Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
• •
Onnur atlaga gerð að sjómanns-
fjölskyldu á sex árum
Frá Hildi Ing\rarsdóttur:
ÞAD ER erfitt að þegja þunnu hljóði
yfii’ enduiráðningu undirmanna á
togarann Örfirisey RE-4. Því auðvit-
að er þetta reiðarslag og kemur
óneitanlega niður á allri fjölskyld-
unni. Við sjómannskonur látum alltof
sjaldan í okkur heyra og mættum við
gera miklu meira af því, sérstaklega
þegar okkur finnst mönnum okkar
misboðið.
Minn maður var einn af þeim sem
ekki fengu enduiTáðningu eftir sex
ára starf á togaranum. Engar skýr-
ingar hafa verið gefnar á því, alla-
vega ekki í hans tilfelli. Mín skoðun
er sú að heldur dapurlega hafi verið
staðið að allri framkomu gagnvart
mannskapnum. Og ég tala nú ekki
um þeim sem ekki fengu endurráðn-
ingu. í uppsagnarbréfinu mátti lesa
það úr að menn gætu fengið aftur
pláss eftir breytingar. Og ekki óeðli-
legt að menn biðu spenntir þai’ sem
þeir höfðu unnið við mjög lélega
vinnuaðstöðu áður í skipinu. Einnig
finnst mér eðlilegt að útgerðin þakki
þessum mönnum, sem ekki fengu
endurráðningu, fyrir unnin störf á
síðustu sex árum. Bara svona fyrir
mannlegu hliðina. Eg trúi því ekki að
þeir hefðu setið uppi með þessa
menn í heil sex ár, ef þeir hafa staðið
sig svona illa. Ef svo er, er einhvers
staðar veikur hlekkur í keðjunni.
Eða eru þetta bara geðþóttaákvarð-
anir skipstjórans? Skip sem skilar
aflaverðmætum fyrir u.þ.b. 400-500
millj. kr. á ári síðan það kom til
landsins, með mjög lélega vinnuað-
stöðu, getur nú vai'Ia hafa verið með
lélegan mannskap. Skipstjórinn á
kannski einn þakkir skildar?
í frétt í DV 22. des. sl. er tekið sér-
staklega fram að sonur skipstjórans
fái ekki pláss hjá föður sínum. Það er
ekkert óeðlilegt við það. Vegna þess
að það er búið að koma hans ár vel
fyrir borð. Hann er kominn í fast
pláss á öðru skipi hjá sama útgerðar-
félagi, að minnsta kosti í bili.
Svo ég komi nú aftur inn á fram-
komu, þá hafði minn maður samband
við útgerðarstjóra til að grennslast
fyrir um pláss á togaranum. Útgerð-
arstjóri vísaði alfarið á skipstjóra. Þá
hafði maðurinn minn samband við
skipstjóra u.þ.b. 10 dögum áður en
hann fór út að ná í skipið. I því sam-
tali ætlaði skipstjórinn að vísa á út-
gerðarstjóra, en það virtist það
koma svolítið flatt uppá skipstjórann
að búið var að tala við þann mann og
svaraði hann sem svo, að „enginn
vildi taka ábyrgðina“. í fi-amhaldi af
því bað hann manninn minn að hafa
aftur samband við sig þegar skipið
væri komið heim. Nú, svo kom skipið
og tilraun var gerð aftur til að hitta
kallinn. Það tókst í annarri tilraun,
en þá kvaðst kallinn vera að fara á
fund og bað hann manninn minn um
að doka við eftir sér og fá sér kaffi á
meðan. En viti menn, undan í flæm-
ingi fór hann án þess að nokkur svör
fengjust. Þá varð úr að maðurinn
hringdi í hann og þá voru svörin: „Þú
ert ekki inni í myndinni." Hvað á nú
svona framkoma að fyrirstilla? Af
hverju var ekki hægt að segja hon-
um strax að hann væri ekki inni í
þessari svokölluðu mynd?
Ekki er það meining mín að hall-
mæla útgerðinni sem slíkri, heldur
benda á hluti sem mér finnst að bet-
ur mættu fara. Útgerðin hefrn- líka
gert góða hluti og má þar nefna nám-
skeið í „mannlegum samskiptum"
fyrir áhafnir og eiginkonur þeirra og
mæltust þessi námskeið mjög vel fyr-
ir. En miðað við framkomu og svör
sem menn hafa fengið hjá skipstjóra,
gninar mig að ónefndur skipstjóri
hafi komist undan því að fara á svona
námskeið. Kannski hefur þriggja
kvölda námskeið ekki dugað honum,
en þriggja mánaða námskeið í mann-
legum samskiptum hefði eflaust
hentað honum betur.
Eins og áður kom fram hafa engar
skýringar verið gefnar á því, af
hveiju hann fékk ekki endurráðn-
ingu. En mig grunar að það sé tvennt
sem einkum ræðui' því og má þar
nefna uppsögn frá skipstjóra 30. jan.
