Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 40
-%0 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ERLENDSSON + Guðmundur Er- lendsson var fæddur í Reykjavík hinn 27. september 1925. Hann lést í Reykjavík 24. des- ember siðastliðinn. Foreldrar Guð- mundar voru þau Sveinfríður Jóns- dóttir frá Ási í Ríp- urhreppi, Skaga- firði, og Erlendur Gislason frá Kiða- bergi í Grímsnesi, Árnessýslu. Svein- fríður var fædd 2.4. 1898 en lést 3.7. 1967. Erlendur var fæddur 18.8. 1891 en dó 23.7. 1923. Fyrri kona Guð- mundar var Guðlaug Jóhannes- dóttir fædd 31.1. 1916, dáin 3.09.1981. Börn Guðlaugar frá fyrra hjónabandi voru; Viðar Hjálmtýsson, Gunnar Hjálmtýs- son og Jensína Hjálmtýsdóttir. Seinni kona Guð- mundar var Guðrún Sigurgeirsdóttir, fædd 15.5. 1925, dá- in 27.12. 1983. Systkini Guðmund- ar eru; Guðrún Er- lendsdóttir, f. 26.10. 1922, Erlenda S. Erlendsdóttir, f. 15.12. 1923, Jón- muudur F. Olafs- son, f. 3.5. 1934, Ingibjörg Olga Ólafsdóttir, f. 29.5. 1935, Eiðný Hilma Ólafsdóttir, f. 5.7. 1936, Ólafur Ólafsson, f. 3.11. 1939 og Guðríður Fjóla Ólafs- dóttir, f. 15.1. 1941. Guðmundur nam múriðn við Iðnskólann í Reykjavík og gerði þá grein að ævistarfi sínu. Utför Guðmundar fer fram frá Vidalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vinirnir kveðja einn og einn og nú ertu horfinn yfir móðuna miklu, kæri vinur og bróðir. En lífið held- íáfram. Eg vil þakka þér af heil- um hug íyrir yndislegar samveru- stundir. Hinar ljúfustu minningar streyma nú fram. Um hestaferðirnar okkar, oftast þó á þínum hestum, þú á Grána, ég á Jarp. Þú varst svo ánægður yfir að sjá hvað mér gekk vel að halda Jarp á fallegum og góðum gangi. Vegimir voru allavega, en veðrið var alltaf svo yndislegt. Myndir af fjöllum og klettaborgum spegluðust í vötnunum um leið og við þeystum ^jpm hjá. Svo var hendi stungið í brjóstvasann og dreginn upp lítill peli og kverkar skolaðar og oft fórst þú með góða vísu, eina eða tvær áður en stigið var á bak. Þess- ar stundir voru svo fljótar að líða og voru okkur báðum dýrmætar. Stundum riðum við að réttinni og nátthaganum, þar sem Gísli afi var í göngum og smalaði fénu til réttar, í nágrenni Hafnarfjaðar. Það var alltaf svo gaman í þessum ferðum okkar og það glitraði allt í sól og fegurð, blessað landið okkar. Fátt er betra en að eiga bjartar og hlýj- ar minningar að gleðjast við. Svo fórum við saman á gömlu dansana og dönsuðum af hjartans ^ltst Tangó og Vals. Þú sóttir mig heim þar sem ég bjó og keyrðir mig aftur heim að loknum dansleik og í þökk og gleði skildi leiðir. Og síðast vil ég þakka þér svo mikið vel fyrir allar hringingarnar sem mér þótti svo mikið vænt um. Þegar ég tók upp símtólið sagði gamli bróðir: „Jæja, ertu nú komin heim úr gönguferðinni, systir mín góð.“ Við töluðum saman nokkur orð og buð- um svo góða nótt. Þannig enduðu flestir dagar. Að skilnaði býð ég þér góða nótt, elsku Mundi minn, og þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Reyndu nú að vera nálægur þegar ég kem og reyni að læðast í himna- '£ki. Guð blessi minningu þína og allar minningarnar okkar. Þín systir, Guðrún Erlendsdóttir. Guðmundur fæddist í Reykjavík 27. september 1921. Hann ólst upp í Skagafirði frá tveggja ára aldri, að mestu á Kleif á Skaga. Um tvítugt hélt hann til