Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 55<
FÓLK í FRÉTTUM
Heimildarmynd um eyðnismituð börn sýnd vestanhafs
HYDEIA er fjói-tán ára
stúlka með eyðni og
hún er ein þeirra barna
sem fram komu í heimildar-
mynd um börn með eyðni sem
sýnd var í Bandaríkjunum ný-
verið. Hún fórnar tíma sínum í
baráttunni gegn eyðni og ferð-
ast um Bandaríkin til að fræða
börn með sjúkdóminn um
hvernig hægt sé að lifa með
eyðni. Hydeia hefur komið
fram í fjölda sjónvarpsþátta
vestanhafs og t.d. hefur Oprah
tekið við hana viðtal.
„Ég vil hjálpa öðrum því ég
vil ekki vorkenna sjálfri mér,“
sagði Hydeia í samtali við
Reuter-fréttastofuna. „Ég vil
að sú staðreynd að ég er með
sjúkdóminn verði einhveijum
til góðs. Ef ég get stuðlað að
því að færri börn smitist af
eyðni er ég að bjarga mannslíf-
um.“
En hvernig fer Hydeia að því
að útskýra fyrir börnum
hvernig hægt er að lifa með
sjúkdómnum?
„Ég segi þeim frá mínu lífi,
lyfjunum sem ég þarf að taka
og heimsóknum til læknisins.
Ég get ekki sagt þeim hvernig
það er að lifa án eyðni því ég
hef alltaf haft sjúkdóminn og
þekki ekki annað.“
Hydeia hefur ekki
áhyggjur af dauðanum
Hydeia lítur út eins og hver
önnur unglingsstúlka með
fléttur í hárinu og lítinn hring í
nefínu. Hún segist þó reglulega
fá ógleðiköst, niðurgang og
verða mjög þreytt. Eins og
margir aðrir eyðnisjúklingar
þarf Hydeia að taka mörg lyf
til að halda sjúkdómnum niðri.
Hún þarf að taka lyfín á
ákveðnum tímum og þarf að
Pað er nútíðin
sem skiptir
vakna tvisvar á nóttunni til að
taka sum þeirra.
En þrátt fyrir að margir
myndu telja líf Hydeiu erfitt
kvartar hún ekki. „Sjúkdómur-
inn er hluti af lífí mínu. Það er
eins og að vera þeldökk eða
vera stelpa. Ég get ekki breytt
því, né kennt neinum um það,
svo ég reyni að hafa ekki
áhyggjur af því. Móðir mín
sagði mér að ég ætti ekki að
skammast mín fyrir að hafa
sjúkdóminn."
Hydeia var ættleidd og fóst-
urmóður hennar var tjáð að
allar líkur væni á því að
Hydeia næði ekki fímm ára
aldri. En vegna nýrra lyfja sem
Hydeia brást vel við hefur sá
spádómur ekki ræst. Hydeia
sýnir ótrúlegt æðruleysi gagn-
vart sjúkdómnum. „Ég hugsa
ekki mikið um dauðann. „AHt
sem Iifir deyr einhvern tíma,
og ég gæti alveg eins orðið fyr-
ir bíl, eða eitthvað annað gæti
gerst. Þess vegna þýðir ekkert
að hafa áhyggjur af dauðan-
um.“
En ekki eru allir dagar jafn-
góðir hjá þessari hugrökku
stúlku sem horfír hughraust
fram á veginn. Þegar hún byij-
aði í nýjum skóla í haust hafði
ein skólasystir hennar séð
hana tala um eyðni í sjónvarp-
inu. Hún kom þeim orðrómi af
stað að hún hefði fengið sjúk-
dóminn vegna þess að hún
hefði sofið hjá tíu strákum.
„Sú sem kom kjaftasögunni
af stað var ein af vinsælustu
stelpunum í skólanum. Það
sem hún sagði um mig gerði
það að verkum að krakk-
arnir vildu ekki vera vin-
ir mínir. Hydeia sagðist
hafa bundið enda á
orðróminn með því að
standa upp í skóla-
stofunni og tilkynna
bekknum að hún
væri með eyðni og
segja þeim frá sínu
lífí.
Önnur unglings-
stúlka sem fram
kom í heimildarmyndinni er
Stephanie sem er tólf ára. Hún
fékk eyðni í gegnum móður
sína sem smitaðist við blóð-
gjöf. Eins og Hydeia segist
Stephanie vera mjög ánægð
með að hafa tekið þátt í
heimildarmyndinni.
