Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 44
^44 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragnar Júlíus- son, fyrrv. skólastjóri, fæddist á Grund í Eyjafirði hinn 22. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. desember síðastliðinn. Ragnar var sonur hjónanna Jórunnar Guð- mundsdóttur og Júlíusar Ingimars- ^ sonar. Uppeldissyst- ir Ragnars er Hild- ur Jónsdóttir, bú- sett á Akureyri. Árið 1954 kvæntist Ragnar Jónu Ingibjörgu Guðmunds- dóttur forstöðukonu, f. 4. mars 1934. Þau skildu árið 1987_ en giftust aftur árið 1998. Árið 1990 kvæntist Ragnar Svanhildi Björgvinsdóttur sérkennara, f. 15. nóvember 1936. Þau skildu árið 1995. Ragnar og Jóna eign- uðust 5 börn. Þau eru: 1) Guð- mundur, fæddur 14. júní 1956. Eiginkona hans er Jónína Guðrún Jónsdóttir. Sonur — beirra er Kári. 2) Jórunn, fædd 28. júní 1957. Eiginmaður henn- ar er Arno Lederer. Synir þeirra eru Andri, Sindri, Sölvi og Tjörvi. Þau eru búsett í Karlsruhe í Þýskalandi. 3) Magnús, fæddur 16. maí 1963. Eiginkona hans er Lauren Hauser. Synir þeirra eru Stefán Hauser og Steinn Hauser. 4) Steinunn, fædd 29. júh' 1967. Sambýlismaður hennar er Hall- dór Þ. Birgisson. Sonur þeirra er Birgir Haukur. 5) Ragna ^!*Jóna, fædd 6. júní 1969. Dóttir hennar og Guðmundar F. Árna- sonar er Ema Jóna Rögnudóttir. Ragnar lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Mennta- skólans á Akureyri 1952. Hann lauk kennaraprófi og BA-prófi að hluta 1954. Ragnar stundaði kennslu við Langholtsskóla á áranum 1954 til 1956. Frá 1956 til 1959 kenndi hann við Gagn- fræðaskólann við Réttarholts- veg. Hann var yfirkennari við Vogaskóla 1959 til 1964. Við stofnun Álftamýrarskóla árið 1964 tók Ragnar við skóla- stjórastöðu og gegndi henni til y Góður vinur er fallinn frá. Kynni okkar hófust af alvöru seint á árinu 1983, þegar ég var ráðinn sem framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR). Ragnar var þá formaður útgerðarráðs félagsins. Á undan- gengnum misserum hafði verið mikið pólitískt írafár vegna skipu- lagsbreytinga hjá BÚR, sem m.a. leiddi til þess að framkvæmda- stjórum var fækkað í einn. Á vor- mánuðum 1985 hófust viðræður milli BÚR og Isbjarnarins hf. um sameiningu, sem náði fram að ganga í nóvember það ár með stofnun Granda hf. Það var einlæg- ■*&.r ásetningur þáverandi borgar- stjóra, Davíðs Oddssonar, að losa borgarbúa við þá fjárhagslegu byrði er fylgdi rekstri BUR og einkavæða fyrirtækið. Fékk hann góðvin sinn, Ragnar Júlíusson, til þess að vera þar í forystu og varð hann fyrsti stjómarformaður Granda eða þar til Reykjavíkur- borg seldi hlut sinn seinni hluta ársins 1988. Þar með hafði BÚR verið einkavætt. Ragnar rækti það starf af kost- gæfni. Áhugi hans fyrir sjávarút- j»vegi var ákaflega mikill enda var það ætlan hans í æsku að fara til sjós. Hann var vel heima í útgerð skipa, þekkti til stærða þeirra, vél- arafls o.fl. En það var ekki vandalaust að stýra fleyi í því pólitíska fárviðri er varð við stofnun Granda. Sérstak- lega var stormasamst í borgar- ^fctjómarkosningunum 1986, þegar kaup á landi Ölfusvatns annar veg- ársins 1991. Hann var skólastjóri Vinnuskólans í Reykjavík 1959- 1974, forstöðumað- ur kennsludeildar Skólaskrifstofu Reykjavíkur 1991- 1996 og verkefnis- stjóri Fræðslu- miðstöðvar Reykja- víkur 1996-1998. Ragnar var vara- þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík á árun- um 1971-1974. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík 1974-1978 og aftur 1982-1986. Árin 1978-1982 sat hann sem varaborgarfulltrúi. Ragnar var fulltrúi í fræðsl- uráði/skólamálaráði frá 1974- 1991, þar af tæp 12 ár sem for- maður. Hann sat fundi ráðsins frá 1991 til 1996 sem for- stöðumaður. Ragnar sat í stjórn BÚR 1974-1985 og gegndi for- mennsku í stjórn árin 1975-1978 og 1982-1985. Sem fulltrúi borgarstjóra í stjórn Granda hf. var Ragnar stjórn- arformaður fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1985 til 1988 er borgin seldi hlut sinn. Ragn- ar var fulltrúi í veiði- og fiskiræktarráði 1974-1983. Þar af sem formaður 1974-1978 og 1982-1983. Hann var fulltrúi í launamálanefnd 1984-1986. Þar af formaður 1985-1986. Ragnar var skólanefndarfor- maður Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1985-1995 og skóla- nefndarmaður við Menntaskól- ann við Sund frá 1995. Hann átti sæti í endurskoðunarnefnd grunnskólalaga 1984-1985. Ár- in 1985-1997 var Ragnar for- maður umsjónarnefndar leigu- bifreiða á höfuðborgarsvæðinu. Hann var formaður lands- málafélagsins Varðar 1973- 1976 er hann hlaut Gullkross félagsins fyrir störf sín í þágu þess. Ragnar var sæmdur Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu þann 1. janúar 1994. Útför Ragnars fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ar og stofnun Granda hins vegar voru aðal kosningamálin. And- stæðingar Sjálfstæðisflokksins voru á móti hvoru tveggja. Ragnar mátti þola margar árásir, en var ætíð fastur fyrir og alltaf jafn sannfærður um að það væri Reyk- víkingum fyrir bestu að feta þá braut til einkavæðingar er ákveðin hafði verið. Fyrst og fremst var Ragnar þó góður félagi og sannur vinur. Við unnum mikið saman á þessum ár- um og ferðuðumst saman. Það var mikilvert fyrir mig sem fram- kvæmdastjóra að hafa þann mikla stuðning sem Ragnar gaf. Þó að oft hafi þurft að taka erfiðar ákvarðan- ir og óþægilegar - pólitískt séð - sérstaklega við hagræðingar sem leiddu til fækkunar starfsfólks. Alltaf stóð Ragnar eins og klettur á bak við svo afdrifaríkar ákvarðanir og þáði ónot fyrir. Þakklátur er ég fyrir að hafa haft tækifæri til að vinna með Ragnari Júlíussyni að stofnun Granda hf. og hafa leiðsögn hans við fyrstu skref þess. Á seinni ár- um sóttu sjúkleikar að Ragnari en hann hélt ætíð sinni léttu lund og var jafn áhugasamur um krógann, sem fyrr. Aðstandendum öllum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Brynjólfur Bjarnason. Ragnar Júlíusson bjó síðustu tæplega þrjú ár sín í fjölbýlishúsi eldri borgara við Sléttuveg 15-17. Hann gekk að vísu ekki heill til skógar þann tíma, en það breytti því ekki að hann setti mark sitt á sögu þessa húss þennan stutta tíma. Ragnar var naumast kominn inn fyrir dyr hússins þegar hann var kjörinn í stjórn húsfélagsins og síð- ara árið var hann að sjálfsögðu for- maður húsfélagsins. Þann tíma var vissulega ekki setið auðum höndum þótt verk hans þá verði ekki tíund- uð hér. En þetta lýsir manninum. Hann vakti traust og var