Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sækjendur í réttarhöldum yfir Anwar Ibrahim ljúka málflutningi Viðurkennt að Anwar var beitt- ur ofbeldi Kuala Lumpur. Reuters. RÍKISSAKSÓKNARI Malasíu staðfesti í gær að lögreglumenn hefðu veitt Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármála- ráðherra landsins, áverka eftir að þeir handtóku hann 20. sept- ember síðastliðinn. Jafnframt kom fram við vitnaleiðslur í réttar- höldunum yfir Anwar að hann væri ekki smit- aður af alnæmi. Sak- sóknarar luku málflutn- ingi sínum í gær. Anwar hélt því fram er hann kom fýrir rétt níu dögum eftir handtökuna að lögreglumenn hefðu barið hann nóttina sem þeir hand- tóku hann. Var hann með glóðarauga og marbletti er hann mætti fyrst fyr- ir rétt. Ummæli Mahathirs og myndimar af Anwar, með glóðarauga og aðra áverka, ollu á sínum tíma hneykslan umheimsins og erlendir fjölmiðlar og þjóðhöfðingjar hafa í kjölfarið fylgst með málinu af eftirtekt. Neyddist Mahathir til að fyrirskipa rannsókn á staðhæfingum Anwars. Ekki smitaður af alnæmi Réttarhöldin yfir Anwar, sem ákærður er fyrir spillingu og kyn- ferðisafbrot, hafa nú staðið í átta vik- ur en saksóknarar luku málflutningi sínum í gær eftir að hafa kallað tutt- ugu og þijú vitni fyrir réttinn. Sagði síðasta vitni saksóknara að rann- sóknir sýndu að Anwar væri ekki sýktur af al- næmi. Hafði eiginkona Anwars áður lýst þeim ótta sínum að lögreglan hefði sprautað Anwar með alnæmisveirunni á meðan hann var í varð- haldi svo yfirvöld ættu auðveldara með að færa rök fyrir þeim staðhæf- ingum að Anwar hefði átt kynmök við karl- menn, en samræði karl- manna er bannað með lögum í Malasíu. Anwar hefur neitað öllum sakargiftum. Samkvæmt venju þarf dómari, eft- ir að saksóknarar ljúka málflutningi sínum, að ákveða hvort hann vísar ákærum á hendur sakbomingi frá eða hvort haldið verður áfram með réttarhöldin. Verjendur Anwars sögðust hins vegar í gær vilja fá að kalla nokkur vitna saksóknarans aft- ur fyrh- rétt áður en dómari kveður upp úrskurð sinn. Vilja verjendur Anwars að vitnis- burður Ummis Hafildas, systur fyrr- verandi einkaritara Anwars, verði ógiltur enda einkennist hann af ósamræmi. Segja þeir að Ummi, sem er eitt lykilvitna saksóknara, eigi að- ild að samsæri gegn Anwar sem þeir menn sem koma vilja í veg fyrir frekari stjórnmálaframa Anwars beri ábyrgð á. Tvær flugvélar SÞ skotnar niður í Angóla Annan krefst tafar- lauss vopnahlés Luanda, Reuters. Daily Telegraph. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær harðlega árásir á flutningavél- ar SÞ í Angóla. Hann beindi þeim tilmælum til stríðandi fylkinga að tafarlaust þyrfti að semja um vopnahlé svo hefja mætti leitarað- gerðir. Alls 22 manna er saknað eftir að tvær flutningavélar Sameinuðu þjóðanna voru skotnar niður með viku millibili á átakasvæði í Angóla. Asakanir ganga á víxl á milli stjómarhersins og UNITA- hreyfingarinnar um hver beri ábyrgð á tilræðunum. Tilraunir SÞ til að koma á vopnahléi í grennd við borgina Hu- ambo þar sem báðar vélarnar hröpuðu hafa engan árangur borið og því hefur leit ekki getað hafist að áhöfnum vélanna. Talsmenn stjórnvalda í Angóla segja UNITA hafa skotið niður vélarnar og áhöfnum þeirra sé haldið í gíslingu uppreisnarmann- anna. UNITA neitar þeim ásökun- um og segir stjórnina vilja skaða ímynd hreyfingarinnar á alþjóða- vettvangi. Enn veit enginn hvort meðlimir áhafnanna eru lífs eða liðnir. Feðgar meðal áhafnanna I vélinni sem hrapaði á laugar- daginn var 25 ára sonur flug- mannsins sem flaug flugvélinni sem skotin var niður annan dag jóla. Feðgarnir John og Hilton HILLU EGLU FABINDUM... $ 1959 - 1999 TIMASPARNAÐUR ORYÚGI FUNPIÐ FE NYJAR AÆTLANIR ...GENGUR ÞÚ AD MIKILV^EGUM HLUTUM VISUM Egla bréfabindin hafa notið mikilla vinsælda meðal Islendinga á und- anfömum árum, enda um afar vand- aða framleiðslu að ræða. Þau fást í 5 mismunandi stærðum og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytn- ina. Egla bréfabindin fást í öllum heistu bókaverslunum landsins ROÐ OC RE6LA Múlalundur Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Wilkinsson koma frá Suður-Afríku og starfa báðir í eftirlitssveitum SÞ. Hilton sagði fyrir flugið að fjölskylda hans væri áhyggjufull og hann vildi taka þátt í leitarað- gerðum SÞ til að freista þess að finna föður sinn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, Benon Sevan, kom til Angóla á mánudaginn til að