Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hljóðlaust niður rif Nýja bíós ÞESSA dagana er unnið að undirbúningi niðurrifs Nýja bíós við Lækjargötu, þar sem síðast var til húsa skemmtistað- urinn Tunglið. I gær voru fyrstu tilraunir gerðar með fleyg af nýrri gerð sem er mun hljóðlátari en þeir sem vana- lega eru notaðir. Stefnt er að því að niðurrifi hússins verði lokið fyrir 8. febrúar. Jóhannes H. Jensson, fram- kvæmdastjóri Hífis, sem sér um niðurrifið, segir að í dag eða fljótlega eftir það verði teknar í notkun sérstakar vökvaklippur sem geta klippt sundur 40 cm þykka steypu og járn nánast hljóðlaust. Klippur af þessari Morgunblaðið/Kristinn tegund hafa ekki verið notaðar hér á landi áður. „Við erum að reyna að rífa húsið á sem hag- kvæmastan og hljóðlátastan hátt af tillitssemi við íbúa, veit- ingahús og aðra starfsemi í kring,“ segir Jóhannes. Önnur akrein Lækjargötunn- ar verður Iokuð meðan á niður- rifínu stendur og einnig meðan á byggingu nýs húss stendur. Komu björgunar- mönnunum til hjálpar BANDARÍSKI auðjöfurínn Jim Rogers og unnusta hans, Paige Parker, sem eru að hefja hnattferð á sérsmíðaðri Mercedes Benz-bif- reið, urðu að koma björgunarsveit- armönnum frá Egilsstöðum til að- stoðar í gær og draga þá úr snjó- skafli. Islendingarnir voru Banda- ríkjamönnunum til halds og trausts á vel útbúnum Range Rover-jeppa á leiðinni frá Egilsstöðum til Mý- vatns, enda höfðu þau Rogers og Parker orðið frá að hverfa vegna byls við fyrri tilraun sína til að komast þennan áfanga. „Ferðin tók lengri tíma en áætl- að var vegna þess að við urðum að koma björgunarsveitarmönnunum til bjargar," segir Jim Rogers. „Þetta var dálítð kaldhæðnislegt, en þess utan var ferðin mjög vel heppnuð. Landslagið var óhemju fagurt, þetta var raunar einhver fallegasta leið sem ég hef farið.“ Rogers og föruneyti hans ætlar að dvelja á Akureyri í dag en held- ur áfram að Bifröst á morgun. Sigríður Sigþórsdóttir björgun- arsveitarmaður segir að ferðin hafí gengið mjög vel og að veður hafí verið gott. Bíll Bandaríkjamanns- ins henti þó ekki fullkomlega ís- lenskri hálku og snjó. „Við leiðbeindum honum dálítið við aksturinn enda er hann náttúr- lega ekki vanur að keyra við svona skilyrði," segir Sigríður. Beinu flugi hætt til Helsinki FLUGLEIÐIR munu leggja niður beint flug til Helsinki í Finnlandi í lok vikunnar en bjóða í staðinn upp á flug þangað í samvinnu við SAS- flugfélagið. Flugleiðir hafa boðið upp á beint flug til Helsinki tvisvar sinnum í viku en í kjölfar samstarfsins við SAS verða farnar daglegar ferðir til borgarinnar með millilendingu í Stokkhólmi. Flugleiðir opnuðu söluskrif- stofu í Helsinki síðastliðið vor um leið og beina flugið hófst og mun hún haida áfram markaðsuppbyggingu í Finn- landi. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, upplýsingafull- trúa Flugleiða, mun verð á flugmiða til Helsinki verða svipað og áður. Beint flug til Frankfurt og Parísar mun hefjast á næst- unni og áætlað er að bjóða einnig upp á flug þangað næsta vetur. Beint flug til Parísar hefur einskorðast við sumarmánuðina. I vor og sum- ar verða farnar allt að 6 ferðir á viku til Parísar og 3 til 4 ferðir á viku næsta vetur. Jóhanna tekur þátt í próf- kjöri með Alþýðuflokknum JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður til- kynnti í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri samfylkingar í Reykjavík undir merkj- um Alþýðuflokksins og óháðra. Hún stefnir að því að vera í forystu fyrir framboðslistanum. „Eg mun taka þátt í prófkjöri samfylkingar- innar í Reykjavík og taka því tilboði sem ég fékk fyrir áramótin frá fulltrúaráði alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavík. Eg mun því taka þátt í prófkjöri innan raða jafnaðarmanna," sagði Jó- hanna. Hún sagðist vera tilbúin að vera forystu- maður listans fengi hún til þess stuðning í próf- kjörinu. A fundi stuðningsmanna Jóhönnu í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Kvennalistann í Reykjavík að taka þátt í próf- kjörinu. Jóhanna kvaðst vona að kvennalista- konur tækju þessari áskorun og tækju þátt í að myndi hið nýja stjórnmálaafl. „Mér sýnist að samfylkingin sé í höfn og sé að fara af stað. Ég held að framundan sé mjög spennandi prófkjör og er sannfærð um að það verði fjölmennt. Ég geri mér hins vegar vonir um að þeir sem standa í forystu fyrir A-flokkana og eru að vinna að því að hnýta lausa enda í þessu máli á þessum klukkutímum taki ákvörð- un um að hafa prófkjörið opnara. Ég tel að það • • Ossur og Jóhanna stefna á 1. sætið, Asta Ragnheið- ur á 2. sætið væri mikill ávinningur fyrir samfylkinguna ef prófkjörsreglurnar yrðu rýmkaðar. Það myndi auka verulega þátttökuna í þessu prófkjöri," sagði Jóhanna. Hárrétt ákvörðun hjá Jóhönnu Össur Skarphéðinsson, sem stefnir á fyrsta sætið í prófkjörinu eins og Jóhanna, segir að sér lítist mjög vel á fyrirætlanir Jóhönnu. „Þetta var hárrétt ákvörðun hjá henni. Ef hún hefði ekki gert þetta og þegið sæti sem henni var rétt á gullfati, þá hefði hún tapað tiltrú vegna þess að hún er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem þarf að sækja afl sitt til fólksins. Ég er líka viss um það að hún hefur mikinn stuðning, þó að ég stefni auðvitað á það _að verða að minnsta kosti sæti fyrir ofan hana. Ég held að þetta geri próf- kjörið miklu meira spennandi og kraftmeira og að listinn sem kemur út úr því verði fyrir vikið burðugri.“ „Þetta er eina leiðin fyrir Jóhönnu ef hún vill slást,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem stefnir á annað sætið í prófkjörinu. „Hún er baráttukona og það væri ólíkt henni að taka sæti sem henni er rétt. Hún hefur líka mælst vel í skoðanakönnunum." Ásta bendir einnig á að staða Jóhönnu verði sterkari inni á þingi ef hún komist þar inn eftir prófkjör heldur en með því að fá fyrirfram ör- uggt sæti. Ásta segir að þær Jóhanna verði ekki í beinni samkeppni. „Ég stefni ákveðið á annað sætið því ég tel mikilvægt að einhver standi vörð um þau gildi sem ég hef beitt mér fyrir." Oljóst með Kvennalistann Enn er óljóst með þátttöku Kvennalistans í prófkjörinu. Guðný Guðbjörnsdóttir alþingis- maður sagði í gær eftir að ákvörðun Jóhönnu lá fyrir að Kvennalistinn biði eftir að heyra hvort tilboð A-flokkanna um girðingar við fjórða sætið og áttunda sætið stæði. Hún kvaðst vona að samkomulag um slíka útfærslu á prófkjörinu næðist. ■ Svavar skilur/10 í dag www.mbl.is stimm ► f SÉRBLAÐINU Úr verinu í dag er fjallað um tnikinn samdrátt í veiðum á bræðslufiski og útlit fyrir verðlækk- un á ntjöli og lýsi. Greint er frá afla og staðsetningu fiski- skipanna og verði á fiskmörkuðum heima og heiman. Jólin kvödd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.