Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 43
ÁSTA
FJELDSTED
m
■
m
: :
+ Ásta Fjeldsted
fæddist í
Reykjavík 24. ágúst
1909. Hún lést á
heimili sínu 23. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jokum Þórð-
arson, f. 25. ágúst
1876, d. 1915, og
Diljá Tómasdóttir,
f. 24. ágúst 1881, d.
2.1. 1969. Kjörfor-
eldrar: Ándrés
Fjeldsted, augn-
læknir, f. 10.11.
1875, d. 9.2. 1923.
og Sigríður Fjeldsted, f. 11.2.
1888, d. 20.1. 1963. Systkini:
Matthías, f. 12.10. 1905; Tómas,
f. 22.8. 1907, d. 5.7. 1964; Þóra,
f. 22.8. 1910, d. 5.7. 1911; Karit-
as, f. 21.9. 1911, d. 18.1. 1962;
Ólafía, f. 18.9. 1912, d. 30.10.
1986; Magnús, f. 19.10. 1913, d.
21.8. 1989; Guðrún Þóra, f.
26.10. 1914, d. 16.8. 1938.
Börn: 1) Sigríður, f. 1.7. 1931,
gift Pétri Sigurðssyni, fv. al-
Það er alltaf erfitt að kveðja sína
nánustu og ekki hvað síst um jól
þegar fjölskyldur hittast til þess að
treysta ættarböndin og halda heilög
jól. Ásta Fjeldsted tengdamóðir
mín lést 23. desember sl. á heimili
sínu, Jökulgrunni 3, Reykjavík.
Hún var fædd í Reykjavík og var
stolt af því. Bjó alla tíð vestan við
læk eða þar til fyrir níu árum að
hún flutt að Jökulgrunni. Ásta var á
unga aldri tekin í fóstur af Andrési
Fjeldsted augnlækni og konu hans
Sigríði. Hún átti góða æsku og sem
ung stúlka fékk hún að fara til út-
landa að læra, enda talaði hún góða
þýsku, ensku og dönsku og einnig
kunni hún nokkuð fyrir sér í
frönsku. Ung lærði hún á píanó og
hafði ákaflega gaman af góðri
músik. Hún var vel lesin og var vel
inni í ýmsum málum, hafði gaman af
að ferðast og fór víða um heim með
Sveini eiginmanni sínum og einnig
hafðj hún mikið yndi af að ferðast
um ísland. Ásta giftist Sveini Ingv-
arssyni forstjóra 25. okt 1930 og
áttu þau sex böm sem öll hafa kom-
ist vel af í líflnu. Árið 1961 kom ég
fyrst inn á heimili þeirra hjóna. Þá
voru dætur þeirra farnar að heiman
en bræðurnir fjórir enn heima og
oft var kátt við matarborðið á Hr-
ingbrautinni þegar setið var í
hverju sæti og heimsmálin og
stjórnmálin rædd til hlítar og af-
greidd án nokkurra vandræða. Ásta
tók þessu öllu með stakri ró og tók
þátt í umræðunum. Árið 1963 flutt
þau Ásta og Sveinn í Suðurgötu 18
þar sem Sigríður móðir Ástu hafði
búið. Þar leið Ástu vel enda áttu
þau ákaflega fallegt heimili og var
Ásta góð húsmóðir og bjó til mikinn
og góðan mat. Brúðkaupsveisla
okkar Sighvats var haldin heima hjá
þeim í Suðurgötu og sá Ásta um
þann undirbúning og gerði hún það
með miklum myndarskap eins og
allt sem hún og Sveinn veittu.
Fyrstu búskaparár okkar Sighvats
voru í kjallaranum hjá þeim. Um
helgar laumaði ég mér oft upp til
Ástu og sátum við þá saman og
horfðum á sjónvarpið sem þá var
mikið nýnæmi, lögðum kapal eða
bara spjölluðum saman meðan eig-
inmenn okkar vora úti að spila að
vísu annar bridge en hinn á dans-
leikjum. Á þessum árum voru laug-
ardagar tilhlökkunarefni, þegar
komið var heim í hádeginu úr vinnu
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
þingismanni, og
áttu þau fjögur
börn, en þau slitu
samvistir. 2) Mar-
grét, hjúkrunar-
fræðingur, f. 15.11.
