Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 37í MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson ÞJÁLFUNARTÍMABILIÐ er nú komið í fullan gang hjá Atla á Dallandi í Mosfellsbæ. Hér er hann með efnilegan stóðhest, Smið frá Miðsitju, undan Kröflu frá Sauðárkróki og Otri. Orkumikill hestur og mun Atli beita slökunarvinnu óspart við uppbyggingu hans í vetur. Skilning á almennum samskipt- um manns og hests telur Atli undir- stöðuatriði ef árangur á að nást í reiðmennsku. Ef samskiptin byggj- ast að meira eða minna leyti á mis- skilningi sé ekki að vænta mikils ár- angurs. Hann segir það hlutverk okkar hestamanna að læra mál eða tjáningu hestsins en ekki að kenna honum okkar mál. Ef hesturinn eigi að skilja það sem óskað er af honum verði að leggja það fram á þeim for- sendum sem hann skilur eða með öðrum orðum því sem hann hefur getu og eðli til að læra og skilja. „Við taum“ hið gullvæga takmark Af þeim hugtökum sem verður freistað að reyna að skýra má nefna er „við taum“ sem lætur lítið yfir sér og flestir hestamenn telja að þeir skilji mætavel. Atli segir þetta hugtak hafa djúpa merkingu og sé í raun afar víðfeðmt. Að fá hest „við taum“ er markmið eða ástand sem líklega allir hestamenn stefna að í þjálfun hesta sinna. Að sitja hest við taum segir Atli stórkostlega tilfinn- ingu; það sé nánast sú stund þegar maður og hestur verða eitt. Það sé það augnablik þegar knapinn hefur hestinn fullkomlega í hendi sér og hesturinn framfylgir vilja hans í fullri sátt. Þá verður farið í slökunarþáttinn, sem er grunnur allrar þjálfunar og uppbyggingar. Slökunin er athvarf hestins og knapans í öllu þjálfunar- ferlinu, notuð við upphaf þjálfunar- tímans og í lok hans og eins þegar mikið hefur verið lagt að hestin- um.“Söfnun hestsins" kemur svo í framhaldinu og sömuleiðis hugtak sem ekki hefur verið mikið notað, „vinnustilling“. Þar á Atli við þá stillingu sem hann býður hestinum upp á í hinni daglegu uppbygging- arþjálfun. Þá verður fjallað um höf- uðburð hrossa og hvernig hrossum er kennt að bera sig rétt. Að síðustu er að nefna þátt í tamningu hrossa sem mörgum þykir einfaldur og ómerkilegur, sem er að láta hrossin standa kyrr þegar farið er á bak. Það virðist landlægur ósiður knapa á Islandi að láta hrossin ekki standa kyrr þegar farið er á bak þeim og mjög undan því kvartað hvað mörg þeirra hrossa sem seld eru úr landi standa ekki kyrr þegar farið er á bak. Aukning „yndisarðsins“ Breytilegt er hverjar áherslur hestamenn leggja á reiðmennskuna. Flestir ef ekki allir vilja bæta við kunnáttuna til að fá meiri „ynd- isarð“ út úr hrossum sínum en mis- jafnt er hve mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig til að bæta sig og hesta sína. Keppnismenn leggja flestir ofurkapp á að ná fram því besta í hrossum sínum meðan af- slappaður frístundareiðmaður er fullkomlega ánægður ef hann getur dólað á hesti sínum í rólegheitum í fallegu umhverfi og notið útivistar og náttúrufegurðar, sama á hvaða gangi eða stillingu hesturinn er. Astæða er til að hvetja alla hesta- menn til bæta við kunnáttu sína í reiðmennsku, það er ekki svo erfitt þegar hugur fylgir máli. MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson ÞJÓÐVERJAR liafa ekki alltaf riðið feitum hesti frá kynbótasýningum HM þótt oft hafi hross þeirra