Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 21 ERLENT Tvísýn kosninga- barátta hafin í Israel DRENGIR að leik innan um snúrur og þvott í flóttamannabúðum Kosovo-Albana í bænum Rakovica í Bosníu í gær. Meintar fjöldagrafir í Kosovo kannaðar Jerúsalem. Reuters. FJÖGURRA mánaða kosningabar- átta er nú hafín í Israel eftir að þingið samþykkti endanlega í fyrradag að efnt yrði til þing- og forsætisráðherrakosninga 17. maí. Skoðanakannanir benda til þess að tveir helstu keppinautar Benja- mins Netanyahus njóti mun meiri stuðnings meðal kjósenda en for- sætisráðherrann. Tillaga laganefndar þingsins um þingrof og kosningar 17. maí var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á þinginu, 85 atkvæðum gegn 27. Fái enginn meirihluta at- kvæðanna í forsætisráðherrakosn- ingunum verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 1. júm'. Búist er við að ekkert forsætis- ráðherraefnanna nái kjöri 17. maí og ef marka má nýjustu skoðana- kannanir er líklegt að Netanyahu bíði ósigur í síðari umferðinni. Sam- kvæmt könnun sem birt var í dag- blaðinu Maarív í fyrradag myndi Ehud Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins, fá 51% íylgi og Netanya- hu 41% ef kosið yrði á milli þeiiTa. Lipkin-Shahak tekur af skarið Líklegt er að Amnon Lipkin- Shahak, fjrrverandi yfirmaður hersins, tilkynni á blaðamanna- fundi í dag að hann gefi kost á sér í forsætisráðherrakosningunum. Ef Andstæðingar Netanyahus með mikið forskot marka má könnun Maarív myndi hann sigra Netanyahu með 20 pró- sentustiga mun ef kosið yrði á milli þeirra, en stjórnmálaskýrendur telja líklegt að munurinn minnki þar sem Lipkin-Sharak eigi enn eftir að taka afstöðu í ýmsum við- kvæmum deilumálum. Þeir benda ennfremur á að Netanyahu tókst að vinna upp svipað forskot fram- bjóðanda Verkamannaflokksins fyrir síðustu kosningar. Lipkin-Sharak hefur boðað að hann vilji fara milliveginn milli Likudflokksins og Verkamanna- flokksins og hefur rætt stofnun miðflokks við Dan Meridor, fyrr- verandi fjármálaráðherra, sem sagði sig úr Likud-flokknum ný- lega og boðaði framboð gegn Net- anyahu. Þeir hafa þó ekki náð sam- komulagi um hver eigi að verða leiðtogi flokksins. Skoðanakönnun sem Friðar- rannsóknamiðstöð Tel Aviv-há- skóla birti í gær, bendir til þess að 46% ísraela séu hlynnt því að mið- flokkur verði stofnaður, en 30% andvíg því. „Við þurfum fyrst að koma á friði heima fýrir og síðan friði við nágrannaþjóðir okkar,“ sagði Lipk- in-Sharak nýlega en stjórnmála- skýrendur hafa lýst yfirlýsingum hans til þessa sem gömlum tugg- um. Einn þeirra, Amnon Dankner, skrifaði í Maariv að tímabært væri að Lipkin-Sharak tæki afdráttar- lausa afstöðu og talaði opinskátt um stefnu sína. „Sú árátta hugsan- legs frambjóðanda að ríghalda í rétt sinn til að tala ekki skýrt fyrr en honum þykir það henta sér hef- ur verið hvimleið og er orðin óþol- andi,“ skrifaði hann. Arens ýjar að framboði Svo gæti farið að fyrrverandi lærifaðir Netanyahus, Moshe Arens, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra, gæfi kost á sér gegn honum í leiðtogakjöri Likud-flokksins fyrir kosningarn- ar. Arens gagnrýndi Netanyahu í fyn-adag og sagði hann eiga sök á því að nokkrir af þingmönnum Likud-flokksins hafa ákveðið að segja sig úr honum. „Síðustu daga hafa nokkrir menn úr Likud hvatt mig til framboðs, sagt að ég sé maðurinn sem geti endurreist flokkinn og stýrt honum til sigurs. Ef þetta reynist skoðun alls þoira flokksmanna þarf ég að taka af skarið," sagði Arens, sem hefúr frest til sunnudagsins kemur til að ákveða hvort hann bjóði sig fram gegn Netanyahu. Urosevac. Reuters. HÓPUR eftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSE) hóf