Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR g'QQO^ 99 ......— S °GþAG O NÆSTI framsóknar-krimmi takk. Innganga símamanna í ASÍ veldur deilum milli verkalýðsfélaga innan sambandsins VR vill fá skrifstofu- menn símans til sín VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur sent miðstjórn Alþýðusambands íslands bréf þar sem félagið óskar eftir áliti á því að skrifstofumenn, sem aðild eiga að Félagi íslenskra símamanna, gerist aðilar að ASÍ í gegnum aðild að Rafiðnaðarsambandi íslands. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að aðild skrifstofumanna að RSÍ sé brot á lögum ASÍ. Skömmu fyrir áramót samþykktu símamenn að segja sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og jafn- framt hafa þeir óskað eftir aðild að RSÍ, en það er eitt af landssam- böndum ASI. Innan Félags ís- lenskra símamanna er nokkur hóp- ur manna sem sinnir fyrst og fremst skrifstofustörfum. VR gerir athugasemd við þetta. „Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta standist ekki lög ASÍ, enda ef svo væri stæðist þessi skipting milli starfsgreina, sem ASI byggist á, ekki lengur. Ég er hræddur um að það færi að bresta í ýmsum stoðum Alþýðusambands- ins ef menn ætluðu að hverfa frá þessari skiptingu. Ef það verður opnuð leið fyrir skrifstofufólk inn í Rafiðnaðarsambandið þá getum við alveg eins opnað okkar félag fyrir rafíðnaðarmönnum. Þar með væri þessi skipting ekki lengur til staðar sem Alþýðusambandið hef- ur byggt sitt skipulag á,“ sagði Magnús. Magnús sagði að VR liti svo á að nú þegar Landssíminn væri orðið hlutafélag á almennum markaði væri eðlilegt að skrifstofufólk, sem hjá því starfaði, fengi aðild að þeim félögum verslunar- og skrifstofu- manna sem væru til staðar á við- komandi svæði. Landssamband ís- lenskra verslunarmanna væri sama sinnis, enda störfuðu skrifstofu- menn hjá Landssímanum sem byggju víðar á landinu en í Reykja- vík. Afgreitt í miðstjórn ASI um miðjan mánuðinn Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að miðstjóm ASÍ hefði sam- þykkt í nóvember að vísa bréfi VR til skipulagsnefndar, sem væri fastanefnd og starfaði milli ASI- þinga. Málið væri þar til umfjöllun- ar, en hann sagðist eiga von á að það yrði afgreitt á næsta fundi mið- stjómar ASI, sem kemur saman um miðjan janúar. „Það er vitað að það er einhver hópur skrifstofufólks sem er í Fé- lagi íslenskra símamanna. Það er öllum málsaðilum ljóst,“ sagði Grétar. „Ég held að það séu engar deilur uppi um það að almennt skrifstofufólk á að vera í röðum verslunarmanna, en það sem er vandasamt í þessu máli er að þarna er um að ræða félag, samsett úr ýmsum starfsstéttum, m.a. versl- unarfólki, og ætlar sér, eftir því sem ég kemst næst, að halda hóp- inn. Þetta er vandamálið, en það er út af fyrir sig alveg á hreinu að skrifstofufólk tilheyrir verslunar- mönnum.“ Nokkuð mismunandi er hvað menn telja að hér sé um stóran hóp skrifstofumanna að ræða sem um er deilt. Tölur á bilinu 30-100 eru nefndar. I Félagi íslenskra síma- manna eru nú um 560 félagsmenn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er tekist nokkuð hart á um þetta mál bak við tjöldin. Hafa for- ystumenn VR nefnt í viðtölum við forystu ASÍ að málið geti haft áhrif á veru VR í ASÍ. Nýr baðstaður við Bláa lónið Jarðhitaströnd með aðstöðu fyr- ir 700 baðgesti Ivor verður opnaður nýr baðstaður við Bláa lónið. Grímm- Sæ- mundsen er íramkvæmda- stjóri Bláa lónsins hf. „Framkvæmdir hófust síðastliðið vor við að reisa nýja umgjörð um ferða- þjónustu við Bláa lónið. Við komum til með að bjóða þar fullkomna bún- ings- og baðaðstöðu og verðum þar með einskon- ar jarðhitaströnd sem verður á 5.000 fermetra svæði með 37°C-38°C heitu baðlóni huldu hraun- veggjum á alla kanta.“ Grímur segir að nýja aðstaðan komi til með að rúma um 700 gesti og bendir á að í dag hafi Bláa lónið fremur frumstæða bað- og búningsaðstöðu rúmi 200-300 manns í Grímur Sæmundsen sem einu. „Þetta er því mikil stækkun hjá okkur enda erum við að reisa þarna 2.700 fermetra mannvirki. Auk veglegrar búningsaðstöðu verður í húsinu svokallaður vetr- argarður og þar munum við einnig vera með veitinga- og ráðstefnuaðstöðu.