Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 15. janúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landsbankinn í samkeppni við Ibúðalánasjóð Almenn íbúðalán á markaðskjörum VEÐDEILD Landsbankans mun starfa áfram á þessu ári og bjóða upp á almenn íbúðalán, svo kölluð veðdeildarlán Landsbankans, í sam- keppni við Ibúðalánasjóð. Ekki hef- ur verið tekin endanleg ákvörðun um vaxtakjör veðdeildarlánanna en þau verða kynnt síðar í mánuðinum þegar íbúðalánastarfsemi veðdeild- arinnar hefst. Að sögn Halldórs J. Kristjáns- ^fonar bankastjóra Landsbankans er þetta í samræmi við stefnumótun bankaráðs bankans um að auka þátt bankans í fasteignalánum. „Á síð- asta ári hefur bankinn í auknum mæli lánað til kaupa og reksturs at- vinnuhúsnæðis en nú hyggst bank- inn hefja almenna íbúðalánastarf- RÍKISSTJÓRNIN og Reykjavíkur- borg bundust í gær fastmælum um að beita sér fyrir byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar í -tniðborg Reykjavíkur. Nánari stað- setning og afmörkun lóðar verða ákveðin síðar en af einstökum hug- myndum þykja tvær einkum koma til álita, annars vegar staðsetning í miðborginni við höfnina, í tengslum við nýtt hótel, og hins vegar austan Hótels Sögu. Byggingarkostnaður er talinn geta numið frá 3,5 að 4 milljörðum króna eftir því hve dýrt er að búa lóð undir framkvæmdina. semi. Verður þar byggt á sérþekk- ingu og reynslu starfsmanna veð- deildar Landsbanka íslands sem fram að síðustu áramótum veittu húsnæðiskerfinu almenna banka- þjónustu,“ segir Halldór. Hægt að fá lán í evrum Hann segir að lánstími veðdeild- arlána Landsbankans verði mjög svipaður því sem markaðurinn þekkir frá starfrækslu Húsnæðis- stofnunar og þeirri starfsemi sem veðdeildin hefur annast umsýslu fyrir fram til þessa. Eins sjái hann enga annmarka á því að fólk njóti sömu vaxtabóta af veðdeildarlánum Landsbankans og af lánum Ibúða- lánasjóðs. Talið er að mannvirkið verði í fyrsta lagi tekið í notkun eftir fimm ár. Á fundi menntamálaráðherra, samgönguráðherra og borgar- stjóra í gær kom fram að næsta skref í málinu yrði að skipa nefnd með fulltrúum menntamálaráðu- neytis, samgönguráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og Reykjavíkur- borgar til að vinna að samkomu- lagi um fjármögnun, framkvæmda- tilhögun og kostnaðarskiptingu og að leita samstarfsaðila um verk- efnið. Ákvörðunin um að sameina þessi „Bankinn mun reyna að bjóða hagstæð kjör en þau eru að sjálf- sögðu markaðskjör af slíkum lánum. Við munum einnig íhuga að bjóða upp á önnur lánsform þegar líður á vorið og hugsanlega bjóða hluta af heildarláninu í erlendri mynt, til að mynda í evrunni," segir Halldór. Halldór segir að það sé mjög mikilvægt að bankakerfinu verði gert fært að sinna þessari starf- semi og starfa þar á jafnréttis- grundvelli við Ibúðalánasjóð. Segir hann að á flestum þróaðri fjár- málamörkuðum heimsins hafi bankar og sérhæfðar fjármála- stofnanir yfirtekið starfsemi af þessu tagi og hún sé ekki lengur í höndum ríkisstofnana. tvö verkefni byggist á nýtingar- og hagkvæmnismati en nefndir sem unnið hafa að undirbúningi málsins komust að þeirri niðurstöðu að mik- ilvægt væri að setja málefni tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar í einn sameiginlegan farveg. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær kynnti menntamálaráðherra einnig tillögu um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að undirbúa byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Er sú tillaga til meðferðar í ríkis- stjórn og verður kynnt síðar. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Björk fagn- að í Þjóð- leikhúsinu SÖNGKONAN Björk hélt fyrri tónleika sína af tvennum í gær- kvöldi í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi gesta og steig hún á svið um klukkan 23. Björk lék lög sín ásamt íslenskum strengjaoktett og breska raftónlistarmanninum Mark Bell og var vel fagnað. Fyrsta lagið á tónleikunum var Vísur Vatnsenda-Rósu í flutningi hljóðfæraleikaranna án Bjarkar en fyrsta lagið sem hún söng var Hunter. Tónleikarnir eru þeir seinustu í röð tónleika sem Björk hefur haldið undanfarna mánuði og eru þeir bæði hljóðritaðir og teknir upp á myndband, auk þess sem sýnt verður beint í sjónvarpi frá tónleikunum í kvöld. Þar sem þátturinn um tónleikana er ætl- aður fyrir erlendan markað, fór stærsti hluti tónleikanna fram á ensku. Á undan Björk söng Magga Stína ásamt hljómsveit. Gísladóttur borgarstjóra fengu Samtök um byggingu tónlistarhúss á sínum tíma fyrirheit um lóð í Laugardalnum nálægt Glæsibæ sem samtökin munu nú væntan- iega ekki nýta og skila formlega. Hún sagði að Landssíminn hf. hefði sýnt þessari lóð áhuga fyrir nýjar aðalstöðvar og formlegar viðræður um málið myndu væntan- lega eiga sér stað þegar borgin hefði á ný fengið forræði yfir lóð- inni. ■ Forsendur tónlistarlífs/24 NASCO með flest rækjuleyfí Eistlands FYRIRTÆKIÐ NASCO ehf. hefur eignast 67% hlut í Permare sem er eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum Eistlands. Gengið var frá kaupunum 24. desember sl. Með kaupunum hef- ur NASCO nú meðal annars yfir að ráða fimm af sex úthafsrækjuveiði- leyfum Eistlendinga, ásamt eist- nesku fyrirtæki. Að sögn Egils Guðna Jónssonar, forstjóra NASCO, hafa umsvif Permare einkum verið útgerð og rekstur þriggja skipa á Flæmingja- grunni og hefur hvert skip fengið á bilinu 700 til 800 tonn af rækju þar á síðasta ári. Þá hafi Permare einnig rekið flutningaskip og gert út skip sem stundað hefur brislingsveiðar í Eystrasalti. Rækjufrystiskip Skag- strendings hf., Örvar HU, mun m.a. nýta eitt af veiðileyfum fyrirtækisins á Flæmingjagrunni. NASCO sérhæfir sig í sölu á rækju og botnfiskafurðum og útgerð frystitogara. Fyrirtækið hefur yfir að ráða öllum þremur úthafsrækju- veiðileyfum Litháa. Dótturfyrirtæki NASCO á dönsku eyjunni Mön, Oversea, á skip sem nýtir litháísku leyfin. Þá keypti NASCO 60% hlut í rækjuverksmiðju Bakka í Bolungar- vík á síðasta ári. „Tilgangurinn með kaupum okkar í Premare er einkum að byggja upp eistneska fiskiskipaflotann með nýj- um skipum frá Islandi. Það er framundan ákveðin niðursveifla í rækjuveiðum á Islandsmiðum og við höfum síðustu ár leitað annan-a leiða til að afla rækjuiðnaðinum á Islandi hráefnis," segir Egill. ---------------- Fjórir millj- arðar vegna skattareglna KÖNNUN á áhrifum laga og reglna á sviði skattamála á fyrirtæki innan vébanda Vmnuveitendasambands ís- lands (VSÍ) og Verslunarráðs ís- lands (VÍ) bendir til þess að árlegur meðalkostnaður fyrirtækja innan vé- banda þessara samtaka vegna skattareglna sé 1,5 milljónir króna á ári eða samanlagt um fjórir milljarð- ar króna. Forsætisráðuneytið, VÍ og VSÍ gengust sameiginlega fyrir könnun- inni hér á landi. í frétt frá þessum aðilum segir að niðurstöður hennar „gefi hinu opinbera túefni til að meta gildandi lög og reglur á sviði skatta- mála og taka til athugunar hvernig einfalda megi regluumhverfið á þessu sviði“. ■ 70% segja/6 ---------------- Lítil spurn eft- ir mjöli og lýsi ÚTLIT er fyrir talsverðar verðlækk- anir á fiskimjöli og lýsi á næstu mán- uðum, að mati Jóns Reynis Magnús- sonar, forstjóra SR-mjöls hf. Hann segir nú mjög litla spum eftir mjöli og lýsi, einkum vegna ásóknar kaup- enda í aðrar afurðir vegna hækkandi verðs á fiskimjöli og -lýsi að undan- fórnu. Áætlað verðmæti mjöl- og lýsisaf- urða á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs nemur um 15 milljörðum króna. ■ Ejórðungssamdráttur/Bl Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarhús rís í mið- borginni á næstu árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.