Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kammertónleikar í Salnum í Kópavogi Leika ásamt nokkr- um nemenda sinna ÞEIR eru orðnir allmargir, ís- lensku tónlistannenmrnir, sem hafa numið hjá hjónun- um Almitu og Roland Vamos, sem bæði eru prófessorar við Oberlin- tónlistarháskólann í Ohio í Banda- ríkjunum, en auk kennslustarfanna eru þau bæði þekktir einleikarar, hún á fíðlu og hann á víólu, og hafa þau hlotið viðurkenningar víða um heim fyi'ir leik sinn. Um þessar mundir eru þau stödd hér á landi við námskeiða- og tónleikahald og mun þetta _ vera í fjórða sinn sem þau sækja ísland heim. Þau Almita og Roland Vamos koma fram á fyrstu kammertónleik- unum sem haldnir verða í Salnum í hinu nýja Tónlistarhúsi Kópavogs á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Þar koma einnig fram nokkrir íslenskir strengjaleikarar og langt komnir nemendur úr Strengjasveit Tónlist- arskólans í Reykjavík. Sigrún Eð- valdsdóttir fíðluleikari verður stjórnandi á tónleikunum en auk hennar koma m.a. fram fiðluleikar- arnir Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Sif Tulinius og Sigurbjöm Bemharðsson, en sá síð- astnefndi leikur einnig á víólu, og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á efnisskrá tónleikanna em þrjú verk; konsert opus 3 nr. 10 í h-moll fyrir fjórar fíðlur og strengjasveit eftir Vivaldi, Passacaglia eftir Hándel-Halvorsen og strengjakvin- tett opus 18 í A-dúr eftir Mendels- sohn. Það mætti með nokkrum rétti kalla þau Vamos-hjónin Islandsvini. Hingað hafa þau nú komið fjóram sinnum á tlu ára tímabili og haldið námskeið og tónleika, auk þess sem þau hafa kennt allmörgum íslensk- um tónlistarnemendum í Oberlin. Fyrst Signánu Eðvaldsdóttur, sem- bjó hjá þeim í hálft ár, og seinna öðram, svo sem Auði Hafsteinsdótt- ur, Sigurbirni Bemharðssyni, Imu Þöll Jónsdóttur, Sif Tulinius og Ragnhildi Pétursdóttur, sem öll, nerna sú síðastnefnda, eiga það sam- eiginlegt að hafa verið nemendur Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleik- ara. Guðnýju kynntust þau reyndar fyrst í gegnum Sigrúnu. „Síðan hélt Guðný áfram að senda okkur nem- endur og ég fór að hugsa með mér: Bíddu nú við, það era ekki bara nemendumir sem eru svona góðir, heldur hlýtur það að vera kennar- inn,“ segir Almita og fer fógram orðum um Guðnýju, sem stendur fyrir komu hjónanna hingað til lands, en hún og eiginmaður hennar, Gunnar Kvaran sellóleikari, era kennarar á sumamámskeiði hjá þeim veétanhafs. Bæði era Vamos-hjónin heilluð af laiidinu og setja ekki skammdegiðQfypr, sig. Segja að Island sé að verðá'þeirra annað heimili, þó að þau tali raunar ekki tungumálið. Hún segir að landar þeirra trúi þeim yfirleitt ekki þegar þau tali um íslenskt tónlistarlíf. „Fólk lítur á ísland sem mjög lítið og einangrað land og veit ekki að hér er fyrsta flokks sinfóníuhljóm- sveit með mörgum frábæram hljóð- færaleikurum." Upp úr spjalli um tónlistarmennt- un sprettur umræða um hlustun. „Klassísk tónlist er erfið áheyrnar fyrir venjulegt fólk. Við spilum yfir- leitt ekki stutt lög, heldur fremur löng verk og flókin, sem krefjast mikillar hugsunar við undirbúning, því leiðirnar geta verið margar. Verkið vex með flytjandanum, sem