1932, maki John
Price, þau eiga
þrjár dætur. 3)
Andrés Fjeldsted, f.
12.12. 1934, d. 10.9.
1990, maki Ragn-
hildur Þóroddsdótt-
ir. 4) Sveinn, við-
skiptafræðingur, f.
25.8. 1939, maki
Erna Jónsdóttir og
eiga þau tvo syni. Fyrri kona
Sveins var Hallfríður Tryggva-
dóttir. 5) Sighvatur, rafvéla-
virki, f. 27.1. 1941, maki Arna
Borg Snorradóttir, eiga þau tvo
syni. 6) Ingvar, stýrimaður, f.
15.5. 1943, maki Kristín Lárus-
dóttir, f. 23.12. 1943, eiga þau
tvöbörn. _
Útför Ástu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
tók Ásta á móti okkur með heitum
mat, bútungi að austan og vellingur
á eftir, herramannsmatur. Þetta
voru góðir dagar. En lífíð var ekki
allt dans á rósum fyrir Ástu, hún
átti líka sína erfiðu daga. Oft dáðist
ég að æðraleysi hennar þau tæplega
tíu ár sem Sveinn Iá veikur heima
og hún annaðist hann allan þann
tíma af óeigingimi og aldrei heyrði
maður hana kvarta. Þetta voru erfið
ár en hún lét aldrei bilbug á sér
finna og stóð þennan tíma teinrétt.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika hélt hún
alltaf sínu góða skapi, hitti „stelp-
urnar“ og spilaði bridge, en Ásta
var góður bridgespilari og vann til
margra verðlauna í þeirri íþrótt, en
bridge var sameiginlegt áhugamál
þeirra hjóna og var oft mikið talað
um sagnir og fleira sem var mér
óskiljanlegt mál. Vinkonur mínar
hittu Ástu heima hjá mér og höfðu
þær oft orð á því hvað hún væri ern
og gaman væri að ræða við hana og
hvað hún fylgdist vel með líðandi
stund að ekki væri talað um þegar
talið barst að ferðalögum, fjarlæg-
um löndum, menningu og listum,
enda var Ásta afar fáguð kona, hún
var heimskona. Ásta var heilsu-
hraust og var það ekki fyrr en fyrir
um fjórum árum að heilsan fór að
gefa sig og þá aðallega nú á síðustu
fímm mánuðunum en hún fylgdist
með fram á síðasta dag. Mig langar,
fyrir hönd aðstandenda, að þakka
starfsfólki á Hrafnistu, en þangað
fór Ásta daglega til matar og til að
geta stundað tómstundariðju sína.
Hafði hún mikla ánægju af þeirri
tómstundariðju og talaði oft um hve
veþværi hugsað um hana þar.
Á aðfangadag og jóladag áttum
við von á Ástu í mat til okkar en hún
kvaddi þennan heim sátt við Guð og
menn á Þorláksmessu. Hún var orð-
in þreytt. Það var skarð höggvið í
sætaskipan við matarborðið í Ara-
túni um þessi jól og söknuður, en ég
er sannfærð um að nú er Ásta sæl
að hafa fengið hvfldina sem hún
þráði og Sveinn hefur tekið vel á
móti sinni góðu eiginkonu, sem
hugsaði svo vel um hann þegar
hann þurfti hvað mest á henni að
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
viö öll tækifæri
I TFii blómaverkstæði 9
I JSlNNA I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaöastrætis,
sími 551 909»
halda. Oft er talað um'tannhvassar
tengdamæður, allt annað var hægt
að segja um Ástu, hún var góð og
ljúf tengdmóðir og er ég viss um að
þar get ég talað fyrir okkur allar
tengdadæturnar.
Eg fel í forsjá þína
Guð faðir sálu mína
Því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma.
Og ljúfa engla geyma.
Öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Minning Ástu mun lifa.
Arna Borg Snorradóttir.
Amma er lögð af stað í ferðina
löngu og þótt hún hafi sjálf verið
reiðubúin eftir langa og gifturíka
ævi vorum við hin tæplega undir
það búin að hún færi frá okkur svo
skyndilega. En þannig hafði hún
einmitt viljað fara.
