Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Dagvist barna „Gæslu- veita Reykjavíkur“ ingum sem ríkur frambjóðandi getur reitt fram, enda greiðir hann væntanlega úr eigin vasa. Að sumu leyti er það heiðarlegra en að lofa öllu fógru og ætla öðrum að upp- fylla loforðin. Fögru fyrirheitin ekki efnd? ER MENNTUN í leikskóla, sem á sér námskrá frá mennta- málaráðuneytinu og er skilgreindur fyrsta skólastig barnsins, al- veg hið sama og fé- lagsleg úrræði í dag- vistarmálum? Nýárs- boðskapur starfs- manna Dagvistar bama í Reykjavík boð- ar það. í þessum skrif- um lýsa þeir því bein- línis yfir, að leikskóli og dagvist sé eitt og hið sama. Þetta era undirritaðri ný tíðindi og koma nokkuð á óvart. Verður hér leitast við að velta þessu máli upp frá fleiri sjón- arhomum. Félagslega fyrirbærið Greinahöfundar koma inn á lög ríkisvaldsins um leikskóla og tekið er fram að hér séu á ferðinni ein- hver „... metnaðarfyllstu lög um menntun og uppeldi ungra barna sem okkur er kunnugt um að séu nokkurs staðar við lýði“. Þetta þykir nokkrum tíðindum sæta. A nokkram Norðurlandanna eru dag- vistarúrræði barnaheimili, dag- heimili, dagvistarheimili o.s.frv. Yfirleitt heyra dagvistarúrræðin þar undir félagsmálageirann og fé- lagsmálaráðuneytin enda um fé- lagsleg úrræði að ræða vegna gæslu bama meðan foreldrar era við nám eða störf. Leikskólar íslands hafa aldrei heyrt undir félagsmálaráðuneytið. íslensk stjórnvöld hafa frá fyrstu tíð skipað leikskólanum með öðr- um menningar- og menntamálum í menntamálaráðuneytinu. Á síð- ustu áram hafa bæði Finnar og Svíar tekið þennan sama hátt upp og skipað leikskóla- málunum úr félags- málaráðuneytum sín- um yfir í menntamála- ráðuneytin. Fyrir allmörgum árum datt félagsmála- stjórunum í landinu það í hug að fá leik- skólann fluttan undir sinn hatt og þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, lagði fram framvarp til laga á Al- þingi um félagsmál og tók þessa hugmynd félagsmála- stjóranna upp í framvarpinu. Hún lagði til að leikskólinn flyttist úr menntamálaráðuneytinu yfir í fé- lagsmálaráðuneytið. Öll leikskóla- kennarastéttin eins og hún lagði sig lagðist mjög einarðlega gegn þeirri ráðstöfun og taldi það mikið óhappaverk næði framvarp ráð- herrans fram að ganga við svo bú- ið og leikskólunum í landinu til mikils skaða. Enda fór það svo að þessi atlaga að leikskólunum mistókst. Menntunarleg viðhorf Fyrir þá sem ekki vita betur er rétt að árétta að leikskólinn heyrir undir menntamálaráðuneytið. Leikskólinn sem starfsmenn Dag- vistar bama eru að ræða um í þessum tveimur gi'einum í Morg- unblaðinu er ekkert félagslegt úr- ræði, heldur kirfilega skilgreint íyrsta skólastig barnsins. Þar af leiðir að það er ekki hlutverk leik- skóla að leysa dagvistarvanda for- eldra sem þurfa daggæslu fyrir Það er ekki hlutverk leikskóla, segir Jóhanna Thorsteinson í fyrri grein sinni, að leysa dagvistarvanda foreldra sem þurfa dag- gæslu fyrir börn sín tímabundið yfir daginn. böm sín tímabundið yfir daginn. Og ótrálegt að lesa svona skrif frá framkvæmdastjóra leikskólanna í Reykjavík. Að lofa upp í annarra ermar R-listinn í Reykjavík hefur lofað að binda enda á biðina inn í leik- skólana. Um leið hefur verið lækk- aður aldur barnanna sem njóta forgangs inn í leikskólana. Auðvit- að er það göfugt markmið í sjálfu sér að leysa hvers manns vanda. Það er hins vegar ekki andskota- laust að lofa upp í annarra ermar. Fólkinu hefur verið talin trá um að nú fái allir foreldrar leikskólapláss sem vilja, eins lengi dagsins og þeir óska. Um þetta hefur verið fjallað í hita leiksins fyrir tvennar síðustu sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík og ekki staðið á fram- bjóðendum að gefa fyrirheitin. Um hitt er minna hirt, hverju skal kosta til framkvæmdanna. Fólkið vill fá loforð til að herma upp á stjómmálamennina síðar meir. Hinn friðelskandi formaður Friðar 2000 hefur boðað nýja aðferð; at- kvæðin skulu keypt hóflegu verði og án þess að vera að lofa ein- hverju öðra en beinhörðum pen- Starfsmenn Dagvistar bama standa frammi fyrir því að eiga að uppfylla loforð stjómmálamann- anna. Þeim er því nokkur vorkunn. Búið að lofa upp í annarra ennar, þeirra eigin ermar. Það er því ekki nema von að þeir leggi íyrir sig greinaskrif og útskýri