næsta vel til forystu fallinn. Verk hans vöktu nokkum styr stundum enda var hann ákveðinn og lá ekki á skoðun- um sínum. Ég var svo heppinn að sitja með Ragnari í stjóm þessa húsfélags þau tvö ár sem hann sat þar og bar þar aldrei skugga á samheldni né vináttu. Kveðjum við, stjórnarmenn húsfélagsins, þennan foiTnann okkar og vin með virðingu og trega. Sama má víst segja um aðra íbúa fjölbýlishúss okkar þó að sumir væra honum ekki ævinlega sammála. Blessuð sé minning Ragnars Júlíussonar. Eiríkur Hreinn Finnbogason. Kveðja frá Álftamýrarskóla Kær vinur og samstarfsmaður er nú horfinn yfir móðuna miklu eftir mikil og erfið veikindi síðustu ár. Ragnar Júlíusson var settur skólastjóri Álftamýrarskóla árið 1963 og gegndi því starfí óslitið til ársins 1991 en hvarf þá til annarra starfa á vegum Reykjavíkurborg- ar. Ragnar var annálaður fyrir stjórnunar- og skipulagshæfileika og sýndi fádæma dugnað og út- sjónarsemi við uppbyggingu nýs skóla í nýju hverfi. Ór fjölgun varð í skólanum fyrstu árin og reyndi þá m.a. mjög á þann hæfileika hans að velja hæft samstarfsfólk og má segja að það hafi yfirieitt tekist með ágætum. Hann gerði miklar kröfur og ætlaðist til að fólk ynni verk sín vel og af skyldurækni. Ennþá starfa hér þónokkuð margir frá fyrstu áram skólans. Ragnar hafði mikinn metnað fyr- ir hönd skólans og vildi veg hans sem mestan. Hann hvatti kennara til þátttöku í ýmsum verkefnum er stuðluðu að bættu skólastarfi og lagði oft mikið á sig til að það gæti orðið að veruleika. Hann stóð þétt við bak kennara sinna ef hann taldi þá órétti beitta og var óhræddur við að gagnrýna það sem honum þótt miður fara. Ragnar var fulltrúi þeirra skóla- manna sem lagði mikla áherslu á aga, virðingu og snyrtimennsku í skólastarfi og býr skóiinn enn að því. Sem skólastjóri beitti hann sér fyrir tilraunakennslu í Álftamýrar- skóla fyrir 5 ára börn. Það starf var mjög happadrjúgt undir hans handleiðslu. Ragnar vann ötullega að flutn- ingi deildar blindra og sjónskertra úr Laugamesskóla í Álftamýrar- skóla og lagði allan sinn metnað í að búa hana sem best úr garði. Ragnar var stálminnugur á nöfn og gat oft og tíðum rakið feril fyrr- verandi nemenda og var afar stolt- ur af þeim sem hann sá að höfðu spjarað sig vel í lífinu. Talnaminni hans var með eindæmum gott og mundi hann símanúmer og kennitölur allra starfsmanna sinna. Að leiðarlokum viljum við fyrr- verandi samstarfsfólk Ragnars Júlíussonar skólastjóra þakka góða viðkynningu og tryggð í garð okk- ar og skólans. Við vottum aðstand- endum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd starfsfólks Álftamýr- arskóla. Steinunn Ármannsdóttir skólastjóri. Kveðja frá fræðsluráði Reykjavíkur Einn af kunnari skólamönnum borgarinnar verður til moldar bor- inn í dag. Ragnar Júlíusson var glæsilegur á velli og lífsglaður. Lognmolla var honum lítt að skapi og hann naut sín best þegar hvað mest var um að vera. Hann vék sér svo sannarlega ekki undan átökum um menn og málefni. Ragnar fæddist á stórbýlinu Grand í Eyjafirði. Eflaust hefui’ sú menning og stórhugur sem ein- kenni staðinn ásamt náttúrufegurð mótað sveininn. Enda var hann alla tíð framkvæmdamaður og náttúra- unnandi. Fræðsluráð Reykjavíkur tekur