staðið framarlega. Meðfylgjandi mynd er tekin í Noregi af hryssunni Rimmu frá Schloss Neubronn sem Svisslend- ingurinn Thomas Haag sýndi og stóð hún efst sex vetra hryssna og fetaði þar með í fótspor móður sinnar, Rúnu frá Egg, sem efst stóð á HM ‘93. sem náð hafa hvað bestum árangri á þessum kynbótasýningum heims- meistaramótanna, hafa hvað minnstan áhuga á þessum þætti mótanna enda sýningamar verið lítlfjörlegar í samanburði við sýn- ingar kynbótahrossa á íslandi auk þess sem þær hafa þjónað takmörk- uðum tilgangi fyrir íslenska hrossa- rækt hvað auglýsingagildi varðar. MINNINGAR + Jóhann Guðjóns- son fæddist í Stykkishólmi 14. október 1901. Hann lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 28. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónasson, verka- maður í Stykkis- hólmi, og Rósa Þor- varðardóttir, kona hans. Systur Jó- hanns eru Hólmfríð- ur, Sigurlaug og Þórvör en hálfsystur Pálúia og Ásta Jónasdætur. Af systrunum er Þórvör ein á lífi. Jóhann kvæntist Guðrúnu Þorsteinsdóttur, f. 9.10. 1894 í Þormóðsey á Breiðafirði, d. 3.12. 1958 í Stykkishólmi. Sonur þeirra er Þór, húsasmiður í Reykjavík, f. 21.8. 1935, kvænt- ur Ernu Arnórsdóttur frá Akra- nesi og eiga þau tvö börn, Guð- rúnu og Stefni. Áður hafði Jó- Lífsferill Jóhanns Guðjónssonar fylgdi tuttugustu öldinni. Hann fæddist 1901 og er til moldar borinn í ársbyrjun 1999. Þetta er tími stór- stígari lífsháttabreytinga en fyrr hafa þekkst og Jóhann er á margan hátt dæmigerður fulltrúi fyrir þetta breytingaskeið. Lífssviðið opnast við Breiðafjörð, fæðingarstaðurinn Stykkishólmur. Tveggja ára gamall missir hann föður sinn en hann drukknaði í póstferð á Breiðafirði. Móðir hans mátti þá leita á náðir venslamanna og kom drengnum í fóstur til föðurbróður hans, Jóhanns Jónassonar í Öxney. í eyjunum var búið upp á gamla mátann, hlunnindi nýtt; fugl og fiskur, selur, egg og dúnn. Alla tíð síðan minntist Jóhann dvalarinnar í Öxney með gleði og rakti hreysti sína og góða heilsu, sem hann lengst af naut, til uppeld- isins við matarkistu Breiðafjarðar. Þar hefur vafalaust einnig mótast sú afstaða sem honum var töm að hlúa ætti að náttúrunni og umgang- ast hana, jafnt skepnur sem gróður af nærgætni og umhyggju. Þegar manndómsárin tóku við fluttist Jó- hann til Stykkishólms og stundaði þar þau störf sem í boði voru. Þjóð- in var ennþá fátæk og brátt tóku við tímar atvinnuleysis og kreppu. Jó- hann bjargaði sér sem best gat, sótti oft vinnu langar leiðir, vega- vinnu á sumrum og reri á vertíðum frá Grindavík. Árið 1934 giftist hann Guðrúnu Þorsteinsdóttur sem þá var ekkja í Stykkishólmi. Guðrún stóð þá ein uppi með ungan son en hún hafði á fáum árum misst fyrri mann sinn í hafið og tvær ungar dætur úr veikindum. Sambúð þeirra Jóhanns og Guðrúnar var einlæg og farsæl. Saman eignuðust þau soninn Þór en Jóhann hafði áður átt Guð- jón sem ólst upp hjá Rósu föður- ömmu sinni. Inn í þetta samfélag kom undirritaður á vordögum 1945 þó ekki væru það fyrstu kynnin af Gunnu frænku og Jóa. Margs er að minnast, í hugann koma myndir frá litla húsinu þeirra í Stykkishólmi, daglegu amstri og margvíslegri um- hyggju hjónanna fyrir fóstursynin- um. A árunum fyrir stríð höfðu íbú- ar litlu þéttbýlisstaðanna gjaman reynt að koma sér upp svolitlum kindahóp eða þá að eignast part