Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 31 AÐSENDAR GREINAR Þróun áfengisvanda - áhrifa- og áhættuþættir f’RÓUN áfengis- og vímuefnavanda er flók- ið ferli þar sem fjöldi faraldsfræðilegra þátta og áhættuþátta skiptir máli. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að það verður enginn áfengis- eða vímuefna- sjúklingur sem ekki hefur neytt slíkra efna. Einfóld og sjálfsögð staðreynd sem oft gleymist en er nauð- synlegt að hafa í huga þegar t.d. aðgerðir stjórnvalda eru skoð- aðar. Faraldsfræðileg- ar rannsóknir sýna að Páll Tryggvason flestir byrja á bjór eða léttu vini og þar á eftir prófa þeir tóbak. Þá taka við sterkari drykkir og svo kanna- bisefni og síðan önnur sterkari ólög- leg vímuefni. Misjafnt er hve lengi hver einstaklingur er á hverju stigi eða hvar snúið er til baka ef það tekst, en allmargir fara leiðina á hraðferð og sleppa jafnvel einni eða Það getur verið erfítt að skýra hvort kom á undan eggið eða hæn- an, segír Páll Tryggva- son í annarri grein sinni af þremur, þ.e.a.s. hvort kom á undan þunglyndið eða áfengis- og vímuefnaneysla svo dæmi sé nefnt. annarri stoppistöð. Þetta er okkur hollt að vita og muna og má ekki gleymast nú þegar reykingar ung- menna fara aftur vaxandi og bráð- um rennur upp sá dagur að þjóðin getur haldið upp á 10 ára afmæli þess að hið háa Alþingi ákvað að gera tilraun á æsku þessa lands, í nafni frelsis og frjálshyggju, með leyfí til sölu á áfengum bjór. Við er- um e.t.v að taka í hús fyrstu upp- skeru þeirrar ákvörðunar. „Töðu- gjöld“ eru framundan. Margir mismunandi þættir leiða til eða auka líkur á þróun áfengis- og vímuefnavanda, svokallaðir áhrifa- eða áhættuþættir. Sam- kvæmt fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið má telja tugi slíkra þátta. Færri þættir eru þekktir sem hafa greinanleg vemd- andi áhrif. Mikilvægt er að gera greinarmun á fikti unglingsára annars vegar og hins vegar á áhættulifnaði með of- neyslu og fíkn. Stór hluti ungmenna prófar áfengi en hópurinn sem skapar vandamál og hér er til um- fjöllunar neytir áfengis og vímuefna of oft, í of miklu magni og oftast of- an í annan vanda. Það er sá hópur sem helst kemur til meðferðar eða einhverra opinberra afskipta. Hér á eftir verður aðeins stiklað á stóru til að gefa hugmynd um fjöl- breytni áhættuþátta og samspils þeirra: Erfðaþættir eru áhrifavald- ar í þróun vandans í allt að 60-70% einstaklinga í áfengis- eða vímu- efnavanda ef marka má rannsóknir er varða þennan þátt. Með öðrum orðum: erfðaefni sem tengist áfeng- is- og vímuefnavanda færist frá for- eldri til afkvæmis við getnað. Áhugi íslenskra vísindamanna á þessu sviði er því ekki ástæðulaus. Skap- gerð hvers einstaklings er sjálfri sér lík allt frá æsku og til fullorðins- ára en sýnt hefur verið fram á að viss skapgerðar- og manngerðarein- kenni auka líkur á áfengis- og vímu- efnavanda. Fjölskylduþættir eru sterkir. Þeir koma m.a. fram í áfengis- og vímuefnanotkun og neysluvanda foreldra, fjölskylduerjum, sam- skiptaörðugleikum og vangetu til að jafna ágreining og leysa úr ýmsum vandamálum. Eftirlit foreldra með athöfnum og verkefn- um ungmenna hefur einnig sannað sig skipta máli. Skólinn er sterkur áhrifaþáttur í lífi hvers einstaklings enda 10 ára grunnskólaskylda. Skólar eru mjög mis- munandi stofnanir og ekki hægt að fella und- ir einn hatt í umræð- unni en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að