Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ sfJIÍSí ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra si/iði kl. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen 4. sýn. á morgun fim. uppselt — 5. sýn. sun. 10/1 uppselt — 6. sýn. mið. 13/1 nokkur sæti laus — 7. sýn. sun. 17/1 nokkur sæti laus — 8 sýn. fös. 22/1 nokkur sæti laus — 9. sýn. sun. 24/1. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney 11. sýn. lau. 9/1 örfá sæti laus — 12. sýn. fim. 14/1 nokkur sæti laus — lau. 16/1 - lau. 23/1. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1 - fös. 15/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren Sun. 10/1 kl. 14 - sun. 17/1 kl. 14.00. Sýnt á Litla sóiði kl. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt Fös. 8/1 — lau. 9/1 — fim. 14/1 — lau. 16/1. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sýnt á Smíðaóerkstœði kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM Á morgun fim. nokkur sæti laus — fös. 8/1 uppselt — sun. 10/1 örfá sæti laus — fim. 14/1 nokkur sæti laus — fös. 15/1 uppselt — lau. 16/1 uppselt — sun. 17/1. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, iniðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Sími 551 1200. Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 13.00: eftir Sir J.M. Barrie lau. 9/1, örfá sæti laus sun. 10/1, örfá sæti laus lau. 16/1, sun. 17/1, lau. 23/1, sun. 24/1. Stóra^svið kl. 20.00:, MAVAHLATUR eftir Kristinu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar fös. 29/1. Verkið kynnt á Leynibar kl. 19.00. Stóra svið kl. 20.00: U í svtií eftir Marc Camoletti. Fos. 8/1, örfá sæti laus lau. 16/1, lau. 23/1 Litia />við ki. 20.00: BUA SAGA eftir Þór Rögnvaldsson. Leikendur: Þorsteinn Bachmann, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug E. Olafs- dóttir, Halldór Gytfason, Pétur Einarsson, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Sóiey Elíasdóttir, Theodór Júlíusson og Valgerður Dan. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Kári Gtslason. Búningan Una Collins. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikmynd og leikstjóm: Eyvindur Ertendsson. Frimsýning lau. 9. janúar. Miðasalan er opin dagiega frá kl. 13—13 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. tflsTflÍNw Frumsýning fös. 15/1 kl. 20.30 örfá sæti laus 2. sýn. sun. 17/1 kl. 20.30 Leikstjóri: Guðjón Pedersen Leikmynd og búningar: Vydas Narbutas Tónlist: Egill Ólafsson Ljós: Lárus Björnsson Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason Jóhann Sigurðsson. Miðasala í s. 552 3000. Miða- pantanir allan sólarhringinn Tónleikar styrktarfélags íslensku óperunnar Laugard. 9. janúar kl. 16.00. Björg Þórhallsdóttir sópran, Keith Reed bariton og Gerrit Schuil píanó. sun. 10/1 kl. 14 örfá sætl laus sun 17/1 kl. 14 sun 24/1 kl. 16.30 Ath sýningum lýkur í febrúar Georgfélagar fá 30% afslátt Miðasala alia daga frá kl 15-19, s. 551 1475 Gjafakort á allar sýningar Leikhófwrinn Á senunni I 2. sýn. 7. jan kl. 20 uppselt 3. sýn. 8. jan kl. 20 ■l.sýn. 9. jan kl. 20 5. sýn. 14. jan kl. 20 uppselt 6. sýn. 17. jan kl. 20 uppselt Leikrit eftir Felix Bergsson í leikstjóm KolDrúnar Halldórsdóttur inn omní ingi HAFNARíjAROAR- LEIKHÚSIÐ Vcstur';:tta 11, HafnarfirAi. VK) FEÐGARNIR eftir Þorvald Þorsteinsson. Aukasýning 8. janúar — allra síðasta sýning VÍRUS—Tölvuskopleikur lau. 9. janúar/fös. 15. janúar Níiðnpanlanir í niY.'