Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Keldur Brú, fyrri áfangi Ný aðkoma að Keldum og , Grafarholti —v Tvöföldun Vesturlandsvegar 0r Brú, seinni &L áfangi VESTURLANDSVEGUR SELTJARNAR- NES jf—Framtíðarbreikkun v, Mislæg gatnamót | L---------------------- Suðurlandsvegar og Vestúrlandsvegar Þjónustu- samningur Landssímans og RUV LANDSSÍMI íslands hf. og Ríkis- útvarpið hafa skrifað undir samn- ing, þar sem kveðið er á um að Landssíminn taki að sér fyrir RÚV flutning og dreifingu mynd- og hljóðmerkja miðla RÚV, rekstur á núverandi dreifikerfi og hönnun og framkvæmdir vegna þróunar og stækkunar dreifikerfisins. Samningur þessi er staðfesting á þeirri samvinnu, sem verið hefur milli Landssímans og RÚV um dreifingu hljóðvarps og sjónvai-ps um allt land. Helzta nýmælið í hon- um er að gert er ráð fyrir að mynd- og hljóðmerki Ríkisútvarpsins verði í auknum mæli flutt um flutnings- leiðir Símans, þ.e. um ljósleiðara og um örbylgju þar sem Ijósleiðara nýtur ekki við, til dreifisenda RÚV. Samningurinn er til fjögurra ára, en þó með uppsagnarákvæðum. Þetta á að gera báðum aðilum kleift að skipuleggja betur starfsemi sína til lengri tíma. Skilgreind er heild- areign RÚV í dreifikerfinu og kveð- ið á um að Landssíminn hafi frum- kvæði um hönnun þess og framtíð- aruppbyggingu. Þá fær RÚV til af- nota aðfangalínur til að senda hljóð- eða sjónvarpsmerki frá Akureyri, Egilsstöðum eða ísafirði. Framkvæmdir verða hafnar á þessu ári við Hringveg fyrir 330 milljónir Vesturlandsvegur tvöfaldað- ur og mislæg gatnamót byggð Hafín er athugun á umhverfísáhrif- um vegna fram- kvæmdanna Á ÞESSU ári verða hafnar fram- kvæmdir við Vesturlandsveg, þar sem ráðgert er að tvöfalda ak- brautina á 1.400 metra kafla frá Nesbraut að Víkui-vegi í Reykja- vík. Ennfremur verða á næsta ári byggð mislæg gatnamót Vestur- landsvegar, Suðurlandsvegar og Nesbrautar. Tilgangur fram- kvæmdarinnar er að auka afkasta- getu vegakerfisins til að mæta fyr- irsjáanlegri umferðaraukningu á svæðinu og að auka umferðarör- yggj- Fjárveiting til framkvæmdanna nemur alls tæpum 330 milljónum. Þar af fara 109 milljónir í breikkun Vesturlandsvegar, sem skiptast jafnt á árin 1999 og 2000. Til bygg- ingar mislægra gatnamóta verða veittar 217 milljónir, þar af 26 milljónir á þessu ári og 191 milljón á því næsta. Útboð vegna fram- kvæmdanna fara fram seinnihluta þessa árs. Ráðgert er að byggja mislægu gatnamótin við enda Nesbrautar í tveim áfóngum með einni brú yfir Vesturlandsveg, sem ásamt Suður- landsvegi heitir Hringvegur sam- kvæmt vegalögum og vegakerfi Vegagerðarinnar. Síðari áfanginn skiptist hugsanlega í nokkra hluta, vegrampar á brúnum verða á fyll- ingum og verða þeir með einni ak- grein í hvora átt í fyrri áfanga en tveim akgreinum og einstefnu í síð- ari áfanga þegar umferð eykst. Samkvæmt umferðarspá mun um- ferð á þessum vegarkafla nær tvö- faldast á næstu þremur árum. Loftmengun mun minnka Hafin er athugun Skipulags- stofnunar á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna og sam- kvæmt frummatsskýrslu munu umferðarmannvirkin m.a. hafa já- kvæð áhrif á þróun byggðar og samgöngur á svæðinu og íbúðar- svæðum norður af því. Útivistar- svæði beggja vegna Hringvegar munu tengjast saman með undir- göngum undir veginn. KORT, sem sýnir hvemig Hringyegur mun líta út að loknum fram- kvæmdum. Byrjað verður á tvöföldun Vesturlandsvegar á þessu ári og bygging mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlands- vegar bíður næsta árs. Á fjárveitingu eru tæpar 330 milljónir til framkvæmdanna sem Vegagerðin mun annast. Áhrif mannvirkjanna á náttúru- far eru talin verða lítil umfram það