Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Óvenjumikið um sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu Færri útköll á síðasta ári vegna eldsvoða SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út 96 sinnum á nýliðnu ári, þai- af voru 7 útkallanna á svæði Bruna- varna Eyjafjarðar og 2 á svæði ná- granna slökkviliða. Þetta eru mun fæm útköll en var árið á undan þeg- ar liðið var kallað út 121 sinni, þar af í 9 skipti utanbæjar. í skýrslu um útköll og eldsvoða á Akureyri og nágrenni árið 1998 kem- ur fram að ekki varð manntjón í bruna á svæði Slökkviliðs Akureyrar og Brunavama Eyjafjarðar á árinu. Stærsta brunatjónið varð þegar úti- hús við Dverghól brann í janúar á liðnu ári en þá drápust yfir 10 hross og tjón varð allmikið eða um 10 millj- ónir, að sögn Tómasar Búa Böðvars- sonar slökkviliðsstjóra. Þá var einnig nokkurt tjón þegar kviknaði í húsinu við Lækjargötu númer 6 en fólki sem var í húsinu tókst að bjarga sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Utköll oftast vegna elds í íbúðarhúsum Af útköllunum 96 voru 40 vegna elds og 56 án elds. Þegar um eld var að ræða var hann oftast í íbúarhús- um eða í 14 tilvikum og 12 sinnum hafði kviknað í rusli, sinu eða mosa. Þegar ekki var um eld að ræða var útkallið oftast vegna gruns um eld eða 34 sinnum, 9 sinnum var slökkvi- lið kallað út vegna björgunar úr bíl- um, 6 sinnum vegna hreinsunar hættulegra efna eða reyklosunar og jafnoft var liðið kallað út til að dæla vatni. Upptök elds voru í flestum tilvik- um þegar farið var óvarlega með eld og þá má rekja næstflest upptök elds til rafmagnstækja og íkveikju. Alls urðu sjúkraútköll 1.237 á liðnu ári og hafa, að sögn Tómasar Búa, aldrei verið fleiri, en á síðasta ári urðu sjúkraútköll 1.000 talsins. Af þessum sjúkraútköllum voru 220 utanbæjar, 37 þeirra voru ferðirnar yfír 90 kílómetra langar og 55 voru yfir 40 kílómetrar. Alloft eða 96 sinn- um voru 2 eða 3 sjúkrabílar úti sam- tímis og sagði slökkviliðsstjóri að það væri óvenjumikið eða um helm- ingi oftar en var árið á undan. Morgunblaðið/Kristján SKJOLDUR Tómasson slökkviliðsmaður á Akureyri að störfum. Á árinu fóru sjúkraflutningamenn í 109 sjúkraflug með flugvélum Flug- félags Islands og voru 99 þeirra inn- anlands og 10 milli landa, mest til Grænlands. „Þetta var annað heila árið sem við höfum farið með í sjúkraflug og hefur verið meira um það að okkar menn fari í slíkt flug en gert var ráð fyrir,“ sagði Tómas Búi, en hann sagði að í vaxandi mæli væri óskað eftir því að sjúkraflutninga- menn færu með í sjúkraflug enda væru þeir þjálfaðir í meðferð tækja sem notuð væru. Fjárhagsáætlun Akureyrar 1999 Þjónustu- íbúðir við Eiðsvalla- götu ALLS verður 68 milljónum króna varið til fjárfestinga vegna félags- mála á vegum bæjarsjóðs Akur- eyrar á árinu, en upp í það kemur framlag úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra sem nemur 36 milljónum króna. Áætlað er að bygging þjónustuí- búða við Eiðsvallagötu kosti 32 milljónir króna og mun framlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra notað til framkvæmdanna. Þá leggur bæjarsjóður til 10% hlut á móti 90% láni vegna bygginga um það bil tíu íbúða og nemur framlagið 10 milljónum króna. Hafist verður handa á næsta ári við byggingu nýs leikskóla við Iðavöll og er gert ráð fyrir að 6 milljónir króna fari í undirbúning við hönnun og gerð útboðsgagna. Vegna kaupa á ýmsum búnaði og viðhaldi vegna öldrunarmála verður varið um 7 milljónum króna á árinu 