Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
~*42 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999
MINNINGAR
Ástkær unnusta mín, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir,
KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR,
Áshamri 63,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn
4. janúar.
Arnar Richardsson,
Bertha María Arnarsdóttir, Óskírð Arnarsdóttir,
Þórsteina Pálsdóttir, Þórður Karlsson,
Sigurbjörn Árnason, Edda Daníelsdóttir,
Þórdís Þórðardóttir,
Eyþór Þórðarson,
Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
eiginkona,
MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR,
Sigtúni 31,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Svanhildur Árnadóttir, Hilmar Jóhannsson,
Haraldur Magnússon, Ingibjörg Ingólfsdóttir,
barnabörn,
Magnús Gunnarsson.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
INGVARS ÞÓRÐARSONAR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavík,
fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugar-
daginn 9. janúar og hefst hún kl. 11 árdegis.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 8.30.
Ingibjörg Svava Helgadóttir,
Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson,
Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir,
Bragi Hannibalsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæri sonur, fóstursonur, bróðir og
frændi,
VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 2. janúar,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 8. janúar kl. 13.30.
Sigurjóna Marsibil Lúthersdóttir, Ingi Einar Sigurbjörnsson,
Guðmundur Gauti Guðmundsson,
Lovísa Guðbrandsdóttir,
Ásgerður Guðbrandsdóttir,
Hermína Guðbrandsdóttir,
Elsa Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir,
Jóna S. Guðmundsdóttir,
Helgi Garðarsson,
Helgi Kristinsson,
Jóhann Emilsson,
Þórsteinn Ragnarsson,
Sveinn Björnsson,
Sigurður Oddsson,
Guðmundur Óli, Jón Fannar, Kristinn Vignir
og önnur frændsystkini hins látna.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BIRNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
Reynimel 26,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 19. desember síðast-
liðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks á K1,
Landakotsspítala.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Tryggvason,
Garðar Ólafsson, Guðlaug Ingólfsdóttir,
Tryggvi Ólafsson, Elín Jóhannsdóttir,
Gróa Kristín Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
!BMWVWiVHWC3inB9B4B
GUÐFINNUR
JÓNSSON
+ Guðfinnur Jóns-
son fæddist 9.
desember 1912 á
Urriðavatni í Fell-
um í Norður-Múla-
sýslu. Hann andað-
ist á Landspítalan-
um á jóladag, 25.
desember. Foreldr-
ar Guðfinns voru
Jón Ólafsson, bóndi
á Urriðavatni, og
Oddbjörg Sigfús-
dóttir, húsfrú á
Krossi í Fellum.
Guðfinnur eignaðist
4 hálfsystkini sem
eru öll látin nema eitt, 3 þeirra
voru honum sammæðra. Guð-
laugur Guttormsson, eggja-
bóndi úti í Vestmannaeyjum,
Einar Guttormsson, skurðlækn-
ir úti í Vestmannaeyjum, og
Bergljót Guttormsdóttir, var
við hjúkrunarstörf og frú í
Reykjavík. Samfeðra Guðfinni
er Ólafur Jónsson, bóndi á
Urriðavatni, sem lifir. Guðfinn-
ur var búfræðingur að mennt
og útskrifaðist frá Hvanneyri
kringum 1930.
Guðfinnur giftist Unu Har-
aldsdóttur sem var ættuð að
vestan og bjuggu
þau úti í Vest-
mannaeyjum sín
hjúskaparár en
Una lést árið 1966
aðeins fertug að
aldri frá tveimur
ungum börnum.
Guðfinnur vann við
ýmis verkamanna-
störf úti í Eyjum en
hann fluttist frá
Eyjum þegar gosið
hófst og bjó lengst
af á Sogavegi 176,
Reykjavík. Guð-
finnur og Una
eignuðust saman fjögur börn.
Tvö eldri börnin dóu í fæð-
ingu. Núlifandi börn eru Jóna
Guðfínnsdóttir, fædd 23.10.
1954, og Halldór Á. Guðfinns-
son, fæddur 12. maí 1956. Jóna
á tvær dætur sem eru búsettar
í Reykjavík. Þær eru Hrafn-
hildur Guðjónsdóttir, f. 19.
nóv. 1973 og íris Ósk Guðjóns-
dóttir, f. 21. mars 1979. Guð-
finnur eignaðist eitt langafa-
barn, Dag Má Óskarsson, f. 7.
apríl 1997.
Útför Guðfinns fór fram frá
Bústaðakirkju 4. janúar.