Reykjavíkur og starf- aði þar við svonefnda „Bretavinnu" ásamt fleiri störfum, þar til hann hóf múraranám undir handleiðslu <£)lafs Pálssonar múrarameistara og Iðnskólans í Reykjavík. Alla starfsævi sína helgaði hann iðninni. Guðmundur var sérstæður per- sónuleiki. Hann var ákaflega minn- ugur bæði um menn og málefni. Sagnaþulur, sem fékk marga til að sitja lengur og hlusta á sögur auk hundraða ljóða sem fáum er gefið muna. Hann var ennfremur einstaklega ættrækinn og vinfastur og gaf mik- ið af sér á þeim sviðum. Hann skoð- aði land sitt frekar af hestbaki en úr bflum. Þannig naut hann ís- lenskrar náttúru best. Guðmundur ólst upp við þá hefð, að færi bóndi til fiskjar á árabáti sínum, þá skipti hann aflanum á bæina án greiðslu. Þessi siður á Skaga bjó með honum þegar hann sótti kartöflur í heima- garð sinn. Fyrr en varði var hann búinn að dreifa uppskerunni til vina og vandamanna. Þannig mótar upp- eldið manninn. Ég þakka Guðmundi að hann opnaði leið fyrir mig að þjóðlegu hugarfari og færði mér sögur og ljóð sem hvorki voru blandaðar er- lendu ívafi eða -isma. Ég og kona mín Erla, kveðjum Guðmund með miklum söknuði. Kristján. Hin ánægjulegu kynni mín af ís- landi eru svo mikið tengd Guð- mundi Erlendssyni. Fyrsta Fjalla- baksferð mín, með Nichole og Jóni Benediktssyni, opnaði mér nýja heima. I þeiná ferð var Guðmundur Erlendsson. Hann var alltaf tilbú- inn að hjálpa þar sem óvanan ferða- mann vantaði aðstoð. Onnur ferð var farin austur að Ragnheiðarstöðum, þar sem við máttum velja okkur hesta úr stærð- ar stóði. Jafnvel kynntist ég og tók þátt í að smala hauststóðinu í rétt. Eftir dagsverkið var sungið og far- ið með stökur, sem eru gulls ígildi. Þá var líka skemmtilegt og fróðlegt að koma til Jóhönnu og Þórarins á Vegsósum. Eða 70 ára afmælið á Stokkseyri. Allt eru þetta góðar minningar sem koma upp í huga minn er ég nú minnist hans sem kvaddur er. Aðstandendum hans sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi oggæfavarþaðöllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Vertu sæll vinur, Simone Ahrensburg. Frændi minn heitir Mundi, hann er alltaf léttur í Lundi. Mér þykir ósköp vænt um hann. Guðrún fékk ágætis eiginmann. Það varð nú ekkert stórt skáld úr henni litlu frænku þinni sem skrif- aði þessa vísu til þín fyrir u.þ.b. 25 árum, á þeim tíma sem þú varst með hestana þína hjá Geira í Lundi. Eflaust hefði þessi vísa fallið mér fljótt í gleymsku, ef þú hefðir ekki gert hana ódauðlega med stolti þínu og brennandi áhuga þínum á kveðskap öllum. En vísan sú arna kom beint frá hjarta mínu og er hverju orði sannari. Ég er svo heppin að vera alin upp með mögu- leikann til lifandi samskipta við fólk af öðrum kynslóðum en minni eigin og þú varst einn af þeim mikilvæg- ustu í þeim fríða föruhópi sem setti sterkan svip á æskuár mín. I því samhengi er margs að minnast; öll- um skemmtilegu póstkortunum sem þú skrifaðir mér frá Svíþjóð, þegar ég var smáhnokki og varla læs enn, ég á þau enn í fórum mín- um. Öllum ótalmörgu heimsóknun- um til ykkar Lillu, sem oft enduðu í gistingu fyrir mitt leyti, mörgum samverustundunum í Lundi og seinna í Víðidal, að ógleymdum öll- um lengri og styttri reiðtúrunum um Kjalarnes og nágrenni. Þótt minningar mínar um þig séu flestar úr æsku hafa böndin alltaf haldist þrátt fyrir að fundirnir hafi orðið færri með árunum, sérstak- lega eftir að ég flutti utan. Ég gat þó alltaf gengið að því vísu að fljót- lega uppúr áramótum á ári hverju barst mér símhringing frá Islandi sem byi-jaði svona: „Er þetta litla, góða frænka mín? Þetta er bara hann Mundi gamli sem langar að óska ykkur gleðilegs árs.