Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 27 AÐSENDAR GREINAR ÍSLENSK stjórn- völd hafa farið sér hægt í frekari nálgun Islands að Evrópusam- bandinu (ES). Sú stefna hefur á margan hátt verið skynsamleg. Islendingar eru tor- tryggnir á allt sem kann að raska eigin sjálfstæði og þurfa tíma. Við höfum heldur ekki fundið þá lausn, sem bæði tryggir okk- ur áhrif innan Evrópu og tryggan eigin af- rakstur af auðlindum okkar. Kyrrstaða er hins vegar ekki valkostur í þessum efn- um. Fyrr eða síðar þurfum við að taka afstöðu til þess hvort við ætl- um okkur aðild að ES eða að standa fyrir utan og byggja þá upp eigin viðskiptalega sérstöðu, sem tryggir okkur efnahagslegar framfarir um ókominn tíma. ísland sem skattaparadís er einn kostur sem nefndur hefur verið. Formaður Framsóknarflokksins hefur skynjað stöðuna og sett fram athyglisverðar hugmyndir um hvernig við gætum nálgast ES án þess að fóma eigin afrakstri auðlindanna. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig samþykkan þessum hugmyndum. Margir þeirra, sem andmæla að- ild íslands að ES hafa sett fram þau rök að með EES-samningnum höf- um við fengið bestu lausnina, alla kosti Evrópusambandsins en slopp- ið við ókostina. Víst er það að EES- samningurinn var besta lausn síns tíma. Með honum komu mestu efna- hagslegar framfarir, sem þjóðin hefur upplifað frá viðreisnarárun- um. Með opnun þjóðfé- lagsins, frjálsræði í at- vinnulífi og réttinda- vemd einstaklingsins voru sköpuð varanleg skilyrði fyrir hagvexti og efnahagslegum framföram. En í breytilegum heimi verður besta lausnin oft um síðir sú næstbesta. Þannig verður EES-samning- urinn hvorki varanleg lausn né til lengdar besta lausn. Eða treystum við okkur til að svara eftirfarandi spurningum játandi: Er betra að fá lög og reglur send frá Brassel án áhrifa um innihald þeirra, en að vera þátttakandi í gerð E E S-samningurinn, segir Pétur J. Eiríks- son, verður hvorki varanleg lausn né til lengdar bezta lausn. þeirra? Er það þannig, sem okkur er ætlað að fara með sjálfstæðið? Viljum við um aldur og ævi að ís- lensk innflutningsverslun búi við óhagræði og kostnað og þjóðin við hærra verðlag vegna innflutnings- eftirlits, sem nú er talið óþarft í ná- grannalöndum okkar? Og á útflutn- ingsverslun okkar að þurfa að taka á sig 1-2% kostnað vegna sama óþarfa eftirlits? Eiga íslensk fyrirtæki að taka á sig gengisáhættu umfram önnur evrópsk til að við ein Evrópuþjóða getum stritast með eigin mynt á meðan aðrir Evrópubúar nota sam- eiginlega mynt, evruna? Viljum við kannski stefna að tvöföldu mynt- keríl hér á landi? I samtölum við fólk tel ég mig skynja lítinn stuðning við slíkan veraleika. Oftar en ekki skynja ég þá skoðun, hjá fylgendum jafnt sem efasemdamönnum, að óhjákvæmi- lega verðum við, fyrr eða síðar, orð- in hluti af samrunaferlinu í Evrópu. Þeir virðast í raun fáir, sem trúa því að til lengdar munum við ekki deila sýninni um sameinaða Evrópu með nánast öllum öðrum lýðræðisþjóð- um álfunnar. í hugum margra er spumingin því ekki lengur hvort heldur hvenær. Framsóknarflokkurinn hefur nú geflð tón í þessu mikilvæga máli og búast má við að samfylkingin lumi á Evrópustefnu Alþýðuflokksins, þótt hún sé ekki talin þola dagsljósið í augnablikinu. Við sjálfstæðismenn höfum talið skynsamlegt að staldra