1999 og 6 milljónir fara í al- mennt viðhald og endurbætur á leikskólum. Þá eru óskiptar 7 milljónir króna hjá félagsmálaráði vegna ýmissa verkefna. >J *• -Tí'ff '' íáifí * i* iiij Morgunblaðið/Kristján Haldið til veiða í norskri lögsögu NORMA Mary og Onward Hig- hlander, tvö af skipum Onward Fis- hing Company Ltd., dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, hafa legið við bryggju á Akureyri að undan- fórnu. I gær hélt Norma Mary til veiða á Svalbarðasvæðinu en Onward Highlander fer til veiða við Noreg um næstu helgi. Onward Fishing Company er að fullu í eigu Samherja en fyrirtækið er skráð í Hull á Englandi en skipin í Aberdeen í Skotlandi. Unnið hefur verið að endurskipulagningu á skipaflota fyrirtækisins, sem nú er með þrjú skip í rekstri. Fyrirtækið á tvö skip, ísfisktogarann Glenrose og frystitogarann Onward Highlander en hefur haft frystitogarann Norma Mary á leigu frá miðju síðasta ári. Norma Mary er í eigu Skipakletts á Reyðarfirði og hét áður Snæfugl. Þorsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar Samherja, sagði að veiðar skipanna hefðu gengið upp og ofan á síðasta ári. Glenrose var við veiðar við Hjaltlandseyjar og gengu þær fram- ar vonum að sögn Þorsteins. Veið- arnar hjá Normu Mary gengu einnig þokkalega og veiðarnar hjá Onward Highlander gengu þolan- lega, miðað við veiðar í Barentshafi, eins og Þorsteinn orðaði það. „Veiði í Barentshafi hefur bara verið lé- leg.“ Onward Fishing Company er með veiðiheimildir í Barentshaíi og Norðursjó, við Færeyjar, ísland, Grænland og Nýfundnaland. Á myndinni er Norma Mary að sigla út úr Fiskihöfninni á Akureyri í gær en Onward Highlander liggur við bryggju. Þrettánda- gleði Þórs ÁRLEG þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagins að Hamri við Skarðshlíð í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janú- ar, og hefst hún kl. 20. Að venju verða ýmsar kynjaverur á ferðinni, jóla- sveinar, álfar, púkar, tröll og vitanlega álfakóngur og álfa- drottning. Rummungur ræn- ingi mætir á svæðið, Kirkjukór Glerárkirkju syngur og ung söngkona, Erna Hrönn Olafsdóttir, tek- ur lagið. Kveikt verður í þrettándabrennu og lýkur gleðinni með veglegri flug- eldasýningu. Miðaverð á þrettándagleð- ina er 600 krónur fyrir 6 ára og eldri. Verkmenntaskólinn á Akureyri Stundaskrár í dagskóla verða afhentar í anddyri skólans fimmtudaginn 7. janúar kl. 13:15-17:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 8. janúar. Skólameistari. I3ICMIEGA Fólínsýra BtOHwm FÓI.ÍN Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. Morgunblaðið/Björn Gíslason Styrkur í stað jólakorta STJÓRN Hafnasamlags Norður- lands ákvað að styrkja Krabba- meinsfélag Akureyrar í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort í ár. Þetta er gert í minn- ingu Guðmundar Sigurbjömsson- ar hafnarstjóra, sem lést síðast- liðið sumar, langt um aldur fram. Myndin er tekin við afhendingu peninganna, frá vinstri era full- trúar Krabbameinsfélags Akur- eyrar, Þorbjörg Ingvadóttir, Jónas Franklín og Ragna Dóra Ragnarsdóttir, og Hörður Blön- dal, framkvæmdastjóri Hafna- samlags Norðurlands. Skákfélag Akureyrar Uppskeruhátíð HALDIÐ verður 10 mínútna skákmót í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. janúar og hefst það kl. 20. Uppskeruhátíð Skákfélags Akureyrar þar sem afhent verða verðlaun fyrir skákmót síðastliðins hausts verðm- í skákheimilinu á sunnudag, 10. janúar og hefst hún kl. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.