. i 555 0553. MiAasiikin ir :»i»in niilli Kl. 16-19 iiii.i (iaua nuna sun. Miðasala opin kl. 12-18 og fram að sýnirgu sýningardaga Sfmapantanirvirkadagafrákl. 10 Sími: 5 30 30 30 ROMMÍ - átakanlegt gamanleikrit- kl. 20.30 fim 7/1, lau 16/1, sun 17/1, lau 23/1 ÞJÓNN í SÚPUNNI - dnepfyndið - kl. 20 lau 9/1 nokkur sæti laus, fim 15/1, fim 21/1, fös 22/1 DINMAUMM - fallegt bamaleikrit - kl. 16, sm 1tyi, sun 17/1, sun 24/1 TÓNLBKARÖÐ kl. 20.30 Frands Paulanc - alla þriðjudaga í janúari Tilboð til leikhúsgesta! 20% afslátttr af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó Baðaparrtanir í sima 562 9700 FÓLK í FRÉTTUM NORMAN Cook, Fatboy Slim, Pizzaman, The Feelgood Factor, Mighty Dub Katz, Beats International og helmingur Freak Power. Afkastamikill letingi FYRIR MÖRGUM árum var til hljómsveit sem kallaðist Hou- semartins, naut gríðarlegra vin- sælda fyrir léttsósíalískt grípandi popp og hætti þegar hæst lét. Tveir liðsmanna hennar stofnuðu nýja hljómsveit, The Beautiful South, einn kom sér í klandur með morðtil- ræði og annar kom sér upp nokkrum aukasjálfum og tók að gefa út danstónlist sem mest hann mátti. Sá hét Norman Cook og segir að hann búi sér til nýja persónu í hvert sinn sem hann langar til að breyta um stefnu. Norman Cook er þekktastur í dag sem Fatboy Slim, ekki síst eftir tvær gríðarlega vinsælar plötur, fyrst Better Living Through Chem- istry og nú síðast You’ve Come a Long Way, Baby. Aður en Fatboy Slim náði yfirhöndinni var Cook mjög virkur sem Pizzaman, The Feelgood Factor, Mighty Dub Katz og Beats International og helming- ur Freak Power, en öll nöfnin eru kunnugleg þeim sem hlustað hafa á danstónlist á undanfomum árum. Norman Cook var gripinn glóð- volgur baksviðs á rokkhátíð á Spáni fyrir stuttu og spurður út í ferilinn. Fyrsta spurningin snerist um það hvernig stæði á öllum viðumefnun- um sem hann hefur komið sér upp og hvers vegna hann hefði ekki látið sér nægja að heita bara Norman Cook. „Norman Cook hljómar ekki beint danstónlistarlega," segir hann og skellir uppúr. „Bæði er það að það getur komið sér vel að hafa gott vörumerki sem fólkt getur lagt útaf, en líka hefur mér þótt þægilegt að geta skipt um nafn þegar ég skipti um stefnu eða langar til að prófa eitthvað nýtt. Nafh á tónlistarmanni (!) SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Vínartórdei kar Laugardalshöll 8. jan. kl. 20 og 9. jan kl. 17 Egilsstöðum 10. jan kl. 16 Stjómandi: Peter Guth Einsöngvari: Izabela Labuda I láskólnbíó v/Hngatorg Miónsnln nlln dngn fr.í kl. 9—17 i símn 562 2255 Breski tónlist- armaðurinn Norman Cook á sér óteljandi aukasjálf og býr sér til eftir því sem honum þykir henta. Hann er þó þekktastur sem Fatboy Slim en segir í spjalli við Arna Matthíasson að sú persóna sé honum ekkert kærari en aðrar. getur verið svo tálmandi því allir eru vissir um hvaða tónlist hann eigi eftir að senda frá sér næst og ef hann breytir útaf verða gömlu aðdá- endumir vitlausir, en hugsanlegir nýir áheyrendur taka breytingunni með tortryggni. Pess vegna er miklu betra að byrja upp á nýtt með hreint borð og engar væntingar. Annars hefur Fatboy Slim verið nær allsráðandi undanfarin ár og lítil ástæða verið fyrir mig að búa til nýja persónu. Ég er reyndar með pælingar í gangi sem falla ekki að Fatboy Slim sem stendur og kannski á ég eftir að birtast aftur undir nýju nafni áður en varir, enda er engin ástæða til að halda í Fat- boy Slim í sjálfu sér.