við, en það ætti ekki að vera mikið lengur. Það fer okkur illa að sitja hjá og og úrtöluflokkur viljum við síst vera. Að sitja hjá væri líka brot á þeirri hefð, sem myndast hefur í íslenskum utanríkismálum. Islensk utanríkisstefna hefur alla tíð byggst á virkri þátttöku, enda hafa áhrif okkar verið langt umfram það sem stærð þjóðarinnar gefur til kynna. í þessu máli verðum við að taka for- ystu því spurnarorðin hver og hvernig era ekki síður mikilvæg í þessu samhengi en hvenær. Hver mun leiða okkur inn í Evrópu og hvemig verður að samningum stað- ið? Undirbúningur landsfundar Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst og málefnanefndir eru að leggja síðustu hönd á drög að ályktunum fundarins. Það er afar brýnt að málefnanefndirnar taki myndarlega á Evrópumálum. Hvort sem Evrópumál ber á góma í kosningabaráttunni í vor eða ekki er mikilvægt að forystus\eit okkar hafí svör og skýra stefnu lands- fundar að styðjast við á næsta kjörtímabili. Höfundur er framkvæmdnstjóri hjá Flugleiðum hf. E vrópusambandið, Sjálfstæðisflokkur- inn og næstbezti kosturinn Pétur J. Eiríksson Nýtt happdrættisár ÞAÐ hefur löngum tíðkast að fagna nýju ári og bjóða það vel- komið, þrátt fyrir að enginn viti hvað það hefur að bjóða. Hins vegar vonum við að ár- ið verði okkur og okk- ar nánustu gott og far- sælt. Við vonumst til að nýtt ár verði happa- ár fyrir okkur og landsmenn alla. Al- menningur á Islandi hefur tekið höndum saman um að koma ótrúlegustu markmið- um í framkvæmd. Markmiðum sem vakna við hugsjónir þeirra einstak- linga sem stofna félög um málefni Margrét M. Ragnars góður, vil að byrja sem krefjast brýnna úrlausna. Eitt af þess- um félögum er SÍBS sem um þessar mund- ir er að hefja umfangs- miklar framkvæmdir á Reykjalundi. Það þarf ekki að kynna það frekar, þjóðin sýndi hug sinn til stofnunar- innar í byrjun október. Ert þú, lesandi góður, einn af þeim sem sérð hversu mikilvægt það er að eiga greiðan að- gang að endurhæf- ingu, eins og hún get- ur orðið best? Ef svo er, lesandi ég benda þér á að nú fer nýtt happdrættisár hjá Fáðu þér miða og vertu með, segir Margrét M. Ragnars, í að byggja upp til framtíð- ar fyrir þig og þína. SÍBS. Átakið Sigur lífsins gerir okkur mögulegt að hefjast handa, en betur má ef duga skal. Happ- drættið er sá vonameisti að hægt verði að fjármagna verkið til enda. Fáðu þér miða og vertu með í að byggja upp til framtíðar fyrir þig og þína. Gleðilegt happaár. Höfundur er í framkvæmda- stjórn fyrir átaksverkcfni um uppbyggingu á Reykjalundi. Stutt ára- mótakveðja EKKI FER hjá því að íslendingi, sem dvelur erlendis um jól og áramót, verði tíð- um hugsað heim til ættjarðarinnar. Og vist er um það, þótt sólvermdur sé í hlýj- um garði í suðrænu landi, að ekkert stenst samanburð við Island og það sem íslenskt er í huga þeirra, sem þar hafa alið aldur sinn. Enda hefur ísland bú- ið börnum sínum góð heimkynni og fram- farir meiri og skjót- ari, en víðast þekkist í veröldinni á þeirri öld, sem nú er senn á enda. I þeirri framfara- sókn átti stefna gamla Sjálfstæð- isflokksins langdrýgstan þátt, að öðrum ólöstuðum. Það var stefna Flokkurinn hefur á seinni árum valdið mér miklum vonbrigð- um, segir Matthías Bjarnason, með frjáls- hyggjustefnu sinni sem vinnur að því sífellt að gera fáa menn ríkari en fleiri