til starfa samkvæmt lögum 1936, en áður hafði starfað skólanefnd eða frá 1907. Af þessari sextíu ára sögu fræðsluráðs sat Ragnar Júlí- usson fundi þess í samfellu í tutt- ugu ár og stýrði fundum þess í ell- efu ár sem formaður. Hann á því mikinn þátt í mótun og þróun skólastarfsins í borginni á áranum frá 1974-1991, sem fræðsluráðs- maður. Þá var hann í ýmsum nefndum er lutu að skólamálum, m.a. nefnd um endurskoðun grunn- skólalaga 1986-87. Ragnar var borgarfulltrúi í átta ár og varaborgarfulltrúi í fjögur ár. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir borgar- stjórn Reykjavíkur, aðallega á sviði æskulýðs-, menntunar- og atvinn- umála. E.t.v. sameinar hann best þessi áhugasvið sín við störf og stjóm Vinnuskóla Reykjavíkur. Hann varð 1959, aðeins 26 ára gamall, yf- irverkstjóri Vinnuskólans og síðan skólastjóri hans frá 1964-1974. Jafnhliða öllum þessum fjölmörgu trúnaðarstörfum á opin- berum vettvangi var hann skóla- stjóri Álftamýi’arskóla í tæp þrjátíu ár. Álftamýrarskóli tekur til starfa haustið 1964 og er skóla- stjóri ráðinn Ragnar Júlíusson. Strax fyrsta árið era nemendur um 500 talsins og aðeins búið að byggja fyrsta af þremur áföngum skólans. Um svipað leyti og skólinn er fullbyggður (1969) er nemenda- fjöldinn orðinn rúmlega ellefu hundrað. Það segir sig sjálft að það er vandasamt verk að taka við nýj- um skóla í ört vaxandi hverfi. Skóla sem sprengdi allt húsnæði utan af sér og þurfti jafnvel að þrísetja. í þessu vandasama hlutverki stóð Ragnar sig afar vel. Skólastarf hef- ur ætíð verið til fyrirmyndar í Álftamýrarskóla. Ragnar stóð ekki einn, því að hann var útsjónarsam- ur að velja úrvalsstarfsfólk til skól- ans. Ragnar lét af störfum sem skóla- stjóri 1991 er hann varð for- stöðumaður kennslumáladeilda Skólaskrifstofu Reykjavíkur, því starfi gegndi hann fram að stofnun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1996. Jafnhliða því starfi var hann ritari á fundum fræðsl- uráðs/skólamálaráðs. Skerfur Ragnars er drjúgur til skólamála borgarinnai’. Áð miðla æsku borgarinnar í um íjöratíu ár af þekkingu sinni er langur tími í stuttri sögu skólaskyldu á Islandi. Við sem störfum í andstæðum pólitískum flokkum við Sjálfstæðis- flokkinn voram honum ekki alltaf sammála. Einnig hef ég hann granaðan um að hafa fremur viljað hafa það þannig - hann vildi ekki lognmollu. Mesta gæfa Ragnars var tvímælalaust eftirlifandi eiginkona hans, Jóna Ingibjörg Guðmunds- dóttir, og mannvænlegu börnin þeirra fimm. Jóna Ingibjörg sýndi honum ótrúlegt umburðarlyndi og tryggð í gegnum tíðina. Eg votta þeim samúð mína. Sigrún Magnúsddttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Mig langar til þess að minnast míns ágæta skólastjóra, Ragnars Júlíussonar, í örfáum línum. Ég kynntist honum fyrst, þegar ég var nemandi í umsjónarbekk hans skömmu eftir að hann varð skólastjóri Álftamýrarskóla. Hann RAGNAR JÚLÍUSSON var frábær stærðfræðikennari og með ólíkindum talnaglöggur mað- ur. Það var ósjaldan að hann var truflaður í kennslustundum, enda skólastjóri í ört vaxandi skóla og farinn að fást við pólitík, en engu að síður kom hann námsefninu öragglega til skila, og mun ég ævinlega minnast hans sem eins af mínum bestu stærðfræðikennur- um. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt starf að vera skóla- stjóri í Háaleitishverfinu um miðj- an sjöunda áratuginn, hverfið var þá í uppbyggingu, allir nýfluttir og þurftu að sanna sig. Þess vegna veitti ekki af skólastjóra sem fylgd- ist vel með öllu og það gerði Ragn- ar svo sannarlega. Á þessum áram tókst honum að byggja upp þann góða skóla sem Álftamýrarskóli hefur æ síðan verið. Því kynntist ég betur þegar ég fékk vinnu sem kennari hjá honum, rétt tvítug að aldri. Hann veitti okkur kennuranum það öryggi og frelsi sem við þurftum og réðum við. Hann stóð með sínu fólki og efldi með því þann aga og vinnu- semi sem ríkir enn í dag innan skólans. Ragnar var vanur að af- greiða þau mál sem komu upp á borð til hans bæði fljótt og vel. Hann kunni lítt að meta langa fundi þar sem óendanlegum tíma margra er eytt í innantómar um- ræður og snakk. Hann vildi athafn- ir í stað orða, hann treysti sam- starfsfólki sínu og það var mér að skapi. Það ríkti aldrei nein logn- molla um hann enda var það fjarri öllu hans geðslagi. Ég þakka Ragnari fyrir tuttugu viðburðarík og ánægjuleg ár, sem ég mun seint gleyma. Um leið sendi ég fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn Traustadóttir. Mig langar að minnast Ragnars Júlíussonai- nokkrum orðum en ég kynntist honum aðallega í gegnum Svanhildi Björgvinsdóttur, skóla- vinkonu mína og starfsfélaga, en þau vora gift og bjuggu saman um tíu ára skeið. Af samtölum mínum við Ragnar í gegnum tíðina mátti m.a. ráða að líf hans einkenndist af miklum and- stæðum. Hann fæddist á Grand við Eyjafjörð og honum fannst mikið til þess staðar koma. Hann hafði einhverju sinni orð á því að hann hefði alist upp að miklu leyti í leigubílnum hjá honum föður sín- um á Akureyri. Hann varð síðar at- vinnubílstjóri sjálfur, keyrði m.a. Mývatnsrútuna á vegum BSA árið 1956. Hann hafði mjög gaman af að rifja upp sögur um lífið á Akureyri frá þessum tíma. Ragnar og Svanhildur áttu mjög falleg heimili þann tíma sem þau bjuggu saman, fyrst í Skafta- hlíðinni, svo í Réttarselinu og aftur í Skaftahlíðinni. Þótt þau hafi ákveðið að slíta samvistir fyrir tveimur áram leituðu þau áfram halds og trausts hvort hjá öðra og vora þannig fyrirmynd annarra í slíkum sporam. Heimili Svanhildar í Gullsmáranum varð annað heimili Ragnars. Þau voru mjög lík að mörgu leyti. Það fór ekki fram hjá vinum þeirra að þau voru bæði mjög skaprík og tilfinningarík. Það þarf mikið til að hafa stjórn á slíku. En þau héldu áfram að vera góðir félagar eftir að þau fóra að búa sitt í hvora lagi. Þau töldu að þetta fyr- irkomulag gerði þau jafnvel að enn betri vinum. Þau litu öðravísi á hlutina - hið góða var frekar metið að verðleikum og auðveldara var að horfa fram hjá öðra. Ég, eins og margir aðrir sér- kennarar, fylgdist áhugasöm með því þegar blindradeildin vai’ flutt í Álftamýrarskóla. Mér er sérstak- lega minnisstætt hversu vel tókst til með flutninginn. En það var auðvitað fyrst og fremst því að þakka hvernig Ragnar stóð að mál- inu. Þetta mál er um margt lýsandi fyrir manninn sem Ragnar hafði að geyma. Hann gekk að þeim málum með oddi og egg sem hann ákvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.