Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 41 sem ég taldi vera frímúrara. Ég virti hann því mikils að vera svo góðan að múra frítt fyrir fólk, fólk sem var líklegast auralítið og átti bágt. Nú er ég talsvert eldri en veit að Guðmundur hefur múrað frítt annars staðar en á fundum. Þar var um auðugan garð að gresja. Auk þess að gefa vinnu og ráðleggingar gaf hann óspart uppskeruna úr garði sínum, aldrei fór ég svo í heimsókn að ég væri ekki a.m.k. leyst út með heimaræktuðum rós- um. Það var alltaf eitthvað til að gefa og ekki gaf hann síst af sjálf- um sér. íslensk tunga mótaði kjarnyrtan mann sem var með af- brigðum vel máli farinn. Einnig gat hann leikið vel á raddbönd sín, því frábær eftirherma var hann, eins og allir vita sem til hans heyrðu. Ættglöggur var hann einnig svo að ótrúlegt mátti teljast. Það liðu ekki nema örfáar mínútur frá því að hann hitti fólk fyrst þar til hann var búinn að rekja ættir þess miklu lengra aftur og mun víðar en það hafði sjálft þekkingu á. Kveðskap- urinn var síðast en ekki síst ávallt innan seilingar svo að af framan- sögðu má ráða að þau voru lífleg og skemmtileg boðin sem við sátum saman. Ekki er annað hægt en að laumast í annað sinn í hirslur Háva- mála, sem lýsa þessu best. Heill er sá er kvað heill er sá er kann njóti sá er nam heilir þeir er hlýddu. Vinkona mín ein, sem er prestur, hlustaði hljóð þegar ég sagði henni andlát Guðmundar og hversu af- gerandi og dýrmæt vinátta hans hefði verið mér. Svo sagði hún: „Inga mín, hann var til staðar þeg- ar þú þurftir mest á honum að halda. Hann kom þér til hjálpar eins og engill." Það eru orð að sönnu og fyrir slíkt verður aldrei fullþakkað, en þakklætið er mikið. Kvæðið Forlögin eftir Káinn verða lokaorð að sinni. Sú kynning okkar kær mér varð á koldimmum lífsins vegi, en nú er fyrir skildi skarð það skarð sem fyllist eigi. Inga Björk Dagfínnsdóttir. Það var aðfangadagur og jólin rétt að ganga í garð þegar mér bár- ust þær fréttir að Mundi frændi væri dáinn. Það var huggun harmi gegn að vita að hann væri á hátíð ljóss og friðar kominn í faðm horfínna ástvina í stað þess að liggja veikur á sjúkrahúsi. Munda frænda eins og við systkinabörn hans kölluðum hann alltaf varð ekki barna auðið en var ákaflega mikil barnagæla og fór ég ekki varhluta af því frekar en systkini mín og frændsystkini. Ég var bara agnar- lítill stelpuhnokki þegar ég fór að koma fyrst í pössun hjá þeim Munda og Guðlaugu heitinni fyrr- verandi konu hans. Það var alltaf sérstök tilhlökkun að koma í heim- sókn og fá að kúra á milli og vera umvafin ástúð og umhyggju þeirra. Svo fannst okkur systkinunum ekki verra að þegar við komum til Munda frænda fengum við undan- tekningarlaust kók og lítið prins póló og ef það var ekki til í skápn- um þá skaust frændi í sjoppuna til að bregðast ekki föstum liði í heim- sókn blessaðra barnanna. Þannig var hann Mundi, ef við komum í heimsókn varð hann alltaf að gefa okkur eitthvað gott. Á seinni árum voru það ófáu fallegu rósirnar úr garðhúsinu hans sem ilmuðu svo vel og prýddu stofuna mína. Það voru svo seinna strákarnir mínir sem kynntust barnagæsku Munda frænda. Hann sýndi þeim sömu ást- úð og umhyggju og ég hafði upplif- að sem barn. Þeim þótti alltaf jafn gaman að heimsækja frænda, spjalla saman og jafnvel ferðast saman landshornanna á milli. Öll eigum við svo góðar minningar um þennan góða frænda okkar. Við kveðjum þig um sinn, elsku Mundi frændi. Hvíl þú í friði. Kristín Ólafsdóttir. Látinn er heiðursmaður og vinur minn Guðmundur Erlendsson, sem ætíð var kallaður Mundi frændi á okkar heimili. Kynni okkar hófust fyrir um 35 árum er ég kynntist eiginmanni mínum. Oft sátum við og spjölluðum saman og kom þá berlega í ljós hve skemmtilega mál- gefinn og fastheldinn hann var á skoðunum sínum. Oftlega lét hann í ljós hve Sveinn væri sér kær og bóngóður frændi, en hann fylgdist vel með öllum systkinabörnum sín- um. Það var mér mikil gleði þegar ég gaf honum nafna og „yngdi“ hann upp. Þeir voru ávallt góðir fé- lagar og þar sem hann var mikill hestamaður fékk Guðmundur yngri oft að fara með Munda upp í hest- hús. I framhaldi af því kviknaði mikill áhugi á hestamennsku hjá allri fjölskyldunni. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir aUt og allt. Gekkst þú með Guði. Guðþérnúíylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að lokum vil ég þakka þér allar fallegu rósirnar sem þú færðir mér. Við Sveinn, Ásta Björk, Kristján og Guðmundur kveðjum þig með sökn- uði og biðjum Guð að varðveita þig, far í friði. Ingibjörg. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á brott undir loftsins þök. (Einar Ben.) Á aðfangadag jóla söðlaði góðvin- ur fjölskyldunnar; hestamaðurinn mikli Guðmundur Erlendsson, fák sálarinnar, kvaddi sitt jarðlíf sem nú var bundið sjúkrahúsi og hleypti á skeið á Skaparans fund. Hann hafði nokkrum dögum áður fengið óvænt áfall og ljóst var að heilsa hans yrði aldrei söm. Guðmundur sem var mikill aðdáandi fornra kappa hefði síst sætt sig við að lifa sem hálfur maður, helst hefði það verið honum að skapi að deyja standandi, kveðandi drápu, líkt og Þormóður Kolbrúnarskáld. Guð- mundur á heilmikinn þátt í æskuminningum okkar bræðra og því viljum við minnast hans í dag með nokkrum orðum, þó samveru- stundirnar hafi verið færri hin síð- ari ár, þá var alltaf jafn innilegt að hittast og við systkinin blessuð og umvafin í árnaðaróskum. Okkur er minnisstæður múrarinn sem kom inn á æskuheimilið á Lindar- hvammi sem starfsmaður pabba og kostgangari í hádegismatinn, hvemig hann lofaði matseld mömmu og lagði okkur lífsreglurn- ar á magnaðan hátt. Þannig vorum við furðu lostnir þegar hann sagðist geta borðað soðna ýsu 14 sinnum í viku, og þó við væram sjö ára ekki sterkir í reikningi, brá okkur við að skilja að maðurinn var ekki bara tilbúinn til að borða soðningu tvisvar á dag, heldur líka á sunnu- dögum og við það fylltumst við undrun og lotningu. Á unglingsár- um kynntumst við hestamanninum Guðmundi, hleypandi á gæðingum og segjandi sögur þar sem stansað var, ki-ydduðum húmor og hlátra- sköllum. Þannig var Guðmundur gleðigjafi, hvar sem hann kom og aldrei heyrðum við hann leggja nema gott til manna og málefna, þó athugasemdir gætu verið ísmeygi- legar og bent á kostulegar hliðar tilverunnar. Guðmundur var ótrú- lega minnugur, kunni ógrynni af kvæðum, sögum og gömlum frá- sögnum, sem fáir kunna í dag. Var á sinn hátt einstakur fulltrúi sögu- kynslóðar, fólks sem tengdist göml- um siðum þjóðarinnar, súrmatur og þorrafæði var hans uppáhald og kvað hann oft rímur að fornum sið. Ái-leg skötuveisla hjá fóður okkar var honum tilhlökkunarefni, sem okkur hinum, lykt skötunnar, brennivínsstaup og ískrandi hlátur Guðmundar og glettni blandast í minningunni í stórkostlega sinfóníu og eru slíkar stundir ógleymanleg- ar, þó vinir hverfi á braut. Ein vísa var Guðmundi tömust á tungu og kenndi hann okkur bræðrum hana ungum við eldhúsborðið, svo við höfum kunnað síðan. Endurspeglar hún að okkar mati lífsspeki Guð- mundar um karlmennsku, æðru- leysi og dauðann og með þessari vísu viljum við kveðja vin okkar með þökk og ósk um gleði og gæði á Guðs vegum. Upp skalt á kjöl klífa, köld es sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þik falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hverr deyja. (Þórir jökull) Ingi og Guðmundur Gunnlaugssynir. Að leiðarlokum er það verðugt að við systur minnumst Guðmundar Erlendssonar með þakklæti. Guð- mundur var einn af elstu vinum föður okkar og fjölskylduvinur í húsum foreldra okkar frá fyrstu tíð. Hann var tíður gestur þeirra og síðar átti hann einatt leið á heimili okkar systranna. Einatt mundi hann eftir afmælisdögum okkar, fylgdist með börnunum okkar og mökum. I minningunni stendur þó það efst þegar Guðmundur bauð okkur systrunum ásamt einum fjöl- skylduvini í heimboð til