrirtækjanna reyndust eyða milli eitt og 20 þúsund krón- um í aðkeypta aðstoð endurskoð- enda, lögfræðinga og rekstrairáð- gjafa að jafnaði á mánuði til að framfylgja lögum og reglum um skatta og annar þriðjungur 21 til 60 þúsund. 15,5% fyrirtækjanna kváð- ust að jafnaði eyða 100 þúsund krónum eða meiru í slíka þjónustu. Almennt mátu fyrirtækin þennan kostnað h'tinn fremur en mikinn. Um 60% fyrirtækjanna töldu að stjómunarkostnaður við að fram- fylgja lögum og reglum um skatta hefði aukist, en aðeins 1% taldi að hann hefði dregist saman. Taldi tæplega helmingur þátttakendanna í könnuninni að kostnaðurinn hefði aukist vegna þess að reglur væru orðnar flóknari en áður, fjórðungur rakti það til tilkomu nýiTa laga og „Flugmaðurinn sér eldinn nán- ast um leið og hann kviknar og slekkur á dælunni og þar með er eldurinn farinn. Það urðu nánast engar skemmdii’ þarna af völdum eldsins," sagði Skúli Jón. Að sögn Skúla Jóns er hugsan- legt að róin hafi ekki verið hert fyllilega við síðustu skoðun en um 30 flugtímar era liðnir síðan tengið var tekið í sundur og skoðað. „Þeg- ar tengið er sett saman er það þifystiprófað, lekaprófað og keyrt upp. Éftir síðustu skoðun var ekk- ert athugavert en á þeim flugtím- um sem liðnir era hefur róin lík- lega losnað," sagði Skúli Jón. Þrír læknar komu á vettvang í reglna, en um 7% töldu aukninguna stafa af því að þeim væri framfylgt í auknum mæli. Þá sögðu tæp 20% að það væri vegna þess að fyrirtæk- ið hefði fært út kvíarnar. I skýrslunni er lagður saman mánaðarlegur meðaltalskostnaður úr spurningunum um tíma starfs- manna, kostnað vegna tækjakaupa og kostnað við aðkeypta þjónustu og miðað við þá forsendu að meðal- kostnaður á hverja vinnustund sé 1.500 krónur. Niðurstaðan er sú að meðalkostnaður fyrirækja á mán- uði við að fylgja þessum reglum sé 124 þúsundir króna. Könnun þessi var gerð vorið 1998. Hún var send út til 560 fyrir- tækja, sem eiga aðild að VSÍ og VÍ. Nothæfir spurningalistar bárast frá 221 fyrirtæki og telst svarhlut- fall 40,9%. í skýrslu um könnunina segir að þetta svarhlutfall sé helm- ingi hæira en OECD geri ráð fyrir í könnun af þessu tagi og hún sé einnig hærri eða svipuð og í öðram ríkjum stofnunarinnar, sem þegar hafi gert sambærilega könnun. Ætlunin er að bera niðurstöður þessarar könnunar saman við nið- urstöður í öðrum löndum OECD og er búist við að þær liggi fyrir í vor. öryggisskyni þegar flugvélin lenti á flugvellinum á Egilsstöðum á sunnudagskvöldið, og vildi þannig til að tveir þeirra áttu börn sem vora um borð í vélinni. Úrskurðarnefnd fjar- skipta- og póstmála Kæra Lands- símans sú þriðja KÆRA Landssíma íslands hf. til úr- skurðarnefndar fjarskipta- og póst- mála er þriðja kæran sem berst nefndinni. Svo gæti farið að kæra Landssímans verði fyrsta málið sem nefndin úrskurðar um, en fyrri er- indin voru bæði leyst áður en til úr- skurðar hennar kom. Nefndin hefur starfað frá árinu 1997 og er skipunartími hennar fjög- ur ár. Formaður nefndarinnar er Jón L. Arnalds hæstaréttai-lögmað- ur, tilnefndur af Hæstarétti, og ásamt honum sitja Jón Eyjólfsson endurskoðandi, tilnefndur af sam- gönguráðherra og Guðjón Kárason verkfræðingur, tilnefndur af Verk- fræðingafélagi Islands í nefndinni. Nefndin starfar samkvæmt lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, 8. gr. nr. 147 frá árinu 1996, og skal úr- skurður hennar liggja fyrir innan 8 vikna frá þvi kæra berst. Ákvarðan- ir og úrskurði Póst- og fjarskipta- stofnunar er hægt að kæra til nefnd- arinnar og era úrskurðir hennar endanlegir á stjórnsýslustigi en hægt er að áfrýja úrskurði hennar til dómstóla. ---------------- Framkvæmdir hafnar við Borg- arfjarðarbraut FRAMKVÆMDIR eru hafnar við lagningu Borgarfjarðarbrautar og er nú búið að grafa meginhluta veg- skurða í mýrlendi, að sögn Ingva Árnasonar, deildarstjóra fram- kvæmdadeildai’ Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Verktaki við lagningu Borgarfjarðarbrautar er Leifur Guðjónsson í Borgarnesi og að sögn Ingva hefst hann handa við al- menna vegagerð á svæðinu ein- hvern næstu daga. Ingvi sagði að gert væri ráð fyrir því að byrjað yrði á neðri hluta veg- arins, þ.e. frá Hnakkatjarnarlæk upp undir Flóku, en meira hefur ekki verið skipulagt að svo stöddu. „Málið er í biðstöðu vegna þess að ennþá hefur ekki fengist fram- kvæmdaleyfi fyrir ákveðnum hluta leiðarinnar. Þar er um að ræða vegagerð þar sem nýr vegur lendir utan vegsvæðis, en það er í landi Steðja. Þar afturkallaði sveitar- stjórn framkvæmdaleyfi á meðan frekari athugun fer fram á skipu- lagsmálum,“ sagði Ingvi. Hann sagði að óvíst væri hvenær niðurstaða fengist í því máli, en þó væri frekar búist við að það yrði eftir einhveijar vikur en mánuði. Flugvirkjar Flugfélags íslands skiptu um leiðslu í vélinni og var henni flogið til Akureyrar í gær. Rannsókn og athugun á vélinni er ekki að fullu lokið. Flugvél Flugfélags íslands Oþétt tengiró orsök eldsins Morgunblaðið/Anna FLUGVIRKJAR Flugfélags íslands skiptu um eldsneytisleiðslu í flugvélinni á Egilsstöðum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.