Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUGREINAVISITOLUR:
skipting skráðra hlutabréfa
Bygginga- og verktakastarfsemi
íslenskir aðalverktakar
Jarðboranir
Fjármál og tryggingar
Búnaðarbanki íslands
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
íslandsbanki,
Landsbanki íslands
Samvinnusjóður islands
Tryggingamiðstöðin
Hlutabréfasjóðir og
fjárfestingarfélög
Almenni hlutabréfasjóðurinn
Auðlind
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn
Hlutabréfamarkaðurinn
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans
Hlutabréfasjóður Norðurlands
Hlutabréfasjóðurinn,
Hlutabréfasjóðurínn ishaf
íslenski fjársjóðurinn
íslenski hlutabréfasjóðurinn
Sjávarútvegssjóður íslands
Vaxtarsjóðurinn
Þróunarfélag íslands
Iðnaður og framleiðsla
Fóðurblandan
Hampiðjan
Héðinn - smiðja
íslenska járnblendifélagið
Marel
Plastprent
Skinnaiðnaður
Sláturfélag Suðurlands
Stálsmiðjan
Sæplast
Lyfjagrein
Lyfjaverslun íslands
Pharmaco
□
Olíudreifing
Olíufélagið
Olíuverslun Islands
Skeljungur
Samgöngur
Flugleiðir
Eimskip
Samvinnuferðir-Landsýn
Upplýsingatækni
Nýherji
Opin kerfi
Skýrr
Tæknival
Verslun og þjónusta
Frumherji
Hans Petersen
Kaupfélag Eyfirðinga
Sjávarútvegur
Básafell
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
Grandi
Guðmundur Runólfsson
Haraldur Böðvarsson
Hraðfrystihús Eskifjarðar
Hraðfrystihúsið
íslenskar sjávarafurðir
Jökull
Krossanes
Samherji
Síldarvinnslan
Skagstrendingur
SR-mjöl
Sölumiðstöð hraðfr.húsanna
Sölusamband ísl. fiskframl.
Tangi
Útgerðarfélag Akureyringa
Vinnslustöðin
Þorbjörn
Þormóður rammi-Sæberg
Breytingar á atvinnugreinavísitölum
Verðbréfaþings
Félög flutt á
milli vísitalna
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.
Fær lánshæfís-
einkunnina A3
MEÐ fjölgun skráðra hlutafélaga
á Verðbréfaþingi íslands að und-
anförnu hefur gefíst svigrúm til
að endurskoða skipan atvinnu-
greinavísitalna þingsins. Um ára-
mótin voru teknar upp þrjár nýjar
vísitölur og ein af núgildandi vísi-
tölum lögð niður, auk þess sem
nokkur félög flytjast á milli vísi-
talna.
Nýju vísitölurnar ná yfir bygg-
inga- og verktakastarfsemi, lyfja-
greinina og upplýsingatækni. Tvær
þær síðamefndu koma í stað sam-
eiginlegrar vísitölu tækni- og lyfja-
greina. íslenskir aðalverktakar og
Jarðboranir flytjast í vísitölu bygg-
inga- og verktakastarfsemi úr vísi-
tölu verslunar og þjónustu.
Félögin sjö sem verið hafa í vísi-
tölu tækni- og lyfjagreina flytjast
sem hér segir: Marel fer í vísitölu
iðnaðar og framleiðslu, Lyfjaversl-
un Islands og Pharmaco fara í vísi-
tölu lyfjagreinar og Nýherji, Opin
Kennsla hefst á ný um
miöjan janúar.
Endurnýjun skírteina fer
fram laugardaginn 9. janúar
frá ki. 12.00 - 14.00.
Innritun og upplýsingar
í síina 562 0091.
kerfí, SkýiT og Tæknival fara í vísi-
tölu upplýsingatækni.
Verðbréfaþing Islands hefur
reiknað og birt atvinnugreinavísi-
tölur frá 1. janúar 1993. Meginregl-
an er sú að félag tilheyri þeirri at-
vinnugrein sem skilar því a.m.k.
50% tekna. Atvinnugreinavísitöl-
umar ná yfir félög á bæði Aðallista
og Vaxtarlista. Þegar komin eru
tvö eða fleiri félög í sömu grein er
orðinn grundvöllur fyrir sjálf-
stæðri vísitölu sem er sambærileg
við erlendar vísitölur fyrir sömu
grein. Skráð félög í árslok 1998 eru
67 en voru 51 í árslok 1997 og er
það um 31% fjölgun á milli ára.