1995. Þá sendi hann fax um borð í
togarann til afleysingaskipstjóra, en
sjálfur skipstjórinn var þá í fríi. Bað
hann sinn mann um að segja upp
tveimur mönnum. Þetta var tveim
klst. áður en skipið lagðist að bryggju
í inniveru. Kallinn var ekki maðui' til
að gera þetta sjálfur, heldur þurfti
hann að fá annan til að sjá um skít-
verkin sín. Engar skýringar voru á
þeirri uppsögn. Þetta kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti og olli al-
gjöru niðurbroti á heimilinu. Skip-
verjar voru mjög slegnir yfir þessu
líka, þar sem enginn gat gert sér í
hugarlund hvað var í gangi þama um
borð. í framhaldi af þessu fór maður-
inn minn fram á fund með útgerðar-
stjóra að tilstuðlan Sjómannafélags
Reykjavíkur og kom ýmislegt þar
fram sem átti ekki við nein rök að
styðjast. Skipstjórinn stóð í þeirri
meiningu að mórallinn lagaðist ef
þessir tveir menn færu í land. Ég
spyr nú, er það ekki skipstjórinn sem
skapar móralinn um borð í togaran-
um? Er hann ekki fyrirmyndin? En
þessi mál voru leiðrétt og maðurinn
minn fór aftur um borð. Eflaust situr
þetta í kallinum, að hann þurfti að éta
þetta bull ofaní sig.
Önnur grunsemdin er sú að mað-
urinn minn situr í stjóm Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, og hefur skipstjór-
inn ekki borið neinn sérstakan hlý-
hug til þess félags. Að mínu mati er
það dapurlegt fyrir svo virt útgerðar-
félag, að það skuli láta þetta bitna á
honum og þori ekki að takast á við
hlutina í ljósi þess, ef það er reyndin
að þetta sé ein af ástæðunum.
Að lokum vil ég þakka þeim mönn-
um, sem að þessu standa, hlýhug
þeirra í garð okkar fjölskyldunnar
og ætla ég að vona það að guð gefi
þeim það, að þeir þurfi aldrei að
standa í sömu sporum og við í dag.
Einnig vil ég óska þeim mönnum,
sem ekki fengu endurráðningu, og
fjölskyldum þeirra velfarnaðar á
nýju ári.
HILDUR INGVARSDÓTTIR,
sjómannskona,
Suðurhólum 8, Reykjavík.
Samfélagsábyrgð gegn glæpum
Frá Samúel Inga Jónssyni:
SKIPULÖGÐ glæpastarfsemi á ís-
landi í sölu fíkniefna, smyglaðs
áfengis og landasölu má ætla að nemi
um 3-3,5 milljörðum á ári, þar af 2
milljörðum í fíkniefnum. Hverju er
um að kenna? Það er óljóst. Þó má
draga ályktanir, en af varúð, því sam-
spil margra þátta ræður hér um.
Nefna má hnignandi siðferði samfé-
lagsins, að löggæsla hafi ekki verið
efld í samræmi við aukningu fíkni-
efna, almennt skilningsleysi stjórri-
valda á því hversu viðamikið vanda-
mál er á ferðinni, betra skipulag á
sölu og dreifingu fíkniefna, að samfé-
lagið sé í raun búið að viðurkenna
fíkniefni sem óhjákvæmilegan fylgi-
fisk okkar samtíðar sem ekki er hægt
að sporna við nema að litlu leyti.
Skipulögð glæpastarfsemi í sölu
og dreifingu fíkniefna er fram-
kvæmd í ábataskyni á kostnað sam-
félagsins og borgaranna þvert á ríkj-
andi lög og reglur. Starfsemi sem
lýtur sínu eigin lögmáli án tillits til
neins nema sjálfrar sín. Markaður-
inn þenst út með sífellt meiri hraða
og má líkja honum við keðjubréf,
margfóldunaráhrif er það sem hann
þrífst á; hver neytandi þarf fleiri
neytendur og svo koll af kolli, sífellt
„yngri neytendur". Afleiðingin er
veikt samfélag þar sem borgararnir
verða óöruggir um velferð sína og
öryggi, missa traustið og trúna á
stjórnvöld, löggæslu og þjóðfélagið.
Sölumenn dauðans hafa fíkniefnasal-
ar verið kallaðir og er það réttnefni.
Dauðinn felst ekki bara í neyslunni
heldur líka í afleiðingunum, ofbeldi,
þjófnuðum, innbrotum og morðum
þar sem saklausir borgarar líða.