skólann má gera að félagslega góðri stofnun sem í forvarnarstarfí gæti verið mjög öflug í að halda unglingum frá því að taka upp full- orðinshegðun og -hætti með þeim vanda sem því fylgir. Staðfest er að léleg frammistaða í námi eða lítill metnaður svo og almennir eða sér- tækir námsörðugleikar og/eða skert hæfni til félagslegra samskipta eru allt áhættuþættir. Allt þetta hefur áhrif á andlega líðan, sjálfsmat og sjálfstraust hvers og eins. A alla þessa þætti reynir í skóla. Jafnaldrar eru áhrifamiklir og undir vissum kringumstæðum sterkasti þátturinn. Þar skiptir mestu tóbaks-, áfengis- og vímu- efnanotkun þeirra. Skipulag samfé- lagsins og metvitund þeirra er fara fyi-ir skólamálum, tómstunda- og frístundastarfi og löggæslu skiptir máli. Aðbúnaður ungmenna bæði í skóla og í frístundum, eftirlit full- orðinna og stofnana samfélagsins hefur afgerandi áhrif ef marka má erlendar rannsóknir. Augljóst er að samfélög þar sem ofbeldi og glæpa- tíðni eru há elur af sér aukinn fjölda einstaklinga sömu gerðar svo og áfengis- og vímuefnavanda. Það sem ekki er jafn augljóst er að sam- félög sem virðast lík á yfírborðinu geta í eðli sínu, m.t.t áfengis- og vímuefnaáhættuþátta, verið mjög ólík og þessi munur sést ekki nema við mjög nákvæma skoðun. Vit- neskja um þá þætti sem þar eru virkir ætti að gefa stjómum samfé- laga möguleika á að skipuleggja unglingastarf og aðbúnað ung- menna með tilliti til þessara þátta og þannig hefta þróun áfengis- og vímuefnavanda og í staðinn stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Rannsóknir sýna að skipulag og aðgerðir samfélagsins hafa áhrif á tíðni eineltis, þunglyndis, sjálfs- vígshugsana, hollustu eða óhollustu mataræðis, þátttöku í samfélags- málum, slysatíðni, bílbeltanotkun og notkun tóbaks, áfengis eða vímu- efna svo eitthvað sé nefnt. Samfé- lagslegar aðgerðir eru af öllu að dæma vænlegar til árangurs og það er eftir miklu að slægjast. Læknis- fræðilegir þættir eru miklu meir gildandi en margan hefur grunað. Þannig hafa erlendar rannsóknir sýnt að 60-80% einstaklinga í áfeng- is- og vímuefnavanda eru einnig haldnir hegðunarröskun eða andfé- lagslegri hegðun. Vitað er að hluti þeirrar hegðunar er afleiðing neysl- unnar en í öðrum tilfellum orsök og ef vel er að gáð má í sumum tilfell- um greina þennan áhættuþátt fyrir 10 ára aldur. Nákvæm skoðun leiðir í Ijós að 30-50% einstaklinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða hafa fengið ofvirknisgrein- ingu. Þunglyndi gerir vart við sig hjá 20% neytenda og sami fjöldi er haldinn sjúklegum kvíða. Námsörð- ugleikar, bæði sértækir og almennir eða að nám hefur misfarist er til staðar hjá allt að 90% einstaklinga sem eiga við áfengis- og vímuefna- vanda að stríða og undirstrikar það mikilvægi grunnskólans í forvöm- um og í því að stuðla að betri and- legri heilsu þjóðarinnar. Tvíhvörf geðröskun ungmenna er sérstak- lega erfíð í greiningu fyrir unglings- árin og þegar þeim er náð blandast þau oft saman við það sem án frek- ari skilgreininga er kallað „ung- lingaveiki". Nýjar rannsóknir sýna að slík geðröskun er algengari en áður var hugað og að minnsta kosti 50% þeirra einstaklinga sem síðar fá þessa greiningu eiga við afengis- og vímuefnavanda að etja. Óyndi er andleg vanlíðan um lengri tíma með takmörkuðu þoh við álagi, skap- sveiflum, pirringi og truflun á fé- lagslegri aðlögun. Einkennin eru oft, af þeim sem ekki þekkja til, flokkuð