sem þegar er orðið. Loftmengun mun þó minnka að framkvæmdun- um loknum miðað við óbreyttan umferðarþunga og aukast minna með aukinni umferð miðað við óbreyttar aðstæður þar sem öku- tæki eru sífellt að stöðva og taka af stað við umferðarljós. Útreiknuð loftmengun til ársins 2027 er vel undir mörkum mengunarvarnar- reglugerðar. Gera þarf ráðstafanir vegna umferðarhávaða við fyrir- huguð íbúðahverfi og útivistar- svæði í Grafarholti, t.d. með hljóð- mönum og skipulagi. Grásteinn færður til hliðar Talsverðir jarðefnaflutningar munu fylgja framkvæmdunum, en gert er ráð fyrir að um 70 þúsund rúmmetrar af ónothæfu efni þurfi að losa á leyfílega losunarstaði og að flytja þurfi um 140 þúsund rúmmetra af fyllingarefni úr sam- þykktum námum. Engar skráðar náttúruminjar eru á svæðinu að undanskildum Grásteini við Grafargil, sem verð- ur færður til hliðar frá veginum. Þá mun framkvæmdin hafa lítil áhrif á veitulagnir sem fyrir eru. Gera verður kröfur um það í út- boðsgögnum að jarðvegsraski ut- an vegstæðis verði haldið í lág- marki og það lagfært og grætt upp í verklok. Endanlegu skipu- lagi íbúðahverfis í Grafarholti þarf að haga þannig að hljóðstig við húsið fari ekki yfir 55 dB eða gera hljóðmanir sem tryggja það og gera þarf ráðstafanir til að halda hljóðstigi á útivistarsvæðum innan við 65 dB. Almenningi gefst frestur til 27. janúar til að kynna sér fram- kvæmdina og leggja fram athuga- semdir til Skipulagsstofnunar, en hægt er að nálgast frammats- skýrsluna á Þjóðarbókhlöðunni, á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur og hjá Skipulags- stofnun. Ráðherrar Islands og Færeyja funda Veiðiheimildir lítt breyttar milli ára FÆREYSKUM skipum verður heimilt að veiða 5.600 lestir af botnfiski í íslenskri lögsögu á þessu ári, sem er aukning um 100 lestir frá fyrra ári. Þorsk- veiðiheimildir Færeyinga aukast um 150 lestir, í 1.150, en heimildir til lúðuveiða minnka úr 200 lestum í 150 lestir vegna lélegs áastands stofnsins. Heimildir til veiða úr öðram stofnum haldast óbreyttar milli ára. Þetta var ákveðið á árleg- um fundi sjávarútvegsráðherra Islands og Færeyja í gær. Á fundinum var einnig ákveðið að halda heimildum til veiða á uppsjávartegundum óbreyttum á árinu. íslending- um verður því heimilt að veiða kolmunna, 2.000 lestir af annarri síld en hinni norsk-ís- lensku og 1.300 lestir af makríl innan færeysku lögsögunnar og Færeyingum fá að veiða kolmunna og loðnu innan ís- lensku lögsögunnar. Jafnframt var ákveðið á fundinum að semja fyrir 1. júlí nk. um loðnuveiðiheimildir fær- eyskra skipa í íslenskri lögsögu á næstu vertíð. Verður við það miðað að leyfður heildarafli verði sá sami og á yfirstand- andi vertíð, eða 30.000 lestir, enda breytist forsendur ekki í verulegum atriðum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fór fyrir íslensku sendinefnd- inni í viðræðunum en Jörgen Niclasen landstjórnarmaður fór fyrir þeirri færeysku. Rætt um að gera hlut fullveldisdagsins 1. desember meiri en verið hefur hingað til Formaður Stúdentaráðs fagnar orðum forsetans ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, lagði það til í nýársávarpi sínu að vegur fullveld- isdagsins 1. desember yrði gerður meiri en verið hefur. Ásdís Magnús- dóttir, formaður Stúdentaráðs, fagnar þeim hugmyndum. „Við teljum þetta vera mjög mik- ilvægan dag í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Við höfum alltaf haldið upp á daginn og lagt mjög mikið upp úr því og fögnum því ef fleiri taka þátt.