Ég minnist föður míns Guðfinns
með miklu þakklæti og sárum sökn-
uði en ég á fallegar og góðar minn-
ingar um föður minn og margar
skemmtilegar, en samt samgladdist
ég pabba þegar kallið kom og ég fékk
að halda í höndina á honum þegar
hann dó. Pabbi var frekar hraustur
maður á meðan hann var upp á sitt
besta en ýmislegt varð hann samt að
þola á lífsleiðmni og hann gafst aldrei
upp, hélt alltaf áfram þangað til rétt
áðm- en hann dó.
Ég man fyrst eftir pabba alltaf að
leiða litla stelpu úti í Vestmannaeyj-
um, þar áttum við heima, á Vest-
mannabrautinni nr. 63b. Hann bar
mikla umhyggju fyrir okkur
systkinunum. Hann var kirkjuræk-
inn og reglusamur maður.
Það voru eiginlega mínar fyrstu
minningar með pabba, í kirkju sát-
um við hlið við hlið og hlustuðum á
messu í Landakirkju. Við vorum
fjögurra manna fjölskylda meðan
mamma mín lifði, það voru mjög góð
ár meðan hennar naut við. Hún
hugsaði vel um okkur, þar á meðal
pabba minn, en hún var mjög mynd-
arleg kóna. Allt var svo gott og
skemmtilegt sem hún gerði fyrir
okkur. En svo kom reiðarslagið,
presturinn tilkynnti pabba að
mamma væri dáin, vorum við systk-
inin þá ung, ég tólf ára og bróðir
minn níu ára, of ung til að missa
annað foreldrið, þá var pabbi rúm-
lega fimmtugur. Pabbi syrgði
mömmu mína mikið og þetta var
honum erfiður missir, sérstaklega af
því að við vorum á erfiðum aldri, ég
sá föður minn oft gráta, en hann
gafst ekki upp, hélt áfram að vinna
fyrir litla heimilinu úti í Eyjum og
reyndi að gera allt fyrir okkur
systkinin og miklu meira en það.
Hann lifði eiginlega bara fyrir okkur
og passaði að okkur skorti ekki
neitt. Svo skiljast leiðir okkar pabba
um hríð, ég fór að búa úti á landi og
bjó fyrir austan í ein tólf ár. Á með-
an lentu bróðir minn og pabbi í gos-
inu úti í Vestmannaeyjum og bjuggu
síðan í Reykjavík á Sogavegi 176 í
ein tólf ár.
Árið 1986 flutti eg til Reykjavíkur
með dóttur mína Irisi og fékk þá að
búa hjá pabba. Hann var þá rétt
kominn yfir sjötugt en var við nokk-
uð góða heilsu þá. Það var gott að
vera hjá pabba og hann var góður
við dótturdóttur sína. Þetta var góð-
ur tími með pabba, okkur skorti
ekki neitt hjá honum, alltaf tilbúinn
að sendast fyrir okkur, hann hafði
gaman af því að hreyfa sig, vai' mik-
ill útikall. Pabbi var ennþá við störf
og hann vann úti á Seltjarnarnesi
og var hann alltaf sóttur og keyrður
aftur heim eftir vinnu og var hann
mjög ánægður þar og þótti vænt um
bæjarstjórann, Sigurgeir. Hann
vann þangað til hann var orðinn 79
ára gamall, þá settist hann í helgan
stein en hélt áfram að hreyfa sig og
vera úti eins og hann gat, en stund-
um var hann að detta og meiða sig.
Það má eiginlega segja það að
heilsu hans hafi farið að hraka eftir
80 árin. Ég reyndi alltaf að líta til
pabba þó að ég flytti aftur frá hon-
um upp í Breiðholt. Ég fór yfirleitt
alltaf til hans eftir vinnu mína. Svo
var það í nóv. 1997 að það kviknaði í
út frá sjónvarpi. Þá skemmdist
íbúðin hans alveg. Þá þurfti ég að
koma honum fyrir á dvalarheimili
sem heitir Fell og er í Skipholti 21.
Þetta var dálítið áfall fyrir hann, en
ég hefði samt viljað að hann hefði
komist á hjúkrunarheimili, en þetta
var víst eina sem hægt var að gera
þá. En það þarf að hugsa miklu
meira um velferð gamla fólksins
heldur en er gert og ég veit fleiri
dæmi, það þarf að hugsa vel um
þarfir þeirra.
Ég saknaði oft pabba á Sogaveg-
inum, sjálfstæður pabbi, reglusam-
ur, heiðarlegur, hjálpsamur og
traustur. Ég gat alltaf reitt mig á
hann, allt undir það síðasta, alltaf að
hugsa hvernig mér liði og hvort mig
skorti eitthvað. Svona var hann við
dótturdætur sínar, yndislegur faðir
og afi, en auðvitað var hægt að finna
einhverja galla í fari hans.