með „unglingaveikinni" en þessi tegund andlegrar vanh'ðunar er einnig áhættuþáttur í þróun áfengis- og vímuefnavanda. Upptalningin hér að ofan ætti að gera öllum það ljóst að líffræðilegir og læknisfræðilegir þættir, og þá sérstaklega geðlæknisfræðilegir eru stórh- og jafnvel afgerandi varðandi þróun áfengis- og vímuefnavanda. Þá er ótalinn sá heilsuvandi og annað tjón sem leiðir af neyslu vímuefna. Það getur verið erfítt að skýra hvort kom á undan eggið eða hæn- an, þ.e.a.s. hvort kom á undan þunglyndið eða áfengis- og vímu- efnaneysla svo dæmi sé nefnt. Þetta er ekki spurning um annað- hvort eða, því ljóst er að margir einstaklingar sem leiðast út í áfeng- is- og vímuefnanotkun hafa átt við geðræn vandamál að stríða, oft í mörg ár, áður en vímuefnanotkun hófst og neysla Ieiðir til geðrænna einkenna og sjúkdóma. Meðhöndl- un þeirra er í mörgum tilvikum for- senda árangurs í meðferð og ef þessu er ekki sinnt í samræmi við eðli ástandsins eru líkur á árangi-i verulega mikið minni og tækifæri fara forgörðum. Mat og meðferð Þar sem meðferð við áfengis- og vímuefnavanda er sinnt af metnaði tekur mat og meðferð m.a. tillit til faraldsfræðilegra þátta sem taldir voru upp hér að framan. Þar skipta mestu máli líffræðilegir, læknis- fræðilegir og geðrænir þættir ásamt félagslegu umhvei-fí og áhrif- um. Meðferð sem er margþáttuð og einstaklingssniðin og tekur tillit til áhrifaþátta hefur meiri líkur á að skila árangri en sú sem býður upp á ákveðið og óumbreytanlegt prógram án tillits til einstaklings- viðmiða. Það má líkja slíku ósveigj- anlegu prógrammi við aðferð stjúp- móður Öskubusku þegar hún hjó annaðhvort af framan af tám eða aftan af hæl dætra sinna til þess að fá þær til að passa í skóinn. Slíkar aðferðir eru ekki vænlegar til ár- angurs. Fjölþætt mat og meðferð er flókið fyrirbæri sem krefst sam- hents starfsliðs með mismunandi sérþekkingu. Náið samband og samvinna við fjölskyldur, skóla og annað umhverfí einstaklingsins er nauðsynlegt. Eftirmeðferð eða samstarf við þá sem færir eru um að stjórna henni þarf að vera til staðar og virkt. Það fer eftir alvöru málsins hverju sinni hvaða meðferð æskilegt er að bjóða upp á og verða tilboð að taka mið af fjölþættu mati. Sambærilegt er að ýmis heilsuvandamál eru leysanleg á stofu heilsugæslulækn- is meðan önnur þarfnast gjör- gæslu. Lífíð er fjölbreytt, og vandamál þess þar meðtalin, því þurfa að fínnast möguleikar á mis- munandi meðferð sem taka mið af þessari fjölbreytni. Það er ekki nauðsynlegt að slíkum prógrömm- um sé stjórnað af læknum nema á alvarlegustu stigum en ljóst er að allir þessir einstaklingar þurfa mat sérhæfðs læknis með tilliti til geð- rænna einkenna og jafnvel einnig vegna líkamlegs ástands vegna aukinnar tíðni líkamlegra sjúk- dóma sem fylgja. Höfundur er formuður Barna- geðlæknafélags íslands. Viltu grennast? Viltu fá betri hreyfingar? Viltu bæta þolið? KOMDU ÞA I DANSINN! Dansinn er ein besta alhliða hreyfingin sem völ er á. Barnadansar - Samkvæmisdansar Kennarar eru Svanhildur Sigurðardóttir og Heiðar R. Ástvaldsson. Break - Freestyle - Hip Hop NATASHA kemur frá NEW Y0RK hinn 12. með allt það nýjasta! Salsa Ef þú ert ein(n) af þeim mörgu sem sáu myndina „Come Dance With Me" og hugsaðir hvað það væri æði að geta dansað svona vel. Þessa dansa er hægt að læra hjá okkur. Kennarar eru Kolbrún Ýr og Bjartmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.