Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 3© GUÐRÍÐUR PÁLMADÓTTIR + Guðríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1925. Hún lést á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur af völdum umferðar- slyss 29. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Páhni Anton Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar rík- isins, f. 17.9. 1894, d. 18.5. 1953, og Guðríður Vilhjálms- dóttir, tónlistarkennari, f. 28.6. 1898, d. 2.9. 1925. Systir Guð- ríðar er Sigríður Pálmadóttir, f. 30.9. 1923, maki Gunnar Helga- son, f. 10.4.1925. Uppeldissystir Guðríðar er Ingibjörg Stefáns- dóttir, maki Arni Guðmunds- son. Systurnar Guðríður og Sig- ríður fluttust eftir andlát móður sinnar til Reykjavíkur og ólust upp hjá móðurömmu sinni, Sig- ríði Hansdóttur, fyrstu árin, en áttu síðar heimili hjá föður sín- um og stjúpu, Thyru Loftsson, tannlækni í Reykjavík. Hinn 3. júlí 1943 giftist Guð- ríður Garðari Hólm Pálssyni frá Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð tengdamóður mína Guðríði Pálmadóttur. Hugur minn reikar aftur um 26 ár þegar Erling- ur kom með mig og Lilju Björk dóttur okkar fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna. Ég gleymi aldrei þeirri hlýju og þeim kærleika sem einkenndi þau bæði og þeirri blíðu þegar þú Gauja mín sagðir: „Komdu til ömmu.“ Þú varst sér- stök, einstaklega nærgætin og ljúf, vildir öllum vel. Engum sem kynntist þér gat annað en þótt vænt um þig. Minningarnar fljúga um hugann, allar góðar og minnisstæðar. Börn- in okkar fengu að alast upp við að eiga þig að, það eru mikil forrétt- indi sem er fjársjóður sem þau geyma með sér um ókomin ár. Þú varst ekki bara einstök mamma, tengdamóðir eða amma, fyrst af öllu varst þú þessi fallega ljúfa kona sem allir gátu leitað til sem vinar og trausts félaga. Þú gast gef- ið ráð á erfiðum stundum, þú deild- ir gleði þinni með okkur, ef sorg bar að varst þú styrkurinn okkar allra. Þú varst þessi stóri hlekkur sem sameinar fjölskylduna. Þú varst drottning í hárri höll! Allir litu upp til þín, ekki út af völdum, heldur góðmennsku, hlýju og þinni fáguðu framkomu sem ein- kenndu þig. Þú hafðir sérstakt skap, lést aldrei bugast þótt oft hafi verið erfiðir tímar. Síðustu árin áttir þú á þínu fal- lega heimili á Lindargötu 57. Marg- ar góðar stundirnar áttum við með þér þar. Þær munu lifa í minning- unni um þig. Efst er okkur öllum í huga það óréttlæti að þú skulir hafa verið tekin frá okkur. Elsku Gauja mín, ég vil þakka þér allt sem þú varst okkur. Megi guð gefa okkur styrk í söknuði og sorg okkar sem eftir sitjum. Þín tengdadóttir Anna Valdís Jónsdóttir. Elsku Gaujamma. Að þú sért búin að kveðja okkur og farin úr þessum heimi er erfitt að sætta sig við. Þegar við fengum þær fréttir að keyrt hefði verið á þig grunaði okkur aldrei að þú myndir deyja, vegna þess hve hress þú varst, alltaf í leirlistinni, með kaffiboð og spjallaðir við okkur systurnar, ekki bara sem amma, heldur eins og sannur vinur sem hægt var að treysta fyrir öllu. Þú náðir svo vel til okkar. Við gleymum aldrei öllum þeim góðu stundum sem við áttum með þér, eins og t.d. þegar við vorum Brúarlandi í Hofs- hreppi í Skagafirði, f. 2.1. 1916, d. 31.7. 1984. Börn þeirra eru: 1) Sólrún, f. 7.6. 1943, maki Reynir Sigurðsson, f. 20.1. 1939. Synir: Eiríkur Þór, Leif David, Atli Reynir og Andri Garðar. 2) Erlingur, f. 4.4. 1949, maki Anna Valdís Jóns- dóttir, f. 8.4. 1956. Börn: Kristjana, Brynhildur, Lilja Björk og Pálmi Þór. 3) Gerður, f. 1.6. 1952, maki Helgi Sigurgeirsson, f. 17.3. 1949. Dætur: Guðríður Hrund og Helga Dröfn. 4) Ragna Rut, f. 8.11. 1953, maki Friðgeir Har- aldsson, f. 17.12. 1952. Börn: Sólrún Lísa, Garðar, Salóme og Haraldur Óli. 5) Gréta, f. 26.7. 1961, maki Eggert Ólafur Jó- hannsson, f. 8.3. 