í sumar hafði hún talað um að
heimsækja okkur í Englandi ef
mamma kæmi frá Suður-Afríku til
að hjálpa til eftir fæðingu Ingu
Freyju í desember. Eg kvaddi hana
því ekki þegar ég fór frá íslandi í
júlí heldur sagði „sjáumst síðar“.
Eftir veikindin í sumar og haust var
ferðalagið til Englands úr sögunni
en þess í stað ætlaði mamma heim
til Islands í janúar til þess að sjá
móður sína, að líkindum í hinsta
sinn. Það átti hins vegar ekki að
verða og það er því með trega sem
mamma snýr aftur til Reykjavíkur
til að verða við jarðarförina.
Elsku amma, þú varst og ert mér
ákaflega sérstök. Ég hélt að fyrstu
jólin sem ég átti með þér árið 1988
yrðu bæði mín fyrstu og þau síðustu
á Islandi. Lítið grunaði mig þá hvað
síðan átti eftir að gerast og ég er
fegin því að ég gat uppfyllt einn af
draumum þínum með því að giftast
á Isiandi.
Ég á margar góðar minningar af
Suðurgötunni en ég veit líka að þú
varst ánægð í húsinu þínu í Jökul-
gi’unni við Hrafnistu. Á Hrafnistu
hittir þú fyrir gamla kunningja og
vini og eignaðist líka nýja. Þar var
nægur félagsskapur, ferðalög, söng-
ur og dans sem þú hafði gaman af
að fylgjast með. Þú hafðir líka sér-
stakt yndi af handavinnunni þar
sem þú vannst margar góðar gjafir
sem öll fjölskyldan fékk síðan að
njóta.
Kærust er mér þó minningin um
þann kærleik, hlýju og umhyggju
sem þú sýndir mér og hvernig þú
lést mér líða eins vel og þær stundir
sem við deildum voru sérstakar. Ég
geymi þessar minningar í hjarta
mínu og verð eilíflega þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman síð-
ustu 10 árin. Ég er stolt af því að þú
varst amma mín, þú varst mér góð
amma og kenndir mér margt, ekki
síst það hvernig baka á íslenskar
pönnukökur!
Megir þú hvfla í friði.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
sendum við þeim sem þú elskaðir og
elskuðu þig; bróður þínum, börnum,
tengdasyni og -dætrum, barnabörn-
um, bamabarnabörnum, barna-
barnabarnabörnum, ættingjum öll-
um og vinum.
Við munum ætíð sakna þín, elsku
amma og langamma,
Ásta Price,
Þórarinn Pálmi Jónsson,
Pálmi Jolm Þórarinsson,
Inga Freyja Þórarinsdóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
+
Ástkær móðir okkar,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Dæli í Fnjóskadal,
til heimilis í Lerkilundi 8,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 22. desember 1998.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Gunnar Lúðvíksson,
Laufey A. Lúðvíksdóttir,
Elín H. Lúðvíksdóttir,
Svava Lúðvíksdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Magnússkógum,
Dölum,
síðast til heimilis á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg-
un, fimmtudaginn 7. janúar, kl. 13.30.
Ingibjörg Sigríður Hjaltadóttir, Úlfar Hilterz
Sara Hillerz,
Aron Jarl Hillerz,
Eva Hillerz.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR G. GUÐMUNDSSON
netagerðarmaður,
fyrrverandi formaður Nótar,
Jökulgrunni 6,
áður Holtsbúð 49, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 7. janúar kl. 15.00.
Svanberg Haraldsson, Aðalheiður Sigurðardóttir,
Sigurjóna Haraldsdóttir, Örn Zebitz,
Ágústa Haraldsdóttir Cary, Robert H. Cary,
Eiður H. Haraldsson, Björk Vermundsdóttir,
Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson,
Jón Ingvar Haraldsson, Sólveig Jóna Jónasdóttir,
Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgi Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGURLÍNU MAGNÚSDÓTTUR,
Kúskerpi,
Skagafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Lúðvíksson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför,
SVEINS S. MAGNÚSSONAR,
Hátröð 7,
Kópavogi.
Kristjana Indriðadóttir,
Gylfi Sveinsson, Sigriður Anna Þorgrímsdóttir,
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Kristín Sveinsdóttir, Einar Oddgeirsson,
Jóna Sveinsdóttir, Lárus Óii Þorvatdsson,
Sveinn Goði Sveinsson,
barnabörn og langafabörn.