Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 25
fóníuhljómsveitar íslands ávarp
sitt á blaðamannafundinum. Sagði
hann margt hafa verið rætt og rit-
að um byggingu tónlistarhúss í
gegnum árin og með tímanum
hefði biðin orðið að rótgróinni efa-
semd. „Nú er sú bið á enda. Með
þessari ákvörðun fær Sinfóníu-
hljómsveit Islands heimili og var-
anlegan samastað við bestu skil-
yrði. Meira er varla hægt að fara
fram á. Nú er bara að láta hendur
standa fram úr ermum, hraða
framkvæmdum. Látum verkin
tala, það er að koma ný öld!“
Ánægja með ráðstefnumiðstöð
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði daginn fyi'st og fremst
helgaðan því mikla tónlistarlífi
sem verið hefur hér á landi undan-
farna áratugi. Pað væri aftur á
móti einnig ákaflega ánægjulegt
að tekin hefði verið ákvörðun um
byggingu ráðstefnumiðstöðvar.
Halldór gat þess að gífurlegur
vöxtur hefði orðið í ferðaþjónustu
á Islandi hin síðari misseri, ekki
síst í ráðstefnugeiranum, og því
myndi ráðstefnumiðstöð af þessu
tagi koma í góðar þarfir. Sagði
ráðherra ráðstefnugesti eyða hlut-
fallslega mestu fé af öllum ferða-
mönnum hér á landi, brúttótekjur
af 600 manna ráðstefnu gætu
numið 30 m.kr. Kvaðst Halldór
sannfærður um að Island ætti eft-
ir að verða ofar á blaði yfir ráð-
stefnustaði eftir því sem líður á
næstu öld.
Sagði ráðherra vel fara á sam-
býli tónlistar og ferðaþjónustu,
þessar greinar hefðu báðar
sprungið fallega út á síðustu miss-
einm og ámm. „Á því leikur ekki
vafi, tónlistin gerir þjóðfélag okk-
ar huggulegra með hverju árinu
sem líður og ferðaþjónustan skap-
ar fleiri atvinnutækifæri með
hverju árinu sem líður.“
Erna Hauksdóttir formaður
Samtaka í ferðaþjónustu tók í
sama streng og Halldór. Bygging
ráðstefnumiðstöðvar væri _ tæki-
færi til að styrkja stöðu íslands
sem staðar fyrir ráðstefnuhald.
Samtenging húsa
I greinargerð VSO ráðgjafar,
sem stjórnað hefur verkefninu,
kemur fram að nýtingar- og hag-
kvæmnismat hafi leitt ótvírætt í
ljós að hagkvæmt yrði að tengja
saman tónlistarhús og ráðstefnu-
miðstöð. Þykir sú niðurstaða ekki
koma á óvart þegar littö er til þess
sem gert er erlendis. I því sam-
bandi er nefnd ráðstefnumiðstöðin
í Birmingham á Englandi þar sem
einnig er tónleikasalur, Symphony
Hall, sem getið hefur sér orð sem
einn besti tónleikasalur í Evrópu
og þótt víðar væri leitað. Þá er
minnst á Kultur- und Kon-
gresszentrum í Luzern í Sviss sem
opnað var í ágúst í fyrra.
í greinargerðinni er ekki talin
ástæða til að ætla annað en starf-
semi ráðstefnumiðstöðvar, tónlist-
arhúss og Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands geti farið saman, því að jafn-
aði sé dagskrá skipulögð langt
fram í tímann. Aðeins í undan-
tekningartilvikum ætti Sinfóníu-
hljómsveitin að þurfa að víkja með
æfingar úr stærri salnum og þá í
þann minni.
Hvað stofnkostnað varðar yrði
ávinningur af sameiningu tónlist-
arhúss og ráðstefnumiðstöðvar
um 490 m.kr. Umtalsvert rekstr-
arlegt hagræði hlýst líka af sam-
einingu. Rekstur tónlistarhúss,
sem byggt yrði eitt og sér, myndi
samkvæmt áætlunum skila óveru-
legum tekjum til afskrifta og fjár-
magnskostnaðar. Ætla má að
sama eigi við um ráðstefnumið-
stöð, sem byggð yrði ein og sér.
Samkvæmt áætlunum mun sam-
einað tónlistarhús og ráðstefnu-
miðstöð þó skila 40-50 m.kr. til af-
skrifta og fjármagnskostnaðar. Þá
er ótalinn sá ávinningur sem hlýst
af því að ráðstefnumiðstöðin hefði
afnot af stærri sal tónlistarhúss-
ins, til dæmis til að setja og slíta
LISTIR
ráðstefnum. í skýrslunni er áætl-
að að rekstur húss af þessu tagi
verði hagstæður um 40 m.kr. á ári
miðað við það sem yrði ef tvö hús
yrðu byggð og rekin hvort í sínu
lagi.
