Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 56
^6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM TiTiiTi i iiin 11 iB ii n ri i ii i m rnmiii m 11111111111.11111 VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDIS V var vikur Mynd Framl./Dreifing Ný - Enemy of the State (Óvinur ríkisins) Buena Vista (1) 2 Rush Hour (Með hruði) New Line Cinema (2) 2 Prince of Egypt (Egypski prinsinn) Dreamworks SKG (3) 6 Mulon Buena Vista (5) 2 Practicol Magic (Þægilegir löfror) Warner Bros. (4) 2 Holy Man (Hinn heilogi) Buena Vista (6) 9 There's Something About Mary 20lh Century Fox (8) 4 What Dreams May Come Polygram (9) 2 Álfhóll: Kappaksturinn mikli (12) 2 StarKid (Stjörnustrókurinn) Trimark (7) 4 l'll be Home for Christmas Buena Vista (11) 11 The Truman Show (Trumun-pótturínn) Paramount (23) 18 The Magic Sword (Töfrosverðið) Wamer Bros. (19) 9 Antz (Mouror) Dreamworks SKG (13) 4 Urban Legend (Sögusognir) Columbia Tri-Star (14) 2 Voluer de Vis (Timoþjófurinn) (16) 5 Taxi TFl (18) 7 Blade (Bloð) New Line Cinemo (15) 3 Odd Couple 2 (Perfuvinir 2) Paramount (21) Í1 The Parent Trap (Foreldrogildron) Buena Vista Nr. Sýningarstaður 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja bíó Ak., Nýja bíó Kef. Laugarósbíó, Stjörnubíó, Nýja bíó Kefl., Borgarbíó Ak. Hóskólabíó, Bíóhöllin, Borgarbíó Ak. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja bíó Ak., Nýja bíó Kefl. Bíóhöllin, Kringlubíó Bíóborgin, Bíóhöllin Regnboginn Hóskólabíó, Borgarbíó Ak. Stjörnubíó, Laugarósbíó Bíóköllin, Kringlubíó, Regnboginn t / Bíóhöllin, Bíóborgin Laugarósbíó Nýja bíó Ak. Hóskólabíó Stjörnubíó Hóskólabíó Hóskólabíó Laugarósbíó Laugarósbíó Kringlubíó i' mmmmi ■ i II Ovinur ríkisins vinsælastur SPENNUMYNDIN Óvinur ríkisins eða Enemy of the State fer í efsta sæti á listanum yfir aðsóknarmestu kvikmyndir á íslandi sína fyrstu sýningarhelgi. Will Smith er enda ekki öðru vanur. Þrjár undanfarnar myndir Smith, Menn í svörtu, Independence Day og Bad Boys hafa allar gengið eins og teiknimynd frá Disney. Draumasmiðjan kann líka að búa til teiknimyndir og Egypski prinsinn er í þriðja sæti á listanum. í öðru sæti er Rush Hour með spaugaranum Chris Tucker og hinum vígfima Jackie Chan. Norska kappakstursbrúðumyndin Alfhóll heldur velli í níunda sæti en hún var fyrst sýnd hérlendis árið 1977. Þeir eru mjög þétt band 'Dead Sea Apple er ein af íslensku hljóm- sveitunum sem eru að herja á erlendan markað og er komin með umboðsmann í Bandaríkjunum. Hildur Loftsdóttir hringdi í Don Thomas sem hefur gert sitthvað merkilegt. ÞAÐ ERU ekki margir sem geta státað af því að bæði Beck og Sex Pistols hafi spilað eftir þá lag. Eða að hafa leikið á gítar hjá Van Morrison í „Brown Eyed Girl“ og líjá The Monkees í laginu „Im a Believer". Hvað þá að hafa samið mest leiknu auglýsingastef í heimi fyrir Coca Cola og Nabisco. Það getur samt Don Thomas, og hver er hann? Don er bandarískur um- boðsmaður íslensku rokksveitar- innar Dead Sea Apple. Hann vinn- ur fyiár umboðsskrifstofuna Fox Albert sem m.a. er með Miru Sor- vino á sínum snærum. Don hefur komið við á ótrúlegustu stöðum á 25 ára ferli sem tónlistarmaður. Don kom til Islands í nóvember þegar strákarnir héldu útgáfutón- leika. Ekta rokkarar r „Þeir voru alveg hreint frábærir á tónleikunum, alveg ótrálegir," segir Don yfir sig ánægður með sína menn þegar blaðamaður hringdi í hann. „Eg kynntist hljóm- sveitinni þegar strákurinn minn fór til Islands að heimsækja vin sinn og kom með geisladisk til baka með Dead Sea Apple. Ég féll strax fyrir þeim og næst þegar þeir komu til New York hittumst við og ákváðum að vinna saman.“ Það er erfitt að segja hvað heill- jiði mig mest þegar ég sá þá og heyrði í fyrsta skipti. En strákam- ir hafa spilað saman í sjö ár og kemur mjög vel saman. Þegar þeir spila saman þá anda þeir saman, þeir þekkja hverjir aðra svo vel. Og það heyrist á tónlistinni, þeir eru mjög þétt band. Það heillaði mig fyrst. Það kemur ekki að neinu ' Traldi þótt hver og einn sé góður hljóðfæraleikari ef þeir geta ekki spilað vel saman.