úr kú og fá á þennan hátt svolítið bús- flag á erfiðum tímum. Nú voru að vísu runnin upp í landinu veltiár en ennþá eimdi þó eftir af skepnuhaldi og því fylgdi meðal annars að afla þurfti heyja. I því efni sem ýmsum öðum gilti það að hafa samhjálp og samvinnu við nági'anna og kunn- ingja. Teknar voru á leigu slægjur í einhverri af hinum grösugu eyjum Breiðafjarðar og legið við í tjöldum um heyskapinn. Svipað var upp á teningnum við annað bjargræði, sá sem átti ráð yfir bátsskel tók með sér náunga sína og þeirra net þegar lagt vai- fyrir hrognkelsi að vori. En tímarnir breytast og lífið hefur sín hann eignast soninn Guðjón, f. 15.9. 1929, en móðir hans var Sigurborg Jóns- dóttir í Stykkis- hólmi. Guðjón var lengi bæjarstarfs- maður í Stykkis- hólmi. Sonur Guð- rúnar af fyrra hjónabandi var Guðlaugur Guðjóns- son, sjómaður, f. 29.8. 1922, d. 4.9. 1966, sonur Guð- laugs og k.h. Hans- ínu Vilhjálmsdóttur er Guðjón. Þau Jóhann og Guð- rún ólu einnig upp fósturson, Geir Geirsson, löggiltan endur- skoðanda í Reykjavík, f. 4.5. 1939, hans kona er Hugrún Ein- arsdóttir frá Siglufirði og eiga þau fjögur börn, Sigrúnu, Stein- unni, Guðrúnu og Valgeir. Utför Jóhanns var gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 5. janúnar. kaflaskipti. Árið 1958 lést Guðrún og stuttu síðar flutti Jóhann til Reykjavíkur. Hér vann hann í mörg ár hjá Grænmetisverslun landbún- aðarins. Jóhann var æðrulaus mað- ur og umskipti sem þau að flytjast úr litlu sjávarplássi til hinnar ört vaxandi borgar virtust vera honum átakalítil. Hann var mannblendinn og vinsæll og þegar starfsdeginum lauk að fullu virtist hann sáttur við sinn hlut, heimsótti kunningja og tók þátt í félagslífi aldraðra en hann hafði gaman af spilum og að taka undir í söng. Voru þá stundum raulaðar græskulausar gamanvísur frá fyni tíð eða farið með stöku. Að lokinni vegferð saman vil ég þakka Jóhanni fyrir vináttu hans og velvilja í minn garð og fjölskyldunn- ar. Oft kom hann færandi hendi en aldrei til þess að íþyngja með svart- sýni eða áhyggjum. Eitt sinn á full- orðinsárunum gaf ég honum bók sem nefndist Kreppuárin og var eins konar alþýðlegt sagnfærðirit með myndum frá þeim tíma. Eg fann að Jóhanni, sem alltaf var þakklátur fyrir það sem honum var vel gert, var ekkert um þessa gjöf og endaði svo að hann bað mig að skipta henni. Ef til vill hefur inngró- in réttlætiskennd bannað honum að hafa gaman af að minnast um of þeirra tíma er gengu nærri mörgum stéttarsystkinum hans þótt sjálfur hefði hann bjargast þokkalega. Skömmu síðar færði hann mér gjöf. Það var bókin Korpúlfsstaðir, frá- sagnir og myndir frá hinu stóra kúabúi Thors Jensen en þar hafði Jóhann eitt sinn unnið á sínum yngri árum. Þar hafði ríkt stórhug- ur, aðbúnaður góður á þeirra tíma vísu og verkafólk fékk sín umsömdu laun refjalaust. Slíks mátti vel + Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 28. nóvem- ber. Þar fór góður maður og sérstakur. Silli minn, þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir er við höfum átt sam- an í gegnum árin en þau eru ansi mörg orðin, eða allt frá því að ég kom til Blönduóss 1983 í opinberum erindagjörðum, sem fólust í því að löggilda olíubfla og rennslismæla þá er þú hafðir í notkun við olíurdreif- ingu þína hjá Olíufélaginu hf. Reynd- ar höfðum við