Það var svo fyrir hálfum mánuði
að hann datt í herberginu sínu á
Felli og var fluttur á Borgarspítal-
+
Faðir minn,
BJARNI GUÐMUNDSSON
verkstjóri
frá Hesteyri,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn
4. janúar.
Ragnheiður Bjarnadóttir.
ann og síðan á Landspítalann.
Lækniiánn sem skoðaði hann sagði
að hann hefði fengið blóðtappa í höf-
uðið. Þá var komið að endalokum.
Þetta voru 10 dagar og nú ertu
farinn, elsku pabbi minn, og vonandi
þangað sem þér líður vel og vonandi
hefur verið tekið vel á móti þér hin-
um megin af ástvinum þínum, litlu
börnunum tveimur og mömmu. Von-
andi ertu nú hraustur á ný og hleyp-
ur um græna grundu og óþreyttur í
fótum.
Ég man alltaf orðin þín þegar þú
sagðir, Jóna mín, þú heldur að ég
verði alltaf ungur, ég vona að þú
sért orðinn ungur á ný. Guð blessi
minningu þína, ég mun varðveita
hana um ókomin ár, elsku pabbi
minn.
Guð geymi þig, ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og
halda í höndina á þér þegar þú
kvaddir þetta lif.
Þín dóttir,
Jóna.
Mig langar til þess að minnast afa
míns með nokkrum kveðjuorðum nú
þegar hann hefur kvatt þetta líf.
Þegar mamma stóð í skilnaði tók
hann vel á móti okkur mæðgum og
veitti okkur húsaskjól. Hann var
ekki aðeins afi minn heldur kom
hann mér í föðurstað og sá til þess
að mig og mömmu skorti ekki neitt.
Ég hef margar góðar minningar
um afa er ég horfi til baka á Soga-
vegi þegar ég var lítil. Hann hafði
gaman af því að spila við mig, stund-
um fór hann með mér út í garð að
gera snjókarl og las stundum fyrir
mig á kvöldin. Hann var duglegur að
lesa er hann hafði heilsu til. Á hverj-
um sunnudegi gekk hann til kirkju
og fór ég stundum með honum
ásamt mömmu.
Alltaf var hann til staðar ef eitt-
hvað kom uppá, og gat ég alltaf leit-
að til hans.
Ég kveð afa minn með einlægri
þökk fyrir öll þessi góðu ár sem við
fengum með honum.
fris Ósk Guðjónsdóttir.
Látinn er góður vinur og fyrrver-
andi starfsmaður, Guðfinnur Jóns-
son búfræðingur, á 87. aldursári.
Guðfinnur stundaði búfræðinám á
Hvanneyri frá 1930 og útskrifaðist
þaðan sem búfræðingur 1932. Eftir
nám starfaði Guðfinnur við búið á
Urriðavatni til 1951 er hann flutti til
Vestmannaeyja. Guðfinnur kvæntist
1952 Unu Haraldsdóttur, en hún
lést 1966. Þau áttu tvö börn sem eru
uppkomin. Fundum okkar Guðfinns
bar fyrst saman er hann kom hingað
á Seltjarnarnes ásamt syni sínum,
en þeir voru meðal Vestmannaey-
inga er flúðu til lands þegar gosið
hófst í Eyjum 1973.
Guðfinnur hóf fljótlega störf við
Áhaldahús Seltjarnarnesbæjar og
starfaði þar óslitið til 80 ára aldurs.
Guðfinnur var mjög ættfróður mað-
ur sem gat rakið ættir manna utan-
bókar og oft hringdi hann á kvöldin
til að spjalla um þau mál og stjórn-
mál, sem hann var vel heima í. Guð-
finnur kom hér áður oft í heimsókn
til okkar hjóna til að spjalla og var
gaman að heyra ákveðnar skoðanir
hans á mönnum og málefnum.
Störf Guðfinns í Áhaldahúsinu
tengdust tölvuvert ræktunarstörf-
um og þá kom sér vel búfræði-
menntun hans og verklagni. Guð-
finnur var iðinn og þoldi illa hangs.
Hann gaf gott fordæmi með verkum
sínum og ber að þakka það.
Fyrir nokkrum árum var ekið á
Guðfínn og slasaðist hann mjög illa
og átti í því ætíð síðan. Ibúð Guð-
finns á Sogavegi 176 skemmdist
mikið í eldi fyrir tveimur árum og
bnmnu þar ýmsir persónulegir
munir og myndir sem hann mat
mikils og ekki var hægt að bæta.
Frá þeim tíma dvaldi Guðfinnur á
dvalarheimilinu Felli í Skipholti og
undi þar vel.
Börnum og barnabörnum Guð-
finns eru sendar samúðarkveðjur.
Samstarfsmenn Guðfinns þakka
honum samfylgdina og við hjónin
kveðjum hann með vinsemd og virð-
ingu.
Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri.