Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > ______________________________________________________ Utlit er fyrir mjög spennandi prófkjör hjá samfylkingunni í Reykjavrk um mánaðamótin Svavar skilur eft- ir sig tómarúm ✓ Ovænt brotthvarf Svavars Gestssonar af þingi skilur eftir sig ákveðið tómarúm hjá samfylkingunni í Reykja- vík. Svigrúm hefur myndast fyrir nýja frambjóðendur í prófkjöri sem fram fer um mánaðamótin. Framundan er mikið kapphlaup milli Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins um efsta sæti framboðslistans. Egill Olafsson skoðaði áhrifín af brotthvarfi Svavars. Morgunblaðið/Ásdís Á FUNDI í kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Reykjavík skönimu fyrir áramót tókst Svavari Gestssyni og stuðningsmönnum hans að koma í veg fyrir að prófkjör samfylking- arinnar yrði opnað meira. ÞAÐ má segja að brotthvarf Svavars Gests- sonar leiði til þess að ákveðið tómarúm mynd- ast í forystusveit Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Svavar hefur verið í fyrsta sæti lista flokksins í sex alþingiskosningum og fyr- irfram var búist við að hann myndi leiða lista samfylkingar í höfuðborginni. Þótt viðurkennt sé að Svavar hafi verið öfl- ugur og sterkur leiðtogi var hann ekki óum- deildur og margir samfylkingarsinnar voru því andvígir að hann yrði í efsta sæti listans. Andstaðan var mikil frá Alþýðuflokknum og einnig frá Framsýn-Birtingu, sem er eitt af alþýðubandalagsfélögunum í Reykjavík og bakhjarl Bryndísar Hlöðversdóttur alþingis- manns og Helga Hjörvar borgarfulltrúa. Hafði mikil áhrif á samfylkingnna Það má að sumu leyti segja að brotthvarf Svavars sé nokkuð undarleg niðurstaða í ljósi þeiiTa atburðarásar sem átti sér stað innan Alþýðubandalagsins á síðasta ári. Svavar var andsnúinn tillögu Margrétar Frímannsdótt- ur, formanns flokksins, sem lögð var fram á aukalandsfundi i júlí um samfylkingu með Al- þýðuflokki og Kvennalista. Hann hvatti til þess að flokkurinn færi sér hægar og beitti sér fyrir málamiðlun, sem ekki reyndist áhugi fyrir meðal deiluaðila. Þegar Stein- grímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson og fleiri yfirgáfu Alþýðubandalagið var þrýst á Svavar úr ýmsum áttum. Margir af hörðum stuðningsmönnum Svavars í Alþýðubanda- lagsfélaginu í Reykjavík sögðu sig úr flokkn- um og gengu til liðs við Vinstrihreyfinguna. Ýmsir áttu von á að Svavar myndi fylgja þeim. Margrét Frímannsdóttir hvatti Svavar til að fylgja Alþýðubandalaginu áfram að málum og taka þátt í mótun samfylkingarinnar. Rök hennar voru m.a. þau að vinstrisjónarmiðin yrðu sterkari í hinni nýju hreyfingu ef Svavar yrði þátttakandi í henni. Niðurstaðan varð sú að Svavar ákvað að vera með. Hann tók virk- an þátt í að móta verkefnaskrá samfylkingar og gegndi lykilhlutverki í svokölluðum stýri- hópi, sem flokkamir þrír komu á fót til að samræma starf samfylkingarinnar. Hver verða áhrifin af brotthvarfi Svavars? Enginn vafi leikur heldur á að Svavar beitti sér eindregið fyrir þeirri lausn á prófkjörs- málum í Reykjavík sem varð ofan á, þ.e. flokkaprófkjör. Hann var eindregið andvígur opnu prófkjör með girðingum eins og R-list- inn stóð að fyrir borgarstjórnarkosningamar í vor. Svavar kom þessari lausn í gegn þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Framsýn-Birting væra á einhverju stigi máls- ins fylgjandi opnu prófkjöri. Svavar var mjög ósáttur við R-listaprófkjörið, sem hann sagði í pistli á heimasíðu sinni 24. nóvember sl. að væri „vitlausast af öllu“. Reglumar í próf- kjörinu leiddu til þess að Guðrún Agústsdótt- ir, sem verið hafði leiðtogi Alþýðubandalags- ins í borgarstjóm, hrapaði niður í 5. sætið og einn nánasti samverkamaður Svavars, Arni Þór Sigurðsson, datt út úr borgarstjóm þrátt fyrir góða kosningu. Hafi einhverjir alþýðuflokksmenn sett það fyrir sig að Svavar yrði í forystu fyrir lista Samfylkingar í Reykjavík geta þeir það ekki lengur. Brotthvarf Svavars kann því að auka að einhverju leyti stuðning við samfylkinguna frá miðjunni. Það er þó líklegra að útkoman úr prófkjörinu og kosningabaráttan skipti meira máli hvað þetta varðar. Frekar ólíklegt er að brotthvarf Svavars hafi mikil áhrif á gengi Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs, nema þá því aðeins að samfylkingin segi skilið við sum þau stefnu- mál sem er að finna í stefnuskránni og færi sig nær miðjunni. Að þessu leyti kann próf- kjörið að hafa einhver áhrif. Fái stuðnings- menn Svavars slæma útkomu er ekki hægt að útiloka að fleiri úr gamla stuðningsmannaliði Svavars segi skilið við Alþýðubandalagið. Kannski eru mestu áhrifin af brotthvarfi Svavars þau að með honum fer úr þingflokkn- um einn reynslumesti þingmaður flokksins. Eftir stendur í Reykjavík einn þingmaður flokksins með tæplega fjöguraa ára þing- reynslu. Að þessu leyti má segja að Alþýðu- bandalagið standi dáh'tið höllum fæti. Hörð keppni í prófkjöri Enn er ekki ljóst hverjir taka þátt í próf- kjörinu fyrir Alþýðubandalagið. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður og Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins, era þau einu sem formlega hafa til- kynnt þátttöku. Reiknað er fastlega með að Ami Þór Sigurðsson, aðstoðarmaður borgar- stjóra, tilkynni þátttöku í dag, en hann hélt fund með stuðningsmönnum sínum í gær- kvöldi. Til margra ára hafa verið flokkadrættir innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þing- menn fiokksins hafa að vissu marki endur- speglað þetta því að jafnaði hefur hinn harði flokkskjarni í ABR átt einn þingmann, frjáls- lyndari hluti flokksins (Birting-Framsýn) átt annan og einnig hefur maður tengdur verka- lýðshreyfingunni oftast verið í þriðja þing- sætinu. Fyrirsjáanlegt er að væntanlegt próf- kjör mun að einhverju leyti verða barátta milli þessara arma. Bryndís Hlöðversdóttir sækir fylgi sitt til Birtingar-Framsýnar og fólks sem hefur kosið Alþýðubandalagið án þess að vera flokksbundið í því. Árni Þór sæk- ir hins vegar stuðning sinn til Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur og þess fylgis sem Svavar Gestsson hefur haft. Ljóst er að Ámi mun stefna á fyrsta sætið eins og Bryndís. Hver fær fyrsta sætið? Sá flokkur sem fleiri merkja við í prófkjör- inu fær fyrsta sætið á framboðslistanum. Þetta gerir það að verkum að samkeppni verður milli flokkanna um að fá öfluga og frambærilega frambjóðendur til þátttöku því það eykur líkur á góðri útkomu flokkanna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyri’verandi for- maður Stúdentaráðs, hefur t.d. fengið boð bæði frá Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum um þátttöku í prófkjörinu. Mögu- leikar Vilhjálms og fleiri nýliða í pólitík tak- markast hins vegar af því að þeir geta ekki sótt stuðning út fyrir annan hvorn flokkinn líkt og Helgi Hjörvar gerði þegar hann náði fyrsta sætinu 1 prófkjöri R-listans. Reyndar verða möguleikar nýliða að teljast heldur betri taki þeir þátt í prófkjörinu undir merkjum Alþýðubandalagsins en Alþýðu- flokksins einfaldlega vegna þess að aðeins einn sitjandi alþingismaður, Bryndís Hlöðversdóttir, tekur þátt í prófkjörinu fyrir Alþýðubandalagið en fjórir þingmenn taka þátt í því fyrir hönd Alþýðuflokksins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Magnús Árni Magnússon og Ossur Skarphéðinsson. Ljóst er að keppni Jóhönnu og Össurar um fyrsta sætið á eftir að draga til sín kjósendur. Það er því alls ekki víst að Alþýðubandalag- inu takist að ná fyrsta sætinu á lista samfylk- ingar. Alþýðubandalagið fékk fleiri atkvæði í Reykjavík en Alþýðuflokkurinn í síðustu kosningum, en í kosningunum 1991 og 1987 fékk Alþýðuflokkurinn fleiri atkvæði en Al- þýðubandalagið. í ljósi þess að stærstur hluti Þjóðvaka hefur gengið til liðs við Alþýðu- flokkinn og talsverður hópur manna hefur yf- irgefið Alþýðubandalagið og gengið til liðs við Vinstrihreyfinguna verður að telja að Alþýðu- bandalagið verði að hafa talsvert fyrh’ því að ná fyrsta sætinu. Birkir Þór Bragason líffræðingur hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á prótíni BIRKIR Þór Bragason, líffræð- ingur, sem nú stundar meistara- nám við tilraunastöð Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum, hlaut í gær viðurkenningu fyrir áhugaverðasta framlag ungs vís- indamanns á ráðstefnu um rann- sóknir í læknadeild Háskólans. Hlaut hann það fyrir rannsóknir sínar á ákveðnu prótíni sem veldur sjúkdómum í mönnum og dýrum þegar það safnast fyrir í afbrigðilegu formi. „Þetta er geysimikil viður- kenning sem ég er ánægður með og þakklátur fyrir,“ sagði Birkir Þór Bragason í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Hann minnti jafn- framt á að fjöldi vísindamanna starfaði að rannsóknum á riðu og öðrum sjúkdómum að Keld- um og væri verkefni sitt einn hlekkur í þeirri keðju. Helga M. Ögmundsdóttir lækn- ir var formaður dómnefndar sem ákvað verðlaunaveitinguna en með henni störfuðu Kristín Ing- ólfsdóttir lyfjafræðingur og Guð- mundur Þorgeirsson Iæknir. Menntamálaráðuneytið veitti viðurkenninguna, 150 þúsund króna verðlaun, sem Björn Bjamason menntamálaráðherra afhenti ásamt heiðursskjali. Helga gerði grein fyrir starfi Einn hlekkur af mörg- um í riðurannsóknum dómnefndar sem hún sagði að hefði í raun ekki fengið mikinn tíma. Henni hefði verið falið að fínna úr hópi þeirra sem kynntu verkefni sín á ráðstefnunni verðugan ungan vísindamann, ekki eldri en 35 ára, sem kynnt hefði fræðilega spennandi verk- efni sem hefði vísindalegt gildi. Hún sagði vissulega hafa verið úr vöndu að ráða en dómnefnd tók einnig mið af hvemig efnið var kynnt og hversu vel fyrirles- arinn var heima í efni og gat svarað fyrirspurnum. Lítið vitað um eðlileg príonprótín Birkir Þór Bragason hefur lokið líffræðiprófi og vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem hann kveðst hálfnaður með og eigi því um ár eftir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem ég kynntist fyrst þegar ég var í líf- fræðináminu. Þá eiginlega frétti ég af þessu líffræði- lega fyrirbæri, príon- prótíni, sem veldur sjúkdómum í mönn- um og dýrum,“ segir Birkir. Hann segir þetta prótín fyrir- finnast í öllum veíj- um iíkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur. „Við vitum heilmikið um áhrif þess í þessum sjúkdómum en þá er það í afbrigðilegu formi og þegar það er svo í miðtauga- kerfínu er það talinn vera lykilþáttur í riðu í sauðfé, kúariðu og Creutzfeldt- Jakob sjúkdómum í mönnum, sem eru ólæknandi, hæggengir og smitandi hrörnunarsjúkdóm- ar. Uppsöfnunin kemur meðal annars fram sem útfellingar í heilanum sem valda síðan mikl- um skemmdum.“ „Við vitum hins vegar Iítið um þetta prótín þegar það er í lagi og beinast, rann- sóknir mínar að því að finna einhver svör við því sem ger- ist meðal annars með því að athuga prótínsamskipti. Þá er hugsanlegt að við komumst nær því að skilja gang sjúk- dómanna sem það veldur á þessu af- brigðilega formi.“ Birkir Þór segir að rannsóknir sínar séu hreint ekki þær einu á þessu sviði, víða um heim sé verið að Ieita svara við sömu spurningum og hann hefur uppi um prótínið. Hann segir ennþá ekkert orðið ljóst í þessum efnum og leitin verði því að halda áfram. Ekki Birkir Þór Bragason lofar hann því að vera búinn að fínna svörin þegar hann lýkur meistaranámi sínu. „Þetta er á margan hátt tæknilega snúið en kannski erum við bara ekki enn- þá búin að athuga réttu hlutina eða spyija réttu spurninganna til að þokast nær markinu.“ Aðspurður kvaðst Birkir Þór ekki vita hvað tæki við eftir námið en hann benti á að áfram yrði unnið að riðurannsóknum á Keldum, þar væri hópur vísinda- manna á ýmsum sviðum og verkefni sitt væri einn hlekkur- inn. Ástríður Pálsdóttir er leið- beinandi Birkis. „Hún beinir mér á réttar brautir í því að fást við vandamálin sem koma upp og þannig sinnum við þessu sam- an Jíótt ég vinni verkin." I lokin sagði Birkir áhugavert að vinna við vísindarannsóknir á íslandi um þessar mundir: „Hér eru margir góðir vísindamenn og sífellt fleiri hámenntaðir menn eru að koma heim eftir nám er- lendis. Það er mikil gróska í vís- indum í dag og sviðin eru sífellt að stækka. Þessi ráðstefna ber þess glöggt merki enda eru hér fleiri verkefni kynnt en á þeirri síðustu. Hún er því rnjög gott framtak og þarft,“ sagði Birkir Þór Bragason að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.