sér nýjar og nýjar hliðar á verkinu í hvert skipti sem hann æfir og flytur það. Hinn almenni hlustandi getur varla sett sig inn í verkið á sama hátt, en því oftar sem hann hlustar vex verkið einnig með honum,“ seg- ir Almita og bætir við að margir segi reyndar sem svo: „Okkur vant- ar ekki fleiri hljóðfæraleikara en við þurfum að ala upp hóp upplýstra áheyrenda." Hjónin, sem hafa unnið saman að tónlistarkennslu og - flutningi í áratugi, líkja tón- listamámi og -iðkun við langt og traust hjónaband. Það sé vinna og aftur vinna - en einnig mikil gleði. I upphafi sé spennandi að kynnast nýju tónverki en síðan sé það spuming um gífurlega vinnu að ná tökum á því, læra það utan að og flytja á tónleikum. „Svo kemur að því að það er ekki lengur nýtt og hin nýsprottna ást er kannski 'ekkí til staðar lengur. Þá segi ég við nem- anda minn: „Nú ert þú að fara í gegnum þjáningarskeiðið og þér mun ekki geðjast að verkinu aftur fyrr en þú hefur fundið hina dýpri merkingu í því - sem gerist ekki nema þú haldir áfram að æfa og ná- ir valdi á tækninni." Ég líki því við að hitta strák og hrífast af honum, hvemig allt er svo spennandi við fyrstu kynni, en svo minnkar Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson TÓNLISTARHJÓNIN Roland og Almita Vamos haída þessa dagana masterclass-námskeið fyrir strengjaleikara í Reykjavík og á Akur- eyri, auk þess sem þau koma fram á kammertónleikum í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs annað kvöld. kannski spennan og allt verður hversdagslegra. Síðan tekur maður aftur upp þráðinn með annars kon- ar ákafa og eldmóði og þá hefur bæst við traust, hlýja og vinátta, svo áhuginn verður enn sterkari en áð- ur,“ segir Almita - og eiginmaður hennar samsinnir brosandi. ftur að tónleikunum í Kópa- vogi annað kvöld. Roland Vamos segir um verkin: „Fyrsta verkið á efnisskránni, Passacaglia eftir Hándel-Halvor- sen, er eitt þekktasta og vinsælasta verk, sem skrifað hefur verið fyrir fiðlu og víólu, en jafnframt er hægt að leika það á fiðlu og selló. Norð- maðurinn Johan Halvorsen, sem reyndar var tengdasonur Edvards Grieg, gerði tilbrigði um átta takta passacagliu-stef eftir Hándel. Þá leikum við konsert íýrir fjórar ein- leiksfiðlur og strengjasveit eftir Antonio Vivaldi. Hann var tónlistar- kennari í skóla fyrir munaðarlausar stúlkur. Hann átti marga mjög efni- lega nemendur og skrifaði u.þ.b. 300 einleikskonserta fyrir hin ýmsu hljóðfæri síns tíma, flesta fyrir nemendur sína. Konsertinn sem við flytjum er einn af tólf konsertum sem sameiginlega nefnast L’estro Harmonica og era meðal frægustu verka hans. Einleikarar í konsertin- um era Sigurbjörn Bernharðsson, Sif Tulinius, Auður Hafsteinsdóttir og Almita Vamos. Sigrún Eðvalds- dóttir ipun stjórna verkinu. Að lok- um leikum við kvintett fyrir tvær fiðlur, tvær víólm- og selló eftir Fel- ix Mendelssohn. Það er hugsanlegt að verkið hafi ekki heyrst áður á Is- landi. Mendelssohn samdi tvö verk af þessari gerð og er þetta hið fyrra, en hann hefur aðeins verið um fimmtán ára gamall þegar hann samdi það. Gunnar og Guðný munu leika þetta með okkur hjónunum, ásamt Sigurbirni sem mun taka sér víólu í hönd.