Að mati danska ráðgjafarfyrir-
tækisins Scanticon, sem VSÓ leit-
aði til, er nauðsynlegt að ráð-
stefnuaðstaða sé mjög nærri hót-
eli, helst í sömu byggingu, svo ráð-
stefnugestir geti gengið til og frá
herbergjum sínum. Sömu viðhorf
koma fram í skýrslu nefndar sam-
gönguráðherra. Þetta atriði er því,
að mati VSÓ, afar mikilvægt þeg-
ar fjallað er um staðsetningu tón-
listarhúss og ráðstefnumiðstöðv-
Uppbygging hússins
Gert er ráð fyrir að stærri sal-
urinn geti rúmað 1.300 manns. Að
dómi Artec, bandaríska ráðgjafar-
fyrirtækisins, er það heppileg
stærð til að ná úrvals hljómburði
fyrir sinfóníska tónlist. Hinir er-
lendu ráðgjafar eru sammála um
að ekki fari saman að gera stærri
salinn bæði að úrvals tónleikasal
og sérhæfðum ráðstefnusal. Það
er skoðun Scanticon að ráðstefnu-
miðstöð í Reykjavík eigi fyrst og
fremst að beina athygli að ráð-
stefnum með allt að 200-300 þátt-
takendur og fámennari þingum
með um 400-500 þátttakendur.
Það er því niðurstaðan að stærri
salinn ætti fyrst og fremst að
hanna sem tónleikasal en jafn-
framt er gert ráð fyrir því að hann
yrði nýttur til að setja og slíta ráð-
stefnum og þingum.
Áætlað er að minni salurinn sé
fyrst og fremst hannaður sem ráð-
stefnusalur. Miðað er við að salur-
inn verði með útdraganlegum
bekkjum og að breyta megi sæta-
skipan á skömmum tíma með lítilli
fyrirhöfn þannig að slétt gólf verði
í salnum. Að áliti nefndar sam-
gönguráðherra þarf minni salur-
inn að geta rúmað 500 manns við
borð, skólastofuuppröðun. Salur-
inn myndi rúma 750 manns þegar
bekkir yrðu notaðir.
Tónlistarhúsið yrði aðsetur Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og hluti
þess, nánar tiltekið um 750 fer-
metrar, yrðu sérstaklega ætlaðir
henni, einkum vegna skrifstofu,
æfingaherbergja og hljóðfæra-
geymslu.
Vegna ráðstefnuaðstöðu yrði í
húsinu fjöldi fundaherbergja af
ýmsum stærðum með fullkomnum
búnaði.
Rekstur
Gert er ráð fyiir umfangsmikilli
starfsemi í tónlistarhúsi og ráð-
stefnumiðstöð. Sinfóníuhljómsveit
Islands hefur aðsetur í húsinu og
þar hefur hún aðstöðu til æfinga
og tónleika. Húsið verður til af-
nota fyrir allar tegundir tónleika,
jafnt klassíska sem dægurtónleika
og er áætlað að árlega muni á bil-
inu 200-300 þúsund gestir sækja
þangað tónleika. Búist er við að
árlegur fjöldi ráðstefnugesta verði
13.500 og árlegur fjöldi ráðstefnu-
daga margfaldaður með gesta-
fjölda eru 42.000.
Heildartekjur tónlistarhúss og
ráðstefnumiðstöðvar eru áætlaðar
um 330 m.kr. á ári og rekstrar-
hagnaður án afskrifta og fjár-
magnskostnaðar um 47 m.kr.
Rekstur mun því ekki standa und-
ir nema litlum hluta stofnkostnað-
ar og miðað við áætlanir yi'ðu það
innan við 20%. Rekstur tónlistar-
húss og ráðstefnumiðstöðvar og
útgjöld erlendra ráðstefnugesta
geta þó í heild aukið skatttekjur
ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar
um 160 m.kr. á ári. Eru þá ótalin
margfeldisáhrif og margskonar
beinn og óbeinn hagur ríkis og
borgar af starfseminni.
í greinargerð VSÓ kemur fram
að áríðandi sé að vel takist til um
rekstrarform tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar. Þá segir að ým-
islegt bendi til þess að heppilegt
sé að rekstraraðili hótels sem
tengist ráðstefnumiðstöðinni ann-
ist rekstur allra þátta. Mikilvægt
sé að myndaður verði sameigin-
legur vettvangur þar sem notend-
ur, eigendur og rekstraraðilar
eiga fulltrúa.