“ -Hvernig verður veitingaað- staðan? „Við bjóðum núna upp á frem- ur frumstæða veitingaaðstöðu en á nýja baðstaðnum verður gjörbreyting þar á. Þar verður boðið upp á allt frá léttum rétt- um og upp í fínar veitingar. Ef því er að skipta getur fólk kom- ið hingað eingöngu til að snæða góðan mat eða fá sér kaffisopa í veitingasölum okkar sem verða opnir alla daga eins og baðlónið sjálft. Það er mikið um að erlendir hópar heimsæki okkur og við höfum oft verið í erfiðleikum með að taka á móti þeim. Með þessari nýju aðstöðu getum við auðveldlega tekið á móti slíkum hópum og boðið veglega veit- ingaþjónustu.“ - Hefur orðið aukning á heim- sóknum í Bláa lónið að undan- förnu? „Undanfarin ár hefur aukning- in verið stöðug og á síðastliðnu ári varð 11,5% aukning á heim- sóknum til okkar. Alls komu til okkar 171.650 gestir í fyrra. Þar af voru um 70% erlendir ferða- menn sem þýðir að við erum að fá meira en annan hvem ferða- mann sem til landsins kemur í heimsókn í Bláa lónið.“ Grímur segir að forráðamenn hjá Bláa lóninu hafi áhuga á að auka aðsókn Islendinga og hann vonast til að með þessari nýju aðstöðu muni þeim fjölga mikið. „Þessi aðstaða sem við erum að reisa núna verður mjög spennandi fyrir íslendinga. Hún er af- ar óvenjuleg og þarna gefst fólki kostur á að koma og slaka á og endumærast. Þetta verður sannkölluð heilsulind." - Pið verðið með sérstaka kís- ilpotta? „Já, við bjóðum upp á ýmsar nýjungar eins og til dæmis gufu- hella og kísilpotta. Það hefur verið vinsælt að bera á sig kísil- botnfallið en á nýja baðstaðnum verður lögð mikil áhersla á að spila með eiginleika umhverfis- ins.“ Grímur segir að aðdráttaraflið við Bláa lónið sé dulúðin sem ► Grímur Sæmundsen er fædd- ur í Reykjavík þann 4. febrúar árið 1955. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1975 og embætt- isprófi í læknisfræði frá Há- skóla Islands árið 1981. Hann hlaut almennt lækningaleyfi ár- ið 1983 og lauk prófi í íþrótta- læknisfræði frá London Hospi- tal Medical College árið 1985. Hann vann sem sjálfstætt starfandi heimilislæknir ásamt að sinna þjónustu við íþrótta- fólk til ársins 1988 er hann hóf störf sem framkvæmdastjóri eigin heilbrigðisráðgjafar fyrir fyrirtæki. Hann hefur verið fram- kvæmdasljóri Bláa lónsins hf. frá stofnun félagsins árið 1992 og einnig framkvæmdastjóri Bláa Iónsins heilsuvara ehf. frá stofnun þess félags árið 1996. Hann hefur setið og situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja og er nú m.a. stjórnarformaður Lyfjaverslunar Islands hf. Grímur er kvæntur Björgu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Fólk á að geta komið og slak- að á í þessu óvenjulega umhverfi. lónið sjálft, gufan og hávaðinn frá gufustrókum skapa. „Nú er meiningin að draga þessa eigin- leika meira fram. Gestir okkar geta synt í hellisskúta, upplifað samspil Ijóss og gufu og farið í jarðhitagufubað svo dæmi sé tekið.“ - Hyggist þið ekki byggja hót- el við Bláa lónið? „Jú, þetta er einungis fyrsti áfanginn í uppbyggingu Bláa lónsins. í öðrum áfanga munum við reisa heilsulindarhótel. Þar munum við sinna meðferðargest- um okkar auk þess sem við verð- um með almenna heilsulind með allri þjónustu og meðferð sem hugsast getur fyrir vellíðan lík- ama og sálar.“ Grímur bendir á að Bláa lónið sinni yfir 5.000 meðferðum við psoriasis á ári en bendir á að þó slíkar meðferðir hafi verið _______áberandi búi Bláa lón- ið yfir þeim mætti að geta verið allsherjar heilsulind fyrir húðina." - Hvenær búist þið við að ráð- ist verði íannan áfanga? „Við erum þegar farin að huga að undirbúningi annars áfanga. Það er mikilvægt að halda upp- byggingu áfram eins hratt og okkur er kostur. Ég sé fyrir mér að heislulindarhótel gæti risið við Bláa lónið á allra næstu ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.