sín að Heið- vangi fyrir rúmu ári. Þar var margt spjallað og rifjaðar upp gamlar minningar. Að lokum heimsóknar- innar leysti hann okkur út með blómum. Okkur var ekki fyrr kunn- ugt um aðdragandann að kynnum Guðmundar og pabba auk hinna systkinanna frá Ketu. Fumlaust sagði Guðmundur okkur frá því þegar faðir hans drukknaði og móð- ir hans stóð eftir með tvö ung börn og ófrísk að því þriðja. Þá bauð móðurafi hans þeim að koma til sín norður að Hamri í Hegranesi. Þetta var lífgjöf að mati Guðmundar. Eins og hann sagði sjálfur „hann leyfði mér og systkinum mínum að njóta móðurástarinnar". Ekki gleymdi Guðmundur þessum vinar- greiða. Þegar móðir Guðmundar flutti út á Skaga ásamt seinni manni sínum hófust kynni þessara fjölskyldna. Þegar þeir pabbi voru báðir flutt- ir hingað suður lifði Skaginn og Skagafjörðurinn í hugum þeirra og einn veturinn upp úr 1950 hétu þeir sér þess að fara nú norður og ríða í kringum Tindastól. Sumarið leið fram undir haust, þá lögðu þeir af stað. Þeir gistu á bæjunum á Skag- anum, fengu hvarvetna gæðinga að láni og hafa örugglega verið aufúsugestir á hverjum bæ, skemmtilegir og frásagnaglaðir. Kunnu ókjör af vísum og kvæðum. Kannske peli í hnakktöskunni, hver veit. Sögurnar um þessa ferð voru eins og ævintýri í hugum okkar systranna þegar við heyrðum þær aftur og aftur alla bemskuna og fram á fullorðinsár. Guðmundur var lipur hestamað- ur og átti oft góða reiðhesta. Ekki er ólíklegt að hann hafi rifjað upp ferðina góðu kringum Tindastól þegar hann sumarið 1997 fór norð- ur Kjöl í hópi samferðamanna, stoppaði svo í Skagafirðinum, heim- sótti vini og frændfólk, og reið síð- an síðan suður þjóðveginn með sína tvo hesta. „Ég tók þessu bara ró- lega,“ sagði hann og hló við þegar við undruðumst þetta ævintýralega ferðalag tæplega áttræðs manns. Fyrir hönd foreldra okkar, Svan- laugar Gunnlaugs og Ragnars Á. Magnússonar frá Ketu þökkum við Guðmundi fyrir vinskapinn og trygglyndið. Sigurbjörg, Marta, Hrafnhildur og Ragnheiður Ragnarsdætur. • Flciri minningnrgrcinar um Guð- mund Erlendsson bíða birtingar og munu birtast t blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN HERMANNSSON fyrrverandi loftskeytamaður, Hlíðarvegi 46, ísafirði, lést á Landspítalanum, mánudaginn 4. janúar. Inga Ruth Olsen, Magný Kristín Jónsdóttir, Reynir Sigurðsson, Hermann Símon Jónsson, Merete Strom, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hjörtur Marteinsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, er látin. Útförin auglýst síðar. Helgi Þorsteinsson, Elín Helgadóttir, Guðlaugur Már Helgason. t Maðurinn minn, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Engjavegi 77, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 3. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Halldóra Jónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTA FJELDSTED, Jökulgrunni 3, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 23. desem- ber. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, miðviku- daginn 6. janúar, kl. 13.30. Sigríður Sveinsdóttir, Margrét Price, Sveinn Sveinsson, Sighvatur Sveinsson, Ingvar Sveinsson, John Price, Ragnhildur Þóroddsdóttir, Erna Jónsdóttir, Arna Borg Snorradóttir, Kristín Lárusdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NEIL F. DUNN, fæddur 25. maf 1929, til heimilis á 802 East Main Street, lést laugardaginn 2. janúar á Connecticut Hospice, Branford. Bálför hans verður gerð frá Arlington National Cemetery Columbarium í Washington, DC. Ingibjörg (Ólafsdóttir) Dunn, Kristín A. Dunn, Lorraine D. Bennett, Charles O. Dunn, Lawrence C. Dunn, Thomas T. Dunn og barnabörn. t Eiginmaður minn, GUÐNI KRISTINSSON bóndi, sem andaðist föstudaginn 25. desember sl., verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á fegr- unarsjóð Skarðskirkjugarðs. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 11.30. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.