Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um veg og virð- ingu Alþingis MÉR þótti vænt um opið bréf til mín frá Vilhjálmi Egilssyni sem birtist í Morgun- blaðinu 28. desember enda veitti það mér eiginlega tvöfalda ánægju. Annars vegar gefst mér tileíni til að leiðrétta þann mis- skilning að forystu- greinin sem ég skrifaði í desemberhefti frétta- bréfs Samtaka iðnaðar- ins fjalli um Vilhjálm Egilsson og verk hans á Alþingi. Leiðarinn fjallar um það ofríki sem mér þykir ein- kenna samskipti framkvæmda- valdsins við löggjafar- og dómsvald- ið, það er að segja Alþingi og Hæstarétt. Hins vegar gleðst ég yf- ir því að svar Vilhjálms sýnir svo að ekki verður um villst að gagnrýni mín á tilþrifalítil afgreiðslustörf Al- þingis á við sterk rök að styðjast. Eg ber mikla virðingu fyrir Al- þingi og störfum þess og lít svo á að Alþingi og alþingismenn eigi að hafa frumkvæði að lagasetningu og taka afstöðu til mála á grundvelli samvisku sinnar. Ég fæ þó ekki betur séð en að Vilhjálmur Egils- son telji það hlutverk Alþingis að lesa og laga til það sem kemur frá ríkisstjórn og ráðuneytum. í grein hans endurspeglast sá skilningur að hlutverk hans sé að stjórna próf- arkalestri í efnahags- og viðskipta- nefnd. Málefni Útflutningsráðs Umfjöllun stjórnvalda um mál- efni Útflutningsráðs íslands er ágætt dæmi um vinnubrögðin. I lög- um um Útflutningsráð voru bráða- birgðaákvæði um að endurskoða skyldi lögin á árinu 1998 en mark- aðsgjaldið, helsti tekjustofn ráðsins, átti að öðrum kosti að falla niður. Utanríkisráðherra skipaði í lok júní nefnd til að gera tillögur um endur- skoðun laganna. í þeirri nefnd átti sæti meðal annarra Vilhjálmur Egilsson. Nefndin skilaði áliti í byrjun nóv- ember og þar var meðal annars lagt til að markaðsgjaldið yrði fellt niður en starfsemin fjármögnuð á fjárlög- um. Meirihluti nefndarinnar lagði til að Útflutningsráði yrði gert að hætta allri starfsemi erlendis en yrði þess í stað nokkurs konar und- irverktaki hjá Viðskiptaþjónustu ut- anríkisráðuneytisins. Þessar tillög- ur fengu vægast sagt neikvæðar undirtektir hjá öllum stærstu sam- tökum atvinnurekenda og þeim var raunar snarlega pakkað niður og hefur lítið til þeirra spurst síðan. Utanríkisráðherra og hans menn lögðu hins vegar, með samþykki ríkisstjórn- arinnar, fram í snatri aðrar tillögur um nýjan gjaldstofn markaðs- gjalds sem nú verður hluti af trygginga- gjaldi. Það væri í sjálfu sér viðunandi ef ekki hefði í leiðinni verið hengt við nýtt gjald til að fjármagna kynningu á Islandi sem fjárfest- ingarkosti en til þeirr- ar starfsemi hefur hingað til verið veitt fé á fjárlögum. Hlutur Alþingis En hver er hlutur Alþingis í þessu máli? Hvemig stóð Alþingi að endurskoðun laganna um Útflutn- í grein Vilhjálms end- urspeglast sá skilning- ur, segir Sveinn Hann- esson, að hlutverk hans sé að stjórna prófarka- lestri í efnahags- og viðskiptanefnd. ingsráð sem ákveðin var með margra ára fyrirvara? Hinn 10. des- ember var hagsmunasamtökum sent frumvarp ríkisstjórnarinnar til umsagnar að frumkvæði formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Þau fengu einn virkan dag til þess að skila umsögnum sínum. Það er að vonum að formaðurinn sjái sérstaka ástæðu til að hrósa sjálfum sér fyrir það frumkvæði því að ella hefðu þessir aðilar ekkert tækifæri fengið til að gefa umsögn. Samtök fisk- vinnslustöðva, Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband íslands skiluðu sameiginlegri umsögn um málið í miklum flýti. Þar eru gerðar athugasemdir við efni frumvarpsins í nokkrum liðum en skemmst er frá því að segja að efnahags- og við- skiptanefnd sá ekkert bitastætt í þeim athugasemdum. Raunar virð- ist ekkert bitastætt hafa fundist í neinum öðrum umsögnum, ekki einu sinni þeirri sem kom frá Versl- unarráði íslands. Eigin tillögur Vil- hjálms í nefndinni góðu voru líka týndar og tröllum gefnar. Eina breytingin, sem þingnefndin sam- einaðist um, var sú að taka af tví- mæii um að markaðsgjald er frá- dráttarbær rekstrarkostnaður eins og verið hefur. Það eina, sem Vil- hjálmur Egilsson hnaut um í um- sögn áðurnefndra samtaka, var prentvilla sem uppgötvaðist ekki í Sveinn Hannesson flýtinum fyrr en hún hafði verið send. I bréfi sínu til mín gerir hann mikið veður út af þessu og er helst á honum að skilja að okkur hefði ver- ið mátulegt að sú prentvilla yrði lögleidd og íýrirhuguð gjaldtaka af atvinnulífmu þannig tífólduð. Hvílík reisn í málflutningi! Onnur dæmi Ekki skal fjölyrt um meðferð annarra mála sem tekin voru nánast af handahófi sem dæmi um af- greiðslu Alþingis nú fyrir jólin. Þeg- ar ég talaði um að fullsmíðuð frum- vörp hefðu runnið óbreytt gegnum þingið hafði ég meginefni þeirra í huga. Hækkun þungaskatts nú er eftir sem áður órökstudd því að engin reynsla er fengin af því hverju nýju lögin, sem sett voru í vor, muni skila í ríkissjóð. Raunar væri sú afgreiðsla Alþingis (efna- hags- og viðskiptanefndar) verðugt efni í sérstaka grein. Það er auðvit- að ánægjulegt að loksins skuli, sem sárabætur, vera afnumin fáránleg innheimta þungaskatts af grjót- flutningabílum sem alls ekki mega aka á vegum. Það er vonlegt að þingmaðurinn kalli eftir hrósi fyrir framtakið en hver skyldi annars hafa staðið fyrir þeirri gjaldtöku sem tekið hefur mörg ár að leið- rétta? Eftir stendur sú staðreynd að Alþingi afgreiddi órökstudda hækkun þungaskatts. Nánast allt atvinnulífíð hefur lýst andstöðu sinni við það að blanda at- vinnurekendum og tryggingagjaldi inn í dæmið þegar hvetja á laun- þega til að auka við lífeyrissparnað sinn. Það er einfaldlega misskiln- ingur hjá Vilhjálmi að það þurfi að blanda launagreiðendum í málið. Með sömu rökum mætti skylda þá til þess að hafa milligöngu um hlutabréfakaup fyrir þá starfsmenn sem vilja notfæra sér skattafslátt vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. Þetta er auðvitað kjami málsins en ekki hitt hvort fyrirtækin gera við- bótina upp einu sinni á ári eða oftar. Eftir stendur að Alþingi ákvað að þvæla launagreiðendum að þarf- lausu inn í þetta mál. Verðug verkefni Vilhjálmi er umhugað um að ég nýti tímann til að benda á ýmislegt sem betur mætti fara í starfsskil- yrðum atvinnurekstrarins fremur en að skamma hann og vini hans í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég tek þeirri ábendingu vel. Vanti Vilhjálm og félaga ábendingar um verðug verkefni mætti efnahags- og við- skiptanefnd gjama skoða afnám tvöfalds kerfís neysluskatta, breyt- ingu á eignarskatti, upptöku olíu- gjalds í stað þungaskatts og afnám stimpilgjalds. Mér finnst tímabært að Alþingi hafí þama frumkvæði í stað þess að bíða eftir tillögum frá fjármálaráðuneytinu. Slíkt fram- kvæði yki veg og virðingu Alþingis og sjálfstæði gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Útsalan hefet í dag W. KAPAN LAUGAVEGI 66 sími 552 5980 Samfylkingin og Alþýðubandalagið í ALLRI stjórn- málasögu fullvalda Is- lands hafa menn barist fyrir sjónarmiðum fé- lagshyggju og jöfnuð- ar. Sú þarátta hefur vissulega verið háð við misjafnar aðstæður, og því miður lengstum einkennst af innbyrðis sundrangu. Olíkt því sem þekkist víða um hinn vestræna heim hefur hægriflokkur náð fótfestu hér á landi sem stærsta stjórn- málaaflið, og það sem mest áhrif hefur haft á mótun samfélagsins. Félagshyggjuöflin hafa engu að síð- ur náð að setja mark sitt á samfé- lagið með þrotlausri baráttu og markvissum aðgerðum þegar þau hafa haft til þess afl og stöðu. Samfylking Margoft hefur verið rætt um nauðsyn þess að fylkja saman þeim stjórnmálasamtökum sem berjast fyrir félagslegum