“ Poulenc-hátíð í Iðnó TÓNLEIKARÖÐ, þar sem flutt verða kammerverk Poulenc auk úrvals sönglaga verður í Iðnó í tilefni þess, að 7. janúar 1999 eru liðin 100 ár frá fæðingu franska tónskáldsins Francis Poulenc. Um er að ræða fema tónleika, 6. janúar, 12. janúar, 19. janúar og 26. jan- úar sem heíjast allir kl. 20.30. Á fyrstu tónleikum Poulenc-hátíðarinnar í kvöld, miðvikudags- kvöld, verða flutt kammerverk fyrir einsöngvara og blandaða hljóðfærahópa. Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson baritón- söngvari og Þórunn Guðmunds- dóttir sópransöngkona skipta með sér einsöngshlutverkunum. Þórunn hefur tónleikana á fjór- um ljóðum eftir Max Jakob við meðleik blásarakvintetts, syngur svo ástarvals Poulenc ásamt fiðlu, kontrabassa, klarinetti, fagotti og pianói, og síðan laga- flokk dýranna, Le Bestiaire. Þá syngur Ólafur Kjartan einsöngs- hlutverkið í negrarapsódíunni og endar tónleikana á grímudans- leik Poulenc. Einnig Ieika Ármann Helga- son klarinettleikari og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari sónötu fyrir klarinett og fagott. Aðrir flytjendur em Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Einar St. Jónsson trompetleikari, Bryndís Pálsdóttir fíðluleikari, Greta Guðnadóttir fíðluleikari, Herdís Jónsdóttir víóluleik- ari, Bryndís Björg- vinsdóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari, Kristinn Öm Kristins- son píanóleikari og Guðmundur Óli Gunn- arsson er stjórnandi. f kynningu segir, að Francis Poulenc hafi verið eitt vinsælasta tónskáld Frakka á þessari öld. „í upphafi var hann ekki rnikils metinn sem tónskáld. Tónlist hans þótti vera einskonar „salon“-tónlist, enda vann Pou- lenc fyrir sér með píanólcik á kaffíhúsum Parísarborgar, en síðar áttuðu menn sig á því að þarna var frábært tónskáld á ferð. Tónlist hans einkennist af fallegum grípandi laglmum, sem eiga sér sterkar andstæður í leik- andi rytmiskum þáttum og er full af glensi og gamni. Poulenc hafði líka einstaka tilfínningu fyrir möguleikum hljóðfæranna í tóni og tækni, sem og hæfni söngraddarinnar og ineðförum texta, en textar sönglaga hans eru flestir fullir af gríni. Allt þetta til samans gerir tónlist Francis Poulenc afar skemmti- lega áheyrnar. Þykir því tilvalið að gefa íslenskum tónlistarunn- endum tækifæri á að heyra kammerverk Poulenc og um leið minnast eins merkasta tónskálds Frakka á síðustu öld, á 100 ára afmæli hans.“ Francis Poulenc Stuttmynd ársins Sjjónvarp Stuttmynd Slurpurinn & Co Handrit og leikstjórn: Katrín Ólafsdóttir. Tónlist: Margrét Örnólfs- dóttir. Leikendur: Ingvar E. Sigurðs- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Árni Pétur Guðjóns- son, Katrín Ólafsdóttir, Kristbjörg Kjeld o.fl. Mynd Katrínar Ólafsdóttur Slurpurinn & Co verður best lýst sem stflfærðri, agaðri og mynd- rænni, frábærlega vel unninni og þaulhugsaðri kvikmynd sem virtist ná hvoratveggja takmarki sínu að vera glíma með formið og segja ákveðna sögu í leiðinni. Slurpurinn er ógeðfelldur stjórn- andi sem misnotar og niðurlægir starfsmenn sína á ýmsa vegu. Sjálf- ur verður hann hinn smeðjulegasti þegar eigandinn/forstjórinn birtist. Starfsmennimir sýna slurpinum undirlægjuhátt en hugsa honum jafnframt þegjandi