“ Slíkar upphringingar þurfa ekki að vera langar til að vera verðmætar fyrir þann sem þær móttekur. Það eru margir aði'ir en ég sem munu sakna þinna upphringinga, enda fáir eins ötulir við að halda sambandi við fólkið sitt eins og þú varst. Frændi gamli. Minningin um þig er mér ljóslifandi. Lítill, þrjóskur, hreinskilinn, góðhjartaður, vin- margur og ræðinn. Umfram allt manneskja sem auðvelt var að láta sér þykja vænt um. Sú minning mun lifa hjá mér um alla framtíð. Þín frænka, Anna Birna. Nú þegar elskulegur Guðmund- ur, mágur minn, hefur kvatt þetta tilveruskeið rifjast margt upp af stórum minningarsjóði liðinna ára. Er hann var að koma í heimsókn til að kynnast börnunum okkar og leiðbeina þeim fyrstu sporin út á lífsbrautina og fylgdist með þeim alla tíð síðan þó leiðir skildu, í vega- lengdum séð, var hugurinn og ást- úðin alltaf hjá þeim, eins var með þeirra börn eftir að þau komu til sögunnar. Þetta voru ekki einu börnin sem hann Guðmundur gerði sér far um að kynnast, börnum systkina sinna og sinna fjölmörgu vina sýndi hann umhyggju og föð- urlega velvild. Margar snilldarsög- ur voru sagðar af þessum litlu vin- um hans, svo þau stóðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, hvert og eitt fékk sína greinargóðu persónulýs- ingu. Já margs er að minnast. Öll bréfin sem hann skrifaði frá Sviþjóð er hann var að vinna þar. í hverri viku kom bréf með lýsingu af því sem fyrir augu bar, ásamt kveðjum og fyrirbænum. Öll sím- tölin sem hann átti við okkur eftir að við fluttum frá Reykjavík voru orðin svona fastur punktur í tilver- unni. Allar frásagnirnar af mönnum og hestum, allar vísurnar sem fluttar voru, en af þeim var óþrjótandi náma í hans huga. Allt eru þetta ómetanlegar gjafir. Enginn valdi honum mági mínum vini, þá hlið kunni hann best við að sjá um sjálf- ur sama hver í hlut átti, en vinahóp- urinn var stór svo fáheyrt má telja. Það var heldur ekki einlitur hópur persónuleika sem töldust til hans bestu vina. Fölskvalaust trygglyndi og hreinskilni voru hans sterkustu aðalsmerki, sem laðaði fólk til vin- áttu. Þegar margt og stórt þarf að þakka verður þakklætið oft svo léttvægt, en mína þökk hefur hann fyrir allt og allt. Ég bið hann verði guði falinn á eilífðarvegum. Sæunn Þorsteinsdóttir. Elsku besti frændi minn, nú ert þú horfinn yfir móðuna miklu og langar mig að senda þér kveðju mína. Ég á svo margar minningar um þig sem koma upp í hugann nú á þessum dögum. Þegar við fjöl- skyldan fórum að heimsækja þig eða þú komst til okkar þegar ég var lítill laumaðir þú oft 25 króna seðli í lófa okkar Óla bróðiu- og á eftir fylgdi klapp á kollinn og hlýleg stroka niður kinn sem þýddi allt í senn: mér þykir vænt um ykkur og ég er ánægður með ykkur. Stund- um áttir þú líka til að leika og ærsl- ast svolítið með okkur. Einnig minnist ég þess með gleði þegar ég beið spenntur eftir póstkorti eða bréfi frá Svíþjóð sem þú varst svo duglegur að senda mér. Póstkortin