verið í nálægð miklu fyrr, því ég var í sveit sem bai-n á Stóra-Fjarðarhorni, þaðan sem móð- minnast. Þannig var Jóhann Guð- jónsson, hann kaus að minnast góðu stundanna. Geir Geirsson. Þeim fækkar ört sem tilheyra svokallaðri aldamótakynslóð, sem lifði tímana tvenna. Einn slíkur öðlingur er nú genginn til feðra sinna, saddur lífdaga eftir langa göngu. Jóhann Guðjónsson fæddist 14 október 1901. Hann var kvæntur ömmusystur okkar, Guðrúnu, og tóku þau föður okkar í fóstur vestur á Snæfellsnes eftir foreldramissi. Hann var því nokkurs konar fósturafi okkar systkinanna. Þótt við kölluðum hann ætíð Jóhann hefðu tilfinningar okkar og gagn- kvæm hlýja á engan hátt verið öðruvísi þó blóðbönd hefðu tengt okkur. Jóhann kom alltaf reglulega í heimsókn frá því við fyrst munum eftir okkur. Við minnumst með gleði árvissra atburða, svo sem brúna bréfpokans frammi í forstofu með spennandi flugeldunum á gamlárs- kvöld, páskaeggjanna á páskum að ógleymdum afmælis- og jólagjöfum. Jóhanni var mikið í mun að gleðja aðra og það kunni hann svo sannar- lega. Þegar við urðum örlítið eldri og vitibornari, varð honum tíðrætt við okkur um átthagana. Hann sagði^ okkur frá æskuárum sínum í Öxney og fólkinu fyrir vestan. Hann kunni ógrynnin öll af vísum en sú vísa sem hann fór með hvað oftast síðustu ár- in var um lífsgönguna. Á hún vel við á þessari kveðjustund. Lífið fátt mér ljær í hag lúinn þrátt ég glími en koma mátt um miðjan dag mikli háttatími. (Höf. ók.) Jóhann var einnig söngelskut*- mjög og oftar en ekki var sungið við eldhúsborðið í Fossvoginum. I dag eru frásagnir hans orðnar að perl- um í huga okkar, sem koma til með að ylja okkur um ókomin ár. Jóhann var mjög heilsuhraustur og gekk eða ferðaðist með strætis- vögnum allra sinna ferða. Hann var afar félagslyndur og stundaði spila- mennsku með „gamla fólkinu" eins og hann sagði gjarnan þó að hann væri kannski sjálfur þeirra elstur. Hann var einnig kirkjurækinn og tók vel undir sálmasönginn. Jóhann var einstaklega æðrulaus og hlýr. Alltaf hélt hann sínu striki hvað sem á dundi og var algerlega laus við sjálfsvorkunn. Við kveðjum^ hann nú með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og um leið þeirri kynslóð sem gekk í gegnum þær mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi á einum mannsaldri. Án þeirrar tengingar við fortíðina og söguna sem Jóhann var okkur systkinum litum við án efa lífið öðrum augum. Hvfl í guðs friði. Sigrún, Steinunn, Guðrún og Valgeir Geirsbörn. ir þín var ættuð og síðan hjá Sigga á Völlum, nágranna þínum og vini úr Saurbænum, en þar hófust í raun mín fyrstu kynni af þér. Það er ekki öllum gefið að geisla af hlýju og alúð, en það var þér í blóð borið, því það kom átakalaust innanfrá þér og er ég kynnti þig fyrir sonum mínum sumarið ‘97 var eins og þeir hefðu eignast nýja vini þar sem voru þið hjónin, Silli minn, og Elísabet og hafa þeir oft minnst á þá stund er við áttum saman á Ár- braut 14. Þar var tekið á móti gest- um með einstökum höfðingsskap og mikill gæfumaður varst þú, Silli, að eiga hana Elísabetu þína, því önnur eins sómakona er vandfundin. Elísabet mín, ég færi þér, dætrum ykkar og öllum ástvinum innilegax- samúðarkveðjur. ^ Jón Snorrason. JÓHANN GUÐJÓNSSON SIGVALDIFANNDAL TORFASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.