vandamálið í stöplaritum og öðram vitrænum leiðum svo öllum megi nú ljóst verða að vandinn sé stór. Greinahöfundar kalla eftir lausn- um frá ríkisvaldinu, lengingu fæð- ingarorlofsins, fjölgun nemenda í Kennaraháskóla Islands, framlög- um ríkisvaldsins til byggingar leik- skólanna. Já, þetta skyldi nú ekki vera ríkisstjórinni að kenna? Ekkert af þessu leysir samt þann vanda að hópur ungra for- eldra í Reykjavík er í vandræðum núna með dagvistarúrræði fyrir börnin sín. Leikskóli - gæsla Greinahöfundar virðast álíta að dagvistarámæði foreldra og leik- skólamenntun barna þeirra séu einn og sami hluturinn. Era leik- skólarnir þá einhvers konar barna- geymslur fyrir foreldra í neyð? Það vissi ég ekki fyrr. Og neita stað- fastlega að trúa því. Það er til lítils fyrir menntamálaráðherra að setja fram námskrá og sldlgreina leik- skólann sem fyrsta skólastigið ef innihald skólans nær eingöngu til gæsluhlutverksins. Kannski að kennarar grannskólans geti bara hætt þessu streði og eftirlátið gangavörðunum og skólaliðum allt skólastarfið? Skyldu foreldrar eða sveitarstjórnarmenn fagna því? I Reykjavík virðist afstaða til leikskólans vera að hann sé dag- vistartilboð með smáaukabónus þegar um menntaðan leikskóla- kennara er að ræða sem starfar að Jóhanna Thorsteinson uppeldislegu fjasi og föndri í félagi við hina ófaglærðu. Greinahöfund- ar segja að „... það er unnið ótrá- lega gott starf í leikskólunum af al- deilis frábæra starfsfólki". Og það er alveg óþarft að gera lítið úr því, leikskólamir vinna mjög gott og mikilvægt starf, þeir mennta yngstu kynslóðina og búa hana undir frekara nám í grunnskólan- um. Og auðvitað þekkja greinahöf- undarnir þetta mjög vel af eigin raun og ættu því ekki að þurfa að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er að vanda til menntunar bama. Daggæsla í lieimahúsum Vandi foreldra vegna daggæslu bama sinna er af allt öðrum toga spunninn. Þar era foreldrar að leita sér gæsluúrræða börnum sín- um til handa. Það kemur leikskól- unum ekki við og algerlega óviðun- andi að þessu tvennu sé ruglað saman af starfsmönnum Dagvistar bama í Reykjavík. Dagmæður hafa starfað í Reykjavík um langt árabil og sum- ar reynst betri í því starfi sínu en aðrar eins og gengur. Þær eru sjálfstæðir verktakar sem leggja heimili sín undir starfsemina og undirgangast eftirlit með starfsem- inni frá hendi Dagvistar barna. Þessi starfsemi heyrir þannig óbeint undir Dagvist barna sem getur aðeins afturkallað leyfi til daggæslunnar ef verktakinn stend- ur ekki í stykkinu. Hins vegar get- ur Dagvist bai-na ekki meinað for- eldrum að halda áfram að skipta við verktakann þótt hann reynist óhæfur, ef foreldrarnir æskja þess. Um verktakastarfsemi gilda önnur lögmál en ráðningar opinberra starfsmanna. Eina gæslutilboðið sem undirrit- uð kannast við frá hendi borgaryf- irvalda til handa foreldram í Reykjavík er gæsluvallastarfsem- in. Og óumdeilanlega heyra gæslu- vellimir undir Dagvist barna. Höfundur er leikskólastjóri íleik- skólanum Laufásborg í Reykjnvík. 40^ FLÍSASKERAR OGFLÍSASAGIR 111» 1 m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi $674844 "slim-line" dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 3AÐHERBERGIS habíba URVAL OG GOTT VERÐ BJARG v/Suðurgötu 100, R.vík. S. 893-7710/893-7080 Tónlistarhöll íslands GÆRDAGURINN (5. janúar) var mikill gleðidagur fyrir ís- lenska tónlistarann- endur. Þá tilkynntu menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ákvörðun ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar um að reisa skuli tón- listarhús í Reykjavík. Beðið hefur verið eftir þessari ákvörðun í marga áratugi. Ég veit að allir þeir fjölmörgu forgöngumenn þessa máls, sem með greinaskrifum, fundahöldum, samkomum, hljóm- leikum og stofnun áhugamanna- samtaka hafa lagt því ómetanlegt lið, munu gleðjast innilega, en án elju þeirra og þrautseigju hefði ekki tekist að halda þessu máli vakandi allan þennan tíma. „Tónlistarhöll er takmarkið“ stóð á forsíðu Heimilisblaðsins Vikunnar í febráar 1944. Þar er forsíðumynd af þáverandi skóla- stjóra Tónlistarskólans, Páli ísólfs- syni, ásamt sjö kennuram. Frá því era nú liðin 55 ár. Síðan mun málið hafa legið í láginni um skeið, enda margt annað á dagskrá. Sinfóníuhljómsveitin var t.d. stofnuð