Engin leyndarmál
„Ég vildi hjálpa börnum
með eyðni að verða sterk-
ari og sýnilegri," segir
Stephanie, en hún telur
að það versta fýrir eyðn-
ismituð börn sé að
halda sjúkdómnum
leyndum. „Ef þú ætlar
að eiga þér leyndarmál verður
að minnsta kosti að segja einni
manneskju frá því, annars
verður maður bara veikur,“
segir hún. „Ég varð veik af því
að ég þorði ekki að segja nein-
um frá sjúkdómnum."
Stephanie á það einnig sam-
merkt með Hydeia að hún læt-
ur sjúkdóminn ekki eyðileggja
líf sitt. „Það er til einskis að
vera reiður. Það er ekki rétt að
hugsa bara um dauðann þegar
maður er lifandi. Það er nútíð-
in sem skiptir máli.“
Heimildarmyndin var gerð i
af leikstjóranum Barbara
Kopple sem hefur tvisvar hlot-
ið Öskarsverðlaun fyrir myndir
sínar. Síðasta mynd hennar var
„Wild Man Blues“ um leikstjór-
ann og djassáhugamanninn
Woody Allen.
„Ég lít á þessa mynd sem
eina mikilvægustu mynd sem
ég hef gert,“ segir Kopple,
„vegna þess að hún sýndi mér
svo glögglega hvað skiptir máli
í lífinu og mikilvægi þess að
leggja áherslu á það en ekki
einhver smáatriði." Hún segist
vonast til að myndin muni
hjálpa eyðnismituðum börnum
að kljást við sjúkdóminn og að
hún eyði kannski einhveijum
fordómum og hræðslu þeirra
sem ekki vita nóg um sjúkdóm-
inn. Kvikmynd Kopple sýnir að
eyðnismituð böi-n eiga sér
sömu drauma og þrár og önn-
ur börn.
Stephanie vonast eftir því að
verða hjúkrunarkona þegar
hún verður stór svo hún geti
hjálpað öðrum í sömu stöðu. .
Hydeia er aðeins óákveðnari
með framtíðina og segir að
liún hugsi mest um að ljúka
skólanum. Hún geti hugsað um
framtíðina síðar...
Flugumferðar-
stjóri á ystu nöf
Skjágalli
(Blackout)_______________
Drama
Framleiðendur: Anthony Santa
Croce. Lcikstjóri: Jeff Bleckner.
Handritshöfundur: Matthew
Bombeck. Kvikmyndataka: Alan Ca-
so. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlut-
verk: Eric Stolz, Charles Martin
Smith, Leslie Hope, Lorraine Toussa-
int. 85 mín. Bandaríkin. Bergvík
1998. Myndin er bönnuð börnum inn-
an 12 ára.
ÞEGAR tvær flugvélar rekast á
í háloftunum virðist allt benda til
þess að flugumferðarstjóri nokkur
hafi gert skyssu,
sem hann neitar
alfarið. John
Dantley (Eric
Stolz) vinnur við
það að rannsaka
slík óhöpp og
verður þetta mál
að hálfgerðri
þráhyggju hjá
honum vegna
þess að unnusta
hans fórst með annarri vélinni.
Þessi mynd er dæmigerð fyrir
myndir mánaðarins sem koma út í
Bandaríkjunum og fjalla um þau
málefni sem efst eru á baugi þá
stundina. Öll tæknivinnsla er í
meðallagi og leikararnir hafa úr
klisjulegum persónum að moða.
Leikstjórinn reynir að gera heim
flugumferðarstjóranna heillandi
með því að byggja hann eins upp
og atriði úr Bráðavaktinni, með
hröðum klippingum og setningum
en það tekst ekki að skapa neinn
áhuga.
Ottó Geir Borg
KARATE
ÞÓRSHAMAR
Námskeíð hefjast 7. janúar
Byrjendanámskeið eru að hefjast hjá Karatefélaginu Þórshamri.
Æft er í björtum og rúmgóðum sal sem er stærsti karatesalurinn hér á landi.
Karate er öflug sjálfsvörn, eykur sjálfstraust, lipurð og líkamsstyrk.
Karate er fyrir konur og karla á öllum aldri, óháð líkamlegu formi.
Skipt er eftir aldri í barna-, unglinga- og fullorðinsflokka.
Upplysíngar cru veittar í síma 551*4003
Allir kennarar hjá félaginu eru með viðurkenndar gráður í karate.
Karatefélagið Þórshamar er aðili að Karatesambandi íslands, ÍBR og ÍSÍ.
<5 Ókeypis kynningartími
.gfr- 2Ö'
á.
Karatefélagið Þórshamar,
Brautarholti 22, 105 Reykjavík,
sími 551 4003
www.itn.is/thorshamar
k