þrýsta á samn- ingaviðræður. Hann sagði allt ferl- ið óásættanlegt og að gi’ipið yrði til refsiaðgerða ef UNITA samþykkti ekki vopnahléið. SÞ hefur í kjölfar flugslysanna ákveðið að hætta öllu flugi eftir- litssveita til Huambo og að flytja starfsmenn sína tafarlaust frá átakasvæðunum. En starfsmenn hjálparstofnana óttast mikla hung- ursneyð meðal flóttamanna komi til flugbanns SÞ. * 1 Ovissa „Evrulandi“ París, Moskvu. Reuters. RÍKIN ellefu er tekið hafa upp hinn nýja gjaldmiðil evruna hafa gjaman verið kölluð „Evruland", þegar rætt hefur verið um þau sem sameiginlegt svæði. Það nafn mælist hins vegar misjafnlega vel fyrir, að minnsta kosti í Frakk- landi. ■ 3LT J “ T @ Franskir mál- ™ a ‘ vemdarmenn, á undanfomum árum hafa orðið að kyngja enskum tökuorðum á borð við „le weekend“ og „le jogging“ sætta sig illa við þetta nýyrði og skiptar skoðanir era innan frönsku akademíunnar um það hvort leyfa eigi notkun orðsins í frönskum orðabókum. „Evraland, Disneyland. Hvenær föram við að setja upp Mikka mús- eyra í kauphöllinni," hefur blaðið Le Figaro eftir einum málvemdar- manni. Ein tillaga sem heyrst hefur er að kalla megi ríkin ellefu „la terre Euro“ og franska ríkisstjómin hef- ur til þessa notað orðið „Euro Zo- ne“. Það er einnig tillaga Valerys Giscards d’Estaings, fyrrum Frakklandsforseta, sem hefur for- dæmt nafnið Evraland harðlega. Dagblaðið Liberation kynnti eig- in málamiðlunartillögu og segist ætla að kalla svæðið „Eurolande". Vísar Liberation til þess að Irland heiti á frönsku „Irlande". „Við telj- um að með því að bæta við e-i séum við komin með franska útgáfu er aðgreini okkur frá Disneylandi. Eurolande væri kvenkynsorð, líkt og gyðjan Evrópa,“ sagði blaðið. Margir hafa þó gagnrýnt þessa ákvörðun Liberation þar sem að franska orðið „lande“ þýðir ekki land heldur heiði eða mýri. Telja Evrópusinnar það ekki lýsa vel því gróðursæla hagvaxtarsvæði, sem ætlunin sé að mynda með upptöku hins nýja gjaldmiðils. Áhrifamesta dagblað Frakk- lands, Le Monde, hyggst hins veg- ar ekki taka athugasemdir mál- verndarsinna til greina og sagðist ætla að ögra lesendum sínum með því að nota hið enska „Eurol- and“. Einn les- enda blaðsins lagði þó til í les- endabréfi að heitið „Euralie" yrði notað og vís- aði til þess að Ítalía heitir „Italie“ á frönsku. En jafnvel í hinum enskumæl- andi heimi hefur evran valdið vandræðum. I upphafi var ákveðið að evran héti „em-o“ í öllum aðild- arríkjum ESB og að orðið tæki ekki á sig fleirtölumynd. Breski og írski seðlabankinn hafa hins vegar báðir bætt við s-i, þegar rætt er um evrur í fleirtölu. Þótt Rússar muni seint taka upp evrana sem gjaldmiðil velkist fyrir þeim hvers kyns orðið evra er. I rússnesku era þrjú kyn líkt og í ís- lensku, karlkyn, kvenkyn og hvor- ugkyn. Talsmaður MICEX, mið- stöð gjaldeyrisviðskipta í Rúss- landi, lýsti því hins vegar aðspurð; ur yfir að að evran væri kynlaus. í flestum Evrópuríkjum er evran karlkynsorð, „der Euro“ í Þýska- landi, „un Euro“ í Frakklandi og í ensku hvorugkynsorð. A rússnesku er gjaldmiðillinn kallaður „yevro“ og ber því einkenni hvoragkyns- orða, sem flest enda á o-i í rúss- nesku. I fjölmiðlum virðist hins vegar vera samstaða um evran sé annað hvort karlkyns eða kven- kyns, þótt menn hafí ekki enn náð samkomulagi um hvort eigi við. Endanlegs úrskurðar er því beð- ið og horfa margir til seðlabankans í þeim efnum. „Engin opinber ákvörðun hefur verið tekin,“ var hins vegar svar talsmanns seðla- bankans í gær. Finnland Svelti gegn EMU-aðild Helsinki. Reuters. FINNSKUR bóndi, sem lízt ekkert á að skipta góða gamla finnska markinu út fyrir evruna, sameig- inlegan gjaldmiðil Evrópusam- bandsins, hóf hungurverkfall á ný- ársdag í mótmælaskyni, að því er finnska útvarpið greindi frá í gær. Antti Pesonen sagði í útvarpinu að heimaland hans, sem eitt sinn hefði staðið utan við allar blokkir á meðan kalda stríðið hélt Evrópu klofinni, væri að hverfa í gin evr- ópskra efnahags- og hernaðar- bákna. „Finnland hefur verið tekið inn í EMU og peningarnir okkar, gjaldeyrisforði og peningamála- stefna hefur tapazt,“ sagði Pesonen. „Næsta skref verður að binda Finnland á bás sameigin- legrar öryggis- og utanríkismála- stefnu, sem þýðir hernaðarbanda- lag,“ sagði hann. Finnland gekk árið 1995 í ESB, saintímis Svíþjóð, en er eitt Norð- urlanda um að taka þátt í Efna- hags- og myntbandalaginu frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.