1953, Dætur: Anna Gunnlaug og Nína Dröfn. Síðustu árin bjó Guðríður í íbúðum aldraðra á Vitatorgi í Reykjavík. Utför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. litlar, þá fengum við oft að gista hjá þér og þú snerist í kringum okkur eins og við værum prinsessur, þú gerðir fyrir okkur sápukúluvatn, lést okkur fá aur til þess að fara út í sjoppu, og leyfðir okkur að tína rifsber í garðinum. Svona gætum við endalaust rifjað upp góðar minningar. Að þú sért nú látin af slysfórum er erfitt að trúa. En við vitum að þú ert nú í góðum höndum, vegna þess að þú kveiðst dauðanum ekki og trúðir á eitthvað gott eftir þetta líf, eða eins og þú sagðir alltaf: „Lík- aminn er eins og ónýtur frakki en sálin lifir áfram.“ Elsku amma, minningin um þig mun alltaf lifa með okkur. Deyrfé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum.) Guðríður Hrund og Helga Dröfn. Elsku amma, mig langar að kveðja þig og þakka þér íýrir allar góðu stundirnar okkar. Þú ert mér mikilvæg í lífi mínu. Ég sakna þín og þess að hafa þig ekki. Minna fer ég frá þér en þú frá mér og ég sakna þín meir en þú mín. Þín Nína Dröfn. Á langri ævi birtist lífið og tilver- an í mörgum myndum. Margt af því sem maður sér og reynir í lífinu kemm’ manni ekki svo mjög á óvart, en aðrir atburðir eru þess eðlis að erfitt er að sætta sig við þá og koma eins og reiðarslag inn í líf manna og tilveru. Einn slíkur atburður gerðist er kær mágkona mín, Guðríður Pálmadóttir, varð fyrir stórslysi hinn 6. desember sl. rétt við hús- dyrnar heima hjá sér, sem nú hefur leitt hana til dauða. Gauja, eins og hún var kölluð af ættingjum sínum, var sérstökum mannkostum búin. Hún var mjög jákvæð og færði allt til betri vegar í lífinu og sýndi öllum þeim sem hún kynntist vinsemd og hjartahlýju. Segja má með sanni að kærleikur- inn hafi geislað frá henni. Gauja var hógvær kona og ekki fyrir að sýnast, eins og marga hendir, og hvar sem hún fór var eft- ir henni tekið vegna fágaðrar fram- komu og hennar sterka persónu- leika. Hún var glöð í góðra vina hópi og átti mjög auðvelt með að láta fólki líða vel í návist sinni. Listræn var hún og má segja að flest léki í höndum hennar. Gauja hafði mjög ákveðinn og góðan smekk eins og heimili hennar bar glöggt vitni. Hún var mikil húsmóð- ir og kunni að láta fólki líða vel á heimili sínu. Gauja gekk ung í hjónaband. Eiginmaður hennar var Garðar Hólm Pálsson, sem lést fyrir nokkrum árum. Þau áttu saman fimm efnileg börn sem öll eiga elskulega maka og börn. Ég vissi alltaf að fjölskylda Gauju var henni sérstaklega góð og skilningur ríkti þeirra á milli, en umhyggja fjöl- skyldunnar í lokabaráttunni á spít- alanum var sérstök. Börn og tengdabörn voru þar meira og minna öllum stundum meðan bar- áttan á milli lífs og dauða stóð yfir. Hjá þeim var sama tryggðin og kærleikurinn sem einkenndi móð- urina í öllu hennar lífi. Að leiðarlokum þökkum við Sirrí Gauju íyrir samíylgdina á liðnum árum og biðjum Guð ljóss og kær- leika að umvefja hana náð sinni um leið og við biðjum Hann að styrkja og styðja böm hennar, tengdabörn og bamabörn í sorg þeirra og sámm missi. Guð verið með ykkur öllum. Gunnar Helgason. Þriggja vikna harðri baráttu er lokið. Élsku Guðríður, blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Það er erfitt að sætta sig við og jafnframt óréttlátt að fullfrískt fólk sé rifíð burt á þennan hátt. Sár missir hjá börnum og öllum aðstandendum. Ein ég trúi því að Guðríði líði vel núna í faðmi undangenginna ást- vina. Mig langai’ með fátæklegum orðum að minnast Guðríðar eða „Gauju“ eins og við kölluðum hana sem ég var svo lánsöm að kynnast við tengsl fjölskyldnanna 1973 og síðan við ýmis tækifæri í gegnum árin þegar ég kom heim. Gauja var fríðleikskona, fíngerð, fáguð, hæg- lát og hógvær. Hún sigldi ekki bara í meðvindi gegnum lífið heldur var gædd þeim einstöku hæfileikum að mæta öllu með sínu blíða brosi og miðla öllum af sinni einstöku hlýju og alúð. Það geislaði af henni hvar sem hún fór og hún lagði öllum gott