“ Norman Cook hefur verið gríðar- lega afkastamikill síðan Housemart- ins lagði upp laupana fyrir tíu árum og sumir hafa giskað á að hann komi við sögu á 300 plötum ýmissar lengdar. Þrátt fyrir það segist hann almennt vera latur. „Mér finnst stundum óþægilegt að hlusta á gamalt dót sem ég hef gert vegna þess að ég veit að í viðkomandi lagi nennti ég ekki að gera það betur eða eyða nokkrum mínútum í að lagfæra eitthvert hljóð eða hljóð- blanda lagið einu sinni enn. Annars er ég ágætlega duglegur við að setja saman hugmyndir, enda er eina leiðin til að búa til sterk lög að búa til nógu mörg lög og velja síðan það besta úr.“ Skemmtilegast að troða upp sem plötusnúður Norman Cook segist hafa hlustað mikið á rapp og svarta fönktónlist um það leyti sem hann lék á bassa með The Housemartins og þegar sú sveit lagði upp laupana fór hann að pæla í því hvernig brjóta mætti upp lög og skipta út takti. Fyrsta sveitin var Beats International, sem hann segir að hafi verið mikið ævintýri en heldur laust í reipunum; „ég hef ekki tölu á hve margir komu við sögu í því apparati", segir hann og bætir við að hann hafi verið eini fasti punkturinn og síðan hafi sleg- ist í hópinn hver sá sem leið átti um hljóðverið þegar unnið var að upp- tökum,. Skömmu eftir það varð til Freakpower og um líkt leyti datt honum í hug að snúa sér að house- tónlist sem hann gerði en kallaði sig Pizzaman til aðgreiningar frá öðru sem var í gangi. Pizzaman var gríð- arlega vinsæll en frekar en að gera meira af slíku bjó Cook til nýtt nafn, Mighty Dub Katz, til að geta gefið út einskonar framúrstefnureggí. Fatboy Slim varð til um líkt leyti og þá til að geta gefið út tónlist sem fellur undir tónlistarstefnuna Big- beat. „Ég spái aldrei í það hvað það heitir sem ég er að gera; það er fyr- ir poppfræðingana." Undanfarin misseri hefur Norm- an Cook verið á fartinni og eytt tím- anum í ferðalög og spilirí um allan heim á milli þess sem hann hefur hangið í hljóðverinu. Meðal annars vegna anna við spilamennsku tók langan tíma fyrir hann að Ijúka við næstu breiðskífu á eftir Better Liv- ing Through Chemistry, lengri tíma en hann ætlaði sér að því hann segir sjálfur. „Mér finnst miklu skemmti- legra að troða upp sem plötusnúður en að hanga í hljóðveri eða spila mína eigin tónlist, „ segir hann og kímir; „það er einmitt að gera út- gáfuna mína vitlausa, því ég hef aldrei tíma til að klára plöturnar, ég er alltaf einhversstaðar á flandri að spila, þvælist um heiminn með plötubunka og -spilara," segir Cook. Aðspurður um plötusafnið segir hann að það sé ekki svo ýkja stórt, hann hafi eiginlega hætt að safna þegar hann var kominn í um 8.000 plötur. „Ég kaupi reyndar talsvert af plötum enda er ég sífellt að leita að nýjum hugmyndum og hljóðum. Ég fer síðan í gegnum plötumar og skrifa hjá mér það sem hljómar vel og oft tek ég það upp í tölvu til að eiga seinna,“ segir Cook en hann er einmitt þekktur fyrir það að nota hluta úr verkum annarra til að skreyta eigin tónlist og hefur lent í klandri fyrir vikið. „Eg sem alltaf um megnið af því sem ég nota, en ekki allt og á plötunni nýju [You’ve Come a Long Way, Baby] er meðal annars gítarkafli sem ég nældi mér í en hef ekki leyfi fyrir. Það verður gaman að sjá hvort höfundurinn á eftir að taka eftir því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.