“ í ávarpi sínu ræddi Ólafur Ragn- ar um að færa þyrfti þjóðinni 1. des- ember á ný, „gera daginn að virð- ingardegi Islendinga og uppsprettu sífellt nýrrar túlkunar á hlutverki okkar og stöðu. Þótt skólahald yrði í heiðri haft mætti helga daginn um- ræðum og umfjöllun á þeim vett- vangi með framlagi nemenda og heimsóknum listafólks, vísinda- manna og forystusveitar úr lands- málum og atvinnuh'fi. I íjölmiðlum yrði tilefni til umræðna um þróun fullveldis á umbrotatímum og þfiu verðmæti sem skapa sérstöðu ís- lendinga í síbreytilegum heimi, um það hvernig umskapa beri fullveldið til anda hverrar tíðar,“ sagði Ólafur Ragnar. Guðmundur Hálfdánarson, dós- ent í sagnfræði við Háskóla Islands, telur að ein aðalástæða þess að full- veldisdagurinn 1. desember hafi ekki öðlast eins mikið vægi í hugum landsmanna eins og 17. júní sé að framan af sjálfstæðisbaráttunni hafi ekki nema lítill hluti þjóðarinnar haft full þegnréttindi, og markmið forystumanna hennar hafi ekki ver- ið að fjölga í þeim hópi. Við lýðveld- isstofnunina hafi þjóðinni allri fund- ist hún eiga hlut í fullveldinu. Guðmundur Hálfdánarson fjallar um fullveldið í nýjasta hefti tíma- ritsins Nýrrar sögu og reynir að skýra hvers vegna 1. desember hafi ekki öðlast sömu þýðingu og 17. júní. I því sambandi dregur hann fram tvær ólíkar undirstöður full- veldis þjóðarinnar, annars vegar tunguna og menninguna, og hins vegar stjórnmálaþátttöku einstak- linga. Hann telur að 1918 hafi síðari undirstaðan verið veik, því lengst af sjálfstæðisbaráttunni hafi aðeins lít- ill hluti þjóðarinnar haft full þegn- réttindi. Önnur helsta skýringin á mismunandi vægi daganna tveggja er að mati hans sú, að lýðveldis- fagnaðinn ber upp á miðju sumri en fullveldisdaginn á vetri. Fullveldið vakti aðeins áhuga lítils hluta þjóðarinnar Guðmundur segir að fullveldið 1918 hafi ekki vakið áhuga nema lít- ils hluta þjóðarinnar eins og fram hafi komið í lélegri þátttöku í kosn- ingunum um sambandslögin, sem fram fóru í október. Hann hafnar því að vetrarhörkur, spænska veik- in eða Kötlugos hafi haft afgerandi áhrif á þátttökuna, eins og stundum hefur verið nefnt til skýringar. Kuldar í byrjun ársins hafi að vísu verið meiri en áður hafi mælst, en veðurfar í október hafi ekki verið í minnum haft. Spænska veikin hafi ekki orðið að faraldri fyrr en eftir kosningarnar og Kötlugos skýri ekki litla kosningaþátttöku nema helst í Vestur-Skaftafellssýslu. Guðmundur segir að þátttaka í kosningum um sambandslögin hafi fallið vel að þróun kosningaþátttöku á fyrri helmingi aldarinnar. Ein skýringin á lítilli þátttöku var að konum hafði verið veittur kosninga- réttur stuttu áður, eða árið 1915. Kosningaþátttaka þeirra var fram- an af mun minni en karlmanna. Árið 1918 kusu 24% atkvæðisbærra kvenna en nærri 60% karla. Þessi kynjamunur fór minnkandi upp frá því. Frelsispostular takmörkuðu atvinnu- og búsetufrelsi Guðmundur telur að hröð hlut- fallsleg stækkun hinnar „pólitísku þjóðar" á árunum 1903-1934, það er segja fjölgun í þeim hópi sem taldist eiga „fullan hlut í fullveldi þjóðar“, hafi verið að minnsta kosti jafn merkileg þróun og „karpið við Dani“. Sjálfstæðisbaráttan hafi þó ekki verið háð undir merkjum al- menns borgararéttar eða jafnréttis þegnanna. „Frelsispostular 19. ald- ar víluðu t.d. ekki fyrir sér að tak- marka atvinnu- og búsetufrelsi, og löngum héldu þingmenn því fram að þéttbýlisbúar gætu tæpast talist sannir Islendingar", segir Guð- mundur. Hann telur að árið 1944 hafi þjóðin hins vegar komið fram „sameinuð og raunverulega sem einn einstaklingur.“ Ástæðan var sú að þeir hópar sem áður höfðu verið útilokaðir frá fullveldinu höfðu þá unnið sér fullan þegnrétt og innræt- ing þjóðernistilfinningar í skólum og fjölmiðlum hafði borið árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.