Atvinnugreinavísitölur verða því
10 talsins og skiptast þannig: Bygg-
inga- og verktakastarfsemi, fjái-mál
og tryggingar, hlutabréfasjóðir og
fjárfestingarfélög, iðnaður og fram-
leiðsla, lyfjagrein, olíudreifíng, sam-
göngur, sjávarútvegur, upplýsinga-
tækni og verslun og þjónusta.
Skeljungur
selur eigin
bréf
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hf.
hefur selt eigin bréf í félaginu að
nafnvirði 20 milljónir króna. Að
sögn Kristins Björnssonar for-
stjóra hefur fyrirtækið eignast
talsvert af bréfum í hlutafélaginu í
tímans rás. Það hafí hins vegar
aldrei verið ætlunin að liggja á
hlutabréfunum til langs tíma, held-
ur hafí þau fyrst og fremst verið
keypt til að selja aftur. „Þegar okk-
ur svo barst viðunandi kauptilboð í
umrædd hlutabréf var gengið frá
sölu.“
Ekki fengust upplýsingar um
kaupanda né verðmæti bréfanna,
en að teknu tilliti til gengis þeirra á
Verðbréfaþingi íslands liggur sölu-
virðið nálægt 80 milljónum króna.
FJÁRFESTINGARBANKI at-
vinnulífsins fær lánshæfiseinkunn-
ina A3/P-2 í nýrri úttekt banda-
ríska matsfyrirtækisins Moody’s
Investors Service. Það er sama
einkunn og Landsbanki íslands og
Islandsbanki fengu við síðustu út-
tekt. Þá fær FBA einkunnina D
fyrir efnahagslegan styrk, líkt og
Landsbanki Islands í fyrra en Is-
landsbanki fékk aðeins betri ein-
kunn fyrir fjáhagslegan styrk eða
D+.
í fí-étt frá FBA kemur fram að
einkunnin geri ráð fyrir fyrirhug-
aðri sölu ríkisins á meirihlutaeign
þess í bankanum og þykir hún
staðfesta sterka fjárhagsstöðu og
gott lánstraust bankans. „Auk
lánshæfiseinkunnarinnar A3 á
skuldbindingar til langs tíma gefur
Moody’s skuldbindingum FBA til
skamms tíma einkunnina P-2 sem
endurspeglar mikla greiðslugetu
bankans á skammtímaskuldbind-
ingum. Einnig gefur Moody’s efna-
hagslegum styrk bankans einkunn-
ina D, sem staðfestir fullnægjandi
styrk bankans sjálfs, en að ótrygg
ytri skilyrði geti haft áhrif á hann.“
FLUGFÉLAG íslands hf. hefur
tekið upp nýtt greiðslu- og við-
skiptakort, sem nefnist Flugkort.
Kortið er eingöngu ætlað fyrir-
tækjum sem eru í reglulegum
viðskiptum við flugfélagið og er
það gefíð út í samvinnu við
Europay ísland, sem annast
heimildagjöf og innheimtu við-
skipta með Flugkortinu.
Með kortinu er hægt að greiða
ferðakostnað innanlands hjá
Flugfélagi íslands og nokkrum
samstarfsaðilum þess s.s. bfla-
leigum, hótelum og veitingastöð-
um að því er segir í fréttatil-
kynningu.
Að sögn Gróu Ásgeirsdóttur,
verkefnastjóra markaðssviðs
Flugfélagsins, hefur Flugkortið
fengið góðar undirtektir meðal
viðskiptavina. Félagið mun senda
handhöfum Flugkorts mánaðar-
legt viðskiptaryfirlit, þar sem sjá
má útlagðan ferðakostnað og
önnur viðskipti við samstarfsað-
ila á tímabilinu. Gróa segir fyrir-
komulagið auðvelda allt umfang
og bókhald fyrirtækja vegna
ferða starfsmanna þar sem heild-
arúttekt hvers mánaðar birtist á
einum stað. „Fyrirtæki sem hafa
Lánshæfiseinkunnin er gefín í
tengslum við nýjan alþjóðlegan
rammasamning fyrir skuldabréfa-
útgáfu FBA á erlendum mörkuð-
um. Samningurinn kallast á ensku
„Global Medium Term Note
Programme" eða MTN-útgáfa.
Samkvæmt fréttinni er FBA
fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið
sem gerir samning um slíka út-
gáfu sem hefur á undanförnum ár-
um rutt sér mjög til rúms í fjár-
mögnun fjármálafyrirtækja á al-
þjóðamörkuðum.
Eykur sveigjanleika
MTN-útgáfa einfaldar skjala-
gerð við lántökur til muna og gerir
FBA kleift að bregðast við aðstæð-
um á erlendum mörkuðum hraðar
og með markvissari hætti en ella.