viðhorfum, jöfn- uði og kvenfrelsi. Fátt hefur hins vegar áunnist í þeim efnum á und- anförnum áratugum. Reykjavíkur- listinn, sem fyrst var borinn fram í borgarstjórnarkosningunum 1994 og vann glæsilegan sigur þá, var þó fyrsta táknið um að breytinga gæti verið að vænta í landslagi stjóm- málanna. Undanfarna mánuði hefur verið unnið ötullega að því að ná saman í eina fylkingu þeim sem að- hyllast félagsleg gildi í stjórnmál- um, en hafa á undanfomum áram skipt sér í 3^4 stjómmálahreyfing- ar. Vissulega hefur það ekki verið þrautalaus fæðing, enda trauðla hægt að ætlast til þess. Engu að síð- ur er samfylking félagshyggju, jöfn- uðar og kvenfrelsis nú að verða að veruleika. Það er mikið fagnaðar- efni og vekur vonir um að með nýrri öld taki ný stjórnmálaöfl forystu í landsmálum okkar, þar sem hagur almennings verður hafður að leiðar- ljósi og félagslegt öryggi og jafn- rétti tryggt. Alþýðubandalagið Hvaða erindi á Alþýðubandalagið inn í Samfylkinguna og hvernig er best borgið þeim gildum og sjónar- miðum sem hafa fram að þessu skipað fólki pólitískt í Alþýðubanda- lagið? Þeirri spumingu er í senn einfalt og torvelt að svara. Attum okkur fyrst á þeim megináherslum sem Alþýðubandalagið hefur borið fram á vettvangi stjórnmálanna til þessa. Ég vil nefna nokkur lykilat- riði. • Félagslegt jafnrétti og öryggi sem á að tryggja réttláta skiptingu þjóðartekna, jafnrétti til menntunar og öfluga heilbrigðis- og félagsþjón- ustu. • Sameign þjóðarinnar á auð- lindum og nýting þeirra í þágu þjóð- Mfelwwes. Pappírs- og skjalatætarar bæði fyrir ræmu- og bitaskurð Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 arinnar allrar, en þingsályktunartillaga Alþýðubandalagsins um sérstaka auðlinda- neftid sem vinni tillög- ur í þessu sambandi var samþykkt á Alþingi í vetur. • Umhverfismál, sem munu á næstu ár- um og áratugum verða enn veigameiri en þau eru í dag og þau sjón- armið sem Alþýðu- bandalagið hefur hald- ið fram munu þannig verða leiðarljós í stefnumarkandi um- ræðu um umhverfismál á næstu áram. • Utanríkismál, en þar hefur Al- þýðubandalagið haft nokkra sér- Aðeins skýr þátttaka allra vinstrisjónarmiða getur gert Samfylking- una að því vopni, segir Arni Þdr Sigurðsson, sem margur maðurinn hefur beðið eftir og reitt sig á. stöðu meðal íslenskra stjómmála- flokka. Mikilvægt er að grandvall- arhugsjónir okkar um réttlæti, sjálfstæði, öryggi og jöfnuð ein- kenni umræðu og afstöðu í utanrík- ismálum ekki síður en innanríkis- málum. Þótt af mörgu fleiru sé að taka hygg ég að hérna séu þeir megin- málafíokkar sem Alþýðubandalagið hefur barist fyrir í áranna rás og þeim sjónarmiðum og viðhorfum þarf að halda til haga, hvernig svo sem flokkaskipan kann að verða á nýrri öld. Mest er þó um vert að þau gildi sem ég hef nefnt hér nái fótfestu í samfélaginu og verði sam- gróin þjóðarsálinni. Til þess að svo megi verða þurfa þau öfl sem eiga þessi grundvallarsjónarmið sameig- inleg að taka höndum saman og ná þeim áhrifum við stjórn landsins sem til þarf. í Samfylkingunni er rúm fyrir þessi sjónarmið - og meira en það, Samfylkingin byggir m.a. á þessum viðhorfum og bar- áttumálum. Þess vegna á Alþýðu- bandalagið erindi í Samfylkinguna. Það er einnig mikilvægt að til for- ystu í Samfylkingunni veljist fólk sem hefur í heiðri þau grandvallar- merki sem Alþýðubandalagið hefur staðið fyrir, því án þess verður Samfylkingin engin samfylking sjónarmiða í jafnvægi. Aðeins skýr þátttaka allra vinstrisjónarmiða getur gert Samfylkinguna að því vopni sem margur maðurinn hefur beðið eftir og reitt sig á. Aðeins þannig mun rödd réttlætis, félags- hyggju og kvenfrelsis enduróma með vaxandi styrk inn í nýja öld. Höfundur er aðstoðarmaður borgarstjóra. Árni Þór Signrðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.