Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 58
-vm>au > 58 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM GÓÐLEGUR miðaldra maður tek- ur þéttingsfast í spaðann á blaða- manni. Hann lítur að minnsta kosti út fyrir að vera miðaldra þótt annað eigi eftir að koma í ljós. „Ég byrjaði í brúðumyndagerð fyrir 50 árum7“ segir hann. - Attu ekki við fyrir 15 árum, spyr blaðamaður. „Nei, ég byrjaði fyi'ir hálfri öld,“ svarar miðaldra maðurinn. - Ha, hváir blaðamaður. „Það verða einmitt hátíðahöld í Noregi af því tilefni í janúar,“ held- ur hann áfram. - Hvað ertu eiginlega gamall? A spyr blaðamaður undrandi. „Ég er 79 ára.“ Ætti að gerast ljónatemjari Það er vel við hæfi að maður sem hefur lifibrauð sitt af brúðumynda- gerð og rekur norskt kvikmynda- fyrirtæki heiti ævintýralegu nafni á borð við Ivo Caprino. Helst hefði maður með svona nafn samt átt að verða ljónatemjari í sirkus. „Ég er svo heppinn að hafa lifað góðu og áhugaverðu lífi,“ segir Caprino. „Ég hef atvinnu af áhugamálum mínum, á yndislega fjölskyldu, bý i gullfallegu Iandi og er enn í fullu fjöri.“ \ Caprino kom til landsins um síð- ' ' ustu helgi til að kynna brúðumynd- j ina Álfhóll: Kappaksturinn mikli sem er ein aðsóknarmesta mynd l Norðmanna iyrr og síðar. Það seg- | ir sína sögu að þegar hún var sýnd 3 Ivo Caprino, leikstjóri Álfhóls: Kappakstursins mikla Spilar á brúður eins og harmóntku Ivo Caprino lætur ekki mikið yfir sér. En þeg- ar hann byrjar að segja frá ljúkast upp heilu ævintýraheimarnir. Pétur Blöndal talaði við hann um norsk tröll og kappakstur. hérlendis árið 1977 sáu hana um 35 þúsund manns. Nú um jólin er hún endursýnd í Stjömubíói með ís- lensku tali. „Myndin er 23 ára gömul og er sýnd úti um allan heim. Hún hefur verið talsett á 13 mismunandi tungumálum og sýnd á fjarlægum stöðum á borð við Japan, Kóreu og Rússland," segir Caprino. „Við byrjuðum á að sýna hana á kvik- myndahátíðum og var þegar mikil eftirspum eftir henni. Enda er hún BRUÐUMEISTARINN Ivo Caprino. Morgunblaðið/Porkell gamaldags, framvinda sögunnar hæg og maður nær að vingast við allar persónumar. Þess vegna fer fólk á myndina aftur og aftur.“ Verið sýnd 23 ár í Noregi Álfhóll: Kappaksturinn mikli hef- ur verið sýnd í Noregi alveg síðan hún var fmmsýnd fyrir 23 ámm. „Það hafa selst á hana yfir 5 millj- . V' UT2ALA Góður affiláttur af s Yrnsum húfigögnum ónir miða í Noregi og íbúarnir era aðeins 4,2 milljónir," segir Caprino og brosir. „Einhver hlýtur því að hafa stolist á myndina tvisvar.“ Caprino hefur gert tvær myndir í fullri lengd en einnig ótal stutt- myndir um allt milli himins og jarðar, einkum þó brúðumyndir úr norskum ævintýmm. Enda bjó hann lengi vel yfir alveg sérstöku leyndarmáli. „Menn vom alltaf mjög forvitnir að vita hvemig ég færi að því að hreyfa brúðumar í myndunum án þess að nota stilliramma og án þess að nota venjulegar strengjabrúður.“ Galdurinn fólst í því að þræða einn og sama strenginn í alla parta brúðunnar og leika svo á hana eins og harmóníku. Þetta er ekki eina uppfundning Caprinos þvi hann hefur einnig þróað sérstaka myndavél sem tekur í panorama og nær yfir 225 gráður. Það hafa verið byggð níu kvikmyndahús í Noregi sem geta sýnt myndirnar sem orðnar era 18 talsins. Nú síðast tók hann upp mynd um íþróttamennina sem keppa á næstu ólympíuleikum. Byggði ævintýraland Og Caprino fæst ekki ein- vörðungu við kvikmyndagerð. Hann rekur einnig skemmtigarð í Lillehammer með sögupersónum úr norskum ævintýmm og er eitt tröllið 15 metra hátt. Þá er þar ævintýrakastali sem er 13 metra hár og er heill ævintýraheimur að innan. En líklega verður bíllinn úr Alf- hóli að teljast mesti dýrgripurinn. Hann var gerður til kynningar á myndinni og hefur verið fluttur á milli hátíða um allan heim. „Ég byggði hann í kvikmyndaverinu mínu,“ segir Caprino. „Hann er listilega vel gerður og vekur jafnan mikla athygli á bflasýningum. Fólk er agndofa yfir allri þeirri vinnu sem liggur í bflnum. Én einhvem veginn urðum við nú einu sinni að koma norskri brúðumynd á fram- færi.“ Og það tókst! rðdærni - f Amerískur Hægindastóll (Örfá eintök) 56.700 Amerísk Járnrúm m/dýnu 163.100 Amerískt sófasett 3+1+1 238.400 Amerískt sófasett 3+2 169.000 Barnarúm 90x190 (án Dýnu) 19.300 Mexico skrifpúlt 69.300 Eldhúsborð + 4 stólar 31.500 Hornsófi 6 sæta 126.800 Speglar 16.400 Útlitsgölluð húsgögn í unglingaherbergi seld með góðum afslætti. 28.900 129.900 149.900 129.900 Ath. Takmaikað magn SUÐURLANDSBRAUT 22 - S: 553 6011 & 553 7100 Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e/TTHVA£J NÝTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.