Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 36
$>6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Aðeins á gamlárskvöld Það eina sem máli skiptir er að Skaupið sé fyndið, grínið nógu rætið, eftirhermurn- ar nógu kvikindislega afkáralegar og nógu víða sé komið við í spéspegli líð- andi árs svo allir kannist við eitthvað afpví sem tekið erfyrir. að er dálítið merki- legt hvað sumar lummur verða gaml- ar og seigar. Eins og t.d. lumman um að Spaugstofan hafi tekið við hlut- verki Aramótaskaupsins og Skaupinu sé eiginlega orðið of- aukið. I fyrsta lagi hefur Spaugstofan verið í gangi í tíu ár nú í janúar og úr því Skaupið hefur ekki látið undan á heilum áratug er ólíklegt að Sjónvarpið uppgötvi allt í einu hlutverks- leysi þess og hætti framleiðslu áramótaskaups. Slíkt væri líka á skjön við allar markaðshug- myndir, þar sem Skaupið er sá dagskrárliður á almanaksárinu öllu sem hefur VIÐHORF mest áhorf. eftir Hávar Verst að það Sigurjónsson skuli ekki vera á dagskrá rétt fyrir jólin svo auglýsingatíminn á undan því nýttist að fullu. Margt bendir einnig til þess að x Spaugstofan muni þreytast fyrr á sprettinum en Skaupið sem sefiir allt árið og rumskar svo með látum rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Þessi sérstaka náttúra Skaupsins gerir það einnig að verkum að ósanngjarnt er að taka það sömu tökum og aðra dagkrárliði Sjónvarpsins. Formleg gagnrýni um Skaupið sem hvert annað leikið efni er satt að segja alveg út í hött. Skaupið er barn síns augna- bliks, það rís og springur út á einu kvöldi og svo á ekki að forma að rifja það upp, hvað þá endursýna. Mesta antiklímax ■' sem hægt er að hugsa sér er að horfa á gamalt Aramótaskaup. Og Ái-amótaskaupið er orðið gamalt strax á nýársdagsmorg- un. Upplifunin af Ái*a- mótaskaupinu er svo bundin við stað og stund, svo bundin við hið sérstaka andrúmsloft sem ríkir á gamlárskvöld, að það er ekki einasta persónulegt svekk- elsi að horfa á það aftur síðar, heldur í hæsta máta ósann- gjarnt gagnvart Skaupinu sjálfu. Allt þetta flaug gegnum hug mér þegar ég settist niður í fyrrakvöld og horfði á mynd- v bandsupptöku af Skaupinu sem í endurminningunni hafði verið býsna gott, sumt hafði mér meira að segja þótt fyndið og á stöku stað hafði ég hlegið dátt innra með mér. Einu sinni skellti ég uppúr. Þegar ég svo nauðugur viljugur settist að upptökunni til að endurupplifa grínið stökk mér ekki bros all- an tímann, sumt þótti mér lé- legt og á stöku stað fór ég hreinlega hjá mér. Einn höf- undur, heilsteypt skaup. : Skaupið er ekki leikrit. Það græðir svo sem ekkert á því að vera eftir einn höfund. Það tap- ar frekar á því. Hvaða máli skiptir hversu heilsteyptur svona brandaraannáll er? Það eina sem máli skiptir er að brandararnir séu fyndnir, grín- ið nógu rætið, eftirhermurnar nógu kvikindislega afkáralegar og nógu víða sé komið við í spé- spegli líðandi árs svo allir kannist við eitthvað af því sem tekið er fyrir. Sumir hlæja að kúka- og prumpbröndurum. Aðrir hlæja að nýbúabröndur- um. Ekki höfundurinn. Honum finnst þetta sjálfsagt ekkert fyndið. En hann er að þjóna ákveðnum þjóðfélagshópum. Setja inn brandara fyrir þá sem eiga kvótann, hafa sam- þykkt gagnagrunnsfrumvarpið og lamað heilbrigðiskerfið. Svo þeir geti hlegið að einhverju líka. Furðulegast var samt að fyrirmennin sjálf voru höfð með í gríninu eins og til að undirstrika að þetta væri allt í góðu gert. Þjóðarsátt í Skaup- inu. Það gengur ekki. Þjóðin verður að fá útrás í gegnum Skaupið og sjá tekið á hinum ósnertanlegu. Þeim sem stjórna og ráða örlögum þjóð- arinnar. Það má nefnilega á gamlaárskvöld. Þetta tækifæri verður að nýta. Ef niðurstaðan er sú að okkur hryllir aðeins við að fara í heitan pott á nýja árinu hefur ekki verið gengið nógu vasklega til verks. Og fjölbreytni verður að ríkja, annars lenda allar stórfjöl- skyldur landsins sem safnast hafa saman til að hlæja að Skaupinu í því að alltaf þarf að vera að útskýra fyrir einhverj- um í hópnum hverju er verið að gera grín að. „Æi, amma, sástu ekki þegar Ingibjörg Pálma dansaði línudansinn í Sjónvarp- inu!