Þannig getur bankinn aflað fjár
með mun skemmri fyrirvara og
minni tilkostnaði en annars væri
kostur. Útgáfan eykur einnig
sveigjanleika við fjármögnun hvað
varðar form skuldabréfa, gjald-
miðla og lánstíma, auk þess sem
hún stækkar hóp lánveitenda að
því er segir í fréttatilkynningunni.
ekki mikinn ferðakostnað geta
farið þá leið að fá eitt kort sem
hægt er að samnýta fyrir alla
starfsmenn, á meðan önnur félög
þurfa á mörgum kortum að halda
vegna ferða starfsmanna. Við
munum siðan greiða í hveijum
mánuði aflsátt af viðskiptum við
Flugfélagið inn á kortareikning
og nemur hann 10-35%, ailt eftir
umfangi viðskiptanna. Þá nemur
lágmarksafsláttur við samstarfs-
aðila Flugfélagsins 10-15%, sem
er dreginn frá um leið og við-
skipti eiga sér stað“.
Ýmis önnur fríðindi
Meðal annarra fríðinda kort-
hafa eru hagræðing við innritun
til flugs, forgangur á biðlista í
flug, möguleiki á að breyta far-
miða að vild án aukagjalds auk
1.000 vildarpunkta fyrir ferð
fram og til baka.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóra Europay íslands,
og Pál Halldórsson, þáverandi
framkvæmdasljóra Flugfélags Is-
lands hf., handsala samninginn
um Flugkortið skömmu fyrir ára-
mót.
Rammasamningur FBA gerir
ráð fyrir að útistandandi skulda-
bréf geti á hverjum tíma numið
jafngildi allt að 750 milljónum
evra eða sem nemur ríflega 60
milljörðum íslenskra króna.
Treystir stöðu bankans
Tómas Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri skulda- og áhættu-
stýringar FBA, segir lánshæfis-
einkunnina treysta stöðu bankans
á erlendum lánamörkuðum og
mikilvægan áfanga eftir eins árs
starfsemi. „Matið varðar ekki ein-
göngu núverandi fjárhagsstöðu
bankans, heldur metur einnig
framtíðarhorfur og getu FBA til
að standa undir skuldbindingum
til langs tíma.“
Tómas segir einnig mikilvægt
að líta til þess að ekki er gert ráð
fyrir meirihlutaeign ríkisins í
bankanum í mati Mood’ys, auk
þess sem tekið er tillit til þess að
bankinn er að víkka út þjónustu
sína. „I því sambandi er mjög já-
kvætt að Moody’s getur að
áhættustýring bankans sé traust,"
segir Tómas.
Fjármála-
eftirlitið
tekið til
starfa
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
hefur formlega tekið við hlut-
verki bankaeftirlits Seðla-
banka Islands og Vátrygg-
ingaeftirlitsins en samkvæmt
lögum nr. 87/1998 um opinbert
eftirlit með fjármálastarfsemi,
tók nýja stofnunin til staifa
hinn 1. janúar sl.
Eins og greint hefur verið
frá mun stofnunin hafa eftirlit
með viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og öðrum aðilum sem
heimilt er að taka við innlán-
um, lánastofnunum öðrum en
viðskiptabönkum og sparisjóð-
um, vátryggingafélögum, fé-
lögum og einstaklingum sem
stunda vátryggingamiðlun,
fyrirtækjum í verðbréfaþjón-
ustu, verðbréfasjóðum og
rekstrarfélögum verðbréfa-
sjóða, kauphöllum og öðrum
skipulegum tilboðsmörkuðum,
verðbréfamiðstöðvum og líf-
eyrissjóðum. Þá hefur stofn-
unin eftirlit með húsbréfadeild
íbúðalánasjóðs, Nýsköpunar-
sjóði atvinnulífsins, Kvóta-
þingi og annarri starfsemi
sem stofnuninni er falið að
hafa eftirlit með samkvæmt
sérstökum lögum.
Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu, þá hefur Ragnar Haf-
liðason, viðskiptafræðingur og
löggiltur endurskoðandi, verið
ráðinn aðstoðarforstjóri Fjár-
málaeftirlitsins en forstjóri
þess er Páll Gunnar Pálsson,
lögfræðingur og fyrrverandi
deildarstjóri í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu.
Fjármálaefth-litið mun í
upphafi verða með heimilis-
fang og póstfang á Suður-
landsbraut 6 í Reykjavík, en
hluti starfseminnar verður
áfram í húsakynnum Seðla-
banka íslands, þar til stofnun-
inni verður fundið frambúðar-
húsnæði.
Flugfélag Islands tek-
ur upp greiðslukort