voru oftast með fallegum hesta- myndum og bréfin sum þéttskrifað- ar margar blaðsíður af fróðleik úr Svíaríki og fréttir af hvað þú værir að gera. Það yljaði mér um hjarta- rætur að frændi gamli skyldi hugsa til og muna eftir strákpatta heima á Islandi. Minningar á ég einnig um þig frá því að ég var að handlanga í þig í páskafríi þegar þú varst að múra í Sjálfsbjargarhúsinu og þóttist ég þá aldeilis vera karl í krapinu og ekki síst af því að þú varst svo dug- legur að hrósa mér. Mjög margar minningar á ég um þig í hjarta mínu frá hinum ýmsu hestaferðum en það sem stendur sérstaklega upp úr er þegar við riðum með hestana á Þingvöll í upphafi Kjal- ferðar 1971. Þá vorum við sko sam- rýndir, Mundi minn, og þá spjölluð- um við um heima og geima, gamli maðurinn og drengurinn. Þá eins og svo oft í návist þinni fann ég fyr- ir hlýju þinni og eins og oftast var stutt í góðlegan hláturinn. Ekki eru margir sem ég þekki sem hafa ver- ið jafn gjafmildir bæði á andleg og veraldleg gæði. Bæði hefur þú sýnt minni fjölskyldu jafn mikla hlýju og væntumþykju og þú sýndir mér og í þau allt of fáu skipti sem ég kom til þín í Heiðvang varst þú ekki í rónni nema gefa okkur rósir, kara- mellur til krakkanna eða eitthvað annað. En að sjálfsögðu gast þú verið hvatvís og ákveðinn ef það átti við. Ég held að þú sért nú á góðum stað því að þú ert svo sann- arlega Guði þóknanlegur. Lífið gefur, lífið tekur, lífið heiratar skatt af þér, enginn getar aftur snúið, innan stundar kvölda fer. Þrjóta kraftar, þagnai' kliður, þreyttum verður hvíldin góð, erfiðleikar allir gleymast, unað veitir hvíldin hljóð. Steinar Þ. Ólafsson. Þann dag, þá er helgasta hátíð ársins er að ganga í garð er vinur minn Guðmundur Erlendsson að leggja upp í langferð, héðan úr þessum heimi. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru fyrir um 15 árum, en þá störfuðum við báðir hjá Hafn- arfjarðarbæ og tókst þá strax með okkur góður vinskapur og reyndist hann mér ávallt sem einn af mínum bestu vinum, þó aldursmunur væri nokkur. Hann var hreinlyndur, tryggur og trúr félagi. Guðmundur var sérstaklega barngóður og hafa börn mín notið hlýju og góðvildar hans. Einnig var hann hjálpsamur þeim sem minna máttu sín og tók gjarnan málstað þeirra ef umræður þróuðust þannig. Umræðuefnin voru af ýmsum toga og rifjast upp margar góðar minningar um sögur og kveðskap, en frásagnarhæfileiki Guðmundar var einstakur og fróð- ur var hann um menn og málefni. Ljóð og vísur sem hann var óspar að flytja á góðum stundum og létti jafnan upp á félagsskapinn eins og hentaði í góðra vina hópi. Guðmundur ræktaði sínar eigin rósir og sýndi ávallt hlýhug með því að færa vinum og kunningjum þær hvort sem tilefnið var í sorg eða gleði. Hann var hestamaður og hafði yndi af, fór margar langferðir og var þá jafnan riðið létt þegar við átti og þá á Skagfirskan máta. Einn draum átti Guðmundur lengi, en það var að fara norður Kjöl á hest- um sínum og heimsækja þannig æskustöðvar sínar. Ég kom því til leiðar fyrir um tveim árum að hann nyti samfylgdar frænda minna, sem hafa farið þessar ferðir um margra ára skeið og þannig yrði uppfylltur þessi draumur hans. Höfðu sam- ferðamenn það á orði að hann væri ötull og fylginn sér og „afa gamla“ allir vegir færir þegar í hnakkinn væri komið. Þá lét hann sig ekki muna um að ríða einsamall til baka með þjóðvegi suður yfir Holta- vörðuheiði á reiðskjótum sínum Grána og Spotta. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið góðvildar Guð- mundar. Ég hef búið úti á landi sl. ár, en í bæjarferðum hefur hús hans staðið mér og mínum vinum opið sem mitt heimili væri. Kær- leikur og góðar óskir hafa gjarnan fylgt þaðan úr hlaði, sem skal þakk- að hér. Ég og börn mín sendum samúðarkveðjur til systkina Guð- mundar og annarra vandamanna. Guð geymi góðan dreng. Krislján Ingi Gunnarsson. Snjókornin falla. Sérhvert þeirra agnarsmátt en samt með sín sér- kenni og sitt munstur. Saman mynda þau hvíta mjallarbreiðu sem leggst mjúklega yfir allt og endur- kastar birtu. Þess vegna er snjófól- in okkur fagnaðarefni í skammdeg- inu, hún lýsir upp annars skamman dag. Lík snjókornum voni þau orð sem Guðmundur lét falla í minn garð. Saman tengdust þau böndum setninga og málsgreina til að tjá hugarþel sem líkt og snjóbreiða lagðist yfir allt og lýsti upp skamm- degi lífs míns. Slíkt var myndmálið og samlík- ingarnar sem liðu um huga minn á aðfangadag. Þá var ég á leið til Guðmundar sem ég vissi að var ný- látinn. Jóladrífan féll á mig, féll allt um kring og lagðist yfir bæinn. Sumar hugsanir eru orðaðar gagngert til þess að gefa birtu, tjá samhug, gleðja eða skemmta. Þess eðlis virtust langflestar hugsanir Guðmundar. Ef honum hins vegar mislíkaði mál eða atferli, þá túlkaði hann hug sinn á hógværan og smekklegan hátt þótt hárbeittur væri. Slíkt er snilld. Við Guðmundur tengdumst gegnum maka okkar og kynntumst þannig fyrst fyrir tæpum átta ár- um. Okkur varð strax vel til vina og var tíður samgangur milli heimila okkar Sigurgeirs og Guðmundar. Það var margt sem tengdi okkur, svo sem lífsviðhorf og gleðin sem fólgin er í því að njóta íslenskrar náttúru. Viska Guðmundar, þekk- ing og spaugsemi í ríkum mæli, gerðu hvern fund að tilhlökkunar- efni. Sífellt leitaði hann þess fal- lega, Ijóðræna og sanna, sem hann fann víða og deildi því ósjaldan. Það var gaman að gleðjast yfir litlu, sem við þó vissum að væri samt svo stórt. Sérstöðu skipaði þó vinátta Guðmundar þegar hvert áfallið af öðru reið yfír. Þá var hann klettur- inn sem haggaðist ekki þótt aðrir veggh', sem maður í fljótu bragði hefði talið að væru best til þess fallnir að halla sér að, hrundu. Guð- mundur þekkti hins vegar fúna inn- viðina af eigin raun og hafði ýmis- legt til málanna að leggja, meðal annars eitt af gullkornum sínum: „Ja, þetta er nú kannski mannlegt, en stórmannlegt er það ekki.“ Slík- ur vinskapur léttir lund á erfiðri stund. Vin sínum skalmaðurvinurvera og gjalda gjöf við gjöf hlátur við hlátri skyli höldar taka enlausungviðlygi. (Hávamál) Það getur margt lærst á einu æviskeiði þótt ekki haldist lærdóm- urinn og aldurinn endilega hönd í hönd. Það að fólki sé eðlislægt að vera gott og velviljað er ekki sjálf- gefið. Þetta er eitt af því sem lærist við illan leik. Öllu meir er því þakk- lætið og gleðin yfir þeim sem verða á vegi manns í lífinu og eru jafn hógvær stórmenni og Guðmundur var. Því er einnig samúð mín óskipt með aðstandendum og vinum sem hafa misst mikið. Þegar ég var yngri eignaðist ég vinkonu sem átti múrara að fóður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.