“ - Er þetta uppáhaldstónlistin Morgunblaðið/Halldór DON Thomas er umboðsmaður hljómsveitarinnar Dead Sea Apple í Bandaríkjunum. DEAD Sea Apple er aö spila á Gauknum í kvöld og annað kvöld, og hefjast tónleikarnir um kl. 22.30. þín? „Ég elska rokk. Reyndar hef ég gaman af alls konar tónlist, en þar sem ég var gítar- leikari í gamla daga þá er rokk og ról alltaf í öndvegi hjá mér. Strák- amir eru ekta rokkarar, og geisladiskurinn þeirra er mjög þéttur og góður. Uppáhalds- lagið mitt er „Homes- ick“, það greip mig strax. Þetta er mjög vandaður diskur hjá strákunum." -Þú álítur að Dead Sea Apple eigi góða mögulcika í Bandaríkj- unum? „Við eram ennþá að vinna að því, hlutirnir eru að gerast smám saman og það er nóg að gera núna. Við erum að vinna að því að strák- arnir geti farið í tón- leikaferðalag hér um Bandaríkin eða um Evrópu, helst með vor- inu, og það þarf átak til að koma því öllum sam- an.“ - Hefur þú hug á að semja einhver lög fyrir þá? „Nei, þeir eru sjálfir að semja fullt af nýjum lögum núna. Ég er alveg hættur að semja. Það er fínt að heyra að strákarnir séu að vinna á fullu, það er það sem þarf, að halda áfram og undirbúa næsta geisladisk." Góð auglýsing - Hvert er næsta skref? „Auglýsingafulltrúinn okkar, hann Henry Penner, er mjög reyndur í faginu og hefur séð um marga fræga leikara. Hann er að reyna að koma strákunum að í sjónvarpsþætti hjá Conan O’Brian, sem er ekki ósvipaður David Letterman þáttunum. Það væri mjög fínt að koma þar fram áður en tónleikaferðalagið hefst. Það yrði frábær auglýsing þar sem mjög margir horfa á þessa þætti.“ - Ertu með fleiri hljómsveitir á þínum snærum? „Nei, mér nægir al- veg að sjá bara um Dead Sea Apple. Það er mikil vinna að koma sveit á framfæri. Ég valdi þá því mér finnst þeir frábærir. Mér finnst óskynsamlegt að vera með margar hljóm- sveitir í einu. Ég hef unnið mikið með tónlist- armönnum í gegnum tíðina og hef alltaf haft þann háttinn á að ein- beita mér að einni sveit í einu.“ - Hvert ætlarðu að koma strákunum í Dead Sea Appple? „Auðvitað reynum við að næla okkur í plötusamning hér í Bandaríkjunum og svo nátt- úrlega að fara í tónleikaferðálag. Hvort kemur á undan veit ég ekki, það fer eftir því hver býður best í hvert sinn. Ég þarf bara koma þeim vel af stað núna á næstunni." MYNDBÖND Fallin fyrirsæta Saga Giu (Gia)______________ Drama ★★★ Framleiðendur: James D. Brubaker. Leikstjóri: Michael Christofer. Hand- ritshöfundur: Jay Mclnerey og Mich- ael Christofer. Tónlist: Terence Blancard. Aðalhlutverk: Angelia Jolie, Faye Dunaway, Mercedes Ru- ehl, Elizabeth Mitchell, Kyle Travis. 120 mín. Bandaríkin. Bergvík 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. GIA Carangi var ein af frægustu fyrirsætunum á 8. og 9. áragtugn- um. Mynd þessi segir sögu hennar frá því hún var óþekkt og allt til dauða hennar af völdum eyðni ár- ið 1986 en þá var Gia aðeins 26 ára gömul. Myndin dreg- ur upp mynd af dýrðinni og öf- uguggahættin- um sem tísku- heimurinn var hjúpaður á þeim tíma sem Gia starfaði. Angelina Jolie er stórkostleg í hlutverki Giu, hún nær að sýna allar hliðarnar á þessari merkilegu og náttúrulegu fyrirsætu, sem átti við mörg tilfinn- ingaleg vandamál að stríða. Jolie, sem er dóttir leikarans John Voights, hefur sýnt með þessari mynd og „Foxfire" „George Wallace" að hún er ein af betri leikkonum sem uppi eru í dag. Faye Dunaway og Mercedes Ruehl eru mjög góðar í hlutverkum sínum sem mestu áhrifavaldar í lífi Giu. Karl- mennirnir eru flestir litlausir per- sónugei'vingar tískuheimsins og karlhormóna og er það ekki endi- lega galli á myndinni. Það versta við þessa mynd og það atriði sem gerir hana ekki að einni af bestu myndum þessa árs er hræðileg leikstjórn Michaels Christofers. Christofer er betur þekktur sem handritshöfund- ur mynda eins og „Bonfire of the Vanities“ og „Witches of Eastwick“ og ætti hann að halda sig alfarið frá leikstjórastarfinu. Fyrir tilstuðlan Christofers verður Gia útlitslega stundum eins og „Fyrirsæta mán- aðarins“ frá Playboy eða erótískt miðvikudagskvöld á Sýn. Þessi áferð á myndinni hentar alls ekki dramatíski-i sögu Giu og dregur mjög úr áhrifamætti myndarinnar. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.