árið 1950 og fyrstu ára- tugirnir fóra í að berjast fyrir lífi hennar. Háskólabíó var svo reist í lok sjötta áratugarins og opnað ár- ið 1961. Frá þeim tíma hefur það verið aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Islands. Þrátt fyrir endurbætur reyndist húsið ekki hafa viðunandi hljóm- burð, auk þess sem öll aðstaða til tónleika- halds er þar afar tak- mörkuð svo ekki sé minnst á aðstöðu hljómlistarmanna, sem er nánast engin. Þær raddir komu fljótlega fram að Háskólabíó gæti aldrei verið ann- að en áfangi á leið til raunveralegs tónleika- húss. Ég hef rekið augun í leiðara í Morg- unblaðinu frá árinu 1968 þar sem þess er getið að þörf sé á sér- stöku tónlistarhúsi á Islandi. Þessi umræða fer þó ekki af stað af full- um krafti fyrr en með grein sem Armann Örn Armannsson forstjóri ritaði í Morgunblaðið 12. maí 1983. Hinn 16. október sama ár var hald- inn stofnfundur Samtaka um bygg- ingu Tónlistarhúss. Þar með var komin hreyfing á málið. Síðan fylgdu ákvarðanir stjórnar Samtakanna um samkeppni um teikningu tónlistarhúss og vilyrði fyrir ákveðinni lóð hjá Reykjavík- urborg var fengið. Opinber um- ræða um nauðsyn þess að reisa veglegt tónlistarhús í höfuðborg- inni varð sífellt ágengari og í að- draganda síðustu borgarstjórnar- kosninga komu loforð um að Reykjavíkurborg myndi beita sér í þessu máli. í upphafi ráðherradóms síns tók núverandi menntamálaráðherra málið strax í sínar hendur og beitti sér fyrir því að öll undirbúnings- Sinfóníuhlj ómsveit * Islands fagnar þessum áfanga af heilum hug, * segir Þröstur Olafsson, og þakkar þeim sem tóku þessa ákvörðun. vinna var endurskoðuð með aðstoð erlendra sérfræðinga. Niðurstaðan liggur nú fyrir í vandaðri skýrslu sem unnin hefur verið. Þakka ber öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg og komið málinu í þann merkisáfanga sem það er komið í með þeirri yfirlýsingu sem gefín var í gær. Það má síðan velta því fyrir sér hvernig staðið hefur á því að tónlistin, ein klassískra hst- greina, hefur engan samastað átt á Islandi til þessa. Bókmenntir, mál- aralist og leiklist, svo það helsta sé nefnt til sögunnar, hafa allar fengið úrlausn sinna húsnæðismála, ef svo má að orði komast. íþróttahallir og sundstaðir era út um allt land, því er betur. Félagsheimili era í flest- um ef ekki öllum sveitum landsins. Sérhannað tónlistarhús hefur ekk- ert verið til, þar til Kópavogsmenn reistu Salinn af miklum stórhug og tóku í gagnið nú við upphaf þessa árs. Salurinn rúmar hins vegar ekki starfsemi Sínfóníuhljómsveit- arinnar eða tónleika af stærra tag- inu. Sennilega er ástæðan fyrir húsnæðisskorti tónlistarinnar sú að hún mætti síðust til leiks af klass- ískum listgreinum hérlendis. Ut- breiðsla tónlistarinnar takmarkað- ist við guðsþjónustur og heimilis- iðkanir. Almennt tónlistarlíf var fá- tæklegt og hikandi lengi framan af öldinni. Segja má með ekki alltof mikilli ónákvæmni að vegur klass- ískrar tónlistar hér á landi haldist nokkurn veginn í hendur við starf Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er einkum á síðasta fjórðungi þessar- ar aldar sem aðgangur almennings að sígildri tónlist hefur aukist og vinsældir hennar vaxið ár frá ári, enda er tónlistarlífið á Islandi með eindæmum fjölskráðugt. Þar hefur hlutur Sinfóníuhljómsveitarinnar verið mun drýgri en oft er látið í veðri vaka. Sinfóníuhljómsveit Islands fagn- ar þessum áfanga af heilum hug og þakkar þeim sem tóku þessa ákvörðun. Þar ber fyrst að nefna Björn Bjarnason menntamálaráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnar ís- lands og Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavíkur. Það vakti athygli við opnun Tónlistar- húss Kópavogs að byggingartími þess var ekki nema liðlega eitt ár. Tónlistarhöll íslands ætti því að geta risið á liðlega tveimur áram ef vilji er til. Nú hefur nóg verið talað, næst skulu verkin tala. Við setjum traust okkar á það að nú verði unnið hratt og öragglega að næsta áfanga, sem er samning framkvæmdaáætlunar, skóflu- stunga og upphaf framkvæmda. Sinfóníuhljómsveit Islands þarf að geta hafið starfsár sitt 2001/2002 í nýjum húsakynnum. Að því mun- um við vinna. Höfundur er framkvæmdostjóri Sinfóníuhijómsveitar fslands. Þröstur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.