í gær að rann- saka fullyrðingar um að fjölda- gröf hafi fundist í Kosovo-héraði í Serbíu. Upplýsingar um fjöldagröfina bárust frá liðsmönnum Frelsis- hers Kosovo (KLA), sem berst fyrir sjálfstæði héraðsins frá Serbíu. Fullyrt var að gröfina væri að finna nálægt bænum Urosevac, um 30 km sunnan héraðshöfuðborgarinnar Prjst- ina, og héldu eftirlitsmenn OSE þangað í gær. Samkvæmt liðsmönnum KLA hvfla þar ell- efu konur og börn, sem sem þeir segja að hafi verið myrt síð- asta sumar. Aftöku barnaníðings frestað Pólitískt uppnám á Filippseyjum Manila. Reuters. ÚRSKURÐUR hæstaréttar Fil- ippseyja á mánudag um að fresta aftöku dæmds bamaníðings hefur valdið pólitísku uppnámi í landinu. Hart er deilt um réttmæti dauða- refsinga, sem stjórnvöld lögleiddu á ný árið 1994 í því augnamiði að draga úr alvarlegum glæpum. Leo Echegaray, 38 ára húsa- málari, var dæmdur til dauða árið 1994 fyrh- að nauðga tíu ára stjúpdóttur sinni margsinnis. Þremur klukkustundum áður en taka átti hann af lífi með ban- vænni lyfjagjöf á mánudag úr- skurðaði hæstiréttur Filippsfeyja hins vegar að aftökunni skyldi frestað um hálft ár, þar sem þing- ið mun brátt taka lög um dauða- refsingar til endurskoðunar. Stjúpdóttirin brast í grát Landsmenn skiptust í tvær andstæðar fylkingar í afstöðunni til úrskurðar hæstaréttar. Mann- réttindahreyfingar lýstu yfir sigri, en baráttumenn gegn glæp- um sögðu þetta sorgardag. Dag- blöðin í Manila hvöttu ýmist þingið til að afnema dauðarefs- ingar eða sökuðu hæstarétt um að taka málstað giæpamanna. Nunnur, prestar og aðrir and- stæðingar dauðarefsinga, auk ættingja dauðadæmdra fanga, fógnuðu frestuninni fýrir utan fangelsið í Manila á mánudag. Joseph Estrada, forseti Fil- ippseyja, sem hefur skorið upp herör gegn glæpum í landinu, sagðist hins vegar vera „hneyksl- aður“ á ákvörðun hæstaréttar, og kvaðst myndu beita neitunarvaldi ef þingið samþykkti að afnema dauðarefsingar. Hann tók á móti stjúpdóttur Echegarays í forseta- höllinni á mánudag og auðsýndi henni stuðning sinn. Stjúpdóttirin, sem nú er fimmt- án ára, brast í grát er úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Hún og móð- ir hennar eru fylgjandi dauða- dómnum og sagði hún við frétta- menn að stuðningsmenn Echeg- arays skildu ekki h'ðan sína og hvað hún hefði gengið í gegnum. Alvarlegum glæpum ekki fækkað Meirihluti landsmanna er fylgjandi aftöku Echegarays. Bú- ast má við að deilurnar harðni enn, því ef lögin um dauðarefs- ingar verða ekki afnumin fyrir 15. júní mun hann verða tekinn af lífi. Biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sem flestir lands- menn teljast til, hafa tekið undir með mannréttindasamtökum í baráttunni gegn dauðarefsingum. Þeir hafa bent á að alvarlegum glæpum hafi ekki fækkað síðan þær voru teknar upp á ný árið 1994, og fullyrða að fátækir séu líklegri til að hljóta dauðadóm þar sem þeir hafi ekki ráð á við- unandi lögfræðiaðstoð. Yfir 850 menn hafa hlotið dauðadóm á Filippseyjum síðan dauðarefsingar voru teknar upp á ný, fyrir morð, nauðganir og eit- urlyfjasölu. Echegarey hefði þó orðið sá fyrsti sem tekinn er af lífi í landinu í rúma tvo áratugi. ORÐABÆKURNAR U.OOCW.xA-5 Dönsk íslensk íslensk dönsk orðobók DaasU - isloKÍik Frönsk íslensk íslensk !5hnsk 's'ensk ens tðt>bók Þýsk íslensk islensk 'slensÉ ® 5*nsk A 0rðnbók orðabék J D«8ts(k«Ulandisch Ulöndisch'DeuUch MM-á___L__L ■I 0*T0iDu(*l Itölsk úlensk íslensk itölsk nrdabók íslensk eirðakök ktaUi-fmv sszsz2r Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, * _■_*m _ ■ _ # r m xa •« A. ó skrifstofuna og í ferðalagið \ ORÐABÓKAÚTGÁFAN Vó;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.