“ Og næsti skets fer íyrir ofan garð og neðan af því enn er verið að útskýra síðasta brandara. Samt er þetta hluti af upplifuninni. Spennan er í hámarki, klukkan stefnir í tólf og ekkert eftir af árinu nema skrúfa niður hljóðið í útvarps- stjóranum og fara út og skjóta upp rakettunum. „Þetta var bara ágætt,“ er niðurstaðan og svo er ekki hugsað meira um það. Skaup þessa árs er búið og kemur aldrei aftur. Þannig á það að vera. Þeir sem taka að sér Ára- mótaskaupið ganga að því vit- andi vits að ekki er hægt að gera það sem til er ætlast. Að búa til fyndnasta sjónvarpsþátt ársins. Ekkert meira og ekkert minna. Öllum mistekst þetta ætlunarverk og öllum fyrirgef- ast mistökin. Enginn gengur að minnsta kosti um með móral yf- ir að hafa klúðrað Ái*a- mótaskaupi. „Þetta er náunginn sem gerði ófyndna Skaupið.“ Eða: „Þetta er konan sem gerði rætna Skaupið." Hver man eftir þessu fólki? Enginn. Þetta gleymist strax. Frá upphafi hefur ekkert skaup verið nógu fyndið því allir vilja hlæja meira. Þjóðin er öll af vilja gerð á gamlárskvöld til að hlæja að Skaupinu. Og hún hlær, sama hversu lítilfjörlegt grínið er. En það hlýtur að falla undir refsi- löggjöfina að skikka fólk til að horfa á Skaupið í einrúmi á þriðja í nýári. Atli Guðmundsson leiðbeinir í reiðmennsku Þjálfað og byggt upp út frá forsend- um hestsins Reiðmennskan er það sem allt snýst um í hestamennskunni. Til að auka fjölbreytni hestaþáttar Morgunblaðsins verða reglu- lega þættir fram á vor þar sem fjallað verður um ýmsa þætti reiðmennskunnar. Verður leitað liðsinnis knapans kunna Atla Guðmundssonar. Valdimar Kristinsson mun færa hugmyndir og kenningar Atla í letur í þessum þáttum. hornfirskra hrossa í Þýskalandi hefur hannað nierki fyrir félag- ið og sýnir hornfirskan gæðing á glæsilegu tölti tylla einum fæti niður á Island og að sjálf- sögðu er það Hornafjörður sem hesturinn stígur niður á. Aðdáendur Hornfirð- inga á leið í „Mekka- ferð“ ÞÓTT ræktun og viðhald ein- stakra stofna innan kyns ís- lenska hestsins eigi ekki upp á pallborðið hjá fjöldanum eru alltaf einhveijir sem vilja við- halda einstökum stofnum. f Þýskalandi er félagsskapur sem ber nafnið Zuchterkreis Freunde des Hornfjörðurpferde sem gæti útlagst Ræktunar- og vinafélag hornfirsku hestanna. Eins og af nafninu má ráða bera félagsmenn hag og við- gang hornfirsku hrossanna fyr- ir brjósti og markmið þeirra er að rækta góð hross af horn- firskum meiði í Þýskaiandi. Nú ber svo við að tveir eða fleiri félagsmenn munu á Ieið til Islands og að sjálfsögðu Iiggur Ieið þeirra til Hornaljarðar en deild Félags hrossabænda þar eystra hefur ákveðið að bjóða þeim austur. Þýska hestakonan kunna Hanni Heiler, sem býr á Hornafirði, sagði að ekki væri búið að ganga frá öllum hnút- um varðandi heimsókn þessara aufúsugesta en þó ljóst að að þeir munu koma. Sagði hún að farið yrði með gestina vítt og breitt um héraðið þar sem ræktuð eru hross af hornfirsk- um meiði og þau skoðuð. Hanni sagði að hér væri ekki um að ræða neinn öfgahóp eins og algengt var að stofnaðir væi*u í Þýskalandi á sínum tíma, þar sem menn sáu ekkert nema hross af sinni línu. Heldur væri hér um að ræða fólk með raunhæfar skoðanir sem hefði umfram allt áhuga á að rækta góð hross, ekki endilega af þessum meiði. Aðalatriðið væri að rækta góð hross, helst af hornfirskum meiði. Félagsskap- urinn gefur út fréttabréf þar sem sagt er frá því helsta sem er að gerast í ræktun horn- firskra hrossa og sagði Hanni að mikillar ánægju hefði gætt meðal félagsmanna þegar spurðist út fyrir rúmu ári að Gustur frá Grund væri á leið til Þýskalands. Þótt fréttabréfið væri mjög gott að flestu leyti sagði Hanni að stundum slædd- ust, inn skemmtilegar