Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 23 ERLENT Bandaríkjastjórn kynnir nýjar tillögur um samskiptin við Kúbu Losað um hömlur til að styrkja tengsl þjóðanna Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að stofna ekki sérstaka nefnd til að endurskoða viðskipta- bannið á Kúbu sem hefur verið í gildi í 36 ár. Hún leggur hins vegar til að gerðar verði ýmsar ráðstaf- anir til að auka samskipti Banda- ríkjamanna við kúbversku þjóðina án þess að styrkja kommúnista- stjórn eyjunnar. Bandaríska stjórnin vill m.a. losa um hömlur á flugi og peningasend- ingum til Kúbu, koma á beinni póstþjónustu milli landanna og heimila fjölskyldufyrirtækjum, svo sem veitingahúsum, og bændum á Kúbu að kaupa bandarísk matvæli og landbúnaðartæki. Samkvæmt nýju tillögunum eiga allir Bandaríkjamenn að geta sent allt að 300 dollara, andvirði 21.000 króna, á mánuði til hvaða fjöl- skyldu sem er á Kúbu, að fjöl- skyldum embættismanna undan- skildum. Samkvæmt núverandi reglum geta aðeins Bandaríkja- menn af kúbverskum uppruna sent þá fjárhæð. Stjómin hyggst einnig efla út- varpsstöðina Radio Marti, sem út- varpar áróðri gegn kommúnista- stjóminni til Kúbu. Þá hyggst bandaríska utaniíkisráðuneytið heimila hafnaboltaliði í Baltimore að fara til Kúbu í því skyni að leika sýningarleiki við kúbverska lands- Ákveður að skipa ekki nefnd til að endurskoða viðskiptabannið liðið, að því tilskildu að allur hagnaðurinn af leikjunum renni til góðgerðasamtaka. Kúbverskir útlagar andvígir tillögunum Bandaríska stjórnin gerði svipaðar ráðstaf- anir í mars með það að markmiði að styrkja tengsl þjóðanna og hlaupa undir bagga með kúbversku þjóð- inni án þess að efla stjórn Fidels Castros, forseta Kúbu. Fidel Castro Leiðtogar kúb- verskra útlaga í Bandaiíkjunum gagnrýndu tillögm1 stjómarinnar sem vom kynntar á mánudag. Fulltrúadeildarþingmað- urinn Lincoln Diaz-Balart, rep- úblikani frá Flórída, sagði tillög- urnar brjóta í bága við bandarísk lög um viðskiptabannið á Kúbu. Stjórnin gæti ekki komið tillögun- um í framkvæmd nema lögunum yrði breytt. Ileana Ros-Lehtinen, annar full- trúadeildarþingmaður og repúblik- ani frá Flórída, sagði að þótt að nokkrar tillagna stjórnarinnar væra af hinu góða hefðu þær aðeins verið lagðar fram „til að hylja skað- legu þættina og þá stefnu stjómar Clint- ons að koma samskipt- unum við einræðis- stjómina á Kúbu í eðli- legt horf‘. Fimmtán þingmenn, flestir þeirra rep- úblikanar, skrifuðu Clinton bréf í október og hvöttu hann til að koma á fót nefnd, sem yrði skipuð fulltrúum beggja flokkanna, til endurskoða viðskiptabannið á losaði um hömlur á lyfjaútflutningi til líknarsamtaka á eyjunni. Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði að stjórnin hefði ákveðið að skipa ekki nefndina um sinn „af ýmsum ástæðum, einkum vegna þess að í báðum flokkunum er nú þegar mikili stuðningur við megin- markmið stefnu okkar“. „Eining er um þá hugmynd að hjálpa kúbversku þjóðinni og efla mann- réttindin ... en ágreiningur er um viðskiptabannið og ég tel ekki að tveggja flokka nefnd geti leyst þá deilu.“ Embættismaðurinn sagði að til að aflétta viðskiptabanninu þyrfti að breyta lögunum og bandaríska stjórnin væri ekki tilbúin að íhugá þann möguleika að svo stöddu. Slæm flensa geisar á Bretlandi London. The Daily Telegraph. SLÆM inflúensa geisar nú í norður- og miðhluta Bretlands og eru öll sjúkrahús á þessu svæði yfirfull af fólki sem þurft hefur að leita sér læknisaðstoðar. Að minnsta kosti fjörutíu til fimmtíu þúsund manns þjáðust af flensunni yfir jólatímann og bresk stjórnvöld hafa þegar lofað auknum fjárframlögum svo sjúkra- hús og læknar geti tekið á vandanum sem skyldi, en sérfræðingar telja lík- legt að flensan stefni suður á bóginn á næstu vikum. Óvenjumikill fjöldi sýktra í Bret- landi er talinn orsakast af því að flensan er blanda af tveimur vírus- um, Sydney-flensunni svokölluðu af stofni A-vírusa, sem fyrst gerði vart við sig á Bretlandi á síðasta ári, og Peking-flensu af stofni B-vírusa. Norska dagblaðið Aftenposten greindi frá því í gær að læknar á Ullevál-sjúkrahúsinu í Osló hefðu greint fyrstu tilfellin af inflúensu í Noregi á þessum vetri og einnig hef- ur flensan skotið upp kollinum í Dan- mörku. Líklegt þykir að flensan í Noregi sé sú sama og í Bretlandi en það mun ekki enn hafa verið greint nákvæmlega. Kúbu. Kúbverskir útlagar lögðust gegn þeirri tillögu, sögðu hana geta orðið til þess að viðskipta- banninu yrði aflétt. Eining sögð um megin- markmiðin Útlagamir voru einnig andvígir aðgerðunum sem gripið var til í mars en þá heimilaði stjómin með- al annars beint flug til Kúbu og takmarkaðar peningasendingar og •7ANN - 'qOtT ~ SOt - 5PANN TiL SÖLU frábærlega staðsett endaraðhús á Las Mimosas við Torrevieja á Spáni. Allt innbú, bíll, stór flísalögð verönd. Hlutur í sameiginlegri sundlaug. íslenskir starfsmenn á staðnum allf árið. Örstutt á strendur og á stórkostlega golfvelli. Beint flug frá páskum og fram í október. Uppl. í símum 557 8584 og 893 3650 smAjsjsí <901. r - SÓI STjAJSSS / Utsalan hefst fimmtudag kl. 10:00 Laugavegi 95-97 sími 552 1444 Kringlunni sími 568 6244 w Utsalari hefst fimmtudag kl. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.