Samfélagsábyrgð er stórt hugtak
en eigi að síður einn af homsteinum
þjóðarinnar. Ábyrgð þessa má flokka
niðui- í t.d. ábyrgð stjórnvaldsins. Þar
er á ferðinni margþætt samspil ólíkra
afla svo sem Alþingis, ríkisstjórnar og
ráðuneyta og þeirra embætta sem
undir þau heyi'a, borgar, bæjar- og
sveitarstjóma og þeirra stofnana. Svo
og dómstóla. Rík er sú ábyrgð sem
lögð er á herðar stjórnvaldsins. Setja
lög og reglur, framíylgja þeim og
fella réttláta dóma. Tryggja hag sam-
félagsins og borgarans þannig að á
hvomgan halli. Ábyrgð borgaranna
felst í því að gæta hver að öðmm,
vera okkur meðvitandi um hag okkar
sem annarra. Að fara eftir samfélags-
reglum sem við setjum okkur sjálf og
að hlúa hvert að öðm þegar vá sest
að. Því vil ég benda á að vá fíkniefn-
anna getur hitt fyrir hvem sem er,
hvar sem er og hvenær sem er, eng-
inn er óhultur, það er hvergi hægt að
fela sig. Öflugasta vopnið gegn fíkni-
efnum er samfélagsábyrgð borgar-
anna. Að við leggjum okkar á vogar-
skálarnar með því að hafna þessari vá
og krefja stjómvöld um öflugar úi'-
bætur hjá lögreglu, tollgæslu og með-
ferðaraðilum. Að bömum okkar verði
ekki fómað vegna fjárskorts til þessa
málaflokks. Að við þurfum aldrei að
segja að fíkniefni og það sem þeim
fylgir séu óhjákvæmilegur fylgifiskur
nútíma samfélags.
SAMÚEL INGI JÓNSSON
Hlíðarsmára 5, Kópavogi.
Happdrætti Félags
heyrnarlausra
Úrdráttur 31. desember 1998
Bifreið af gerðinni Fiat Seicento Sporting kr. 1.005.000,-
9660
Ferðavinningur í leiguflugi frá Samvinnuferðum Landsýn
kr. 190.000.-
708 13797
Sólarferð í leiguflugi frá Samvinnuferðum Landsýn
kr. 60.000,-
848 5866 7822 14054
Vöruúttekt hiá Heimilistækjum kr. 50.000,-
871 9979
Vöruúttekt hjá Heimilistækjum kr. 25.000,-
1607 5758 7722 8926 11194
2697 5872 8055 9060 12678
3584 6159 8722 9665 13188
Vörúttekt hjá Japis kr. 25.000,-
1623 3089 6574 7639 7688
Vöruúttekt hjá Heimilistækjum kr. 15.000,-
2642 5219 8668 13448 14206
3534 5933 12943 13469 14529
Vöruúttekt hjá Japis kr. 5.000,-
103 872 4217 6835 8128 9270 12235
132 2499 4304 6979 8666 9947 13767
388 2521 5818 7410 8918 10118 13847
565 3267 6690 7423 9039 10254 14293
Hægt er að vitja vinninga á Laugavegi 26, (4. hæð
Grettisgötumegin), í Reykjavík.
Vinninga ber að vitja innan árs frá drætti.
Upplag miða 15.000 stk.
Þökkum veittan stuðning
Skdfkort
Ný aðferð til að draga
úr reykingum
Að draga úr reykingum með því að fækka daglega reyktum
sígarettum úr 20 stk. í 10 stk. eða skipta úr sterkum sígarettum
í mildar, er oft ekki talin ákjósanleg leið, því við aðstæður sem
þessar fær líkaminn ekki það magn nikótíns sem hann er vanur
að fá og afleiðingin er oft sú að ómeðvitað er reykt af meiri
áfergju þær sígarettur sem reyktar eru, reykurinn sogaður dýpra
niður í lungun. Með þessu móti eykst inntaka líkamans af
skaðlegum efnum sígarettunnar t.d. tjöru og kolmónoxíði.
Svona notast skafkortið:
Nota skal eitt skafkort fyrir hvern dag og gott er að geyma það
t.d. hjá sígarettunum. Skafa skal einn hring á rauða fletinum í
hvert skipti sem sígaretta er reykt og einn hring á græna fletinmn
í hvert skipti sem notað er Nicorette® í stað þess að reykja.
ixTrtffyfi
glIIMTTrl
rTTTwTTT 1
• •$>0 • # # •
9990 & * * ^
Hver hringur á rauða fletinum jafngildir einni
sígarettu. Hver hringur á græna fletinum jafh-
gildir einu stykki af Nicorette® tyggigúmmíi eða
u.þ.b. 5 mínútna notkun á Nicorette® innsogslyfi.
Nánari upplýsingarfást í:
HAOKAUP
q_pMrpiABUD
Skeifunni, Mosfellsbæ Lágmúla, Setbergi
og Akureyri og Hamraborg
NICORETTE
Dregur úr löngun
CþLYFJA
|jy Cflfjfl eftir Þór Rögnvaldsson
Frumsýning á Litla sviði laugardaginn 9. janúar
Leikendur: Þorsteinn Bachmann, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Halldór Gylfason,
Pétur Einarsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíusson og Valgerður Dan. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson.
Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Una Collins. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikmynd og leikstjórn: Eyvindur Erlendsson.
5 LEIKFELAG \
REYKJAVÍKUR
1897- 1997
Borgarleikhúsið