fátækari. hans, sem boðaði stétt með stétt og frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem áhrifaríkust var um allar framfarir í þjóðfélaginu. Einnig hafði skilningur flokksins á samhjálpinni og bættum kjörum verkalýðsins undirstöðuáhrif á að hér bjó ein þjóð í sátt og sam- lyndi. Þess vegna er það gömlum stjórnmálamanni eins og undirrit- uðum sár vonbrigði að verða vitni að því að kjamanum í stefnu hans gamla flokks skuli varpað fyrir borð og nýr erlendur „ismi“ halda þar innreið sína. Stefna, sem skar- ar eld að köku örfárra útvaldra á kostnað fjöldans, stefna, sem sveigir frá samhjálp almennings til sérgæða auðmanna, stefna, sem þrengir kjör aldraðra og öryrkja en mylur undir einkavini flokks- forustunnar. Mér datt aldrei í hug, að ég ætti eftir að upplifa svo miklar mis- gerðir, sem framkvæmd hinnar nýju sjávarútvegsstefnu hefur reynst, og nú hin síðari árin á aðal- ábyrgð míns gamla flokks. Aldrei hefur slík ójafnaðarstefna riðið yf- ir íslenska landsbyggð. Það þarf enga spádómsgáfu til að segja til um til hvers leiða muni á örfáum áram. Hinum minni sjáv- arbyggðum hrínginn í kring um landið mun blæða út. Ibúarnir hrekjast frá eignum sínum. í land- inu verða tvær stéttir manna: Örfáir auð- menn og afgangurinn snauðir vergangs- menn. Þótt við ofurefli kunni að vera að etja í kosningabaráttunni á vori komanda vegna þess ómælda fjár- magns, sem stjórnar- flokkarnir munu njóta frá einkavinunum, er nauðsynlegt að snúast gegn ólögunum. Þess vegna fagna ég sér- staklega stofnun Frjálslynda flokksins undir forustu Sverris Hermannssonar og félaga hans. Það hlýtur að mega treysta því, að svo mikilvægur og sanngjarn mál- staður, sem sá flokkur berst fyrir, muni ná hljómgrunni hjá þjóðinni. Þótt mörgu þurfi að breyta frá nú- verandi frjálshyggjustefnu er mikilvægast að kvótaflokkarnir fái slíka aðvörun í kosningunum að þeir setjist að samningaborði um gerbreytta stefnu í sjávarútvegs- málum. Á sínum tíma batt ég vonir við Samtök um þjóðareign og veitti þeim stuðning minn. Raunalegt er að sjá hvernig forusta þeirra hef- ur farið að ráði sínu fyrir vanmat á aðstæðum og misskilinn metn- að. Það er von mín að allir einlægir andstæðingar kvótakerfisins láti ekki þau mistök á sig fá, en fylki sér undir merki Frjálslynda flokksins. Með því eina móti er von til að vinna bug á þeirri óheilla- vænlegu stefnu, sem ríkir í sjávar- útvegsmálum á Islandi og ríða mun landsbyggðinni á slig ef ekki verður úr bætt. Ég hef verið í Sjálfstæðisflokkn- um frá 16 ára aldri eða í 61 ár. Ég hef barist fyrir hugsjónum flokks- ins og stefnu allan þennan tíma, sem var grundvöllur fyrir frelsi og framtaki einstaklingsins og sjálf- stæði, en að litið væri jafnframt til með þeim, sem harðast urðu úti í lífinu. Flokkurinn hefur á seinni árum valdið mér miklum vonbrigðum með frjálshyggjustefnu sinni, sem vinnur að því sífellt að gera fáa menn ríkari en fleiri fátækari. Ég hef starfað um langan aldur með fjölda manns víðsvegar um land og eignast þá að vinum. Ég vænti þess fastlega að þessi af- staða mín verði ekki til að slíta þau vináttubönd. I þeirri von og vissu áma ég landsmönnum árs og frið- ar. Höfundur er fyrrv. ráðherra og alþingismaður. Hann dvelur á Spáni um þessar mundir. Matthias Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.