villur eins og þegar eitt sinn birtist, mynd af Sigurbirni Bárðarsyni á brúnu hrossi þar sem sagði að hann væri á Óðu Rauðku, sem eins og flestir vita er ein kunn- asta formóðir hornfirsku hross- anna og löngu liðin. Hanni sagði það mjög áríðandi fyrir hrossaræktendur á Horna- firði að halda sambandi við þennan félagsskap. Það styddi mjög þá viðleitni að halda horn- fírsku hrossunum sem tiltölu- lega hreinum stofni. BYLTINGARKENNDAR breyt- ingar hafa orðið á reiðkennslu síð- ustu árin. Lengi vel var mönnum talin trú um að ekki væri hægt að kenna mönnum reiðmennsku, ann- aðhvort voru menn fæddir með þennan hæfileika eða ekki og ef menn voru ekki svo lánsamir að fá hann í vöggugjöf þýddi ekkert að vera að svekkja sig á því. Þessar kenningar hafa verið afsannaðar með óyggjandi hætti og í dag fer fjöldi ungmenna ár hvert í skóla þar sem kennd er reiðmennska. Má þar nefna Skógaskóla, Bændaskólann á Hvanneyri og síðast en ekki síst Hólaskóla. Reiðmennskan lýtur sömu lögmálum og aðrar náms- greinar sem kenndar eru í skólum að því leyti að menn eru að sjálf- sögðu misjafnlega hæfir til að með- taka vísdóminn sem að þeim er bor- inn. En flestir eða jafnvel allir sem áhuga hafa á viðfangsefninu hafa möguleika á að bæta við þá þekk- ingu og kunnáttu sem fyrir hendi er og með það að veganesti er lagt upp með leiðsögn um heima reið- mennskunnar. Leyndardómar reiðmennsk- unnar aðgengilegri En svo vikið sé nánar að hug- myndafræðingi okkar, Atla Guð- EFTIR síðasta heimsmeistaramót í Noregi ‘97 lýstu málsmetandi menn í þýskri hrossarækt því yfir að lík- Iega væri þetta í síðasta sinn sem Þjóðverjar tækju þátt í kynbótasýn- ingum á heimsmeistaramótum. Þýsku hrossin hlutu sum hver háðu- lega útreið á mótinu í Noregi í með- fórum dómnefndarinnar og voru Þjóðverjar mjög óhressir með út- komuna. Þetta mun ekki í fyrsta sinn sem þeir fá slæma útkomu en eins og kunnugt er er almennt talið að Þjóðverjar gefi hærri einkunnir en gert er í öðrum aðildarlöndum Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta, FEIF, og því hefur þeim oft brugðið við þegar þeir hafa sent mundssyni, þá hefur hann fyrir all- nokkrum árum skipað sér á bekk með fremstu reiðmönnum landsins. Ái’ið 1989 keppti hann í fyrsta skipti í landsliði Islands á heims- meistaramóti og varð þá meðal annars í öðru sæti í fimmgangi á Fjalari frá Fossvöllum. Síðan hefur Atli verið í landsliði Islands bæði á Norðurlandamótum og heimsmeist- aramótum og í úrslitum gæðinga- keppni á lands- og fjórðungsmót- um. Atli setur verkefni hestsins fram á hans eigin forsendum. Fyrir alla rétta svörun hestsins sé honum umbunað á þann hátt sem hann skilur og meðtekur sem umbun. Þá hefur Atli farið nýjar leiðir við upp- byggingu þeirra hrossa sem hann þjálfar, áfangarnir teknir skref fyr- ir fyrir skref og slökunarþátturinn skipar þar stóran sess. Þykja hross sem Atli hefur þjálfað m.a. hafa góða hálsstillingu og góðan höfuð- burð. Öll framsetning á því fjölþætta efni sem ber á góma í reiðkennslu er í dag orðin mun aðgengilegri en áður var og skilar það betri árangri í reiðkennslu. Þar hafa orðið til ný hugtök og orð sem skýra viðfangs- efnið betur en áður var og verða mörg þeirra tekin fyrir í þessum þáttum. hross á mótin sem ekki standast samanburðinn þegar á hólminn er komið. Nú ber svo við að Þjóðverjar sjá um mótshaldið í ágúst á þessu ári og hefur mörgum þótt hálf hlálegt ef þeir verða ekki með á kynbóta- sýningunni á heimavelli. En nú hafa þeir fjallað um þetta mál og tekin hefur verið ákvörðun um að þeir verði með. I upplýsingum frá um- sjónarmanni vefsíðu þýska sam- bandsins IPZV er sagt að sam- kvæmt gildandi reglum hafi sú ákvörðun verið tekin eftir litla um- ræðu að Þjóðverjar verði með áfram. Það vekur athygli að íslendingar HM í Þýskalandi Þjóðverjar áfram með hross á kynbótasýningu i| •*! g u 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.