Fjármögnun
Hugmyndir um fjármögnun
byggjast á því að tónlistarhús og
ráðstefnumiðstöð verði fjármögn-
uð af opinberum aðilum, einkum
ríki og borg, fi'jálsum framlögum
til tónlistarhúss og hóteli eða
rekstraraðila ráðstefnumiðstöðv-
ar.
Vegna forgangs Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar yrði hlutdeild þennar
í tónlistarhúsinu mikil. í hug-
myndum nefndar menntamálaráð-
herra var gert ráð fyrir að hlut-
deild hljómsveitarinnar yrði fjár-
mögnuð af þeim sem standa
straum af rekstri hennar. Þá var
gert ráð fyrir að sá hluti hússins
sem þjónar almennri tónlistar-
starfsemi yrði einkum fjármagn-
aður af Reykjavíkurborg. Enn-
fremur er talið líklegt að frjáls
framlög til tónlistarhússins geti
numið um 100 m.kr.
Miðað er við að opinberir aðilar
fjármagni sem nemur helmingi af
hluta ráðstefnumiðstöðvar.
Fram kemur í greinargerð VSÓ
að skoðaðir hafi verið tveir megin-
kostir varðandi fjármögnun og
eignarhald. Annars vegar hefð-
bundin opinber framkvæmd og
hins vegar einkaframkvæmd þar
sem opinberir aðilar, einkum ríki
og borg, myndu tryggja árlegar
greiðslur með samningi til langs
tíma.
CLINlQUfc
100% ilmefnalaust
CL1NIQUE
drarnabcally
different
másturfzífiglotíon
Taktu prófið
Komdu síðan til Clinique og fáðu svarið
Náðu í glært límband, límdu þétt á handarbakið. Fjarlægðu það gætilega aftur. Líttu á, það
sem þú sérð eru dauðar húðfrumur, fita og óhreinindi sem þekja annars ferska húð þína.
Clinique notar þetla próf til að sýna hvernig við fjarlægjum dauðor húðfrumur. Hreinsum
burt gamalt lag af yfirborði húðarinnar sem hylur ferska, hreina húðina. Hreinsun á dauð-
um húðfrumum er kjarninn í þriggja þrepa kerfinu frá Clinique: Facial Soap, Clarifying
Lotion - sem fjarlægir dauðar húðfrumur - og Dramatically Different Moisturizing Lotion.
Notaðu þriggja þrepa kerfið tvisvar á dag, hvern dag og fáðu fallegri húð.
Eins og þú sérð þá þarf það ekki að vera erfitt. Allt sem þarf er smá heimavinna.
Komdu í dag og fáðu þriggja þrepa kerfið í prufusetti frá Clinique - ókeypis.
Kringlunni, sími 568 9300.
ATHYGLISVERÐASTAAUGLYSING ARSINS 1998
ATT ÞU FINA GOf)A FOA FLEIRI?
Tilgangur samkeppninnar er að vekja
almenna athygli á vel gerðum auglýsingum
og auglýsingaefni og veita aðstandendum
þess verðskuldaða viðurkenningu.
Verðlaun verða veitt fyrir bestu
auglýsinguna í eftlrtöldum flokkum:
• Kvikmyndaðar auglýsingar
• Útvarpsauglýsingar
• Dagblaðaauglýsingar
• Tfmaritaaugiýsingar
• Umhverfisgrafík
• Veggspjöld
• Vöru- og firmamerki
• Auglýsingaherferðir
• Markpóstur
• Kynningarefni, annað en markpóstur
• Vefsíður fyrirtækja
Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé
gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á
árinu 1998.
.fi
Skilafrestur rennur út föstudaginn s
8. janúar 1999 kl. 16.00. |
Tekið verður við innsendingum á skrifstofu £
ÍMARK að Tómasarhaga 16, dagana 4.-5. og <
7.-8. janúar, milli kl. 9 og 12. Einnig er hægt
að senda efnið í pósthólf 8393,128 Reykjavík.
ítarlegri upplýsingar er hægt að fá hjá ÍMARK
í síma/bréfsíma 511 4888 eða 899 0689.
Netfang: imark@mmedia.is
Verðlaunin verða afhent í Háskólabíói þann
19. febrúar og verður það auglýst nánar síðar.
KViARK
Félag íslensks markaðsfólks, ÍMARK,
í samráði við Samband íslenskra auglýsinga-
stofa, SÍA, efnir til samkeppni um athyglis-
verðustu auglýsingu ársins 1999 og er það í
þrettánda sinn sem samkeppnin er haldin.