Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Uinsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Jólaleikur Bridsfélags Kópavogs fór fram 17. des. sl. Spilaður var Mitchcll-tvímenningur. Pörum var skipt upp og drógu menn sér með- spilara. Sigurpörin fengu jólagjafir. Úrslit: N/S Pórður Bjömsson - Ragnar Bjömsson 207 Sigríður Möller - Gísli Tryggvason 177 Bernódus Kristinsson - Guðni Ingvarss. 167 A/V Þröstur Ingimarss. - Jón Páll Sigurjónss. 197 Jón St. Ingólfsson - Ami Már Björnsson 194 Stefán R. Jónss. - Guðmundur Grétarss. 181 Spilamennska hefst á nýju ári með eins kvölds tvímenningi fimmtudaginn 7. janúar kl. 19.45 í Pinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi, og mun dagskrá næstu annar liggja þar frammi. Bridsfélag Hreyfíls Barómeterkeppnin er hafin á ný og var spiluð ein lota sl. mánudags- kvöld. Staða efstu para er nú þessi: Heimir Tryggvason - Ámi M. Bjömsson 1040 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 1006 Friðbjörn Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 995 Jón Sigtryggss. - Skafti Björnsson 989 Rúnar Gunnarsson - Einar Gunnarsson 980 Ragnar Bjömsson - Daníel Halldórss. 965 Mótinu verður fram haldið nk. mánudagskvöld. G U C C I Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, s. 551 0081. - Gœðavara Gjafavara — matar og Allir verðflokkar. * Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Yersace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. HOTEL SK3ALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 VETRARTILBOÐ Verð frá kr. 2.700 á mann í 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingahúsinu Vegamótum. Simi 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI É| Vinningar í Jnlahappdrætti Sjáifsbjargar. 1 Dregifl var 31. desember 1B98 MMC Pajero Diesel Turbo 2800 að verðmæti kr. 3.370.000 23703 UW Goll Comtortiine að verðmæti kr. 1.740.000 18631 84432 Feröavinningar með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 150.000 hver 1813 16039 29655 52105 77074 89035 6617 19772 42927 58533 78750 93695 12184 24120 43090 61206 81399 97685 14472 27407 47693 72611 87815 103138 Vöruúttekt í Kringiunni að verðmæti kr. 30.000 hver 469 12061 20114 30403 42668 49372 59008 69650 81544 92201 103766 614 12723 20781 30522 43986 49523 60370 69759 83717 92332 104364 1134 12883 20932 30826 44053 50347 60408 70264 84099 92369 104537 1399 13224 20994 31527 44125 50890 60959 71577 84331 93218 105320 2063 14128 21234 32570 45221 51007 60981 71964 84624 93470 105526 2547 14374 22525 33087 45360 51304 61513 72542 84834 93995 105827 2995 14520 22934 34614 45812 52221 62088 72598 84859 95716 106201 4238 14894 23189 34984 45847 52696 62324 73456 86004 96943 106718 4637 15420 23844 35124 46136 52853 62787 75257 86235 97056 106801 5807 15744 24931 35874 46519 53097 64916 75514 88084 97411 107038 6641 16015 26297 36378 46641 53342 65248 76037 88280 97955 107109 6994 16417 26371 37674 46761 54479 65503 76847 88637 99494 107603 7405 17047 26429 38139 47147 55502 65979 78578 89751 99861 108047 7867 17790 27157 38270 47209 56001 66164 78938 90032 99965 108159 8218 18046 27362 39019 47262 56358 66526 79599 90052 99982 108580 8228 18379 27905 39818 47639 56739 67950 79850 90217 100356 108820 9621 18557 28314 41760 48092 56994 67985 80693 90681 102783 110258 10236 19233 28593 42037 48253 57744 68105 80808 91540 102874 110537 11106 19700 29521 42398 48303 58197 68134 80814 91627 102892 110558 11787 19751 29673 42646 48640 58274 69635 81179 91797 103008 110926 Óskum landsmönnum gleðilegs árs og friðar. Þökkum fyrir veittan stuðning. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,105 Reykjavfk, sími 552 9133. www.sjalfsbjorg.is í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Miðasalan á tónleika Bjarkar LOKSINS ákvað Björk að halda tónleika hér á Is- landi eftir útgáfu „Homogenic". Búið var að bíða eftir þessu í langan tíma og fullar tilhlökkunar fórum við niður í Þjóðleik- hús þriðjudaginn 29. des. því klukkan eitt átti miða- salan að hefjast. Eins gott að mæta snemma og við vorum greinilega ekki þær einu sem hugsuðum svo því þama var fólk á öllum aldri sem beið í ofvæni eft- ir því að geta keypt miða af tæplega 1.000 miðum sem í boði voru. Tónleika- haldarar, Tal hf., Sjón- varpið, Smekkleysa og Björk sjálf höfðu ráðgert tvenna tónleika þann 5. og 6. jan. ‘99, af skiljanlegum ástæðum þar sem salurinn tekur aðeins um 500 manns í sæti. I raun og veru er þetta of lítið af miðum miðað við vinsældir Bjarkar hér á landi (sem og annars staðar) og fyrri tónleika hennar hér en samt sniðugt að breyta til, enda hljómgæði Þjóðleik- hússins eflaust betri og skemmtiiegri en hallarinn- ar. Þar með er ekki öll sag- an sögð. Eftir að hafa staðið úti í dálítinn tíma, sumir í klukkutíma, aðrir skemur, fór röðin að fær- ast inn og þeir fyrstu fengu sinn langþráða miða. Þegar röðin hætti að að ganga eðlilega færðist óróleiki yfir mannfjöldann. Allt í einu birtist starfs- maður Þjóðleikhússins og tilkynnti að uppselt væri á báða tónleikana og þótti það meira en lítið skrýtið þar sem ekki fleiri en 20- 30 manns höfðu komist í gegn. Kom þá í ljós að tón- leikahaldarar (eða tón- leikahaldari) höfðu tekið frá um 500 miða eða nán- ast öll sæti á fyrri tónleik- unum. Hvers vegna voru þá tvennir tónleikar auglýstir þar sem einungis var hægt að fá miða á aðra tónleik- anna? 500 miðar fyrir ís- lenska almúgann! Hvers konar reiknis- dæmi er það eiginlega? Ekki nóg með að fáir mið- ar voru til sölu heldur var líka hægt að kaupa miða í gegnum síma hjá Þjóð- leikhúsinu og fréttist það síðar. Það er ansi lélegt gagnvart þeim 2-300 manns (eða fleirum) sem lögðu ferðina á sig til þess að standa í röð, sérstak- lega þar sem símamiðasal- an var ekki tekin fram neins staðar í auglýsing- um. Ef tónleikamir áttu að vera fjölskylduskemmtun fyrh- vini og vandamenn tónleikahaldara hefði al- veg mátt sleppa því að auglýsa tónleikana því það eina sem það gerði var að vekja falskar vonir hjá fólki. Sara Kolka og Hrafn- hildur Guðrúnardóttir. Tapað/fundið Taska týndist í Naustinu SVÖRT, frekar lítil hiiðar- taska, sem í vom m.a. gleraugu og snyrtivörur, týndist í Naustinu á nýái'skvöld. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551 4462. Gleraugu fundust í miðbænum GLERAUGU fundust í miðbænum á nýársdag. Upplýsingar í síma 551 3602. Gullarmband í óskilum FUNDIST hefur gullarm- band við blómabúðina í Eddufelli. Nánari upplýs- ingar í síma 557 9740. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust 20. desember annaðhvort í Norðurbæ í Hafnarfírði eða Smáranum. Skilvís fínnandi hafí samband í slma 565 1840. Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst á flug- eldasýningu KR á KR- vellinum. Upplýsingar í síma 565 1713. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR, eins og snúra í laginu, með áletruninni Ólafur inní, týndist líklega á Þorláks- messu eða fyrr, mögulega í Kringlu, á Laugavegi eða Barónsstíg. Skilvís finn- andi hafí samband í síma 561 3291. Fundarlaun. Peningabudda týndist PENINGABUDDA týnd- ist 2. janúar, sennilega í Hveragerði. Vinsamlega hringið í síma 553 6521. Samsung myndavél týndist SAMSUNG myndavél týndist á Kaffi Thomsen á gamlái-skvöld. Skilvís finn- andi hafi samband í sím- boða 842 4147, Svenni. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili FIMM gæfir og góðlyndir kettlingar, kassavanir, óska eftir góðu heimili. Uppiýsingar í síma 552 0834. Kettlingar óskast ÓSKA eftir þrifnum og tjúfum kettlingi, helst síð- hærðri læðu. (Hugsanlega af persnesku kyni.) Mjög gott heimili í boði. Upplýs- ingar í síma 557 9033 eða 862 2205. Hamstrabúr óskast gefins ÓSKA eftir gefins vel með fórnu hamstrabúri á tveimur hæðum. Upplýs- ingar í síma 698 0074, Ingibjörg. Víkverji skrifar... AÐ orð hefur jafnan farið af Framsóknarflokknum að hann væri fyrst og fremst flokkur dreif- býlisins og ekkert nema gott eitt um það að segja. Þó hafa ákveðnir framsóknarmenn á undanfornum árum iðulega reynt að þvo af sér sveitamannsstimpilinn, með mis- jöfnum árangri þó. Víkverji hafði vegna þessa afar gaman af því um miðjan desembermánuð, þegar þrír þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að landbúnaðar- ráðherra verði falið að koma á fót landsliði hestamanna allt að tíu manna, af báðum kynjum og á öU- um aldri, sem falið verði að kynna íslenska hestinn. Framsóknarþing- mennimir með þetta dýrlega hug- arflug eru þeir Guðni Ágústsson, Hjálmar Arnason og Jónas Hall- grímsson (ekki þó þjóðskáldið!), sem kom inn á þing fyrir jól sem varamaður Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. XXX VIÐ lestur greinargerðar þre- menninganna kemur m.a. á daginn að það sé þess virði að gera hlut íslenska hestsins meira áber- andi við móttöku erlendra gesta, ekki síst þjóðhöfðingja. Þá standi landslið hestamanna heiðursvörð, fólk á öllum aldri, karlar og konur, og sýni úrval íslenskra gæðinga í allri sinni litadýrð. „Þessi heið- ursvörður væri mikil andstaða við hermanninn með byssustinginn" segir orðrétt í greinargerðinni! Víkverji gladdist mikið yfir af- burðakímnigáfu þremenninganna, þótt hann telji að útfærslan á brandaranum um 10 manna lands- lið karla og kvenna á „öllum aldri“ gæti orðið óþai-flega kostnaðarsöm fyrir þjóðarbúið. - Hver á að eiga stóðið sem þarf undir landsliðið? Hver á að standa straum af kostn- aði við þjálfun? Hver á að borga landsliðinu laun? Hvar á stóðið að vera til húsa? Hvar á landsliðið að vera til húsa? Hvað þarf margra ára þjálfun og uppbyggingu stóðs og landsliðs, áður en um boðlega sýningarvöm verður að ræða? Hver á að vera landsliðseinvaldur? Hver á að borga honum laun? Hvað eru framsóknarþingmennim- ir að hugsa? Era þeir yfirleitt eitt- hvað að hugsa? XXX FYRIR nokkm síðan komst líf- vörður hennar hátignar, Elísa- betar annarrar Bretadrottningar, í heimspressuna og alla helstu sjón- varpsfréttatíma heims, þegar einn hesturinn í lífverði drottningar fældist. Hann prjónaði, henti af baki sér lífverðinum og datt svo of- an á blessaðan manninn, sem til að b-yrja með var talinn stórslasaður. Betur fór en á horfðist, því í fregn- um einhverjum dögum seinna kom á daginn að hermaðurinn var ein- ungis særður á stolti, en þar fyrir utan aðeins lítillega marinn. Hest- inum hafði aftur á móti verið fund- ið annað og þýðingarminna hlut- verk, en að vera í lífverði drottn- ingar. Vita framsóknarþingmenn- irnir þrír hvers konar þjálfun er að baki hjá lífverði drottningar, áður en knapi og hestur fá viðlíka hlut- verk og þessir tveir höfðu? Þrátt fyrir áralanga vinnu og þjálfun, geta orðið svona slys í lífverði hennar hátignar? Hvers vegna ekki hjá því sem flutningsmenn til- lögunnar nefna „Landslið hesta- manna“? xxx SVO komast flutningsmennimir í eina allsherjar þjóðemisvímu, þegar þeir leggja til að skrautreið hestamanna fari niður Almannagjá á Þingvöllum um helgar á sumrin. Það segja þeir að yrði gert til að leggja áherslu á helgi Þingvalla og hversu hesturinn sé samofinn sögu þjóðarinnar og stór hluti hennar. „Þingvellir eiga vart sinn líka og slík reið myndi auglýsa land og þjóð,“ segir orðrétt. Þvílíkir brand- arakarlar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.