þörfina og ná sér niðri á honum í lokin. Nú er það síður en svo heilög skylda kvikmyndahöfunda að segja ávallt einhverja sögu en Katrín leggur efnið þannig niður fyrir sér að persónusköpun og efnisleg fram- vinda era gildir þættir í kvikmynd hennar. Einmitt þess vegna hefur verið hárrétt hjá henni að velja leik- ara í myndina en ekki dansara, því túlkun hlutverkanna er ekki síður mikilvæg en danskúnst flytjend- anna og gaf því aukna dýpt. Leikið dansverk gæti verið lýsing á mynd- inni því meðfram nákvæmri kóreógrafíu Katrínar í kringum myndavélina skiptu öll svipbrigði leikendanna máli og maður fékk reyndar á tilfinninguna að hvert einasta augnatillit og minnstu svip- brigði væru lögð til af leikstjóran- um, slík var nákvæmnin. Þess hátt- ar vinnubrögð eiga síður en svo alltaf við en hér kom ekki annað til greina. Sviðsmyndin var einföld en áhrifarík og myndatakan kapítuli út af fyrir sig, því ekki var annað að sjá en myndin væri öll eitt óslitið myndskeið, myndavélin snérist stöðugt á jöfnum hraða og leik/dansverkið var samið í kringum myndavélina. Ekki var heldur hreyft við linsu vélarinnar og allar breytingar í myndsviðinu, voru kall- aðar fram með hreyfingum leikar- anna að og frá myndavélinni og/eða í bakgranni. Mestu skiptir að til- raunir Katrínar Ólafsdóttur með formið koma ekki niður á efnislegi’i útfærslu heldur styðja beinlínis við hana. Það kemur ekki á óvai't að myndin skuli hafa verið valin Stutt- mynd ársins á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Torontó í Kanada. Hávar Sigurjónsson KVIKMYIVDIR Stjiirnubfð Álflióll: Kappaksturinn mikli irk'k Leikstjóri: Ivo Caprino. Handrit: Ivo Caprino og Kjell Aukrust. Sviðsmynd og bníður: Kjell Aukrust. Raddir: Jó- hann Sigurðarson, Erla Ruth Harðar- dóttir, Sigurður Skúlason, Örn Árna- son og Þröstur Leó Gunnarsson. Ca- prino Filmcenter 1975. ÞAÐ era skondnir náungar sem búa lengst uppi á Brattastapa; Theodór Felgan hjólaviðgerðar- maður og félagar hans Loðvík og Sæli. Þegar Rúdolf nokkur ætlar að sigi-a í kappakstri með stolinni hugmynd frá Theodóri, byggja Undra- heimur brúðnanna þeir vinimir nýja og glæsilega kappakstursbifreið og hefst þá keppni aldarinnar. Það sem mér finnst merkilegast, og alveg stónnerkilegt, við þessa mynd er sviðsmyndin og bráðum- ar, sem eru unnar af svo mikilli ná- kvæmni og raunsæi að mér fannst hrein unun á að horfa. Sagan er líka ágæt. Persónumar era vinalegar, skemmtilegar og furðulegar sumar og undirstaða skemmtanagildis myndarinnar. Að öðra leyti er söguþráðurinn ósköp einfaldur en stendur samt fyrir sínu. Ég veit ekki hvemig í ósköpun- um myndin var kvikmynduð en í kappakstrinum fékk ég hreinlega í magann, eins og ég væri sjálf við stýrið. Það er fínasta hugmynd að taka þessa 23 ára mynd til endursýning- ar og hljóðsetja hana upp á nýtt. Jóhann Sigurðarson stjórnaði þeim upptökum og hefur tekist sérlega vel til, og er sjálfur mjög viðkunn- anlegur í hlutverki sögumannsins. Þessi fina og vel gerða norska mynd er upplögð tilbreyting fyrir ungdóm nútímans. Að minnsta kosti fór einn lítill ungherra að gráta að sýningu lokinni. „Ég vil sjá meiri kappakstur!" Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.