til. Það er með sársauka og söknuði að ég kveð þig að sinni en jafnframt með virðingu og þökk. Það er öllum til gæfu að hafa fengið að kynnast þínum kostum. Efstar eru mér í huga síðustu samverustundir okkar er ég leit inn til þín í ágúst sl. á Lindargötuna, hlýju móttökurnar sem alltaf fyrr og þú geislandi af lifsgleði. Fallega heimilið þitt smekklegt og fágað eins og þú. Þú vafðir alla ást og umhyggju í návist þinni, þessa naut ekki minnst dóttir mín sem var svo lánsöm að eiga þig að tengdamömmu, enda veit ég að hún mat þig mikils og þótti gott að leita til þín eftir ráðum. Þetta fékk ég aldrei fullþakkað þér. Elsku Erlingur, Anna og fjöl- skylda, Sólrún og fjölskylda, Gerð- ur og fjölskylda, Rut og fjölskylda, Gréta og fjölskylda sem hafið misst svo mikið. Ég bið guð að styrkja ykkur í sorg og söknuði og gefa að allar fallegu minningarnar megi milda sársaukann í hugum ykkar allra. Lilja Helgadóttir frá Unaðsdal. Við andlát Guðríðar Pálmadótt- ur, Gauju eins og við kölluðum hana alltaf, leitar hugur okkar hjónanna um marga áratugi sem samfylgd og náinn vinskapur hefur lifað. Vinátta hennar var einstök, lítillæcið og hlýjan sem er áhrifameiri en nokk- urt orð. Ung giftist hún Garðari Hólm Pálssyni sem einnig var vinur okkai- beggja. Þótt aðsetursstaðh’ okkar væru ekki ævinlega ýkja ná- lægir þá gat aldrei orðið langt á milli. Sú tilfinning segir allt. Svo sem títt gerist á lífsferli okk- ar allra skiptust á skin og skúrir í lífi Gauju. Bamung missti hún móð- ur sína en ólst upp hjá ömmu sinni. Hve vel sú kona reyndist litlu telp- unni sem flutt var til hennar í reif- um lásum við úr þeim fallegu orðum sem hún átti um ömmu sína. Þegar við komum í fylgd Gauju í litla íbúð ömmunnai’ í þröngri hliðargötu í Austurbænum andaði þar hlýju sem gerði allt svo vítt og bjart. Árið 1943 giftist Gauja Garðari en hann lést eftir langvarandi van- heilsu 1984. Sjálf fór hún ekki var- hluta af slakri heilsu en æðruleysið og bjartsýnin létti henni marga raun. Það hlýtur að vera dýrmætur fjársjóður að eiga og miðla, bæði sjálfum sér og öðrum, þegai’ erfíð- leikar þrengja að. En Gauja átti líka sínar gleðistundir með fjölskyldu og vinum og fyrir þær var hún innilega þakklát. Við fráfall góðrar vinkonu hvarflar að okkur sú efirsjá að henni auðnuðust ekki lengri lífdag- ar og samvera með börnum sínum og vinum. En við minnumst hennar sem þeirrar sem alltaf sá það já- kvæða. Þegar minnst var á það sem olli sársauka í samskiptum manna, oft að óþörfu, sagði hún: „Ó, hvers vegna þarf það að vera svona?“ Henni fannst að allir væru svo góðir og hlytu að vera það. Þetta var hennar hugsun. Við hjónin þökkum samfylgdina og alla vináttu. Minningarnar eru dýrmæt gjöf. Bömum hennar og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Svana og Óskar. Hún Guðríður, tengdamóðir mín, var óvenju yndisleg manneskja. Hún gaf ríkulega af sjálfri sér og uppskar ást og virðingu þeirra sem henni kynntust. Hún mætti erfið- leikum með jafnaðargeði og leitaði ávallt jákvæðra lausna. Hún naut þess að gleðjast með fjölskyldu og vinum. Henni fannst gaman að ferð- ast með börnum sínum og fjölskyld- um þeirra, jafnt utanlands sem inn- an, og átti margar góðar minningar úr þeim ferðum. Hún hafði yndi af góðri tónlist og myndlist. Sköpunar- gáfa hennar sjálfrar naut sín svo í gerð fallegra leirmuna. íbúðin hennar við Lindargötu bar smekk- vísi hennar og listfengi gott vitni. Þangað var alltaf gott að koma. Hún var Sólrúnu, konu minni, í senn ástrík móðir og besta vinkona. Sonum okkar reyndist hún frábær amma. Ég þakka góð kynni og vel- vild sem hún sýndi mér alla tíð. Söknuður okkar er mikill, en við er- um þakklát fyrir samverustundirn- ar og gejnnum góðar minningar í hjarta okkar. Blessuð sé minning Guðríðar Pálmadóttur. Reynir Sigurðsson. Elsku amma. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur, amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Það góða er að þú skildir eftir svo ljúfar minningar, til dæmis úr Danmerkurferðinni sem þú fórst með okkur árið ‘87 og alls konar hluti sem við gerðum í sameiningu. Ég vildi að þú hefðir lifað aðeins lengur svo ég hefði getað sagt þér allt sem mig langaði að segja þér. Ég held og ég hreinlega veit, að allir sem þekktu þig voru sammála um að betri manneskju væri ekki hægt að finna. Ég minnist þín sem góðrar, ljúfrar og hreinlega bestu manneskju á þessari jörð. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert nú, því þú átt aðeins það besta skilið. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Andri G. Reynisson. Elsku amma mín. Lífið er oft á tíðum skrítið. Þú sem alltaf varst svo varkár og gætin fyrir öllum hættum þá sérstaklega r 131 ómabwðín > öaúðskom t v/ I-ossvogskit’kjwgarS j >SwS(mi. 554 0500 / gagnvart bflum. Ótrúlegt að þú skyldir hljóta þessi örlög. Amma Gauja var dásamleg kona og vart hægt að hugsa sér betri ömmu. Alltaf hafði hún áhyggjur aj'. því hvemig öðrum liði. Hún hugsaot' fyrst um aðra svo um sjálfa sig. Ámma var alltaf glöð og hún naut þess að lifa lífinu. Hún var búin að koma sér vel fyr- ir í lítilli, snoturri íbúð á Lindar- götu. Hún var stöðugt að fegra heimilið og íbúðin bar alls ekki vott um að hún væri íhaldssöm eins og svo margt eldra fólk. Það var mjög gott að koma heim til ömmu, allt var í röð og reglu og andrúmsloftið mjög gott. Eftir að ég keypti mér bfl gáfust mér fleiri tækifæri til að heimsækja hana. Við töluðum satíf.- an um hitt og þetta og spáðum í framtíðina yfir kaffibollanum. Gjarnan rak hún upp sérstakan hlátur sem mér þótti alltaf svo gam- an að heyra. Þetta ásamt öllu öðru í fari hennar verður mér alltaf í fersku minni. Með þessum orðum kveð ég þig, amma mín. Atli. Elsku amma Gauja. Ég var harmi sleginn þegar sím- inn hringdi um kvöldmatarleytið þann 6. desember og okkur tjáð að þú, elsku amma, hefðir orðið fyrir bfl á leiðinni út í búð. Þvflíkt óréttlæti. Ég hafði skömmu áður hringt í Pír og sagt að ég ætlaði að koma til þín í heimsókn og að ég hlakkaði svo til að sjá þig. Örlögin gripu inn í og af þeirri heimsókn varð ekki. Ég vonaði svo innilega að þú hefðir betur í bar- áttunni um líf þitt og að ég gæti heimsótt þig eins og ekkert hefði í skorist en svo fór því miður ekki. Nú þegar þú ert dáin, elsku amma mín, hellast yfir mann hlýjar minningar um þig og okkar góðu samverustundir. Minningar um það þegar ég var lítill strákur og siL bjuggum hjá þér og afa á Sogaveg- inum þar sem að þú gafst mér alla þá ást og umhyggju sem nokkur amma gat gefið. Þú hljópst í skarðið fyrir mömmu þegar þannig bar undir og ég minnist þess að þú fórst með mig í læknisskoðanir og á spít- alann. Ég minnist þess hversu gott var að vera með þér. Seinna sem ungur maður fór ég oft í heimsókn til þín á Eyjabakk- ann og síðustu ár á Lindargötuna. Það sem einkenndi þessar heim- sóknir var hversu velkominn maður var og hversu góðan tíma þú gafst mér. Það var líka svo gott að tala við þig, þú hafðir áhuga og ákveðn- ar skoðanir á flestu og virtir sko^r, anir annarra. Þú varst svo ung i anda og bar íbúð þín þess merki, það var alltaf svo hreint og fínt hjá þér og þú varst sífellt að endurnýja og bæta þitt fallega heimili. Mér fannst þú ekki bara vera amma mín heldur einn minn besti vinur. Það er mikill missir og söknuður að þú sért farin frá okkur, elsku amma mín. Ég varðveiti þá kistu af minningum sem ég hef um þig í hjarta mínu og ætla að sjá til þess að þær berist börnum mínum til varðveislu. Betri ömmu hefði ekki verið hægt að hugsa sér og ég efa það ekki að þú hefur gert mig að betri manni. Hvíl í friði, amma mín, og G<S> geymi þig. Þinn Leif. ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÚALSTltÆTI 4B • 101 HEVKJAA'ÍK 1 ÍKKISITVINNUSTOiA EVVINDAR ÁRNASONAR .i ■ V , 1899 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.